Morgunblaðið - 05.06.1996, Síða 40

Morgunblaðið - 05.06.1996, Síða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Tommi og Jenni Hvernig stendur á því Ég er ekki viss ... ég held að fjölskylda þín á hud, að þetta sé einhvers konar en ég ekki? könnun... BREF TEL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 5691329 • Netfang: lauga@mbl.is David Bowie á íslandi Frá Halldóri R. Lárussyni: TUTTUGASTA júní nk. heldur stór- stjarnan David Bowie tónleika í Laugardalshöllinni, það er með ólík- indum hvað lítið hefur farið fyrir þessum stórviðburði í íslenskum fjöl- miðlum. Það hefur verið reynt í all- mörg ár að fá Bowie til landsins til tónleikahalds, það er fyrst nú sem það hefur tekist og eiga þeir aðilar sem þar eru að verki heiður skilinn og óska ég þeim alls góðs. David Bowie er einn af risunum í rokkinu, lifandi goðsögn sem hefur óhræddur farið ótroðnar slóðir og oftar skapað nýjar tónlistarstefnur og strauma en fylgja íjöldanum. Það eru ófáir ungir tónlistarmenn sem eiga David Bowie ekki lítið að þakka í gegnum tíðina, maður heyr- ir áhrif Bowies á hverjum degi á hvaða rás sem er, en frummyndin er alltaf best, ein besta hylling sem Bowie hefur fengið er útsetning Kurt Coabains og félaga í Nirvana á lagi hans The Man who sold the World, af Unplugged in New York, þetta ágæta lag mun Bowie vænt- anlega flytja í höllinni. Ég hef hlust- að á og fylgst með Bowie í tuttugu og fjögur ár, og séð hann á hljóm- leikum fjórum sinnum, nú síðast í Dublin í nóvember sl. Ég vil leyfa mér að fullyrða að hann hefur sjald- an eða aldrei verið jafnáhugaverður og skemmtilegur. Nýi diskurinn 1. Outside er gegnumheilt eyrnakonf- ekt þar sem ekki er slegin ein ein- asta feilnóta, og Bowie lofar einni plötu á ári, í beinu framhaldi fram til aldamóta. En aðalástæða þess að ég rita þetta bréf er sinnuleysi fjölmiðla á hingaðkomu þessa tilvonandi ísland- svinar, Stöð tvö sýndi einn laugar- dag fyrir stuttu stuttan þátt um Bowie og gerð nýju plötunnar, fínn þáttur en á hræðilegum tíma og hefði farið fram hjá mér ef einn fé- þaginn hefði ekki hringt og látið vita. Ég frétti að Rás tvö hefði spilað nýlegar tónleikaupptökur með hon- um, það mætti gjarnan senda þann þátt út aftur og auglýsa hann bet- ur. Ég veit að það er til hellingur af efni um Bowie bæði í rituðu máli og myndbönd og hljómleikar, ég er viss um að þeim sem lítt þekkja til mannsins þætti fengur í slíku efni rétt eins og okkur hinum. MTV hefur verið að sýna nokkrum sinnum hljómleika með Bowie tekna upp í Frakklandi í mars, er ekki hægt að auglýsa þetta í útvarpi eins og t.d. hefur verið gert með samtalsþætti á Fjölvarpinu? • Það er staðreynd að David Bowie er að koma til Islands, það er nærri uppselt á tónleikana, það væri gam- an næstu vikurnar að þurfa ekki bara að lesa og horfa á forsetafram- bjóðendurna (gangi ykkur vel, eruð þið búin að fá ykkur miða?) hjá öll- um fjölmiðlunum, nóg verður nú samt. Að lokum vil ég hvetja alla sanna tónlistaraðdáendur til að fjölmenna í höllina, ekki síst unga fólkið, því það eru fáir tónlistarmenn í jafnrétt- um takti og Bowie er og á hljómleik- um er hann engum líkur, nema sjálf- um sér. Ég tel að koma David Bowie hing- að til lands sé stærsti tónlistarvið- burður sem hér hefur átt sér stað síðan Led Zeppelin komu hér á sínum tíma (með fullri virðingu fyrir öllum sem hafa sótt okkur heim í millitíð- inni). Ég missti af Zeppelin og mig svíður það enn (ég þekki þó strák hvers bróðir fékk trommukjuða Bonsós í höfuðið á þeim tónleikum). Sjáumst í Höllinni, ég verð þessi með kökkinn í hálsinum. P.s. Það væri gaman að heyra frá Bowie aðdáendum á netinu ég er með netfang dorilaritreknet.is, svo vil ég benda áhugasömum á að skoða eftirfarandi netfang: http://www.treknet.is/bowie. HALLDÓR R. LÁRUSSON, Skipasundi 39, Reykjavík. Trjábeð í vanhirðu við Perluna Frá Óla Gunnarssyni: ÖSKJUHLÍÐIN er mikil náttúru- perla og þangað leggja margir leið sína ekki hvað síst á góðviðrisdög- um, en þeir hafa verið margir slíkir sem af er sumri. Stærsti hluti þeirra sem koma til að njóta útivistar og útsýnis í Öskjuhlíðinni koma akandi og leggja bílum sínum á bílastæðum Perlunnar. Þessi bílastæði eru ágæt- lega úr garði gerð og er skemmti- Iega skipt með nokkrum tijábeðum. Sá galli er á gjöf Njarðar að þessi tijábeð eru í mikilli vanhirðu. Sér- staklega á þetta við um beðið sem fjærst er Perlunni, en það er að verða ein illgresisflækja. Sannast sagna stingur þetta mjög í augu þeirra fjöl- mörgu sem þarna eiga leið um og er þeim til vansa sem um ættu að hirða. Nú veit ég ekki hvort það er Hita- veita Reykjavíkur eða rekstraraðili Perlunnar sem á að sjá um þetta mál, en það getur varla kostað mikla fjármuni að halda þessu sæmilega snyrtilegu. Fyrst ég er farinn að stinga niður penna á annað borð get ég ekki lát- ið hjá líða að lýsa yfir hryggð minni með skemmdarverkin á ljósastaur- um þeim sem eru meðfram stígnum milli Loftleiðahótels og Perlunnar. Þarna hafa einhverjir lagt mikið á sig við að mölbijóta ljósakúpla og þeirra innihald á þó nokkrum ljósa- staurum meðfram fyrrnefndum stíg. Það væri út af fyrir sig verðugt verkefni sálfræðinga eða annarra slíkra að finna út hvað það er sem er að plaga sál þeirra sem virðast hart knúnir til að fremja skemmdar- verk. Ég hef það sterklega á tilfinn- ingunni að skemmdarfýsn sé út- breiddari hérlendis en víða erlendis - vonandi hef ég ekki rétt fyrir mér í þessu efni. Með þökk fyrir birtinguna. ÓLI GUNNARSSON, Fögrubrekku 42, Kópavogi. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fyigi.r fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.