Morgunblaðið - 05.06.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.06.1996, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Stóreignafólk í fyrirrúmi sjö spurningar til ríkisstjórnarinnar vegna „fjármagnstekjuskatts“ i. JAÐARSKATTARá almennar launatekjur eru mjög háir og geta verið frá 42% og upp í 60 - 70% þegar bóta- skerðingar eru með- taldar. Samkvæmt frumvarpi um skatt á fjármagnstekjur verð- ur jaðarskattur á arð, 'vexti og söluhagnað 10%. Ríkisstjómin hef- ur skipað nefnd sem á að kanna leiðir til þess að lækka jaðarskatta. Telur ríkisstjórnin það brýnt forgangsverk- efni að lækka jaðarskatt á tekjur, sem fyrst og fremst er að finna hjá stóreignafólki og hátekjumönnum eins og gert er í stað þess að láta eitt yfir alla ganga? Bæði Sjálf- stæðisflokkur og Framsóknarflokk- ur lýstu því í síðustu kosningabar- áttu að brýnt væri að lækka jaðar- skatta en kjósendum var ekki sagt að stóreignafólk ætti að vera í fyrir- rúmi og fá forgjöf. Skattleysismörk hafa sífellt farið lækkandi frá því að staðgreiðsla skatta var tekin upp fyrir tæpum áratug. Er svo komið að lág laun eru skattlögð og skattleysismörk einstaklings eru um 700 þúsund krónur á ári og um 1,4 milljónir hjá hjónum sem bæði vinna utan heimilis. Samkvæmt frumvarpi um skatt á fjármagnstekjur verða .skattleysismörk fyrir vexti, arð, húsaleigu og söluhagnað um 2.950 þúsund krónur á ári fyrir einstakl- ing og um 5,9 milljónir króna fyrir Ögmundur Jónasson hjón sem ekki stunda launaða vinnu en lifa af eignum sínum. Telur ríkisstjórnin brýnna að hækka skattfrelsis- mörk þessa fólks en þeirra sem vinna hörð- um höndum fyrir lág- um launum? 3. Samkvæmt upplýs- ingum Ríkisskattstjóra munu breyttar reglur um skattlagningu fyr- irtækja skv. frumvarpi um skatt á ljármagns- tekjur geta leitt til þess að tekjuskattur 40 tekjuhæstu hlutafélaga landsins lækki um rúm- lega 800 milljónir króna. Góð af- koma fyrirtækjanna á m.a. rætur að rekja til launasamninga með litl- um launahækkunum á undanföm- um árum þar sem launþegar hafa orðið að taka á sig skerðingu tekna en jafnframt verið sagt að þeir myndu njóta þess síðar er aðstæður í atvinnulífí bötnuðu. Telur ríkis- stjórnin sanngjamt að þegar árang- ur þessara fórna launþega kemur í ljós í bættri afkomu atvinnurekstrar og hækkuðum tekjum eigenda fyrirtækja sé sköttum velt af þess- um aðilum yfir á almennt launafólk eins og gert er með frumvarpi um skatt á fjármagnstekjur? 4. Samkvæmt upplýsingum Ríkis- skattstjóra mun skattstofn af arði, söluhagnaði, lækka um 740 milljón- ir króna. Þar af er lækkun skatt- stofns þeirra 10% hjóna og einstakl- inga, sem hæstar tekjur hafa um Minmngargreinar og aðrar greinar FRÁ áramótum til 15. febrúar sl. birti Morgunblaðið 890 minn- ingargreinar um 235 einstakl- inga. Ef miðað er við síðufjölda var hér um að ræða 155 síður í blaðinu á þessum tíma. í janúar sl. var pappírskostnaður Morgun- blaðsins rúmlega 50% hærri en á sama tíma á árinu 1995. Er þetta í samræmi við gífurlega hækkun á dagblaðapappír um allan heim á undanförnum misserum. Dag- blöð víða um lönd hafa brugðizt við. miklum verðhækkunum á pappír með ýmsu móti m.a. með því að stytta texta, minnka spáss- íur o.fl. Af pessum sökum og vegna mikillar fjölgunar aðsendra greina og minningargreina er óhjákvæmilegt fyrir Morgunblað- ið að takmarka nokkuð það rými í blaðinu, sem gengur til birtingar bæði á minningargreinum og al- mennum aðsendum greinum. Rit- stjórn Morgunblaðsins væntir þess, að lesendur sýni þessu skiln- ing enda er um hófsama tak- mörkun á lengd greina að ræða. Framvegis verður við það mið- að, að um látinn einstakling birt- ist ein uppistöðugrein af hæfí- legri lengd en lengd annarra greina um sama einstakling er miðuð við 2.200 tölvuslög eða um 25 dálksentimetra í blaðinu. í mörgum tilvikum er samráð milli aðstandenda um skrif minn- ingargreina og væntir Morgun- blaðið þess, að þeir sjái sér fært að haga því samráði á þann veg, að blaðinu berist einungis ein megingrein um hinn látna. Jafnframt verður hámarks- lengd almennra aðsendra greina 6.000 tölvuslög en hingað til hef- ur verið miðað við 8.000 slö,g. Sveinn ••• Má benda þér á framhaldsnám í idnfræði í bygginga-, véla- og rafmagnsdeild. Umsóknarfrestur er til 6. júni. f Leitið upplysinga í síma 577 1400. tækniskóli fslands Höfðabakki 9 -112 Reykjavík • Sími 577 1400 Bréfasími 577 1401 ■ Internet heimasíða: http://www.ti.is/ Telur ríkisstjómin það forgangsverkefni, spyr Ögmundur Jónasson, að hækka skattfrelsis- mörk stóreignafólks og hátekjumanna? 465 milljónir króna og munu skatt- ar þeirra lækka um rúmlega 200 milljónir króna og tekjur hins opin- bera samsvarandi. Telur fjármála- ráðherra sem beitt hefur sér fyrir lækkun barnabóta og framlaga til félagslegrar þjónustu að þessir 10% tekjuhæstu þegnar landsins séu í meiri þörf fyrir aðstoð af hálfu ríkis- ins en barnafólk, sjúklingar og aldr- aðir? 5. Talið er að eigið fé Sameinaðra verktaka, sem að mestu hefur verið safnað í skjóli einokunaraðstöðu við framkvæmdir á vegum varnarliðs- ins, sé um 2,5 milljarðar króna. Verðmæti þess fyrir hluthafana eft- ir að hafa greitt skatt af söluhagn- aði skv. núgildandi lögum er talið vera um 1,5 milljarðar króna. Verð- mæti þessara eigna fyrir hluthafana mun hækka um 750 milljónir króna eftir að hafa greitt skatt skv. frum- varpi um skatt á fjármagnstekjur og nýtt að fullu frestun á skattlagn- ingu söluhagnaðar skv. þeim. Telur ríkisstjórnin réttlætanlegt að auka verðmæti hermangsgróða einok- unaraðila með þessum hætti. 6. Samkvæmt frétt í Morgunblað- inu fyrr á árinu um Sjóvá-Almennar var arður sem greiddur var 10 ein- staklingum, sem tilgreindir voru í fréttinni, 14,3 milljónir króna. Sam- kvæmt gildandi lögum er skattur þessara hluthafa af þessum tekjum 5,5-6,5 milljónir króna. Samkvæmt frumvarpi um skatt á fjármagns- tekjur mun þessi skattur lækka í 1 - 1,5 milljónir króna. Fjármálaráð- herra hefur margoft lýst þeirri skoðun sinni að þörf sé á að lækka tekjuskatta. Telur hann og ríkis- stjórnin að brýnast sé að bytja á því verki með því að lækka skatta stóreignafólks og hátekjumanna og sérstaklega beini ég þeirri spurn- ingu til Framsóknarflokksins hvort það sé stefna hans að hafa stór- eignafólk í fýrirrúmi? Verðmæti hlutabréfa þeirra 10 einstaklinga, sem mest eiga í Sjóvá- Almennum er talið vera um 1 millj- arður króna miðað við markaðsverð bréfanna og um 6-700 milljónir króna eftir að greiddur hefur verið skattur af söluhagnaði skv. núgild- andi reglum. Með frumvarpi um fjármagstekjuskatt mun verðmæti eftir skatt af söluhagnaði hækka í 900 milljónir króna. Á undanförn- um árum hefur misskipting eigna í þjóðfélaginu aukist og þjóðarauð- urinn færst á æ færri hendur. Telur ríkisstjórnin ástæðu til að hraða þessari þróun og auka þessa mis- skiptingu enn frekar eins og gert er með frumvarpi um skatt á fjár- magnstekjur? Höfundur er alþingismnður og formaður BSRB. Pappírsins virði Jafnréttisáætlun Reykjavíkurborgar 1996-2000 UNGUR sagnfræð- ingur, Kolfínna Bald- vinsdóttir, skrifaði prófritgerð við Háskóla Islands um jafnréttis- lögin sem hún nefndi yEkki pappírsins virði“. I viðtali við Mannlíf í maí sl. fjallar hún m.a. um þessa ritgerð og segir að titillinn segi allt sem segja þarf um framkvæmd laganna. Hún hafi orðið miður sín yfír því hvað þessi lög hafí verið iítils virt. Hún tók lög sem banna kattahald í fjölbýlishús- um til samanburðar. Þeim hafi verið framfylgt á stund- inni. Kettirnir hefðu verir hrifsaðir úr fangi eigendanna og drepnir miskunnarlaust. Kolfinna segist ekki skilja af hveiju sé ekki hægt að framfylgja jafnréttislögunum af sömu hörku. Engin viðurlög séu við brotum á þeim. Þessi frásögn er rifjuð hér upp í tilefni þess að borgarráð samþykkti samhljóða á fundi sínum 7. maí sl. j afnréttisáætlun Reykj avíkurborgar 1996-2000. Miklar vonir eru bundn- ar við þessa áætlun, að hún verði raunverulegt tæki til að jafna stöðu karla og kvenna. Á sama fundi í borgarráði var ráðinn jafnréttisráð- gjafí, en starfssvið hans hefur verið skýrt afmarkað og gefíð mikið vægi innan borgarkerfísins. Jafn- réttisráðgjafinn er m.a. sérstakur ráðgjafi borgarstjóra um jafnréttis- mál og heyrir undir borgarritara, æðsta embættismann borgarinnar. Ennfremur hefur verið ákveðið að borgarfulltrúi gegni í fyrsta sinn formennsku í jafnréttisnefnd, en ráðgjafmn vinnur í nánum tengslum við nefndina. Með þessu breytta fyrirkomulagi hafa jafnréttismálin fengið þá stöðu sem þeim ber sam- kvæmt lögum nr. 28/1991 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, því án vilja stjórnvalda verða lögin einskisnýtt pappírsgagn. Jafnréttisáætlunin tekur til margra þátta, eins og starfsmanna- mála, almennrar fræðslu, skóla- mála, atvinnumála og fjölskyldu- mála. En hvernig hyggjast borgar- yfirvöld jafna stöðu karla og kvenna? Hér verða nefndar nokkrar aðgerðir samkvæmt áætluninni. Stofnunum og fyrirtækjum borg- arinnar er gert skylt að gera starfs- Gerður Steinþórsdóttir áætlun í jafnréttismál- um í upphafi hvers árs í samvinnu við jafn- réttisráðgjafa og þurfa að gera jafnrétt- isnefnd grein fyrir stöðu mála í lok hvers árs. Sú borgarstofnun sem stendur sig best það árið við að fram- fylgja jafnréttisáætlun borgarinnar hlýtur viðurkenningu jafn- réttisnefndar. Nefndin úthlutar ennfremur styrkjum til borgar- stofnana vegna ein- stakra verkefna sem hafa það markmið að jafna stöðu kynjanna. Fjallað er í áætluninni um aug- Breytt skipan jafnrétt- isáætlana ber þess vitni, segir Gerður Stein- þórsdóttir, að borgar- yfirvöld hafa vilja og vald til að jafna stöðu karla og kvenna. lýsingar og ráðningar hjá borginni, en þar segir m.a. að þegar ráða á í stjórnunarstörf innan borgarkerf- isins skuli hafa bæði kynin í huga við gerð auglýsinga. Til að auðvelda starfsfólki borg- arinnar að samræma fjölskyldu- ábyrgð starfi skal það eiga kost á sveigjanlegum vinnutíma, hluta- störfum eða annarri hagræðingu vinnutíma, þar sem því verður við komið. Þá er í áætluninni kafli um fræðslu og ráðgjöf. Þar er kveðið á um að starfsmönnum borgarinnar standi til boða aðstoð jafnréttisráð- gjafa, bæði varðandi störf og starfs- aðstæður eins og kjör og samskipti á vinnustað, kynferðislega áreitni og valdbeitingu. Ennfremur skal jafnréttisráðgjafi veita borgarbú- um, einstaklingum og hópum, að- stoð við að leita réttar síns ef þeir telja sér mismunað með tilliti til kynferðis. Einnig er kveðið á um jafnréttisfræðslu í skólum og á öðr- um uppeldisstofnunum. Jafnréttis- nefnd mun styðja sérstök þróunar- verkefni í því skyni og veita fjár- hagsstuðning og ráðgjöf þar að lút- andi. Nauðsynlegt er að gera kannanir en mikilvægara að gera sér grein fyrir tilgangi þeirra og notagildi. Á þessu ári munu liggja fyrir niður- stöður launakönnunar hjá Reykja- víkurborg, en ljóst er að launamun- ur kynja er töluverður. Þá er unnið að starfsmannastefnu hjá borginni og verður jafnréttisáætlunin höfð til hliðsjónar við gerð hennar. Enn- fremur verður unnið kynhlutlaust starfsmat. Markmiðið með því er að kanna hvort slíkt mat dragi fram þætti í hefðbundnum kvennastörf- um sem hingað til hafa verið van- metnir. Þannig mætti lengi telja. Hildur Jónsdóttir, nýráðinn jafn- réttisráðgj afi Reykj avíkurborgar, er fjölmiðlafræðingur að mennt. Hún hefur víðtæka reynslu og þekk- ingu af jafnréttismálum og er eld- hugi mikill. Miklar vonir eru bundn- ar við störf hennar hjá Reykjavíkur- borg. Steinunn V. Óskarsdóttir tek- ur við formennsku í jafnréttisnefnd á fundi borgarstjórnar 6. júní. Steinunn er skeleggur borgarfull- trúi og fylgin sér. Við gerð jafnréttisáætlunarinnar leitaði jafnréttisnefnd álits margra aðila innan borgarkerfisins sem komu með gagnlegar ábendingar og athugasemdir. Því ber að fagna hversu víðtæk samstaða hefur náðst um áætlunina. Borgaryfirvöld hafa vilja og vald til að jafna stöðu karla og kvenna með sérstökum stjórnvaldsaðgerð- um. Breytt skipan jafnréttismála og framsækin áætlun ber þess glöggt vitni. Nú stendur fyrir dyrum kynning á jafnréttisáætluninni. Áætlunin mun fyrst birtast í heild í Borgar- fréttum í þessum mánuði ásamt kynningu á jafnréttisráðgjafa og hlutverki hans. Borgarfréttir koma inn á hvert heimili í Reykjavík og eru borgarbúar eindregið hvattir til að kynna sér jafnréttisáætlun Reykjavíkurborgar 1996-2000 og nýta sér hana. Markmið áætlunar- innar er einmitt að flétta jafnréttis- málin á þann hátt inn í starfsemi borgarkerfisins og líf borgarbúa að þau verði eðlilegur þáttur þess. Höfundur á sæti íjafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar oggegndi formcnnsku á tínmbilinu l.jimúar til ö.júní 1996.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.