Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ EIRÍKUR Björnsson er jafn- gamall öldinni, fæddur 5. desember 1900 og verður því 96 ára í vetur. Eiríkur ber aldurinn vel og er enn að sýsla - meðal annars við jarðborun og jám- smíðar. Hann bregður upp gleraugum við lestur og er prýðilega tenntur. En hefur honum aldrei orðið misdægurt? „0, jú. Eg var rétt dauður þegar ég var rúmlega áttræður. Það stopp- aðist allt innan í mér, líklega eitthvað út frá gallinu. Það tókst að laga það í lokin,“ segir Eiríkur. í Svínadal býr einnig Jón bróðir Eiríks sem er 12 árum yngri, fæddur 19. ágúst 1912 og því 84 ára í sum- ar. Foreldrar þeirra bræðra, Vigdís Sæmundsdóttir og Björn Eiríksson, bjuggu í Svínadal og þar fæddust systkinin 14 í fjósbaðstofu. Eiríkur var þriðji í röðinni í systkinahópnum. Nú eru sjö systkinanna á Jífi. Kona Eiríks heitir Ágústa Ágústs- dóttir, fædd 8. október 1905. Hún hefur dvaiið á hjúkrunarheimilinu á Kirkjubæjarklaustri á annað ár. Þau eignuðust dóttur, sem býr í Svíþjóð, og tvo syni sem báðir eru í rafmagn- inu, annar er búsettur í Vogunum og hinn í Reykjavík. Eiríkur Jónsson afi þeirra bræðra, Eiríks og Jóns, var fæddur árið 1808 og Bjöm faðir þeirra 1861. Ætliðirnir eru því ekki nema þrír aftur á 18. öld. Afskekktur bœr Svínadalur stendur vestan við Eld- vatnið og er í Skaftárhreppi. Bærinn er reisulegt steinhús, byggt um 1930, og innviðirnir úr tré. Þegar minnst var á hvað bærinn væri háreistur sagði Eiríkur: „Við erum svo montnir hér, trönuðum því sem hæst upp.“ Leiðin inn að Svínadai er nokkuð löng frá þjóðveginum og liggur á kafla undir hlíð meðfram Eldvatninu. Eirik- ur segir að í hlaupum og vatnavöxtum flæði yfir veginn undir brekkunum og í snjóþyngslum verði oft ófært. Vatnið blasir við frá bænum og víðfemir sand- flákar sem allir em uppi þegar lítið er í ánni. Austan við fljótið er úfíð Eld- hraunið og handan þess fjöllin á Síðu. „Þegar ég var unglingur komu alltaf hlaup í ána svona við og við. Svo hætti það á tímabili," segir Eiríkur. „Þegar hlaupin fóru að koma aftur vildu menn ekki trúa mér þegar ég sagði hvemig þetta hafði verið.“ Það fennir töluvert að í Svínadal og oft var Eiríkur klukkustundum saman að moka snjó þegar hann var að brjótast heim að vetrarlagi. Fljótið ber fram mikinn sand og framan við bæinn em stórar sandeyr- ar. „Það er oft mikill mökkur af þessu. Það sem bjargar þegar mest rýkur er að vindáttin er það norðlæg að það rýkur ekki beint á bæinn. Annars væri þetta óviðráðanlegt," segir Eiríkur. Einangmn bæjarins kemur meðal annars fram í því að þar náðist ekki sjónvarp. Bræðurnir létu sig ekki muna um að setja sjónvarpsloftnet upp á heiðinni ofan við bæinn og leiða kapal niður í bæ til að geta horft á sjónvarpið. Rafmagnaóir Skaftfellingar Eiríkur var um árabil einn af fmm- kvöðlum við rafvæðingu landsins. Hann smíðaði túrbínur og setti upp rafstöðvar við sveitabæi víða um land. Þessar rafstöðvar flýttu fyrir nútíman- um og gerðu bæjarlækina að þörfum þjónum heimilanna. Hvað kom til að sveitapilturinn fór að smíða rafstöðv- ar? „Þetta kom einhvern veginn _af sjálfu sér,“ segir Eiríkur hógvær. „Eg fór fljótt að fást við einhvers konar smíðar. Bjami heitinn Runólfsson í Hólmi var byrjaður að smíða rafstöðv- ar og ég reyndi að komast til hans. Bjami var brautryðjandi í heimaraf- stöðvum og ég vann hjá honum meðan mest var að gera.“ Eiríkur var kominn á þrítugsaldur og búinn að stunda sjó úr Mýrdalnum tvær vertíðir og vinna við gegningar þegar hann kynntist ráfmagninu. Fyrsta rafstöðin sem sett var upp í Skaftafellssýslu og líklega önnur stöð- in á landinu var sett upp í Þykkvabæ í Landbroti 1913. Því verki stjómaði Halldór Guðmundsson raffræðingur frá Eyjarhólum í Mýrdal. Halldór lærði að virkja vatnsföll í Þýskalandi og fékk þaðan efni og vélar til virkjunarinnar. Bjarni í Hólmi var þá rúmlega tvítugur og vann með Halldóri við uppsetningu stöðvarinnar. Bjarni í Hólmi var einstakur völund- ur og fljótur að tileinka sér raftækn- ina. Hann setti sjálfur upp rafstöð heima í Hólmi og smíðaði túrbínuna úr jámi sem hann fékk úr strönduðu skipi. Eiríkur fór að Hólmi 1924 og dvaldist hjá Bjama um tíma. Þar hjálp- aði hann Bjama við að stækka rafstöð- ina að Hólmi! Árið eftir settu þeir Bjami og Eiríkur upp heimilisrafstöð í Svínadal. Bjami hafði aldrei áður sett upp stöð með meiri fallhæð, heilum 70 metrum, og aðfallspípan að túrbín- unni er yfír 200 metra löng. Bjarni smíðaði túrbínuna og þótti það mikið afrek að virkja bæjarlækinn í Svínadal vegna þess hvað hann er vatnslítill. Rafstöðin skilar um 5 kw þegar ekki skortir vatn og hefur dugað bænum í meira en 70 ár. Mennlunarleysió bagalegl „Þetta var nú ósköp frumstætt hjá okkur,“ segir Eiríkur. „Það voru aðeins fluttar inn túrbínur þegar verið var að byija á þessu. Út frá þeim var reynt að fínna út hvemig þetta ætti að vera. Svo náðist fljótlega í handbók fyrir vélamenn. Það var mikil hjáip í henni, annars vorum við svo ómenntaðir að við skildum eiginlega ekki tungumálið. En það voru vissir punktar sem við fórum eftir. Einhvern veginn klambraðist það svona.“ Eiríkur bregður sér í annað herbergi og sækir „Lobbann", bók í rauðu bandi, Lommebog for Mekanikere eftir Peder Lobben, útgefín í Kristjaníu og Kaup- mannahöfn 1921. Miðum er stungið inn í bókina þar sem eru reiknitöflur og kafli um túrbínur. „Það er bagalegt menntunarleysið," segir Eiríkur. „Maður lærði ekkert nema aðeins í farskóla frá 10 til 14 ára aldurs. Það var ekki kennt nema tíma og tíma hingað og þangað um bæina.“ Eftir að rafstöðin var sett upp í Svínadal komst rafvæðingin á góðan rekspöl. Vestur-Skaftfellingar voru brautryðjendur og um tíma var þar heimavirkjun á nær þriðja hveijum sveitabæ. í sumum sveitum var raf- magn á hveijum bæ. Hróður Skaftfell- inga barst víða og margir vildu láta virkja. Eiríkur segir að einkarafstöðvarnar hafi ekkert frekar verið settar upp í afskekktum sveitum. Hann segir að Jónas ráðherra Jónsson frá Hriflu hafí verið mjög spenntur fyrir þessari nýj- ung og reynt að greiða fyrir henni eftir megni. Bjami á Hólmi fór norður í Þingeyjarsýslu að skoða þar aðstæð- ur og í kjölfarið settu þeir Eiríkur upp talsvert margar stöðvar fyrir norðan. Yflr 50 rafstöóvar í grein um rafvæðinguna í Skafta- fellssýslu, sem birtist í ritinu Dynskóg- ar, ritar Þórólfur Ámason verkfræð- ingur að á áranum 1926-38 hafi Bjarni í Hólmi sett upp 116 vatnsaflsstöðvar með 88 kW afli. Eiríkur vann með Bjarna í Hólmi á sjötta ár. Þá fór hann að virkja bæjar- læki upp á eigin spýtur. Eiríkur er ekki viss um hvað stöðvarnar urðu margar en segir að þær hafí verið fleiri en 50 og víða um landið. Flestar stöðv- arnar vora litlar á nútímamælikvarða, 5-40 kílówött. Eiríkur segir að til að byija með hafí þótt ágætt að vera með 5 kW stöð. Þeir sem höfðu áhuga á að rafvæða hjá sér höfðu samband og fór þá Eirík- ur yfirleitt á staðinn og kannaði að- stæður, mældi fallhæð og vatnsmagn. Eftir það var hægt að átta sig á því hvað túrbínan og rafallinn máttu vera stór. Eiríkur sagði heimamönnum hvemig þeir ættu að undirbúa virkjun- ina, gera stíflu, leggja aðfallsrör og undirbúa uppsetningu túrbínunnar og rafalsins. Það var ekkert verið að eyða tíma í vinnuteikningar, „þetta var allt saman fremur laust í reipunum," segir Eiríkur. Hann fór síðan heim í Svína- dal, þar sem hann var með verkstæði og járnsmiðju og smíðaði túrbínuna en lét senda rafalinn beint frá framleið- anda á þann stað sem rafstöðin skyldi rísa. Smióaó úr strandgóssi Efnið til smíðanna var mikið til brotajárn af ýmsu tagi. Fyrir framan smíðaskemmuna í Svínadal er mikið safn af brotajárni. Úr þessum lager viðaði Eiríkur efni til smíðinnar, þótt ekki hafi allt verið vel hentugt. Mikið lagðist til af járni þegar skip strönd- uðu á söndunum. Eiríkur segir að á stríðsáranum hafi töluvert rekið af stórum ferköntuðum tönkum úr stáli og reyndist járnið úr þeim ágætt til smíða. Eiríkur heldur að þessir tankar hafi verið tengdir saman og notaðir fyrir flotbrýr við innrásarpramma. Sveitirnar milli sanda voru einangr- aðar af illfæram jökulvötnum. Að aust- an var Skeiðarársandur og Mýrdals- sandur fyrir vestan, til norðurs jöklar og öræfí og hafnlaus strönd til suð- urs. Frumkvöðlarnir í rafvæðingunni létu erfiðar samgöngur ekkert á sig fá. Eiríkur segir að til að byija með hafi túrbínunum verið komið í skip í Skaftárósi. Þar var þeim skipað út á árabátum í flutningaskip og ekki hægt að eiga við það nema í góðu veðri. Fyrst var notast við hestvagna og síð- ar vörubíla til að flytja túrbínurnar til sjávar. Aó útrýma myrkrinu Rafmagnið olli byltingu. Fram að því höfðu menn haft olíulampa, kerti og kolur til ljósa og ævinlega þurft að fara sparlega með ljósmeti. Eldað var við olíuvélar eða jafnvel hlóðir. „Þetta var feikna breyting þegar raf- magnið fór í gang í skammdeginu og komu ljós í alla kofa,“ segir Eiríkur. Honum fínnst það háfi verið skemmti- legt lífshlutverk að útrýma myrkrinu. Þegar rafveiturnar hófu að teygja þræði sína um landið dró mjög úr uppsetningu heimarafstöðva. „Þetta var allt að því bannað,“ segir Eiríkur. Þó lagðist þetta ekki alveg af, menn sem höfðu veiturafmagn máttu hafa heimastöðvar með ýmsum skilyrðum. Eiríkur telur að það hafi verið mistök að hætta að virkja bæjarlækina. Lítil vatnsaflsstöð þurfí venjulega ekki mik- ið viðhald og þegar hún sé búin að borga sig þá verði þetta sérstaklega hagkvæm orkuöflun. Helsti veikleiki heimastöðvanna er að vatnsöflunin getur verið skrykkjótt. Eiríkur segir að það hafi viljað brenna við þegar lengi fraus á auða jörð að það drægi úr rennsli lækjanna. Þá varð lítið raf- magn. Á verkstæóinu Eiríkur er með vinnuaðstöðu í göml- um hermannabragga sem einnig hýsir heimilisrafstöðina. Vatnstúrbínan knýr ekki aðeins rafalinn heldur er hægt að beisla afl hennar með reimum og beltum til að knýja hin ýmsu smíðatól verkstæðisins. Þar má því sjá vatns- knúinn rennibekk, slípirokk og brýni. Einnig borvél sem Eiríkur bjó til úr gamalli dósavél frá Sláturfélaginu og heimasmíðaða vélsög. Rafsuðutækin eru knúin af olíumótor. Mótorinn er hægt er að tengja við rafal ef vatnsafl- ið þverr af einhveijum ástæðum þann- ig að bærinn verður aldrei rafmagns- laus. í smíðaskemmunni úir og grúir af alls konar verkfærum og dóti; sundur- rifnum rafölum, hálfsmíðuðum grip- um, járnbútum og rörum. Þótt Eiríkur hafi ekki sett upp vatnsaflstúrbínu síðan 1970 hefur hann ekki lagt smíðatólin á hilluna. Uppundir ijáfri hangir mikil tromla og inni í henni jámspaðar. „Þetta er sérviska," svarar Eiríkur aðspurður um þennan smíðisgrip. „Ég ætlaði að gera tilraun með vindinn." Þegar við heimsóttum Eirík í vor veittum við athygli verkfæri hallaðist upp að vegg í skemmunni. Þetta var langur sívalningur með auga á efri endanum og neðar tenntir kragar líkt og á jarðbor. Þetta verkfæri smíðaði Eiríkur í framhaldi af tilraunum sínum til jarðborana í gilinu ofan við bæinn. Hann hefur mikinn áhuga á að leita að heitu vatni í landareigninni og setti í því skyni upp borturn og jarðbor. Jarðborinn stendur ofan við skemmuna og tjaldað yfir borpallinn. Borinn er að sjálfsögðu knúinn rafmagni. Með þessum búnaði boraði Eiríkur 45 metra djúpa holu þegat' borinn festist. Verk- færið var til þess ætlað að víkka út holuna og ná bornum upp. Þegar við komum nú nýverið í Svínadal hafði Eiríki orðið lítið ágengt og borinn enn í holunni. Hann kenndi þó ekki verk- færinu um það heldur eigin leti! Hugvitssemin virðist ganga í ættir í Svínadal. Á skemmugólfínu stendur vélknúið þríhjól, smíðað úr gömlum reiðhjólastellum. Hjólið smíðuðu son- arsynir Eiríks, Símon, 15 ára vinnu- maður í Svínadal, og eldri bróðir hans Eiríkur. Þeir hafa augljóslega erft tækniáhuga og verklagni afans. Hætta búskap i haust Jón, bróðir Eiríks, hefur nær alveg séð um búskapinn í Svínadal. Eiríkur segist ekki hefði getað unnið við raf- virkjunina annars. Þeir bræður hafa búið með kýr, kindur og nokkra hesta. Sauðburður stóð yfir þegar við komum fyrst í Svínadal. Kindunum var sleppt í heimalandið, það þótti ekki taka því að reka svo fátt fé á fjall. Jón segir nú að þetta verði síðasta sumarið sem hann stendur í búskap, segist ekki hafa iengur heilsu til að standa í þessu. Hnén ónýt og hendurnar hálf mátt- * ■v .V, * EIRÍKUR Björnsson ekur um ó Doi JÓN Björnsson hefur annast búskapinn i Svinadal meóan Eirikur BORTURNINN gnæfir efst i ba hef ur helgaó sig raf magninu. Jún hyggst nú hætta búskap i haust. skemman sem hýsir m.a. heimc 8AJARLAKM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.