Morgunblaðið - 05.06.1996, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 05.06.1996, Qupperneq 34
34 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR t Ástkær eiginmaður minn, HJÖRLEIFUR EINAR FRIÐLEIFSSON, lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 3. júní. Sigriður Helga Árnadóttir. t Elsku faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORVALDUR ÞORKELSSON frá Lundi, Þverárhlið, síðast til heimilis á Presthúsabraut 22, Akranesi, andaðist í Sjúkrahúsi Akraness þann 3. júní. Arndís Þorvaldsdóttir, Saebjörn Eggertsson, Valborg Þorvaldsdóttir, Hörður Óskarsson, Þorvaldur Ragnarsson, Ragnar Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN SIGURÐSSON fyrrv. bóndi á Björgum, Austursgötu 8, Hofsósi, verður jarðsunginn frá Hofsósskirkju laugardaginn 8. júní kl. 14.00. Svava Sigmundsdóttir, Sigurður Kristjánson, Kristín R. B. Fjólmundsdóttir, Aðalheiður S. Kristjánsdóttir, Fjólmundur B. Fjólmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HRAFNHILDUR SVEINSDÓTTIR (Stelia), áðurtil heimilis á Réttarholtsvegi 79, sem lést 26. maí, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 6. júnf kl. 15.00. Kristfn Eyþórsdóttir, Hartmann Guðmannsson, Lilja Dóra Eyþórsdóttir, Sigurður Sigurðsson, Margrét Óskarsdóttir, Björn H. Einarsson, Hrafnhildur Eyþórsdóttir, Sævar Ástráðsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VALGERÐUR SIGURVINSDÓTTIR frá Hliðarhaga, til heimilis á Hríseyjargötu 21, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn 7. júní kl. 13.30. Guðrún B. Jóhannesdóttir, Jón B. Jóhannesson, Viiborg Elisdóttir, Sigurvin G. Þ. Jóhannesson, Margrét Björgvinsdóttir, Sigríður H. Sigtryggsdóttir, Eiður Gunnlaugsson, barnabörn og barnabarnabörn. •>»" + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ERLENDUR ERLENDSSON fyrrv. leigubifreiðastjóri, Mávahlíð 20, lést í Borgarspítalanum 4. júni. Sigriður Hannesdóttir, Garðar Erlendsson, Ragnhildur Ágústsdóttir, Ólafur Erlendsson, Sævar Erlendsson, Þurfður Erlendsdóttir, Hannes Erlendsson, Erlendur Erlendsson, Guðjón Erlendsson, Guðjón Jónsson, Ingibjörg Bjarnadóttir, Anna Karlsdóttir, Kristín Jónsdóttir, Ragnheiður Erlendsdóttir, Davíð Steinþórsson, Jóhanna Erlendsdóttir, Jóhann Gylfi Gunnarsson, Sigurrós Erlendsdóttir, Kristján Jóhannsson, Jón Erlendsson, Ragnheiður Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. IVAR GUÐMUNDSSON + ívar Guðmunds- son fæddist í Reykjavík 19. jan- úar 1912. Hann lést á hjúkrunarheimil- inu Skjóli í Reykja- vík 2. júní síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Dóm- kirkjunni 4. júní. Þótt ívar Guð- mundsson sinnti margvíslegum ábyrgð- arstörfum á erlendum vettvangi var hann fyrst og síðast íslenskur blaðamað- ur. Blaðamennskan var það starf sem var honum kærast og honum var ætíð umhugað um vöxt og við- gang Morgunblaðsins. Það sáum við vinir hans glögglega er hann kom hingað í sína síðustu heimsókn og gat loks séð með eigin augum þær gífurlegu breytingar sem átt höfðu sér stað í rekstri ritstjórnar- innar. ívar Guðmundsson hafði til að bera alla þá hæfileika sem prýða góðan íslenskan blaðamann. Hann var vel menntaður og þekkti vel sögu lands og þjóðar. Hann bjó yfir eðlislægri forvitni blaða- mannsins, hafði „fréttanef“ gott og mikið og lifandi áhuga á um- hverfi sínu. Hann var maður for- dómalaus og taldi að blaðamenn hefðu fyrst og fremst þjónustuhlut- verki að gegna við lesendur sína. Hroki var ekki til í fari hans og hann hafði góða kímnigáfu sem oft kom sér vel á erfiðum stundum í starfi. Ivar og hans góða kona, Bar- bara, opnuðu hús sitt fyrir okkur Agnesi Bragadóttur er við komum til Washington D.C. í desember 1987 til að fylgjast með þriðja leið- togafundi þeirra Ronalds Reagans og Míkhaíls S. Gorbatsjovs. Við breyttum heimili þeirra hjóna í skrifstofu Morgunblaðsins með öllu því raski og rusli sem þessu starfi fylgir. ívar tók virkan þátt í þessu starfi, hafði aðgangspassa að Hvíta húsinu og ég minnist frétta sem hann skrifaði og við sendum beint frá skrifstofu hans inn á móðurtölvu Morgunblaðsins. Þá, 75 ára gamall, hafði hann tileinkað sér nýjustu tækni í þessum efnum og fór léttilega í gegnum allar þær tölvuskipanir sem nauðsynlegar voru við slíkar sendingar á þessum tíma. Mikil og góð vinátta tókst með okkur ívari og heimsótti ég hann og Barböru jafnan er ég var á ferð í Banda- ríkjunum starfs míns vegna. Minnist ég þess er ég heimsótti hann síðast í McLean þar sem hann bjó í glæsi- legu húsi árið 1992. Hann hljóp þá upp og niður stigana eins og fjallageit, ók eins og herforingi um bæ og borg og var léttur á sér eins og 40 árum yngri maður. Ávallt mætti mér sama hlýjan á heimili þeirra og margar stundirnar sátum við ívar í bakgarðinum og ræddum blaða- mennsku og bandarísk stjórnmál en á þeim hafði hann mikla þekk- ingu. Ivar hafði unnið með föður mín- um á Morgunblaðinu og hafði unun af að rifja upp sögur af „Gamla- Mogga“. Hann fylgdist glöggt með þróun mála á blaðinu, var enda fréttaritari Morgunblaðsins í Washington um margra ára skeið og hafði ávallt skoðanir á því sem betur mátti fara. Sérstaklega man ég eftir því er hann lýsti yfir því að lengd og fjökli minningargreina væri orðinn óhóflegur og taldi að tímabært væri að setja skorður í þeim efnum. Riíjaði hann þá upp söguna af kerlingunni sem sagði við hann: „Hugsaðu þér, hann pabbi dó og það birtust aðeins um hann þrjár minningargreinar í Mojgganum." Ivar þekkti allar hliðar blaða- mennskunnar og það er dæmigert að ein síðasta bókin sem hann las áður en hann veiktist var „Dead- line“, hinar bráðskemmtilegu ævi- minningar blaðamannsins James „Scotty" Reston. Ég minnist kímniglampans í augum ívars er hann vitnaði til orða danska rit- stjórans sem lýsti þessu starfi svo: „Journaiistens liv er et hundeliv men det er det eneste liv der er værdt at leve.“ Rifjuðum við ívar þessa djúpu speki upp þegar við hittumst síðast hér í_ Reykjavík. ívar sneri heim til íslands sjúkur maður á síðasta vetri eftir nærri 45 ára dvöl erlendis. Þótt hann dveldist svo lengi ytra var hann ávallt fyrst og fremst íslendingur. Hann talaði gott og kjarnyrt mál og var vel lesinn í íslenskum bók- menntum. Hann sagði aldrei skilið við Island og fósturjörðina, sem tekur nú á móti honum. Ég þakka þessum góða og hjartahlýja vini mínum samferðina og sendi Barböru og sonum þeirra þremur samúðarkveðjur. Ásgeir Sverrisson. ELISABET GÍSLADÓTTIR + Elísabet Gísla- dóttir, Unufelli 50, var fædd á Pat- reksfirði 2. desem- ber 1900. Hún lést 30. maí 1996. For- eldrar hennar voru hjónin Gísli Sig- urðsson trésmiður frá Patreksfirði og kona hans Sigríður Pálsdóttir. Systkini Elísabetar voru 13 talsins. Dóttir Elísa- betar er Ingibjörg Axelsdóttir, f. 8. febrúar 1930. Hún var gift Ólafi E. Gestssyni pípu- lagningamanni, f. 29. janúar 1927, d. 25. september 1992. Þau eignuðust sex börn, Elísabetu, f. 7. desember 1947, Axel, f. 10. septem- ber 1950, Guðrúnu Ósk, f. 26. septem- ber 1954, d. 3. sept- ember 1994, Birgi, f. 12. mars 1957, Ólaf, f. 27. júlí 1960, og Sigríði, 16. sept- ember 1961. Barna- barnabörnin eru níu og barnabarna- barnabörnin eru fimm. Útför Elísabetar fer fram frá Fella- og Hóla- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. + Eiginmaður minn, SKÚLI BJÖRGVIN SIGFÚSSON frá Leiti í Suðursveit, Kleifarvegi 8, verður jarðsunginn frá Áskirkju fimmtu- daginn 6. júní kl. 13.30. Guðrún Jónsdóttir, synir og vandamenn. + Móðir okkar, tengdamóðir og amma, MAGNEA INGILEIF SÍMONARDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 6. júní kl. 13.30. Áslaug Sigurðardóttir, Kristján Sigurðsson, Finnur Sigurðsson, Finnbogi Sigurðsson, Si'mon Sigurðsson, Ástráður Sigurðsson, Guttormur Vigfússon, Ingey Arnkelsdóttir, Guðrún Júlíusdóttir, Edda Lýðsdóttir, Erna Kristjánsdóttir, Ragna Helgadóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfír láttu vaka þinn engil svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson) Okkur systkinin langar að minn- ast hennar ömmu okkar sem nú er látin. Amma var okkur barnabörn- unum svo góð. Við vorum svo lán- söm að hafa fengið að alast upp með ömmu, því hún bjó hjá foreldr- um okkar allt frá því að þau hófu búskap. Amma vann ýmis störf um ævina, en lengst af vann hún hjá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins í Nýborg við Skúlagötu. Þar vann hún í 25 ár. Amma var dul að eðlisfari, en oft átti hún það til að láta frá sér ýmis gullkorn sem fengu okkur til að hlæja. Amma eignaðist eitt barn og það er hún móðir okkar. En barnalánið átti eftir að verða mikið hjá henni, þegar barnabörnin, barnabarna- börnin og barnabarnabarnabörnin fæddust. Á meðan heilsan leyfði var hún alltaf tilbúin að hjálpa okkur. Við erum henni innilega þakklát fyrir allt það sem hún gerði fyrir okkur. Hennar er nú sárt saknað af móður okkar, sem hugsaði svo vel um hana alla tíð, og það vitum við að amma var henni mjög kær. Við viljum að lokum þakka ömmu allar ljúfu samverustundirnar. Hvíli hún í friði. Barnabörnin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.