Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 1996 B 17 5'É - fpM§ x ðÉKyHII ss ..ms Morgunblaðið/RAX dge Weapon jeppa árgeró 1942. Þótl billinn sé hátt á sextugsaldri flaug hann í gengum skodun. Jeppinn er meó tréhúsi og framsætin klædd gæruskinni. Rúóuþurrkan er meó þurrkublöó bæói utan og innan vió framrúóuna. EIRÍKUR fæst enn vió smióar á verkstæóinu i skemmunni. Hann er sifellt aó grúska og velta fyrlr sér tæknilegum nýjungum. ejargilinu. Þar fyrir neóan er irafstöóina, og svo bæjarhúsin. IUM lausar af blóðleysi. Jón ætlaði sér ekk- ert að heyja en stóðst þó ekki mátið þegar hann sá hve vel spratt óáborið og sló svolítið. „Það er aldrei að vita nema maður haldi nokkrum kindum,“ sagði Jón. „Það allavega sakar ekki að eiga dálítið hey.“ Kýrnar hafa mjólkað til heimilisins, aðeins afgangurinn sendur í mjólk- urbú. Áður en mjólkursala komst á í Svínadal var unnið úr allri mjólkinni heima. Eiríkur segir að þar hafí lengi verið búið við gömlu búskaparhættina. Aldraó ökutæki Langafi þeirra bræðra, Jón Jónsson, fæddist átta árum fyrir móðuharð- indi. Eiríkur segir að lítið hafí verið talað um þær hörmungar í hans ung- dæmi, helst að þær bæri á góma ef verið var að lesa um móðuharðindin. En átti fólkið von á að slíkt endur- tæki sig? „Menn láta það lönd og leið,“ segir Eiríkur. „Fiestir gera sér samt grein fyrir að það getur aftur komið eitthvað svipað þessu.“ Það er í stíl við aldur heimamanna að Eiríkur ekur um á Dodge Weapon jeppa árgerð 1942. Bíllinn hefur skrá- setningamúmerið Z-2 og skilar sínu þótt hann sé kominn ve! á sextugsald- ur. Eiríkur átti áður Ford fólksbíl ár- gerð 1929 eða 1930 og segist hafa verið með bílnúmerið Z-20. Hann seg- ir að Bjarni í Hólmi hafí átt númerið Z-1 og vitað að númerið Z-2 lá ónotað í austursýslunni. Hann hvatti Eirík til að sækja um það númer og hafði svo- lítið gaman af að hafa þau bæði á Hólmi. Jeppinn flaug í gegnum skoðun í ár þótt aldinn væri. Bíllinn ber þess merki að hafa verið smíðaður að hluta hér á landi. Utan á bogana sem héldu uppi blæju, meðan þetta var herbíll, er slegið timburklæðningu líkt og í gamalli baðstofu. Með veggjum aftur í eru langbekkir úr tré en framsætin klædd mórauðum gærum. Stokkurinn fyrir heita loftið upp á framrúðuna er úr krossviði og þurrkublöð hreinsa framrúðuna bæði að innan og utan. Á mælaborðinu er gamaldags slökkvari sem vel myndi sóma sér í gömlu timb- urhúsi, hann er til að kveikja inniljós- ið. Köngulær höfðu gert sér vefí við baksýnisspegilinn og heimasmíðað sól- skyggnið ofan við framrúðuna. Þegar blaðamaður minntist á þessa iðju köng- ulónna sagði Eiríkur að hún bæri bara vott þeim mikla vexti sem væri í öllu dýralífí í Svínadal. Rafmagnsbílar eru framtióin „Ætli þið sem blaðamenn getið ekki komið vitinu fyrir stjórnvöld með raf- magnsbílana,“ spyr Eiríkur aðkomu- menn. Hann hefur mikinn áhuga á rafmagnsbílum og telur það mikla firru að heimta af þeim þungaskatt eins og díselbílum, að minnsta kosti á meðan verið er að þróa þessa nýjung. „Þessir skattar útiloka að ríkið fái nokkum aur af rafmagnsbílum. Það var nýlega bílasamkeppni í Ástralíu og þar kom rafmagnsbíll best út af öllum. Það er alveg upplagt þar sem orkan er til að nota hér rafmagnsbíla." Eiríkur er ungur í anda og er vak- andi fyrir nýjungum. Hugurinn er sí- kvikur og hver dagur færir með sér ný viðfangsefni sem þarf að spekúlera í til að leita lausna. Hugleiðingar hug- vitsmannsins um rafbílana og tilraun- imar með jarðborinn sanna það að menn eru ekki deginum eldri en þeim sjálfum finnst þeir vera.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.