Morgunblaðið - 08.09.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.09.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1996 B 25 augl YSINGAR „Au pair“ Florída Samviskusöm, traust og reyklaus „au pair“ óskast til Miami sem fyrst, ekki yngri en 20 ára. Upplýsingar í síma 567 0221 eða 565 3337. Skólahjúkrun Staða hjúkrunarfræðings í Melaskóla er laus til umsóknar. Um er að ræða 60% starf. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri Heilsu- gæslustöðvarinnar á Seltjarnarnesi í síma 561 2070 milli kl. 11-12. Pharma ehf. Hringbrautar-apótek Pharma ehf. er nýtt fyrirtæki í apóteksrekstri sem, í lok septem- ber nk., hyggst opna apótek að Hringbraut 119,107 Reykjavík. Stofnað verður til ýmissa nýmæla í rekstri sem gefa áhugasömu starfsfólki möguleika á þátttöku í fjölbreyttum, faglega upp- byggjandi störfum. Við óskum eftir starfsfólki, sem reiðubúið er til að takast á við verkefni sem krefjast öryggis, fagmennsku og góðrar þjónustu- lundar, í störf: - Lyfjafræðinga - Lyfjatækna - Afgreiðslufólks Við bjóðum góð laun og góða vinnuaðstöðu. Umsóknir, með upplýsingum um menntun, aldur og fyrri störf, sendist Pharma ehf., Hringbrautar-apótek, Hringbraut 119, 107 Reykjavík, fyrir 14. september nk. merktar: „Apótek". Öllum umsóknum verður svarað. Farið verð- ur með umsóknir sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar veita Jón G. Ingvason í símum 892 0220 og 561 1666 og Óli Þór Ragnarsson í síma 466 1234. Hjúkrunarfræðingar Stopp Ertu nýútskrifaður hjúkrunarfræðingur sem þyrstir í góða reynslu? Ertu búin(n) að vinna lengi á sama stað og jafnvel farin(n) að staðna á ákveðnu sviði? Hefur þú áhuga á fjölbreyttu starfi sem fléttar saman í hæfilega blöndu, hinum ýmsu sviðum hjúkrunar s.s. bráðahjúkrun, öldrunarhjúkrun, krabbameinshjúkrun, hjúkrun hjartasjúklinga o.fl.? Viltu vinna á hæfilega stóru og streitulitlu sjúkrahúsi með góðu fólki? Ef svarið er já við einhverri af þessum spurn- ingum lestu þá áfram! Á Siglufirði er vel búið sjúkrahús sem þjónar íbúum Siglufjarðar og nágrannasveita auk sjómanna sem stunda veiðar úti fyrir Norður- landi. Það gefur því auga leið að starfið get- ur verið mjög fjölbreytt og gefandi. Á Siglufirði býr félagslynt fólk sem tekur vel á móti nýju fólki. í bænum er öflugt félags- og tónlistarlíf, góður tónlistarskóli og nýtt barnaheimili. Næsta nágrenni bæjarins býður upp á mikla möguleika til útivistar s.s. gönguferðir, fjall- göngur, stangveiðar o.fl. enda getur veður- sældin á sumrin verið mikil. Á vetrum er eitt besta skíðasvæði landsins rétt við bæjar- dyrnar. Er þetta ekki eitthvað fyrir þig? Hafðu samband og kynntu þér kaup og kjör. Upplýsingar gefa hjúkrunarforstjóri eða framkvæmdastjóri í síma 467 2100. Fiskverkendur! Við erum hópur fólks sem er að Ijúka nám- skeiði f Fiskvinnsluskólanum og okkur vant- ar vinnu sem fyrst. Flest okkar eru tilbúin til að fara hvert á land sem er til að starfa hjá góðu fyrirtæki, en sum okkar kjósa að vinna á höfuðborgar- svæðinu eða á Reykjanesi. Getum varla beð- ið eftir að nýta kunnáttu okkar og þjálfun! Upplýsingar eru fúslega gefnar í Fiskvinnslu- skólanum í Hafnarfirði alla virka daga kl. 8.00-14.00 í síma 565-2099. Áhugahópur um fiskverkun. Skattstjórinn í Reykjavík Á eftirlitsskrifstofu skattstjórans í Reykjavík eru laus störf við skatteftirlit. Um er að ræða störf við eftirlit með skattskil- um hvað varðar tekju- og eignarskatt, virðis- aukaskatt, tryggingagjald, staðgreiðslu o.fl. Umsækjendur þurfa ða hafa lokið prófi í við- skiptafræði, hagfræði, lögfræði eða hafa aðra sambærilega menntun. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun, fyrri störf, meðmælendur og annað sem, umsækjandi vill taka fram, þurfa að berast embættinu fyrir 20. september 1996. Laun samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Sveinbjörn Strandberg, starfs- mannastjóri veitir nánari upplýsingar og tek- ur við umsóknum. Skattstjórinn íReykjavík, Tryggvagötu 19, 150 Reykjavík, sími 560 3600. Verðbréfafyrirtæki Vantar þig spennandi starf strax? Óskum eftir að ráða starfsmann í eitt öflugasta fjármálafyrirtæki landsins. Starfið felur m.a. í sér upplýsingaöflun og úrvinnslu gagna. Við leitum að talnaglöggum starfsmanni sem getur unnið sjálfstætt og er tilbúinn til að takast á við mjög fjölbreytt og áhugavert starf innan verðbréfageirans. Viðkomandi þarf að hafa mjög góða tölvuþekkingu einkum þeirri sem snýr að Windows og Excel, einnig er æskilegt að viðkomandi hafi menntun á sviði viðskipta- og/eða hagfræði. Gengið verður frá ráðningu sem fyrst. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar “Verðbréf 364” fyrir 12. september n.k. VERKEFNASTJÓRI MARKADS- OG VtRUÞRÖUNARMAL Miðlutt ehf. hefur starfrœkt upplýsingaþjónustu undanfarin 13 ár. Leitað er að starfsmanni vegna nýrra verkefna erlendis sem byggja á reynslu Gulu Ununnar á íslandi og erlendis. Miðlun ehf. býður í dag tvœr vörur á erlendum mörkuðum; Yellow Line Operator Platform og Yellow Line Internet Platform. Starfið Viðskiptaáætlanir, þjónustuáætlanir, markaðs- og söluverkefni, skýrslugerð, utanumhald verka, samskipti við erlenda samstarfsaðila o.fl. Hæfniskröfur • Viðskiptafræðingur, gjarnan með framhaldsmenntun. • Mjög góð enskukunnátta. Önnur tungumálakunnátta er kostur. • Frumkvæði, sölu- og skipulags- hæfileikar. • Hæfileiki til að koma fram fyrir hóp af fólki og halda erindi og kynningar. • Góð þekking á tölvu- og upplýsingatækni. í boði er áhugavert starf við útflutning á íslensku hugviti þar sem viðkomandi mun vera í forsvari fyrir nýjar lausnir. Með umsóknir og fyrirspurnir verður farið sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar veitir Torfi Markússon hjá Ráðgarði frá kl. 9-12. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknirtil Ráðgarðs merktar: „Miðlun - Verkefnastjóri” fyrir 16. september n.k. RÁÐGARÐURhf STK^RNUNARCXJREKSIRARRÁÐGJÖF Furugsrðl s 108 Raykjavlk Siml 533 1800 Fax: 833 1808 Natfang: rgmldlunOtraknet.ls Halmaafda: http://wwTRf.traknet.ls/radgardur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.