Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ DÆGURTÓNLIST Síungur Neil Young. Tilgangsleysi BESTA sönnun þess að rokkið haldi mönnum ungum hlýtur að vera kanadíski rokkarinn Neil Young. Henn hefur haldið velli í þrjátíu ár, gefið út að minnsta kosti þijátíu breiðskífur og vex ásmegin með hverju árinu. Þessi áratugur hefur verið Young-vinum sérlega gjöfulur, því hann hefur sent frá sér hvert meistaraverkið af öðru, nú síðast Broken Arrow. ABroken Arrow nýtur Young gamalla spila- vina, Crazy Horse, og að vanda er tónlistin hægfara rokk með bjöguðum gítur- um og innhverfum textum. Síðasta plata sem Young gerði með Crazy Horse, Sleeps With Angels, kom út fyrir tveimur árum eða svo og var einskonar hug- leiðing um hverfulleika lífs- ins, en á næstu plötu þar á eftir, Mirrorball, velti hann fyrir sér bandarísku þjóðfé- lagi. Að þessu sinni er rótleys- ið Young efst í huga og til- gangur, eða réttara sagt tiigangsleysi lífsins. Samspil Youngs og Crazy Horse er misfellulaust sem forðum þó tónlistin sé upp full með misfellum eins og þeirra félaga er von og vísa, en yfir og allt um kring er Neil Young. Eins og Young hefur iðj- að undanfarin ár má allt eins búast við annarri plötu frá honum á árinu og þá vandséð hvað kæmi næst; hvort það yrði innhverf kassagítartónlist, trega- skotið sveitavæl eða raf- bjagað rokk. Menningarleg skemmdarverk SÉ SPURT hver sé fremsta rokksveit áttunda áratugarins er eins víst að Sex Pistols beri á góma, þó æviferillinn sé um margt sérstakur og umdeildur. Fáar sveitir hafa vakið eins blendnar tilfinningar með Bretum og lítið hefur kulnað í þeim glæðum, eins og sannaðist þegar sveitin sneri aftur í sviðsljósið snemmsumars. Sex Pistols var tilbúningur tuskubúðareiganda og sett saman nánast af tiivilj- un. Þrátt fyrir það varð hún þegar ein fremsta hljómsveit Bretlands, ekki fyrir spila- fimi, hugmyndaauðgi eða atgervi; frekar fyrir at- gervisleysi og sóðaskap til munns og handa. Þannig þótti fyrsta smáskífa sveitar- innar slíkt klám að hún var bönnuð með það sama. Fleiri menningarleg skemmdar- verk fylgdu í kjölfarið og verða ekki rakin hér, og því tóku margir því dræmt þeg- ar fréttist að sveitin hefði ákveðið að koma saman aft- ur. Pönkvinir óttuðust að fram kæmi hryggðarmynd sem spilla myndi hlýjum minningum og óvinir að höggvið yrði í sama knérunn sóðaskaps. Þeir Sex Pistols-liðar kærðu sig þó kollótta; loks sáu þeir færi á að hagnast eitthvað á því að hafa verið í einni áhrifamestu hljóm- sveit rokksögunnar. Meðal hápunkta tónleikasumars Breta var tónleikar Sex Pi- stols í Finsbury Park og hljóðritaðir voru. Diskur með tónleikunum kom síðan út fyrir skemmstu og væntan- lega hafa margir gaman af þvi að bera saman við eldri meistaraverk; pönkarar gleðjast yfír því að enn leyn- ist með þeim félögum pönk- andi, en hippar og heiðvirðir gleðjast yfír ellimörkunum. NORMA MEÐAL helstu söngkvenna breskrar þjóðlagatónlistar er Norma Waterson, en meðal annars útnefndi breska blaðið Mojo hana bestu núlifandi ensku söng- konu fyrir skemmstu. Það hefur þó tekið hana tímana tvo að koma frá sér sóló- skífu. Fyrir stuttu gaf breska útgáfan Hannibal út fyrstu sólóskífu Normu Waterson, en hún fagnar því um þass- ar mundir að 32 ár eru lið- in síðan hún tróð fyrst upp. Hún hóf söngferilinn í hljómsveit með systkinum sinum sem starfaði undir ýmsum nöfnum er en þekktust undir nafninu The Watersons og ruddi brautina fyrir vakningu í breskri þjóðlagatónlist, en hún er enn starfandi. Eftir það var hún í ýmsum sveit- um, þar á meðal Steeye Span. Norma segir að hún hafi ekki sent frá sér sólóskífu áður vegna þess að enginn hafi boðið henni að gera slíka plötu. Eitt breskt þjóðlag er á plötunni, en önnur eftir ýmsa helstu lagasmiði seinni tíma, þar á meðal Elvis Costello, Jerry Garcia heitinn, Ric- hard Thompson, Billy Bragg og Ben Harper. Það eru líka engir aukvisar í hljómsveit hennar, þar á meðal Martin Carthy, eig- inmaður hennar, á gítar og dóttir þeirra, Eliza Carthy, á fiðlu. Þó tekið hafi 32 ár að koma frá sér sólóskífu seg- ist Norma Waterson ákveð- in í að senda frá sér aðra slíka fyrir árið 2028, ef henni gefst þá tími til. útgefanda síðla árs 1992. í kjölfarið kom fyrsta breið- skífan, Molten Gold, og ekki virtist annað framund- an en frægð og frami. Beck var þó full sérkenni- legur til að ná almannahylli og ekki bætti úr að blekbull- ur víða fóru að hafa á hon- um illan bifur fyrir tilgerð og ófrumleika. Beck hefur sjálfur lítið vikið að slíku jóssi en glöggir heyra að öllu myrkari blær er yfir plötunni nýju, Odelay, en þeirri fyrri, þó enn sé hann við sama heygarðshornið í lagasmíðum og niðurrifi. Reyndar komu sitthvað út á milli þeirra breiðskífna sem hér er getið, að sögn Becks var sitthvað sem hreinsa þurfti úr pípunum. Fyrsta smáskífan af Od- elay, sem nafn hennar er hljóðlíking við jóðl að hætti Hank Williams og Jimmy Rodgers, hefur gengið vel í plötukaupendur og von til þess að hún seljist það vel að betur sé af stað farið en heima setið, en sjálfur seg- ist Beck litlar áhyggjur hafa af sölu, hann hafi kunnað því vel að vera óþekktur og smáður og ekkert því til fyrirstöðu að taka upp slíkt líf aftur. LÍKLEGA hefur fáum komið eins á óvart að verða frægur og furðufuglinum Beck Hansen sem sló í gegn með laginu Loser fyrir þremur árum og hrinti um leið úr vör nýrri tónlistastefnu vestan hafs, sióðarokki. Sjálfur er Beck enginn slóði; þó hann dragi gjarnan upp þá mynd að hann sé kærulaus og óskipulagður fer ekki á milli mála að þar fer þraut- skipulagður niðurrifsmaður sem mylur smátt ólíkar stefnur og strauma til að steypa saman í eins konar furðupopp, þar sem ægir saman rokki, rappi, poppi, hávaða, diskó og sveitatónlist. Bzk Hansen á ekki langt að sæka sérkennilega listsýn sína; afi hans, A1 Hansen, var einn Fluxus- manna, popp- og tilrauna- listamanna. Beck hefur lýst því í viðtölum hvemig afí hans hafí kennt hon- um að horfa á heiminn öðrum augum en flestir aðrir. Hann segist og leita víða fanga í leit að innblæstri, hann safni af ástríðu vínylplötum óþekktra tónlistar- manna; þegar hér er komið poppsög- unni séu plötur eftirhermu- sveitar merkilegri en upp- runasveitarinnar, sérstak- lega ef eftirhermumar náðu ekki að selja nema nokkur hundruð eintök. Sautján ára gamall féll Beck fyrir órafmögnuðum blús og ekki var langt í rytmablús og soul, sem sér glöggt stað. Hann fór að semja eigin lög og troða upp í kaffihúsum Los Angeles. Um svipað leyti tók hann að gefa út spólur og síðar plöt- ur, en fáir höfðu áhuga og færri keyptu. Drengur gafst þó ekki upp og fór nú að klæðast sérkennileg- um búningum til að má athygli manna. Meðal þeirra laga sem hann lék fyrir knæpugesti og gaf út á snældu var áðurnefnt Loser, sem náði loks eyrum eftir Arna Matthíasson MDANSKA hljómsveitin Vildensky er væntanleg hingað til lands til tón- leikahalds; leikur í kvöld á Porthátíð Útideildar og í Rósenbergkj&llar- anum á fímmtudags- kvöld. Sveitin er hingað komin á vegum Texas Jesú, sem lék meðal ann- ars með henni í Dan- merkurför fyrr á árinu. Vildensky ku leika rokkpönkaðpopp og sagt að búningar og ýmsar uppákomur setji svip á tónieika hennar. mSSSÓI hefur verið iðin við spilirl í sumar og gengið flest að óskum. Nú sér fyrir endann á vertíðinni, ein ferð til en síðan ekki söguna meir. Fimm tónleikar eru eftir, órafmagnaðir, og verða þeir fyrstu i Ýdölum á laugardag. Þá koma tón- leikar í Njálsbúð 31. ágúst, Sjallanum á Ak- ureyri 6. september, í Sjallanum á ísafirði 7. september og lokatón- leikar að sinni verða síð- an í Laugardalsböll 8. september þegar SSSól hitar upp fyrir Blur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.