Morgunblaðið - 25.06.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.06.1996, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ 30 D ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 1996 ■ FASTEIGNAMAT - Hér er um að ræða matsseðil, sem Fasteignamat ríkisins sendir öll- um fasteignaeigendum í upp- hafi árs og menn nota m.a. við gerð skattframtals. Fasteigna- mat ríkisins er til húsa að Borg- artúni 21, Reykjavík sími 614211. ■ FASTEIGNAGJÖLD - Sveitarfélög eða gjaldheimtur senda seðil með álagningu fast- eignagjalda í upphafi árs og er hann yfirleitt jafnframt greiðsluseðill fyrir fyrsta gjald- daga fasteignagjalda ár hvert. Kvittanir þarf vegna greiðslu fasteignagjaldanna. ■ BRUN ABÓTAMATS- VOTTORÐ - Vottorðin fást hjá því tryggingafélagi, sem eignin er brunatryggð hjá. Vott- orðin eru ókeypis. Einnig þarf kvittanir um gi’eiðslu brunaið- gjalda. Sé eign í Reykjavík brunatryggð hjá Húsatrygging- um Reykjavíkur eru brunaið- gjöld innheimt með fasteigna- gjöldum og þá duga kvittanir vegna þeirra. Annars þarf kvitt- anir viðkomandi tryggingarfé- lags. ■ HÚSSJÓÐUR - Hér er um að ræða yfirlit yfir stöðu hús- sjóðs og yfirlýsingu húsfélags um væntanlegar eða yfirstand- andi framkvæmdir. Formaður eða gjaldkeri húsfélagsins þarf að útfylla sérstakt eyðublað Félags fasteignasala í þessu skyni. ■ AFSAL - Afsal fyrir eign þarf að liggja fyrir. Ef afsalið er glatað, er hægt að fá ljósrit af því hjá viðkomandi sýslu- mannsembætti og kostar það nú kr. 100. Afsalið er nauðsyn- legt, því að það er eignarheim- ildin fyrir fasteigninni og þar kemur fram lýsing á henni. ■ KAUPSAMNINGUR - Ef lagt er fram ljósrit afsals, er ekki nauðsynlegt að leggja fram ljósrit kaupsamnings. Það er því aðeins nauðsynlegt í þeim tilvik- um, að ekki hafi fengist afsal frá fyrri eiganda eða því ekki enn verið þinglýst. ■ EIGNASKIPTASAMN- INGUR - Eignaskiptasamn- ingur er nauðsynlegur, því að í honum eiga að koma fram eign- arhlutdeild í húsi og lóð og hvernig afnotum af sameign og lóð er háttað. ■ UMBOÐ - Ef eigandi ann- ast ekki sjálfur sölu eignarinn- ar, þarf umboðsmaður að leggja fram umboð, þar sem eigandi veitir honum umboð til þess fyrir sína hönd að undirrita öll skjöl vegna sölu eignarinnar. ■ YFIRLÝSINGAR - Ef sér- stakar kvaðir eru á eigninni s. 3. forkaupsréttur, umferðarrétt- ur, viðbyggingarréttur o. fl. þarf að leggja fram skjöl þar að lútandi. Ljósrit af slíkum skjölum fást yfirleitt hjá við- komandi fógetaembætti. ■ TEIKNINGAR - Leggja þarf fram samþykktar teikning- ar af eigninni. Hér er um að ræða svokallaðar byggingar- nefndarteikningar. Vanti þær má fá ljósrit af þeim hjá bygg- ingarfulltrúa. KAUPENDUR ■ ÞINGLÝSING - Nauðsyn- legt er að þinglýsa kaupsamn- ingi strax hjá viðkomandi sýslu- mannsembætti. Það er mikil- vægt öryggisatriði. A kaup- samninga v/eigna í Hafnarfirði þarf áritun bæjaryfirvalda áður en þeim er þinglýst. MINNISBLAD SI I IIMM K ■ TILHÖGUN SÖLU - Koma skal fram, hvort eignin er í einkasölu eða almennri sölu, svo og hver söluþóknun er. Sé eign sett í einkasölu, skuldbindur eigandi eignarinnar sig til þess að bjóða eignina aðeins til sölu hjá einum fasteignasala og á hann rétt til umsaminnar sölu- þóknunar úr hendi seljanda, jafnvel þótt eignin sé seld ann- ars staðar. Einkasala á einnig við, þegar eignin er boðin fram í makaskiptum. - Sé eign í al- mennri sölu má bjóða hana til sölu hjá fleiri fasteignasölum en einum. Söluþóknun greiðist þeim fasteignasala, sem selur eignina. ■ SÖLUUMBOÐ — Áður en fasteignasala er heimilt að bjóða eign til sölu, ber honum að hafa sérstakt söluumboð frá eiganda og skal það vera á stöðluðu formi sem dómsmálaráðuneytið staðfestir. Eigandi eignar og fasteignasali staðfesta ákvæði söluumboðsins með undirritun sinni á það. Allar breytingar á söluumboði skulu vera skrifleg- ar. í söluumboði skal eftirfar- andi koma fram: ■ AUGLÝSINGAR - Aðilar skulu semja um hvort og hvern- ig eign sé auglýst, þ.e. á venju- legan hátt í eindálki eða með sérauglýsingu. Fyrsta venjulega auglýsing í eindálki er á kostnað fasteignasalans en auglýsinga- kostnaður skal síðan greiddur mánaðarlega skv. gjaldskrá dagblaðs. 011 þjónusta fast- eignasala þ.m.t. auglýsing er virðisaukaskattsskyld. ■ GILDISTÍMI - Tilgreina skal hve lengi söluumboðið gild- ir. Umboðið er uppsegjanlegt af beggja hálfu með 30 daga fyrirvara. Sé einkaumboði breytt í almennt umboð gildir 30 daga fresturinn einnig. ■ ÖFLUN GAGNA/SÖLU- YFIRLIT - Áður en eignin er boðin til sölu, verður að útbúa söluyfirlit yfir hana. Seljandi skal leggja fram upplýsingar um eignina, en í mörgum tilvik- um getur fasteignasali veitt aðstoð við útvegun þeirra skjala sem nauðsynleg eru. Fyrirþá þjónustu þarf að greiða, auk beins útlagðs kostnaðar fast- eignasalans við útvegun skjal- anna. í þessum tilgangi þarf eftirfarandi skjöl: ■ VEÐBÓKARVOTTORÐ- Þau kosta nú 800 kr. og fást hjá sýslumannsembættum. Opnunartíminn er yfirleitt milli kl. 10.00 og 15.00. Á veðbókar- vottorði sést hvaða skuldir (veð- bönd) hvíla á eigninni og hvaða þinglýstar kvaðir eru á henni. ■ GREIÐSLUR — Hér er átt við kvittanir allra áhvílandi lána, jafnt þeirra sem eiga að fylgja eigninni og þeirra, sem á að aflýsa. SAMTÖK IÐNAÐARINS Hallveigarstíg !• 101 Reykjavík • Sími 511 5555 • Fax 511 5566. Ævisparnaður ílestra er fólginn í fasteign og framkvæmdum tengdum þeim. Því er mikilvægt að vel sé vandað til verka. Samtök Iðnaðarins benda því á eftirfarandi. • Hugaðu tímanlega að framkvæmdum, skilgreindu og skipuleggðu þær vel. • Fáðu tilboð hjá löggiltum iðnmeistara. • Gerðu verksamninga. (Staðlað verksamningsform fæst á skrifstofu SI). • Láttu ábyrgan fagmann hafa eftirlit með framkvæmdinni. • Láttu gera lokaúttekt fyrir uppgjör verks. Fagmanninn finnurðu hjá meistarafélögum innan samtaka iðnaðarins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.