Morgunblaðið - 08.09.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.09.1996, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LYFOG SPRAUTUR Frumbólusetn- ing á börnum hefur fallið niður vegna heimilis- læknadeilunnar. Taldi landlæknir það háskalagt og skapa hættu á því að farsótt- ir eins og kíghósti og barna- veiki skjóti hér upp kollinum á ný. Maður hrökk við. Varð lík- lega enn meira um eftir að hafa að undanförnu verið að skoða lífið á síðustu öld vegna bókarskrifa og hinn skelfilegi ungbarnadauði þá blasað við. Mislingafaraldur gekk og börn- in hrundu niður, fullorðnir líka. Eitt árið seint á síðustu öld voru öll þau börn sem fæðst höfðu um veturinn í viðkomandi sveit dáin að vori. Fyrir góða heilsugæslu erum við búin að steingleyma því hvað skæðir faraldrar barnasjúkdóma geta verið. Nú vaknar maður upp við vondan draum. Ætli ár- gangar ungbarna verði ekki bólusettir gegn svona sjúkdóm- um af því að læknar hafa sagt upp vinnu sinni - með réttu eða röngu? Hlýtur maður þá ekki að spyija: Ef það er í svona föstum skorðum hvenær á að bólusetja ungbörn og með hverju, því í ósköpunum geta þessir háskólamenntuðu hjúkr- unarfræð- ingar í fag- inu ekki bólusett blessuð bömin? Hjúkrunar- fræðingar hafa hlotið æ meiri mennt- un með þeim rökum að nú orðið þyrftu þeir að kunna svo mikið í heimi með æ flóknari lyfjum og aðgerðum. Hvers vegna geta þeir þá ekki gefið hefðbundnar og marg- prófaðar bólusetningar þegar mikið liggur við? Gera hjúkrun- arfræðingar það aldrei ef þörf krefur? Á okkar hraðfleygu tímum uppgötvana og nýrra lyfja er sjálfsagt aldrei of varlega farið - af hvaða heilbrigðisstétt sem er - enda alltaf að koma upp við langtímanotkun allra lyfja aðrar aukaverkanir en menn áttu von á. Við því er ekki ann- að að gera en treysta í hverju tilfelli á dómgreind læknanna, sem hafa verið í til þess gerðu námi í mörg ár eða áratugi. Og að stilla sig um að vera að segja þeim fyrir verkum og þykjast vita betur. En nær samtímis berast svo fréttir um ofnotkun lyfja, sem ekki fást nema að læknisráði. Rannsóknir sýna að ofnotkun sýklalyfja sé hér vaxandi vandamál. Sérlega vel hafi hentað að rannsaka sýni úr nefi barna á Islandi og leita að algengustu sýkingavöldum fyrir eyrnabólgur, kinnholu- bólgur og lungnabólgur af því að hér sé notkun sýklalyfja meiri en í nágrannalöndunum. Niðurstöður að vaxandi út- breiðsla ónæmra ákveðinna baktería á íslandi tengist mik- illi notkun sýklalyfja. Við höf- um einfaldlega farið svo óspart með þessi góðu lyf, tekið of mikið af þeim, svo að sýklarnir hafa komið upp vörnum og lyf- in koma ekki lengur að gagni þegar á ríður I annan stað kom fram á sl. ári meiri notkun á geðlyfjum hér en annars staðar. í nýjum niðurstöð- um norrænu lyfja- nefndarinnar segir að notkun Islendinga á þunglyndislyfjum sé áberandi meiri en nágranna- þjóða okkar og að aukninguna megi að miklu leyti rekja til nýrra tegunda geðdeyfðarlyfja. Og í könnun heilbrigðis og tryggingaráðuneytis 1989-94 kom fram að neysla nýrra geð- lyfja, sem komu á markað fyrir 6-7 árum og hér hafa m.a. gengið undir framleiðsluheitun- um Fontex eða Serol, hafi auk- ist gífurlega. í umræðunni hef- ur mér heyrst helsta afsökunin fyrir þessari ómældu notkun hér á landi vera sú „að þau hafi færri óþægilegar auka- verkanir“ en fyrri geðlyf. En í umræðuþætti í útvarpi upplýsti virtur geðlæknir að aðeins 17% ávísana á þessi lyf væru útgef- in af geðlæknum að undan- genginni rannsókn. Hitt þá væntanlega af læknum án sér- þekkingar á geðsjúkdómum, heimilislæknum og sérfræðing- um um aðra sjúkdóma. Vinsældir þessara lyfja hafa ekki verið minni hér á landi en annars staðar. Alenningur í vestrænum löndum hefur grip- ið þessi geðdeyfilyf sem „ham- ingjulyf“. Til að tryggja sér vellíðan í lífinu og losna við að þurfa að vera að takast á við þetta leiðinda daglega kíf. Ef maður er eitthvað ónógur sjálfum sér, skortir sjálfs- traust, finnst maður ljótur og leiðinlegur, kvíðir því að vera í nýrri vinnu eða skóla, sé bara að fá geðlyf. Ef of mikil skulda- söfnun heldur fyrir manni vöku megi taka við því geðdeyfilyf, og í blaðafréttum sagði að lyf þetta sé talið geta læknað sjúk- lega kaupáráttu. Er það kannski ein ástæðan fyrir því að íslendingar sækja af meiri ákafa að fá þessi geðdeyfilyf en aðrar þjóðir? Og á meðan ekki er tilvísanakerfi frá heim- ilislækni sem á að þekkja inn- viði í sjúklingi sínum og vita hvaða lyf hann hefur fengið, er þá ekki hægt að ganga á milli og fá sitt lítið hjá hveijum til að deyfa geðið? Varla bendir þetta til vark- árni eða þeirrar hugsunar að aldrei sé of varlega farið með lyf og sprautur. Mætti kannski stinga upp á að ekki verði síður gefið eftir þegar hugsanlega er um líf ungbarna að tefla, ef farsóttir berast svo sem barna- veikin landlæga frá Austur- Evrópu eða viðvarandi kíghóst- inn. Vel á minnst, eitthvað kosta nú þessir umframskammtar af lyfjum! Mætti kannski í öllu talinu um áformaðan sparnað í heilbrigðiskerfinu spara nokkr- ar krónur með minni notkun á þessum nútíma lífselexír við leiðindum lífsins? Gárur eftir Elínu Pálmadóttur MANNLÍFSSTRAUMAR VERALDARVAFSTUR///^oa/ skiptir meira máli, líf sjúklings eba kenningar lœknavísindanna? Vtsindin fyrir rétti ÞAÐ ER EKKI oft sem vísindastörf eru hluti af réttarrannsókn, en þó var það tilfellið í máli ákæruvalds- ins í Québec í Kanada gegn vísinda- manninum Gaston Naessen árið 1986. ÆKNASAMTÖK þess fylkis ákærðu Naessen, sem er franskur Kanadamaður, fyrir að vera valdur að dauða konu sem leitaði aðstoðar hans á seinustu stigum krabbameinsferlis sins eftir að hafa fengið hefðbundna með- ferð en án árang- urs og fékk nokkra aðstoð hans en lést skömmu síðar. eftir Einor Hámarksrefsingin Þorsteinn var ævilangt fang- elsi. En auk þess náði ákæran til margra fleiri atriða en þó ekki til skottulækninga í bili. Kerfíð lagði því á ráðin með að stöðva þennan mann í eitt skipti fyrir öll. En hver var þessi stórhættulegi maður? Naessen stundaði nám í heima- landi sínu í eðlisfræði, líffræði og efnafræði við háskólann í Lille fyr- ir stríð en vegna hertöku Þjóðveija á landinu fluttist nám hans til Nice þar sem hann lauk prófi undir umsjá prófessora sem einnig voru á flótta. Prófskírteini hans er frá Union Nationale Scientifique Francaise en þar sem hann hirti ekki um að fá hernámsnámið stað- fest af nýju ráðuneyti eftir stríð varð sá pappír honum harla lítils virði. En í örstuttu máli heppnaðist honum með þrálátu starfi í 50 ár að fínna upp nýja gerð smásjár og með aðstoð hennar að uppgötva alveg nýja undirstöðu líffræðinnar: Áður óþekktar örsmáar somatid- lífverur, sem eru milljörðum saman í öllum lifandi frumum. Grunur leikur. á að þær sé undirstaðan undir DNA og þar með arfgengi og í raun um leið undir öllu iífí á jörðinni og jafnvel í alheimi. Þeim er ómögulegt að eyða í sínu frum- formi, hvorki með geislun né eitri. En þær geta breytt um form vegna breyttra aðstæðna og þá orðið að sýklum, sveppum og fleiri þekktum lífverum innan í okkur öllum. Þetta er m.ö.o. fjölforma- eða sýkla-filt- er-kenning líffræðinnar. Þetta er í raun aðeins staðfesting á þrálátum grun manna allt frá 1870 og liðsauki í reyndar hávær- um deilum um: Að það eru ekki sýklarnir né aðrar örverur sem skipta meginmáli við tilkomu sjúk- dóma heldur aðstæðurnar sem vexti þeirra er skapaður innan í okkur. En vegna þessarar uppgötvunar sinnar gat Naessen kannað einmitt það hvernig á að bæta „sjúk- dómsslæmar" innri aðstæður líkamans. En einnig séð í blóði allt að 18 mánuðum áður en ýmsir nútímasjúkdómar koma til með að heija á blóðgjafann. M.ö.o. hann fann lausn á að byggja upp ónæm- iskerfið á ný eftir að það er lamað, t.d. vegna krabbameinsmyndunar. Og hér er sem sagt fallið nafnið á ógurlega sjúkdómnum sem ekki má lækna, þ.e.a.s. ef einhver getur það á annan hátt en kenningin segir til um. Því þá er hann óðara ákærður eins og Naessens var. En reyndar var hann sýknaður í þess- um fyrstu réttarhöldum þar sem veijandi hans kallaði sem vitni á úrval manna og kvenna sem Naess- en hafði læknað af krabbameini eins og læknaskýrslur þeirra báru ótvírætt vitni um. Það er með ólíkindum að lesa um þau undanbrögð og falsanir sem fulltrúar læknakerfisins báru fram undir eiði fyrir rétti á móti Naessens. Allir sem höfðu læknast af krabbameini voru þar að auki að þeirra áliti nytsamir og trúgjarn- ir sakleysingjar burtséð frá lækna- skýrslum þeirra! Kviðdómurinn felldi þó réttlátan úrskurð en það létu kanadísku læknasamtökin sér ekki nægja. Talsmaður þeirra taldi ákærandann hafa sýnt allt of mikla linkind, enda fylgdu tvær aðrar ákærur á Naessen svo í kjölfarið um minni kæruatriði. En allt þetta varð til þess að gera manninn fræg- an langt útfyrir Kanada og lækn- ingaraðferð hans er nú notuð á örfáum stöðum í Kanada, Mexíkó og Evrópu. En hver er þá hin um- deilda lækningaraðferð? Kerfið trú- ir ekki þessum nýju kenningum Naessens enda þótt það hafi svo sannarlega horft ofan í ofursmá- sjána hans. Því gerði kerfið það, þyrfti það að henda öllu sínu gamla lækningardóti gegn krabbameini, sem felst í því að brenna, skera og eitra, beint á haugana. Og trill- jarðaiðnaðurinn sem á þeim bygg- ist væri fyrir bí eins og Ralph W. Moss, fyrrverandi tengslafulltrúi Sloan-Ross, einnar stærstu krabba- meins-rannsóknarstöðvar heims- ins, kallaði það í bók sinni: Krabba- meinsiðnaðurinn. Um meðferð sína segir Naessen: „Ég get ekki læknað krabbamein. Én ég get hjálpað líkamanum til að vinna sjálfur bug á því með því að gera ónæmiskerfið aftur starf- hæft. Daglega myndast krabba- meinsfrumur í líkömum okkar allra. ÞJÓÐLÍFSÞANKAR/Afó ekki ofmikib af öllugera? Undir mætikeri ÞEIM tilmælum hefur oft verið beint til kvenna í blaðamannastétt að þær leiti til kvenna til að svara fyrir mál þar sem það má eðlilegt teljast og því verður við komið. Þessi tilmæli hafa einkum komið frá konum sem standa framarlega í kvennabaráttu. Ég veit að margar konur í blaðamannastétt hafa reynt að sinna þessum tilmælum eftir föngum án þess þó að ganga óeðlilega langt í þá veru. Það er skemmst frá að segja að það gengur stundum ekk- ert sérstaklega vel að fá konur til þess að láta ljós sitt skína. Of oft hafa þær konur sem beðnar eru að tala eða láta í ljós álit á hinum ýmsu mál- um verið úr hófi fram hlédrægar og hafa sagt sem svo að það væru ábyggilega ýmsir aðrir heppilegri til þess að segja eitthvað um til- tekið mál, en ein- mitt þær. Fyrir kemur að hlé- drægnin keyrir svo úr hófi fram að undrun vekur. Það hefur kom- ið fyrir að konur í opinberum embættum hafa sagt mér í fyllstu einlægni að þær treystu sér ekki til að tala um þetta eða hitt mál- efnið sem embætti þeirra varð- aði. Ég minnist þess ekki að hafa heyrt karlmann í opinberu emb- ætti taka svo ti! orða að hann treysti sér ekki til að tala um ein- n eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur hver málefni sem vörðuðu emb- ætti hans. Slík orð hef ég aðeins heyrt konur mæla. Ekki hef ég heldur heyrt karlmenn tala um að einhveijir aðrir væru ábyggi- lega hæfari til að tala en þeir sjálfir. Þvert á móti hafa þeir stundum verið fullákafir að tala. Svona er nú þetta. Þrátt fyrir að konur séu fyrir löngu farnar að leggja stund á flest þau verk sem karlar áður unnu þá virðast þær sumar hverj- ar eiga nokkuð í land með að ná því sjálfstrausti sem æði mörgum karlmönnum sýnist eiginlegt. Þetta kemur fram í ýmsu, t.d. eins og áður var nefnt að konur hafa tilhneigingu til að draga sig í hlé þegar til þeirra er leitað eft- ir opinberu áliti. Svo hefur verið sagt að konur hugsi á stundum innan þrengri hrings en karlmenn gera, t.d. við stjórnun fyrirtækja, og séu tregari en þeir til að taka áhættu. Samviskusemin virðist þannig mörgum konum svo í blóð borin að þær mega gæta sín að hún verði þeim ekki að fótakefli. Þótt samviskusemi sé dyggð þarf að vera hóf á henni eins og öllu öðru, fólk verður að grilla í skóg- inn fyrir tijánum eigi það að geta tekið rétta stefnu. Ég veit ekki hvers vegna sumar konur verða yfir sig hlédrægar og samviskusamar. Sennilega er lögð meiri áhersla á gildi þessara eðlisþátta í uppeldi kvenna en karla. Það var lengi talið til fyrir- myndar að konur „þegðu á fund- um“ fremur en að þær létu um of að sér kveða. Það eimir ótrú- lega mikið eftir af þessum gamla hugsunarhætti. Það er auðvitað kurteisi að leyfa öðrum að njóta sín en of mikið má af öllu gera. Slíkt viðhorf getur orðið til vand- ræða, a.m.k. í ýmsum geirum at- vinnulífsins. Þar er ekki víst að þögnin sé gulls ígildi. Það hefur verið lögð mikil áhersla á að fá konur til þess að sækja um ýmis embætti og hafi þær ekki fengið umrædd embætti en talið sig mjög vel hæfar hafa þær í sumum tilvikum kært máls- meðferðina til Jafnréttisráðs. Mér finnst skjóta skökku við ef þær konur sem komast þangað sem þær ætla sér, setji að því loknu ljós sitt undir mæliker og fáist ekki til að opna sinn munn fyrir hæversku eða kjarkleysis sakir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.