Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ Eólk MBreska kvikmyndafyr- irtækið Polygram hefur hug á að kvikmynda nokkrar myndir á næst- unni sem þótt geta athygl- isverðar. Ein er um gull- aldarlið Manchester Un- ited frá því á sjötta ára- tugnum en hún kemur til með að heita „The Busby Babes“. Önnur er mynd um Elísabetu I Englands- drottningu og mynd með Rowan Atkinson eða Herra Bean. Hún kemur til með að heita Dr. Bean. MBreski leikhúsmaðurinn Kenneth Branagh hefur hug á að leika í tryllinum „Provocation“ um spill- ingu í kvikmyndaheimin- um. Svo gæti farið að hann leikstýrði myndinni einnig. MLeikstjóri dýrustu myndar seinni tíma bíó- myndasögu, Vatnaver- aldar, heitir Kevin Reyn- olds og hefur fengið nýtt verkefni. Hann ætlar að stjórna mynd sem heitir „187“ og Qallar um kenn- ara sem leiðist út í að fremja morð eftir að götu- klíka hefur ráðist á hann í kennarastofunni. MBreski leikstjórinn Stephen Frears mun á næstunni leikstýra amer- ískum vestra fyrir Martin Scorsese. Hann mun heita „The High-Lo Co- untry". KVIKMYNDIR Er aldrei of seint ab gera framhaldsmynd? IBIO ÞEIR Coenbræður Jo- el og Ethan gera frumlegustu bíómyndir í Bandaríkjunum. Þær liggja einhvers staðar á mörkum listrænna mynda og hefðbundinna sölumynda en hefur ekki vegnað sérlega vel í miðasölunni á íslandi fremur en annars staðar. Það er eins og kald- hæðnisleg en einkar mannleg gamansemi þeirra bræða nái ekki til hins breiða hóps kvik- myndahúsagesta auk þess sem þeir hafa ekki lagt sig eftir endurtekn- ingum. „Raising Ariz- ona“ er líklega vinsæl- asta myndin þeirra. Með nýjustu mynd- inni, „Fargo“, er eins og þeir hafí náð betur til íslenskra áhorfenda en oft áður. Alls hafa nú um 5.000 manns séð hana, sem hlýtur að telj- ast gott á Coenmynd og er henni spáð 7.000 áhorfendum. Ein skýr- ingin á vinsældum henn- ar gæti legið í hinu glimrandi fína skandín- avíska andrúmi sem þeir skreyta myndina með og er ómótstæðilegt. Aftur til framtíðar EINHVER mesta og besta draslmynd síðustu áratuga er framtíðartryllirinn Flóttinn frá New York eftir John Carpent- er. Hún er frá árinu 1981 og núna, um síðustu helgi, fimmt- án árum seinna, var framhaldsmyndin frumsýnd í Bandaríkj- unum og heitir Flóttinn frá Los Angeles. Kurt Russell er sem fyrr í aðalhlutverkinu og leikstjóri er John Carpenter en hann var á hátindi ferils síns þegar fyrri myndin var frumsýnd. Síðan hefur honum mjög farið aftur og spurning- in er hvort honum tekst að rífa sig upp með því að hverfa aftur til framtíðar. Myndin byijaði ágætlega í miðasölunni og lenti í þriðja sæti, tók inn 9,2 milljónir dollara. FLÓTTANN frá New York skyldi enginn vanmeta; hún er ein af þessum myndum sem maður getur séð aftur og aftur og ætti helst að taka- ^mm^mmmmm leigutaki einu sinni á ári. Bent hefur verið á að hún sé fyrirrennari mynda á borð við „Blade Runner" og Tortímandans og margt er til í því. Framtíðarsýnin er ómót- stæðilega myrk og öfgakennd og drungaleg og einskonar heimsendabragur yfir borg- arlífinu; stjórnleysi og kaos ræður ríkjum með tilheyrandi eftir Arnald Indriðoson ofbeldi og klíkubardögum. Myndin gerist árið 1997, þ.e. eftir eitt ár, og New York er eitt stórt fangelsi hvar dreggjar samfélagsins búa en þúsundir illmenna eru lokaðar innan borgarveggjanna. Flugvél forsetans hrapar oní það helvíti á jörðu og ráða- góður krimmi í líki Kurt Russ- ells er fenginn til að bjarga honum úr klóm skrílsins. Harry Dean Stanton og Lee Van Cleef voru á meðal þeirra sem léku í myndinni og Don- ald Pleacence, er lék forset- ann. I nýju myndinni eru auka- hlutverkin komin í hendur Bruce Dern og Steve Busc- emi ásamt Valeria Golino, Peter Fonda og Stacy Keach. ENN á flótta; Russell í Flóttanum frá Los Angeles. Hún gerist árið 2013 þegar jarðskjálfti hefur riðið yfir Los Angeles og gert borgina að eyju í Kyrrahafi en Russ- ell og Carpenter skrifa hand- ritið saman og eru greinilega ekki hræddir við að láta ímyndunaraflið hlaupa með sig í gönur. Dóttir forsetans gerist einskonar Patty Hearst og gengur í lið með s-amerískum skæruliðum en Russell gamli, eða Snake Plissken, er fenginn til að bjarga málum eina ferðina enn. Þeir Russell og Carpent- er ræddu það strax árið 1985 að efna til framhaldsmyndar en handrit eftir óþekktan höfund var meira drasl en söguþráðurinn hér að ofan. Eftir jarðskjálftana í Los Angeles árið 1994 fékk Russell aftur áhuga á fram- haldinu og ráðist var í tökur. Carpenter notaði jarð- skjálftasvæðin í Los Angeles sem tökustaði myndarinnar og reisti leikmyndir sem byggðar voru eftir fyrirmynd eyðilegginga á jarðskjálfta- svæðum í Kína og á Indlandi. Carpenter var á hátindi ferils síns þegar hann gerði Flóttann frá New York. Árið áður, eða 1980, gerði hann hrollvekjuna Þokuna og árið eftir kannski einn besta vís- indatryili samtímans, „The Thing“. Hann hefur löngum dýrkað leikstjórann Howard Hawks og gert myndir í anda hans. „The Thing“ er endur- gerð Hawksmyndar og ein af fyrstu og bestu Carpenter- myndunum er „Assault on Precinct 13th“, n.k. endur- gerð „Rio Bravo“ eftir Hawks. Carpenter fannst hann ekki hafa næg yfirráð yfir myndum sínum þegar hann vann fýrir stóru kvik- myndaverin í Hollywood, sagði skilið við þau og gerðist óháður kvikmyndagerðar- maður en það var eins og hann hefði misst andagiftina. Fjöldi vondra mynda fylgdi í kjölfarið með einstaka minn- isstæðum köflum en nú er lag að ná aftur fyrri frægð. Og ef Flóttinn II bregst vonum manna er alltaf hægt að snúa sér að annarri löngu tímabærri framhaldsmynd, „The Thing II“. Sigurjón gerir mynd með David Bowie SIGURJÓN Sighvatsson er einn af þremur framleið- endum nýrrar bandarískrar bíómyndar sem frumsýnd er vestra um þessa helgi og heit- ir „Basquait". Með aðalhlut- verkin í henni fara David Bowie, Gary Oldman, Dennis Hopper og Jeffrey Wright, sem fer með titilhlutverkið. „Basquait" er ævisöguleg mynd um listmálarann Jean Michel Basquait og listalífið í New York á níunda áratugn- um. Leikstjóri er listmálarinn Julian Schnabel, sem þekkir vel til söguefnisins, en Basqua- it lést aðeins 27 ára gamall eftir að hafa tekið inn of stór- an skammt af eiturlyfjum. Bowie fer með hlutverk Andy Warhol en Oldman mun leika persónu byggða á Schnabel sjálfum. Meðal ann- arra leikara í myndinni má nefna Courtney Love. Þeir sem skrifaðir eru framleiðendur myndarinnar ásamt Siguijóni eru Jon Kilik og Randy Ostrow. LISTALÍFIÐ í New York; Wright, Bowie, Oldman og Hopper í „Basquait“. Gaman- leikur með Serr- ault og Aznavour TVEIR af fremstu kvik- myndaleikurum Frakka af eldri kynslóðinni, Michel Serrault og Charles Aznavour, leika saman í nýrri franskri mynd sem heitir „Le comédien" eða Gamanleikarinn. Leikstjóri er Christian de Chalonge. Serrault hefur einmitt vakið sérstaka athygli fyrir vandaðan leik sinn í nýrri mynd Claude Saudet (Kalið hjarta), sem heitir Nelly og herra Arnaud, þar sem hann leikur á móti Em- manuelle Béart, mótleikara Tom Cruise í Sendiförinni. Gamanleikarinn hefst á síðustu sýningu á leikriti, sem sífellt er vísað í alla myndina. Röð atburða, LEIKRIT lífsins; Serrault í „Le Comédien." samfundir og skilnaðir er eiga sér stað baksviðs virð- ast á einhvem hátt tengjast leikritinu og að endingu kemur í ljós að það sem áhorfandinn orðið vitni að er rauninni sjálft leik- ritið. Með önnur hlut- verk fara Christ- iane og Prévost ásamt Nathalie Ser- rault en Sac- ha Guitry gerir hand- ritið. 10.000 höfðu séð Skítseiðin“ ALLS höfðu tæplega 10.000 manns séð Skítseiði jarðar í Regnboganum eftir síðustu helgi. Þá höfðu tæp 10.000 manns séð Apaspil, 4.500 Nú er það svart, 4.000 Á bóla-kaf og 3.300 Sannleikann um hunda og ketti. Næstu myndir Regnbogans verða m.a. „Striptease" með Demi Moore, „Courage Under Fire“ með Denzel Washington og Meg Ryan og „Chain Reaction“ með Keanu Reeves og Morgan Freeman. Aðrar myndir sem Regnboginn sýnir eru „That Thing You Do“ með og eftir Tom Hanks og The Great White Hype“ með Samuel L. Jackson. Kvikmyndahátíð Reykjavíkur verður hald- in í Regnboganum að líkindum dagana 24. okt. til 3. nóv. og mun kenna þar margra grasa. SÝND á næst- unni; Washing- ton í „Courage".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.