Morgunblaðið - 29.09.1996, Side 1

Morgunblaðið - 29.09.1996, Side 1
HUG V I T SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1996 0 > LVUI TftKNI Hugbúnaðarsmíð er eina sviðið sem Islendingar geta látið verulega að sér kveða Alvöru hátækni- iðnadur ÍSLENDINGAR standa á tíma- mótum nýrrar aldar, upplýsinga- aldar. Hin öra þróun sem á sér stað í miðlun upplýsinga og úrvinnslu þeirra á sér rætur í tækniframför- um og líkt og oft áður hafa Islend- ingar brugðist hratt og vel við nýrri tækni; eru þannig fremstir meðal Norðurlandaþjóða að tileinka sér alnetið. Sóknarfærin eru til staðar Oddur Benediktsson prófessor við Háskóla Islands lýsti þeirri skoðun sinni í viðtali við Morgun- blaðið fyrr á þessu ári að hann teldi að hugbúnaðarsmíð væri eina svið- ið sem íslendingar gætu látið veru- lega að sér kveða á alþjóðamarkaði og fjölmörg íslensk fyrirtæki hafa sannað að sóknarfærin eru til stað- ar. Þannig gætu Islendingar byggt upp öflugan hátækniiðnað sem byggðist á hugviti en ekki hand- verki; nóg er til af vinnuafli í tölvu- heiminum en minna um hugmynd- ir. Stjórnvöld eiga sitthvað ógert í samtali í þessum blaðauka við nokkra frammámenn íslenskrar hugbúnaðargerðar, sem margir hverjir hafa náð verulegum árangri með fyrirtæki sín á alþjóðavett- vangi, kemur fram að stjórnvöld eigi sitthvað ógert til að tvyggja samkeppnishæfi íslensks hugbún- aðariðnaðar. Meðal atriða sem þeir nefna er að of mikið er um að ríkis- stofnanir og fyrirtæki láti vinna hugbúnað innanhúss, í stað þess að bjóða hann út. Það gefur augaleið að það skiptir miklu máli að hægt sé að reka fyrirtæki á innanlands- markaði til að búa til vöru sem væn- legt er að selja til útlanda. Fleiri at- riði nefna viðmælendur um leiðir til að tryggja samkeppnisstöðuna, en hafna með öllu ríkisstyrkjum. Fram kemur að oft skorti skilning á því að hugbúnaðarfyrirtæki hefur jafnvel litlar sem engar tekjui' af hugbún- aði sínum á meðan hann er í þróun og getur verið svo um árabil. Meðal þess sem gefur íslending- um færi á sókn inn á erlenda hug- búnaðarmarkað er alnetið, því þar era allir jafnir; ekki sést á heima- síðunni hvort aðstandandi er al- þjóðlegt milljarðafyrirtæki eða stakur hugbúnaðarsmiður norður í landi. Margir viðmælenda benda og á að fyrirtæki þeirra hafi nýtt sér alnetið með góðum árangri og þannig dreifir eitt fyi-irtækið hug- búnaði sínum nánast einungis á al- netinu. Sóknarfærin eru því fyrir hendi og brennur á stjórnvöldum að taka til hendinni. ► Pétur Pétursson hjá Músum og mönnum segir frá því hvernig fyr- irtækið sló Apple við ► 10 ► íslenskur hugbúnaðariðnaður er í uppsveiflu ► 16 L E I K I R ► Tölvuleikir eru vel til þess falln- ir að hjálpa ungmennum að skilja tölvur að mati Adolfs Björgvins Kristjánssonar ► 22 ► PMS hefur tekið í notkun nýja tækni í ljósmyndavinnslu ► 27 ► Stafrænar myndavélar ► 28 NET I Ð ► Elín Jónsdóttir, vefari hjá Iceland Review, segir að vefurinn sé uppáhalds handavinnan ► 8 ► Innranet eða hópvinnukerfi spyrja margir. Stefán Hrafnkels- son hjá Margmiðlun segir að málið sé ekki svo einfalt ► 30 PREMTVERK ► Hjörtur Guðnason, forstöðumað- ur Prenttæknistofnunar, skýrir frá markmiðum „Prentmessu 96“ ► 2 TÆKN I ► Ný tölvukortatækni nýtist vel fjölmörgum ► 11 ► Ný tækni í myndgeisladiskum er framundan ► 21 ► Utgáfa Islandskorta á geisla- diski markar tímamót að mati Kristjáns Gíslasonar hjá Radíómið- un ► 24 ► Framundan er seðlalaust þjóðfé- lag ► 25 Tö L VUR ► Frank Soltis, einn aðalhönnuða IBM, segir frá AS/400 fjölvinnslu- umhverfinu vinsæla sem hann tók þátt í að hanna ► 4 ► Peter Scharstein segir frá net- tölvu Oracle ► 6 ► UNISYS stefnir inn á fslands- markað og hefur meðal annars gert stóran samning við Búnaðar- bankann ► 12 ÞJÓMUST A ► Ný deild hjá EJS hf., MSF lausn- ir, leggur áherslu á að fyrirtæki nái tökum á upplýsingavæðingu sinni ► 14 ► tírlausn - Aðgengi hefur sérhæft sig í þjónustu við lögmenn og þá sem á lagatexta þurfa að halda, meðal annars með útgáfu laga- Tæ knival kynnir mest seidu fartölvur í heimi: fjbss mmi 4 TOSHIBA á f I j ú g a n d i ferð! B Tæknival Skeifunni 17 105 Reykjavlk Simi 550 4000 Fax 550 4001 Netfang: mottaka@taeknival.is Reykjavíkurvegi 64 220 Hafnarfjörður Simi 550 4020 Fax 550 4021 Umboðsmenn um land allt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.