Morgunblaðið - 05.06.1996, Side 27

Morgunblaðið - 05.06.1996, Side 27
26 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ1996 27 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. LISTAHÁTÍÐ LISTAHÁTÍÐ var sett í Reykjavík sl. föstudagskvöld og er það í fjórtánda sinn, sem efnt er til listahátíðar hér á landi. Listahátíðin í Reykjavík hefur fest sig í sessi og henn- ar er nú getið í heimsblöðum í yfirliti um listahátíðir á þessu sumri. Segir það töluverða sögu um, hvernig til hefur tekizt. Vladimir Ashkenazy, sem hingað kemur með þýzku sinfón- íuhljómsveitina frá Berlín á listahátíð átti manna mestan þátt í að ráðizt var í það þrekvirki að koma á fót listahátíð hér á íslandi og að hún fór svo vel af stað sem raun bar vitni. Vegna tengsla og vináttu Ashkenazys við ýmsa af fremstu tónlistarmönnum okkar samtíma komu þeir hver á fætur öðr- um á fyrstu listahátíðirnar, sem hér voru haldnar. Síðan hafa fjölmargir framúrskarandi listamenn lagt leið sína til íslands á listahátíð í Reykjavík og við önnur tækifæri. Merkar alþjóð- legar bókmenntahátíðir hafa verið haldnar, svo og myndlistar- sýningar. Skerfur Norræna hússins til listkynninga hefur einn- ig verið ómetanlegur. Raunar höfðu ýmsir úr hópi fremstu listamanna heims komið til íslands áður en listahátíð í Reykjavík kom til sögunn- ar. Þegar horft er um öxl er nánast ótrúlegt hverju frumherj- ar á boð við Ragnar í Smára og Pál ísólfsson fengu t.a.m. áorkað í þeim efnum á sinni tíð. Þótt þar væri ekki um skipu- lagðar listahátíðir að ræða voru það listahátíðir í orðsins fyllstu merkingu, sem þeir og samstarfsmenn þeirra í Tónlistarfélag- inu í Reykjavík efndu til fyrr á árum. Auk þess lögðu fjöl- mörg merk skáld leið sína út hingað. Það er skemmtileg tilviljun, að Steinway flygill Vladimirs Horowitz skuli sýndur hér í hljóðfæraverzlun Leifs H. Magnús- sonar á upphafsdögum listahátíðar. Það voru einmitt ýmsir einkavinir Horowitz, sem hingað komu á vegum Ragnars í Smára og má þar ekki sízt nefna Rudolf Serkin. Listahátíð í Reykjavík skiptir listunnendur máli m.a. vegna þess, að þeir fá tækifæri til að kynnast ýmsu af því, sem vel er gert í öðrum löndum og frábærum erlendum listamönnum. En listahátíðin skiptir ekki síður máli vegna hins, að hún veitir tækifæri til að kynna margt af því nýjasta í íslenzkri samtímalist. Frumflutningur á nýrri óperu eftir Jón Ásgeirs- son, tónskáld, var að mati Þuríðar Pálsdóttur „fágætur listvið- burður“ og hún bætir við í umsögn hér í blaðinu í gær, að með Galdra-Lofti hafi tónskáldið „unnið stórvirki". Þótt tónleikar í Skarðskirkju í Landsveit sl. föstudagskvöld hafi ekki verið hluti af listahátíð voru þeir engu að síður merkilegur menningarviðburður, en þar voru frumflutt sautján sönglög eftir Atla Heimi Sveinsson við ljóð eftir Jónas Hall- grímsson. Um þau sagði Ríkarður Ö. Pálsson, tónlistargagn- rýnandi Morgunblaðsins, hér í blaðinu sl. sunnudag, að mörg þeirra væru líkleg til langlífis „og á undirtektum tónleika- gesta var auðheyrt að þau hittu þegar beint í hjartastað". Listahátíð í Reykjavík gefur fólki tækifæri til að fá nokkra yfirsýn yfir það, sem er að gerast í íslenzku menningarlífi um þessar mundir. Líklega er erfitt að finna jafn fámennt samfélag og okkar íslenzka samfélag er, þar sem jafn mikil gróska er í menningarlífi og hér. Við eigum ekki einungis að leggja áherzlu á að fá þekkta listamenn hingað til lands heldur eigum við að leggja áherzlu á að kynna íslenzka menn- ingu í öðrum löndum. Margt er vel gert í þeim efnum en senni- lega er hægt að vinna skipulegar og af meiri krafti að slíkri kynningu. Þar koma sendiráð íslands í öðrum löndum nú þegar mjög við sögu og geta áreiðanlega gert í ríkara mæli. Þeir sem gera athugasemdir við þann kostnað, sem slíkri kynningu er samfara ættu að íhuga þá staðreynd að öflug kynning á gróskumiklu íslenzku menningarlífi í öðrum löndum getur átt ríkan þátt í að greiða götu útflutningsafurða okkar og efla áhuga útlendinga á að koma hingað sem ferðamenn. Þannig getur menning bæði selt fisk og ferðir til íslands. AKIÐ VARLEGA SORGLEG staðreynd blasir við. Fjórir sautján ára ungling- ar hafa látizt í umferðinni frá áramótum. Umferðin tek- ur sinn toll og þrátt fyrir þessa óhugnanlegu staðreynd, fjög- ur banaslys frá áramótum, er það langt undir meðaltali síð- ustu ára. Að jafnaði látast 23 íslendingar í umferðinni ár hvert. Bifreiðatryggingaféiögin og Umferðarráð hafa nú hafið sérstaka átaksviku til þess áð hvetja fólk til þess að hugsa um þessi mál, aka varlega og gæta að lífi og limum. Átakið hófst með því að sýnt var hvernig bifreið reiddi af, væri henni ekið á steinvegg á 90 km hraða á klukkustund. Morgunblaðið fagnar þessari átaksviku. En átaksvika er ekki nóg. Sífellt þarf að halda fólki við efnið og minna á þær hættur, sem fylgja glannaakstri. Aldrei má slaka á. Miðað við þann kostnað, sem nefndur er að þjóðfélagið hafi af um- ferðarslysum, ætti það ekki að vera áhorfsmál, þótt áróður fyrir siysavörnum kosti peninga. Ráðhérrafundur Fríverslunarsamtaka Evrópu á Akureyri Einn færasti sérfræðingur Bandaríkjanna um ofvirkni samninga við önnur ríki. Margir slíkir samningar hefðu verið gerðir, t.d. við ríki í austurhluta Evrópu, Tyrkland og ísrael, og skiptu þeir miklu máli fyrir viðskiptalíf EFTA-ríkjanna. Nú stæði EFTÁ frammi fyrir því að gera samninga við ýmis viðskiptabandalög í öðrum heimsálfum. Delamuraz var spurður hvort að hann teldi að Svisslendingar myndu á ný íhuga aðild að EES-samningnum ef ekki næðist árangur í tvíhliða við- ræðum þeirra við Evrópusambandið. Svisslendingar höfnuðu EES-aðild í þjóðaratkvæðagreislu í desember 1992 með mjög naumum meirihluta. Forsetinn sagði að í kjölfar þjóðar- atkvæaðgreiðslunnar hefðu Svisslend- ingar orðið að endurmeta stöðu sína og hefði niðurstaðan verið sú að reyna að semja tvíhliða á ýmsum sviðum við ESB. Erfiðast væri að ná sam- komúlagi um fijálst flæði vinnuafls og vöruflutninga yfir Alpana, en hann sagðist þó vonast til að árangur myndi nást. Delamuraz sagði að það væri hans skoðun að mikilvægast væri fyr- ir Svisslendinga að aðlaga sig Evrópu og útilokaði hann enga möguleika í því sambandi. EFTA háð ESB Grete Knudsen, viðskiptaráðherra Noregs, sagði að tvö mikilvæg mál hefðu verið til umræðu á fundinum. Annars vegar innri starfsemi EFTA og hins vegar framtíð EFTA. „Það er ljóst að varðandi innra starf þá hefur mikil breyting átt sér stað nú þegar aðildarríkjunum hefur fækkað verulega. Hvað framtíðina varðar er mikilvægt að við eigum náið samstarf við ESB en einnig við ríki Norður- Ameríku og Asíu. Við búum á tímum alþjóðavæðingar og öll ríki eru háð hvort öðru. Það gerist mjög auðveld- lega að jafnlítil samtök og EFTA lendi í þeirri stöðu að verða útundan. Það er því brýnt hagsmunamál að ná góð- um samskiptum við stærri eininguna í Evrópu vegna þess hve háð henni við erum.“ Knudsen var spurð hvort að Norð- menn teldu EES-starfinu vera alvar- lega ábótavant á einhveijum sviðum, í ljósi þeirra miklu efasemda sem norsk stjórnvöld hefðu haft uppi um ágæti EES-samningsins fyrir þjóðar- atkvæðagreiðsluna um ESB-aðild í Noregi. Knudsen sagði að tekist hefði að aðlaga EES-samninginn að nýjum aðstæðum. „Okkur veitir ekki af öllu okkar sameiginlega afli til að koma málum á dagskrá og geta haft áhrif ... Við erum svo háð Evrópusamband- inu að við verðum að hafa mjög náið samstarf. Til þessa hefur hið end- urnýjaða EES-samstarf hins vegar gegnt sínu hlutverki á fullnægjandi hátt.“ Liechtenstein ánægt með aðild Andrea Willi, utanríkisráðherra Liechtenstein, sagðist vilja koma á framfæri einlægum þökkum til ís- lensku forystunnar fyrir störf sín und- anfarna sex mánuði en mörg mikilvæg skref hefðu verið stigin á þeim tíma. „Liechtenstein getur nú metið fyrsta ár sitt sem aðili að EES-samningnum og við erum mjög ánægð með hvernig til hefur tekist,“ sagði Willi. Hún taldi að á næstunni yrði að leggja áherslu m.a. á að efla samskiptin við ESB. „Þetta var gagnlegur fundur hér á Akureyri sem mun lengi lifa í minni okkar,“ sagði Willi. Morgunblaðið/Kristján FRÁ blaðamannafundi ráðherranna en hann sátu Jean-Pascal Delamuraz, forseti Sviss, Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra, Grete Knuds- en, viðskiptaráðherra Noregs, og Andrea Willi, utanríkisráðherra Liechtenstein. ast sjálfs- traust á ný Morgunblaðið/Kristján HANS van den Broek, frá framkvæmdasljórn Evrópusambands- ins, mætir til fundar við EFTA-ráðherranna í fylgd Hannesar J. Hafstein, sendiherra Islands hjá Evrópusambandinu, og Kjartans Jóhannssonar, framkvæmdastjóra EFTA. Ráðherrar EFTA-ríkjanna eru ánægðir með hvemig starfsemi samtakanna hefur þróast eftir að aðildarríkjum fækkaði um þrjú á síð- asta ári. Steingrímur Sigurgeirsson fylgdist með ráðherrafundi EFTA á Akureyri og þeim málum sem þar vom efst á baugi. KJARTAN Jóhannsson, framkvæmdastjóri EFTA, Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra og Gunnar Snorri Gunnarsson, fasta- fulltrúi íslands hjá EFTA. RAÐHERRAFUNDUR Frí- verslunarsamtaka Evrópu (EFTA) var haldinn á Hótel KEA á Akureyri í gær, en ísland fer nú með formennsku innan EFTA. Að fundinum loknum lýstu ráðherrarnir yfir ánægju með hvernig samstarfið hefði þróast innan EFTA upp á síðkastið og sagði Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra, sem stjórnaði fundinum, í samtali við Morgunblaðið að EFTA hefði náð sjálfetrausti á ný eftir erfitt breytinga- skeið. Þijú aðildarríki, Svíþjóð, Finn- land og Austurríki, gerðust fyrir D/2 ári aðilar að Evrópusambandinu og eiga því einungis ísland, Sviss, Noreg- ur og Liechtenstein aðild í dag. Þrír meginmálaflokkar voru á dag- skrá ráðherrafundarins, innri málefni EFTA, samskipti við ESB og sam- skipti við ríki utan EFTA og ESB. Halldór sagði fundinn hafa verið árangursríkan og mat manna væri að allt gengi nú vel innan samtak- anna. Um tíma hefði ríkt svartsýni, en EFTA hefði tekist að yfirstíga vandamálin. Góð samskipti við ESB í gær áttu fulltrúar EFTA-ríkjanna fund með Hans van den Broek, sem fer með utanríkismál í framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins. Halldór sagði að almennt gengju samskipti ESB-ríkja og EFTA vel og væru eng- in sérstök vandamál. „Auðvitað eru þó alltaf til staðar einstök atriði og má þar nefna kaupskipaútgerð og málefni er varða útflutning á laxi,“ sagði Hálldór. Á fundinum með van den Broek var einnig rædd aðild EES-ríkjanna að ýmsum nefndum og þau áhrif sem EES-ríkin hafa á starf þar. Halldór sagði að upp á síðkastið hefðu náðst fram lagfæringar en betur mætti gera og yrði áherslan á það í framtíðinni. EES-ríkin legðu mikla áherslu á hin pólitísku samskipti og að reyna að auka þátt sinn og áhrif. Einnig voru rædd pólitísk samskipti EFTA-ríkj- anna og ESB, ríkjaráðstefnan og áform um fjölgun aðildarríkja sam- bandsins auk framtíðarsamvinnu EES-ríkjanna og ESB. „Það má segja að EFTA hafi náð sjálfstrausti á nýjan leik eftir þær miklu breytingar sem við höfum farið í gegnum. Við erum vissulega lítil stofnun í samanburði við Evrópusam- bandið en við teljum okkur hafa náð verulegum árangri. Við höfum gengið frá mörgum fríverslunarsamningum og viðræður eru í gangi um margvísleg samskipti annars staðar í heiminum. Það nægir ekki lengur að horfa bara til landanna rétt í kringum sig heldur er nú nauðsynlegt að beina einnig sjón- um að ríkjum hinum megin á hnettin- um. Það eru breytingar sem EFTA verður að takast á við. Við verðum að gera það innan Alþjóðaviðskipta- stofnunarinnar og einnig í samskiptum EFTA og Evrópusambandsins. EFTA-ríkin hyggjast á næstunni vinna áfram að gerð fríverslunar- samninga og horfa þá meðal annars til Asíu og Norður-Ámeríku. Mikilvægir fríverslunarsamningar Jean-Pascal Delamuraz, forseti Sviss, sagði ísland enn einu sinni hafa staðið sig vel sem formennsku- ríki. Hann sagði EFTA gegna mikil- vægu hlutverki í Evrópu og vera við- bót við það meginhlutverk er Evrópu- sambandið gegndi í Evrópu. EFTA gegndi ekki síst mikilvægu hlutverki fyrir þau fjögur ríki, sem aðild ættu að samtökunum, við gerð fríverslunar- EFTA hefur öðl- Hans van den Broek EES-ríkin hafa hag af stækkun ESB HANS van den Broek, sem fer með utanríkis- mál f framkvæmdastjórn ESB, átti í gær- kvöldi fund með EFTA-ráðherrunum. Hann greindi m.a. fráþví hvernig samningavið- ræðum miðaði á ríkjaráðstefnu Evrópusam- bandsins en þar er m.a. verið að semja um breytingar á stofnanakerfi ESB vegna fjölg- unar aðildarríkja. Að ríkjaráðstefnunni lok- inni hefjast aðildarviðræður við ríki í Mið- og Austur-Evrópu og við Miðjarðarhaf og sagði Van den Broek að hann teldi EES-rík- in eiga eftir að hafa hag af stækkun sam- bandsins og þar með innri markaðarins. Innri markaðurinn stækkar Van den Broek sagði að á fundinum hefði m.a. verið rætt um tvíhliða samskipti EES- ríkjanna og Evrópusambandsins og mögu- leika á að útvikka fríverslun og fijálsræði í viðskiptum. Þá hefði hann greint frá því helsta sem væri að gerast innan Evrópusam- bandsins, ekki síst á ríkjaráðstefnunni er hófst fyrir skömmu. „Þetta voru mjög lífleg- ar og góðar umræður milli samstarfsaðila," sagði van den Broek. Aðspurður um hvort að fjölgun Evrópu- sambandsríkja myndi hafa einhver áhrif á EES-ríkin sagði van den Broek að EFTA-rík- in væru að hans mati þegar farin að búa sig undir þessa stækkun meðal annars með gerð fríverslunarsamninga við þau ríki er sækt- ust eftir ESB-aðild. „Ég tel líklegt að EES- ríki á borð við ísland muni njóta mjög góðs af stækkun hins innri markaðar. Hann nær nú þegar til 375 milljóna neytenda en eftir stækkun verður þetta orðinn markaður 475 milljóna neytenda. Þarna eru því líka mögu- leikar til staðar fyrir EES-ríkin.“ Aðspurður um möguleikana á að fríversl- un og frelsi í viðskiptum enn frekar á EES- svæðinu sagði hann að sérfræðingar hefðu rætt þessi mál um þó nokkurt skeið og tölu- verður árangur hefði þegar náðst. „Við erum saman þátttakendur á einum markaði og því er til dæmis mikilvægt að hafa sameiginlega staðla til að ýta enn frekar undir flæði við- skipta," sagði van den Broek. Á ráðherrafundi EFTA var lögð mikil áhersla á mikilvægi þess að auka pólitisk samskipti við Evrópusambandið og reyna að efla vægi EFTA-ríkjanna við ákvarðanamót- un á EES-svæðinu. Van den Broek sagði að segja mætti að tvíhliða viðræður ættu sér stað við öll EFTA-ríkin hvert fyrir sig auk þess sem fundir og viðræður ættu sér stað á grundvelli EES-samstarfsins. Til dæmis yrði í næstu viku haldinn fundur í Lúxem- borg þar sem til stæði að gefa EES-ríkjum upplýsingar um ríkjaráðstefnuna. Stöðugar viðræður ættu sér stað milli EFTA og ESB og það að fulltrúa fram- kvæmdastjórnar ESB hefði verið boðið að mæta á þennan fund segði margt um hversu náin samskiptin væru. Að meðaltali eitt ofvirkt barn í hverj- umbekk Barnageðlæknafélag íslands og Bama- og unglingageðdeild Landspítalans stóðu fyrir ráðstefnu um ofvirkni sl. mánudag í samvinnu við Russel A. Barkley, einn helsta sérfræðing Bandaríkjanna um ofvirkni, misþroska og af- leiðingar þroskatruflana. RAÐSTEFNUNA um of- virkni sóttu um 90 manns og var meðal annars fjall- að um kerfi til að greina ofvirkni, meðferðarmöguleika og nýjustu rannsóknir á þessu sviði. Morgunblaðið ræddi við Dr. Bar- kley, en hann er prófessor í geð- lækningum og taugasjúkdómum við Háskólann í Massachusetts og veit- ir forstöðu alhliða göngudeildar- starfi fýrir ofvirka og misþroska í Worcester í Massachusetts. Hann hefur um nokkurra ára skeið átt samvinnu við Barna- og unglinga- geðdeild Landsspítalans. Dr. Barkl- ey hefur gefið út fjölda bóka 0g skrifað ótal greinar, auk þess sem hann hefur verið eftirsóttur fyrirles- ari víða um lönd. Hann hefur auk þess margoft komið fram í fjölmiðl- um og fjallað um ofvirkni. Einbeitingarskortur og eirðarleysi Hvað er ofvirkni? „Á ensku er notað hugtakið ADHD (Attention Deficit Hyperact- ivity Disorder) til að lýsa þessum vanda, en á íslensku útleggst það sem athyglisbrestur með ofvirkni. Ofvirkni kemur yfirleitt í ljós hjá börnum um fjögurra til sjö ára ald- ur. Helstu einkennin eru einbeiting- arskortur, athyglisbrestir og eirðar- leysi, léleg sjálfstjórn og hömlulaus tjáning tilfinninga. Einkennin koma einkanlega fram þegar barnið á að gera eitthvað sem því fínnst ekki skemmtilegt eða spennandi, eins og t.d. að læra eða sinna húsverkum. Allt virðist hins vegar vera með felldu þegar barnið er að gera eitt- hvað sem það hefur gaman af, eins og að horfa á sjónvarp, spila tölvu- leiki eða lesa spennandi bók. Vegna þess að barnið hagar sér eðlilega eina stundina, en ræður svo ekki við sig þá næstu eiga aðstand- endur oft í erfiðleikum með að greina sjúkdóminn. Rannsóknir okkar Páls Ásgeirssonar benda til þess að ofvirk börn eigi í erfiðleikum með að gera hluti sem fela ekki í sér styrkingu eða verðlaun. Þau eiga oft erfitt með nám, ekki vegna þess að þau vilji ekki læra eða geti ekki lært, heldur vegna þess að það hefur engin verðlaun í för með sér fyrir þau. Nýlega hefur komið í ljós að of- virkt fólk hefur brenglað tímaskyn, því finnst tíminn líða hægar en hann gerir í raun og mætir því iðu- lega seint í skóla og vinnu. Þetta skapar auðvitað mörg vandamál í daglegu lífi. Minnið getur einnig verið truflað. Ekki svo að skilja að ofvirkt fólk geti ekki lagt staðreynd- ir á minnið, heldur á það í erfiðleik- um með að koma skipulagi á þær og nota í daglegu lífi. Ef maður Morgunblaðið/Þorkell DR. RUSSEL A. Barkley er einn færasti sérfræðingur Bandaríkjanna um ofvirkni. biður t.d. ofvirka manneskju að gera fimm ólíka hluti tiltekinn dag, er mjög líklegt að hún leysi þessi verkefni ekki af hendi. Vegna skorts á sjálfstjórn er al- gengt að ofvirkir einstaklingar leið- ist út í fíkniefnaneyslu á unglings- árunum, og þeir leiðast oft út í af- brot og sýna aðra andfélagslega hegðun. Á íslandi er ástandið hins vegar betra en i Bandaríkjunum hvað þetta varðar, enda ríkir hér meiri velmegun. Hér er líka betra félagslegt kerfi en í Bandaríkjunum, og það skiptir miklu máli fyrir of- virka, m.a. hvað varðar ellilífeyri.“ Hversu algeng er ofvirkni? „í Bandaríkjunum er talið að 5-7% barna séu ofvirk og sænskar rannsóknir sýna svipað hlutfall, en það þýðir að í hverjum bekk er að meðaltali eitt ofvirkt barn. Ég veit ekki hver prósentan er á íslandi en búast má við að hún sé svipuð. Gæta verður að því að sú tíðni sem mælist í hveiju landi ræðst að ein- hverju leyti af því hvaða skilgrein- ing er notuð. Tvö kerfí eru aðallega notuð til að greina ofvirkni, banda- ríska kerfið DSM 4 og alþjóðlega kerfið ICD 10, og hafa þau færst nær hvort öðru á undanförnum árum.“ Erfðir ráða mestu um ofvirkni Hverjar eru orsakirnar? „Orsakir ofvirkni geta verið margvíslegar, en allar eru þær af líffræðilegum, taugafræðilegum eða erfðafræðilegum toga. Á síð- ustu tíu árum hefur komið í ljós að það er afskaplega ólíklegt að of- virkni eigi sér rætur í uppeldi eða félagslegum aðstæðum, s.s. fátækt eða mataræði. Það er útbreiddur misskilningur að ofvirkni stafi af of mikilli sykurneyslu eða agaleysi í uppeldi. Þessir þættir eru algjör- lega ótengdir og það er mikilvægt að almenningur geri sér grein fyrir því. Ofvirkni gengur í erfðir og það er líklega orsökin í u.þ.b. 70% til- fella. Það eru miklar líkur á að of- virkni erfist milli kynslóða, t.d. eru 35% líkur á að systkini barns sem hefur greinst ofvirkt séu það líka, og helmingslíkur eru á að annað foreldri ofvirks barns sé sjálft of- virkt. Hópar vísindamanna í Bret- landi, Ástralíu og Bandaríkjunum keppast nú við að finna genin sem valda ofvirkni, og reyndar hefur þegar komið í ljós að nokkur gen eru algengari í ofvirkum einstak- lingum en öðrum. Þetta eru mjög forvitnilegar rannsóknir og það er spennandi að sjá hvað þær munu leiða í ljós. Þau 30% tilfella sem ekki orsak- ast af erfðum eiga flest rætur að rekja til einhvers konar skaða á fremri hluta heilans. Slíkur heila- skaði getur t.d. orðið ef barn fær höfuðhögg, eða ef móðir verður fyr- ir sýkingu, neytir áfengis eða reykir sígarettur á meðgöngutíma. Því meiri sem neysla móðurinnar á áfengi og tóbaki er, því meira auk- ast líkurnar á að fóstrið verði fyrir skaða. Fyrirburar eiga frekar á hættu en önnur börn að verða fyrir taugaskemmdum, og eru því lík- legri til að verða ofvirk.“ Lyfjagjöf er árangursrík Hvað er til ráða? „Ekki er hægt að lækna of- virkni, en hægt er að halda henni niðri með lyijum og sérstökum að- ferðum. Nýjustu rannsóknir sýna að 80% þeirra sem greindir eru of- virkir í æsku eiga ennþá við þetta vandamál að stríða sem unglingar og 60% ennþá á fullorðinsárum. Hingað til hefur verið litið á of- virkni sem barna- og unglingasjúk- dóm og almenningur hefur ekki gert sér grein fyrir að fullorðnir geta einnig þjáðst. í Bandaríkjunum er nú farið að opna meðferðarstöðv- ar sem einbeita sér að fullorðnum. Lyfjagjöf getur verið mjög árangursrík, og milli 70 og 90% þeirra sem taka lyf fá einhveija bót meina sinna. Sökum þess útbreidda misskilnings að ofvirkni stafi af lé- legu uppeldi eru margir andvígir því að ofvirkum einstaklingum séu gefin lyf, en mikilvægt er að fólk geri sér grein fyrir því að orsakirn- ar eru læknisfræðilegar og lyfjagjöf getur því borið góðan árangur. Hér á íslandi er erfitt fyrir lækna að gefa lyf við ofvirkni því þau eru skyld amfetamíni og flokkuð með ávanabindandi efnum, svo nauðsyn- legt er að fá samþykki landlæknis. Þessi lyf eru hins vegar ekki ávana- bindandi séu þau tekin eins og mælt er fyrir um. í Bandaríkjunum þurfa læknar ekki að fá samþykki stjórnvalda, en geta aðeins skrifað 1 lyfseðil fyrir einn mánuð í senn. , I Fræða þarf foreldra um vandann Nauðsynlegt er að fræða foreldra ofvirkra barna um þann vanda sem við er að etja. Hér á íslandi eiga foreldrar kost á 10 vikna fræðslu- námskeiði, sem getur hjálpað þeim mikið. Ekki er síður mikilvægt að kennarar kunni skil á þessum vanda, því ef þeir átta sig ekki á því hvað er að, er mikil hætta á að börnum sé refsað fyrir hegðun sem þau ráða ekki við og fái ekki þá F aðstoð og skilning sem þau þurfa. Ofvirk börn eiga gjarnan erfitt með að eignast vini og flosna oft upp úr skóla vegna hegðunarvanda- mála. Þegar börnin eldast fá þau sjálf fræðslu um vanda sinn og at- riði sem að gagni geta komið til að halda einkennum niðri.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.