Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 1996 B 3 ísland eru afskaplega góðar. Stundum sváfum við í skólanum ef við vorum að vinna við verkefni fram á nótt eða gera einhverjar tilraunir sem erfitt var að slíta sig frá. Það er óhltt að segja að flestir ef ekki allir nemendur sem eru í skólanum eru mjög áhugasamir og vinna af miklu kappi enda er and- inn hjá Ingvari og hans fólki slíkur að hann örvar okkur og hvetur." Fannst ég vera á tunglinu Magdi Maghoub var eins og fyrr segir fyrsti Egyptinn sem kom í Jarðhitaskólann. Það var fyrir sex árum. „Ég vissi ekki mikið um ís- land, en hafði þó lesið eitthvað. Samt var ég ekki undir það búinn sem mætti mér þegar ég kom út úr flugvélinni: fannst einhvern veg- inn eins og ég væri á tunglinu, landslagið var mér svo gersamlega framandi. Ég bjó á Flókagötu og undi mér ágætlega. Mér fannst fólk elsku- legt og kynntist vel Orkustofnunar- fólki og féll afskaplega vel við það eins og alla hjá skólanum sjálfum og utan hans. Mér fannst verðlagið þó skelfilega hátt. Mér féll íslensk- ur matur ágætlega en fannst ís- lendingar kannski ekki nota nógu mikið af grænmeti í matinn eða sem meðlæti." Þau segja að meðan þau voru hér hafi verið boðið í jarðfræði- og skoðunarferðir vítt og breitt. Þau hafi farið í Svartsengi, á Nesja- velli, Keflavík og Akureyri og skólastjórahjónin, Ingvar og Þórdís Árnadóttir, hafi alltaf boð fyrir nemendur einu sinni á hveiju tíma- bili. Magda segir að þó að henni finn- ist erfitt að maður hennar Sadek skyldi vera sendur umsvifalaust til Kenýa eftir dvölina á íslandi hafi það verið heiður og traustsyfirlýs- ing bæði við hann og námið í Jarð- hitaskólanum. Ómar hafði hlakkað til að hafa báða foreldrana heima „Ómari fannst þetta nú eiginlega alveg ómögulegt,11 segir hún. „Eg var í burtu i fimm mánuði pg skömmu seinna fór Sadek til ís- lands og Ómar hafði hlakkað mikið til að við gætum nú orðið venjuleg fjölskylda aftur. En það var ekkert við því að segja og við tölum reglu- lega saman í síma og Ómar og hann eru duglegir að senda hvor öðrum bréf. Við erum að vona að hann komi í frí í nóvember og síð- an getum við væntanlega farið að heimsækja hann í Kenýa í næsta ári.“ Hún segir að auk þess að sakna sonar síns meðan hún var á íslandi hafi annar vandi komið upp. „Það var sólarlagsleysið,“ segir hún og hlær við. „Ramadan - föstumánuð- ur múhameðstrúarmanna þegar menn neyta hvorki matar né drykkjar frá sólarupprás til sólar- lags - hófst skömmu eftir að ég kom. Og ég varð þá bara að reikna út hvenær sólin væri sest heima í Egyptalandi, ella hefði ég soltið heilu hungri í fjjórar vikur því sólin settist nánast aldrei!“ Gott orð fer af skólanum Þau Magda og Magdi segja að hróður Jarðhitaskólans hafi borist víða og að hann sé heimsþekktur meðal þeirra sem vinna í þessum fræðum. Allir þeir sem þau hafi verið samtíða á Islandi hafi heyrt mikið af skólanum látið og verið himinlifandi að fá tækifæri að kom- ast í hann. „Það er óskaplega merkilegt starf sem þar er unnið og hlutverk hans á áreiðanlega eftir að eflast enn meira í framtíðinni," segir Magdi. „Það er einkum og sér í lagi stórkostlegt fyrir menn í lönd- um þriðja heimsins að geta aflað sér þessarar þekkingar og þurfa ekki að treysta á erlenda pg kannski rándýra sérfræðinga. Ég leyfi mér að segja að það séu for- réttindi fyrir okkur að hafa fengið að fara í skólann og við erum svo ótrúlega margs vísari eftir og fær- ari um að finna lausnir sem við gátum ekki áður.“ Kvöldstemmning við tjaldsvæði Blönduósi. Morgunblaðið. OFT hefur myndast skemmti- leg kvöldstemmning við tjaldsvæöið á Blönduósi og þegar fréttaritari var á ferð voru Blönduóskir harmonikku- leikarar að skemmta ferðalöng- um og á hlýddu þýskir ferða- menn. stendur yfir Alitað 50% afsláttur Nýtt kortatímabil cos Glæsibæ, sími 588 5575. Sendum í póstkröfu. Opið kl. 11—18 virka daga. Opið kl. 11—14 laugardaga. I S1AFRÆN BYUING SEM ALLIR GE KAÐSER PAL STAFRÆN Digítai MYNDATÖKUUÉL FRÁ JUC hreint ótrúleg mynd - og hljómgæði fjöldinn allur af tæknibrellum, bæði uið upptöku og þegar þú spilar myndbandið vélin tekur einnig Ijósmyndir er tengjanleg bæði uið myndbandstæki og töluur til hágæða afritunar- og myndvinnslu er handhæg og sáraeinföld i meðförum Minnsta og léttasta vídeóupptöknvél í heimi er líka hljóðupptöku- og ljósmyndavél! JVC Mini DV l’AL er lítið undratæki scnt leikur í hcndi þér! Vélin vegur itðeins tSO gr. og passar í vasaiin. llvort sem |ní \ill taka upp ferðalagið. fiindinn. veisluna. franikiæmdina. viðtalið. fyrirlesturiim ... eða búa til kvikinynd með tæknibrelluin - þá er þetta tækið sem uppfyllir kröftir þínar. \y- lin þar með er ekki iill sagan siigð! JM Mini l)\ l’VI. véliu er mesimu of góð til að trúa því án þess að þú liantlleikir Itana og samtreynir hæði ólrtileg gæði og fjöldst ntitkniiarmiiguleika. koimln því og kumsiii |tessu undraterða tæki frsí IVrstu lientli! Viö tökiim vel ií inóti fiér i rersluii okkur u<) faxafetti tl i Tœkn ilefi fullkumn tni ■ á fullkomlega einfaldan hátt! Faxafeni 12. Sími 588 0444 Tæknideild

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.