Morgunblaðið - 25.06.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.06.1996, Blaðsíða 2
2 D ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Templarahöllin til sölu EIGNAMIÐLUNIN hefur nú til sölu hús, sem flestir Reykvíkingar þekkja, en það er Templarahöllin svonefnda á homi Barónsstígs og Eiríksgötu. Góðtemplarareglan í Reykjavík IOGT á húsið, en það var reist árið 1967 og er kjallari og þrjár hæðir. Húsið er steinsteypt og alls 1694 ferm. að stærð. Að sögn Sverris Kristinssonar hjá Eignamiðluninni stendur Templara- höllin á 5.389 ferm. lóð. Húsið er í dag nýtt sem samkomuhús og fyrir skrifstofur, bókasafn og fieira. „Stigahúsið og hol hverrar hæðar er mjög stórt og með miklum glugg- um til norðurs,“ sagði Sverrir. „As- faltþak er á húsinu og húsið er ný- lega standsett að utan, en þak og gluggar þarfnast viðhalds. Lýsing í húsinu er góð og lagnastokkar við útveggi. Byggingaréttur fyrir allstórri byggingu fylgir að austanverðu við húsið. Húsið skiptist þannig að í austur- enda kjallara er stór samkomusalur með upphækkun eða sviði. Minni sal- ur er þar í vesturenda, auk kaffi- stofu, hitaklefa, fatageymslu, snyrt- ingu og fl. Á fyrstu hæð er stórt anddyri en snyrtingar eru í vesturenda inn af anddyri. Þar er einnig hol og fjögur herbergi. í austurenda er innra hol, móttaka með geymslu, fimm herbergi sem snúa til norðurs, tvö herbergi til austurs og fjögur herbergi til suðurs, auk geymslna, fatahengis, snyrtingar o.fl. Á annarri hæð eru snyrtiherbergi, stór herbergi með tveimur geymslum inn af og eldtraustri skjalageymslu. Á þessari hæð er einnig góður parket- lagður salur, fundarherbergi til norð- urs, ræstiklefi, setustofa, annar fundasalur með geymsiu inn af og kaffístofa. Á þriðju hæð eru fjögur herbergi í austurenda, tvö sem snúa í norður og tvö sem snúa í suður. I miðiými eru fimm herbergi, stórt herbergi sem nú er nýtt sem bókasafn og lesstofa. Snyrtingar eru í vesturendanum. Ástand og útlit allra hæða er upp- runalegt og þokkalegt, en verð er áætlað um 95 milij. kr.“ HÚSIÐ stendur við Sunnuflöt 16 í Garðabæ. Það er til sölu hjá Fasteignasölu Reykjavíkur og ásett verð er 16,3 millj. kr. Garðabær Einlyft einbýlishús í hraun- jaðrinum HJÁ Fasteignasölu Reykjavíkur er nú til sölu húseignin Sunnuflöt 16 í Garðabæ. Sjálft húsið er á einni hæð og 136 ferm. að stærð, en því fylgir tvöfaldur bílskúr, sem er 44 ferm. Undir honum er jafn stórt rými, sem hægt er að nýta með ýmsum hætti. „Húsið stendur á frábærum stað við hraunjaðar og læk og garðurinn er stórglæsilegur með fallegum gróðri, sagði Sigurbjörn Skarphéð- insson hjá Fasteignasölu Reykjavík- ur.„Nýlega endurnýjað þak er á hús- inu og heimkeyrslan að því er hellu- lögð og með hitalögnum. Að innan er húsið mjög snyrtilegt og með vönduðum innréttingum. Flísalögð verönd er við húsið og út- gengt út á hana úr holi. Ásett verð er 16,3 millj. kr. Fasteijynalán Landsbvéfa til allt að 25 ára Vextir af lánunum eru á bilinu 6,75 til 8,25%. Lánin henta t.d. þeim sem vilja skuldbreyta eldri lánum, kaupa stærri eignir eða vilja taka lán til framkvæmda. Ráðgjafar Landsbréfa hf. veita allar frekari upplýsingar X landsbréf hf. ,y, SUÐURLANDSBRAUT 24, 108 REYKJAVIK, S í M I 588 9200, BREFASÍMI 588 8598 Fleiri moguleikar á fasteigna- markaði Markaðurinn Það er bjartara fram- undan á fasteignamark- aðnum, segir Grétar J. Guðmundsson, rekstr- arstjóri Húsnæðisstofn- unar ríkisins. Viðskipti hafa aukizt og nýbygg- ingar sömuleiðis. Margt hefur breyst varðandi fjármögnun íbúðakaupa og húsbygginga hér á landi á síðustu misserum. Möguleikar á mismun- andi húsnæðislánum eru meiri en verið hefur. Bankar, sparisjóðir og verðbréfafyrirtæki veita nú lán til mun lengri tíma en áður og vextir eru með hagstæðara móti. Áuk þess hefur sveigjanleiki í húsbréfakerfinu verið aukinn. Aðstæður á fasteignamarkaði eru því nokkuð góðar og skilyrði til kaupa eða bygginga eru á margan hátt heppileg. Enda eru fast- eignaviðskipti nú lífleg. Fasteignaviðskipti aukast Miðað við þann mælikvarða sem umsóknir um húsbréfalán eru, þá hafa fasteignaviðskipti verið nokkuð meiri það sem af er þessu ári, samanborið við sama tíma á síðasta ári. Um 25% aukn- ing hefur verið í umsóknum um húsbréfalán vegna notaðs íbúðar- húsnæðis. Aukningin hefur verið nokkuð minni í umsóknum vegna nýbygginga einstaklinga, eða um 13%. Hins vegar vekur það at- hygli í þessu sambandi, að dregið hefur úr umsóknum um húsbréf- alán vegna endurbóta á íbúðar- húsnæði. Samdrátturinn í þeim umsóknum er um 28% á milli ára. Líklegt er að umsóknir um húsbréfalán séu ekki lengur sá afgerandi mælikvarði varðandi umsvif á fasteignamarkaði og var, eftir að bankar, sparisjóðir og verðbréfafyrirtæki hófu að veita löng lán í þeim mæli sem nú er. Lán samkvæmt húsbréfa- kerfinu eru háð því skilyrði, að umsækjendur séu að festa kaupa á eða byggja dýrari íbúð en þeir eiga fyrir, að frádregnum áhvíl- andi lánum á þeirri íbúð. Slík skilyrði eru ekki fyrir hendi varð- andi lán annarra fjármálastofn- ana en Húsnæðisstofnunarinnar. Sveigjanlegur lánstími Frá áramótum hefur verið unnt að fá húsbréfalán til 15 og 40 ára auk 25 ára lána, sem hafa verið í boði frá upphafi kerfisins á árinu 1989. Nú þegar tæplega hálft ár er liðið frá því þessi möguleiki í húsbréfakerfinu kom til, má segja að komin sé nokkur reynsla á þennan sveigjanleika í lánstíma húsbréfalána. Enn sem komið er hefur lítil ásókn verið í lán til 15 eða 40 ára. Afgreiddar hafa verið hátt í 3.000 umsóknir um hús- bréfalán frá áramótum. Einungis um 100 lán hafa verið til 40 ára, en 15 ára lánin eru verulega mik- ið færri. Erfitt er að fullyrða hvaða ástæður eru fyrir þessu, en þær eru án efa fleiri en ein. Munur á greiðslubyrði vegur þar e.t.v. nokkuð, en mánaðarleg greiðslubyrði af einnar milljónar króna húsbréfaláni er um 8 þús- und krónur ef lánstíminn er 15 ár, hún er um 6 þúsund krónur ef lánstíminn er 25 ár, en hins vegar um 5 þúsund krónur ef lánstíminn er 40 ár. Lánstími - ákvörðun kaupenda og seljenda Þegar um íbúðarkaup er að ræða er það ákvörðun bæði kaup- enda og seljenda hvaða lánstími er á húsbréfalánunum. Hafi kaup- endur t.d. áhuga á 40 ára lánum, verður ekki af því nema seljendur samþykki að taka við fasteigna- veðbréfum með 40 ára lánstíma, sem þeir geta síðan selt og feng- ið greitt fyrir með 40 ára húsbréf- um. Þannig verður það að vera sameiginleg ákvörðun kaupenda og seljenda hvaða lánstími er á fasteignaveðbréfum og húsbréf- um. Húsbyggjendur geta hins vegar sjálfir tekið ákvörðun um hvort þau fasteignaveðbréf, sem þeir gefa út og selja fyrir húsbréf, verða til 15, 25 eða 40 ára. Þeir sem vilja 15 ára lán verða þó að sýna fram að greiðslugeta þeirra sé nægjanleg miðað við þann láns- tíma. Hins vegar miðast greiðslu- matið í húsbréfakerfinu við 25 ára lánstíma húsbréfalána, bæði ef kaupendur ætla að gefa út fasteignaveðbréf til 25 eða 40 ára. Hvað sem þessu líður, þá er bjartara framundan á fasteigna- markaði. Viðskipti hafa aukist og nýbyggingar sömuleiðis. Það gef- ur vonir um að draga muni úr greiðsluerfiðleikum íbúðareig- enda þegar fram í sækir. Fasteignasölur í blabinu í dag Agnar Gústafsson bls. 9 Almenna fasteignas. bls. 20 Ás bls. 20 Ásbyrgi bls. 19 Berg bls. 4 Bifrost bls. 12 Brynj. Jónsson bls. 20 Borgir bls. 31 Borgareign Y , bls. 26 Eignamiðlun bls. 10-11 Eignasalan bls. 28 Fasteignamarkaður bls.17og 20 Fasteignamiðstöðin bls. 14 Fasteignasala Reykjav. bls. 26 Fjárfesting bls. 9 Fold bls. 3 Framtíðin bls. 5 Frón bls. 29 Garöur bls. 5 Gimli bls. 21 H-Gæði bls. 16 Hátún bls. 13 Hóll bis. 24-25 Hraunhamar bls. 6 Huginn bls. 28 Húsakaup bls. 27 Húsvangur bls. 8 íbúð bls. 10 Kjörbýli bls. 28 Kjöreign bls. 32 Laufás bls. 25 Óðal bls. 7 Skeifan jjF’- bls. 15 Valhús bls. 4 Valhöll bls. 23 Þingholt bls. 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.