Morgunblaðið - 29.09.1996, Síða 2

Morgunblaðið - 29.09.1996, Síða 2
2 E SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ "" # Morgunblaðið/Þorkell PRENTVELIN sem Hjörtur Guönason hallar sér aö þykir vera tímaskekkja í samanburði við tölvu- tæknina, en prentiðnaðurinn hefur á fáum árum gengið í gegnum stórstígar tæknibreytingar. Upplýsingar í æð „PRENTMESSA" heitir mikil sýn- ing sem Prenttæknistofnun hefur skipulagt í Laugardalshöll og hefst á föstudag. Þar sýna ýmsir ýmis- legt prentkyns, sem er nánast allt um leið tölvukyns, nokkrir helstu tölvusalar landsins og ýmis fyrir- tæki önnur. Forsvarmaður Prent- tæknistofnunar og um leið skipu- leggjandi sýningarinnar er Hjörtur Guðnason. Fyrsta „Prentmessan" var haldin á Hótel Lofleiðum í apríl 1994. Þar kynntu 20 stofnanir og fyrirtæki þjónustu sína og ýmsir fyrirlesarar, innlendir sem erlendir, sögðu frá því helsta sem var á seyði á þeim tíma og spáðu í spilin með framtíðina. „Prentmessa" þessa árs er öllu fyrirferðarmeiri og þótti mönnum Ijóst að Hótel Loftleiðir myndi frá- leitt duga undir það sem menn vildu sýna því þörfin er brýn. Hjörtur segir að menn innan prentiðnaðar- ins reyni sjálfsagt að vera með allt á hreinu hvað varðar tækniframfar- ir og nýjungar. „Samt getur það reynst erfitt því að svo miklar breyt- ingar eru að gerast í prentiðnaðin- um að þeð getur reynst erfitt að fylgjast með öllu sem er að gerast. A „Prentmessu" geta menn á einum stað kynnst flestu því nýjasta sem er að gerast. Þarna mun fólki gef- asttækifæri til að „þreifa á“ hlutun- um og tala við umboðsmenn og tæknimenn og fá þannig upplýs- ingar beint í æð.“ Þær raddir gerast æ háværari að prentverk eigi eftir að Iúta í gras; fyrirsjáanlegt sé að bóka- og blaðaútgáfa eigi eftir að breytast í aðalatriðum og jafnvel eigi heilu stéttimar eftir að hverfa af sjónar- sviðinu eftir því sem „fúskurum" Qölgar, þ.e. þeim sem náð hafa það góðum tökum á tölvutækni og um- brotsforritum, að fagmanna verði ekki lengur þörf. Hjörtur felst ekki á svo myrka framtíð, en segir þó að hlutverki og stöðu prentmiðla sé nú ógnað í fyrsta sinn í ríflega 400 ára sögu prenttækninnar. „Prentun er núna aðeins einn af mörgum valkostum við val á miðl- um. Það er rétt, margir eru famir að útbúa sitt efni sjálfir og skila því, að þvi þeir halda, tilbúnu til prentunar. Þegar á hólminn er kom- ið er verkið oftast ekki nema hálfkarað. Mikill fjöldi forrita og van- þekking á notkun þeirra gerir það að verkum að prentiðnaðarfólk þarf að fylgjast vel með og auka þekkingu sína. Oft fer mikill tími í að lagfæra það sem átti að vera tilbúið til prentun- ar frá ómenntuðum „riddurum skjá- borðsins“. Það er ekki tölvan sem er að reyna að ganga af prentlistinni dauðri heldur fyrmefndir riddarar skjáborðsins sem þeysa á ótemjum sínum yfir týpógrafíuna og aðra prentlist. Allar týpógrafískar hefð- ir eru brotnar og gerir það oft að verkum að það prentverk sem er hannað af vankunnáttu riddarar- anna er ólæsilegt og misheppnað þegar upp er staðið. Þeir sem standa uppi að lokum verða lærðir prentsmiðir sem kunna að rata hinn gullna meðalveg prentlistar o g frumleika,“ segir Hjörtur ákveðinn. Margmiðlun á „Prentmessu“ Á „Prentmessunni“ verður margmiðlun kynnt meðal annars og Hjörtur segir að hún sé miðill sem prentiðnaðarfólk hljóti að kynna sér eins og aðra sambærilega miðla. „Prentverk er miðlun og ekki er langt að bfða að geisladiskur komi til með að fylgja bókum sem sjálfsagður fylgihlutur. Fólk getur haldið áfram að grípa í bókina hvar sem það er statt en getur svo sest fyrir framan tölvuna og skoðað lifandi myndir og hljóð er varðar efni bókarinnar. Margmiðlunardiskar verða viðbót við hönnun bókarinnar og prentiðn- aðarfólk mun sjá um hönnun hvors tveggja," segir hann og bætir við að að sínu mati hafi Prenttækni- stofnun staðið sig vel í því að endur- mennta prentiðnaðarfólk. „Mörg fjölbreytt námskeið eru haldin og prentiðnaðarfólk er duglegt við að sækja þessi námskeið og þar mun ekkert lát verða á. Eins og alltaf gerist þegar ein- hveijar nýjungar koma er mikill hasar í kringum þessa nýjung og ýmsu er spáð. Þama gefst blaða- mönnum tækifæri að skrifa um eitt- hvað sem almenningur hefur áhuga á eða er talinn hafa áhuga á. Sjáðu öll skrifín sem eru búin að vera um alnetið. Það hlýtur að vera komið upp í hvers manns rúm eða hvað? Ég tel að bókin muni lifa en hún á eftir að breytast, það er enginn vafí. Það er vissulega áhyggjuefni hvað ungt fólk les minna en þeir sem eru fullorðnir í dag gerðu á sínum unglingsárum en á meðan skólar nota ennþá bækur til kennslu held ég að það hjálpi mikið til. Það er spuming hvort skólar þurfi að koma því i kennslu sína að nemend- ur lesi meira einfaldar sögubækur svo að ímyndunaraflið deyi ekki út.“ Miklar breytingar framundan Eins og áður hefur komið fram er Hjörtur á því að miklar breyting- ar eigi eftir að ganga yfir prent- stéttina og hann segist telja að helstu breytingamar verði í tíma- rita- og blaðaútgáfu; meðal annars muni eflaust fleiri ókeypis blöð verða gefm út. „Við þekkjum blöð eins og Sjónvarpshandbókina, Fast- eignablaðið og Myndbönd. Allt blöð sem em litprentuð og dreift ókeyp- is. Næsta skrefíð verður ömgglega ókeypis dagblað. Tímaritin og dag- blöðin munu því lifa en í breyttu formi." Hjörtur segir það helst komið undir prentarastéttinni hvort henni tekst að halda í við þróunina og breytast með breyttri tækni. „Allt fer það eftir því hversu framsækin prentarastéttin verður og dugleg við að halda við þekk- ingu og endurmennta sig. I ljósi mikillar þátttöku á námskeiðum Prenttæknistofnunar hef ég ekki miklar áhyggjur. En þetta veltur líka á prentfyrirtækjunum sjálfum, það hefur verið einhver lenska hér- lendis með einni undantekningu, að prentfyrirtæki auglýsi ekki. Það er kominn tími til að menn breyti þeim hugsunarhætti því sam- keppnin á eftir að harðna mikið og ef fyrirtækin vilja ekki missa verkefnin heim í stofu til fólks þurfa þau að staldra við og hugsa sinn gang.“ Meðal þeirra fyrirtækja sem þátt taka í sýningunni að þessu sinni em ACO, Apple-umboðið, Árvík, Félag bókagerðarmanna, Félags- bókbandið Bókfell, Hans Petersen, Jóhann Ólafsson & Co, Markús Jó- hannsson, Morgunblaðið, Nýheiji, Ottó B. Arnar, Prentsmiðjan Oddi, Prentþjónustan, Sturlaugur Jóns- son & Co, Umbúðamiðstöðin, Ólafur Þorsteinsson, Rauði dregillinn, Heimilistæki, Offsetþjónustan, Opt- ima, Hugbúnaður, Prentsmiðjan Grafík, Bolur og Kerfisgerðin. Sýn- ingin „Prentmessa" 96 hefst 4. október næstkomandi og stendur til 6. október. Nýr Stólpi STÓLPI er algengur viðskiptahug- búnaður sem fram til þessa hefur yfirleitt verið keyrður í DOS- umhverfi. Breyting þar á er í vænd- um, því Kerfisþróun ehf. kynnir nú nýja útgáfu af Stólpa fýrir Windows. Kerfisþróun var stofnað 1984 af Bimi Viggóssyni og Kristjáni Gunn- arssyni og sérhæfir sig í gerð við- skiptahugbúnaðar sem heitir Stólpi. Kerfin spanna flest svið atvinnu- rekstrar og em notuð í yfir 1.000 fyrirtækjum. Flestir viðskiptavina em með DOS útgáfuna af Stólpa en nú er verið að setja á markaðinn nýja í Windows. Að sögn Björn Viggóssonar er stefna fyrirtækisins að hanna og prófa hugbúnaðinn áður en almenn dreifing hefst „og því leggjum við áherslu á staðlaðar lausnir. Með þessu móti fá viðskiptavinir í hend- ur reyndan búnað sem virkar full- komlega. Nýjungar era sendar á þriggja til sex mánaða fresti til allra sem em með viðhalds- og þjónustu- samning, en það em flestir við- skiptavinir okkar.“ Á síðustu missemm hefur orðið bylting í hugmyndum manna um tölvusamskipti, einkum með til- komu alnetsins. Björn segir að Kerfisþróun hafí tekið þátt í þess- ari þróun, m.a. með því að hanna búnað til samskipta við innheimtu- þjónustu bankanna. „Úr Stóipa er hægt að prenta innheimtuseðla og fara upplýsingar um kröfurnar sjálfvirkt til Reiknistofu bankanna. Bankakerfið sér um útreikning vaxta um leið og greitt er. Með því að láta Stólpa hringja í bankann koma til baka upplýsingar um inn- borganir sem lesnar em sjálfvirkt inn í bókhaldið. Fyrir utan tíma- spamaðinn sem er mikill verður bylting í öryggi því innsláttarvillur hverfa," segir Bjöm og bætir við að sem stendur bjóði fyrirtækið tengingu við íslandsbanka, Lands- bankann og Búnaðarbankann. Stólpi fyrir Windows Bjöm segir að í nýrri útgáfu af Stólpa fyrir Windows bókhaldskerf- ið verði bókhaldsgögnin aðgengileg í Microsoft Office. „Stólpi fyrir Windows er hannaður í Microsoft Access og nýtir því til möguleika sem bjóðast í Microsoft Office, s.s. ritvinnsluna Word, töflureikninn Excel og tölvupóst," segir Björn, en hann segir að Stólpi fyrir Windows sé til í Access 2.0 (16- bita), Access 7.0 (32-bita) og fyrir Microsoft SQL Server 6.0. „Kerfið er hannað fyrir Windows fyrir Workgroups, Windows95, Windows NT, biðlara/miðlara vinnslu og SQL gagnagrannstækni og vinnur á Novell og sambærilegum netkerf- um.“ Að sögn Björns er fmmútgáfan af Stólpa frá MTX og er fyrsti bók- haldshugbúnaðurinn sem er sam- þykktur af Microsoft sem samhæfð- ur Microsoft Office. H 1 ! » » t i b 5 I. i TÖLVUNÁMSKEIÐ eru umfangsmikill þáttur í starfi Prenttæknistofnunar, enda er höfuðhlutverk hennar að auka verkþekkingu og kenna ný vinnubrögð í nýrri tækni. Stofnunin býður upp á sjötta tug námskeiða í haust og vetur. Meðal þess, sem í boði verður, má nefna námskeið í Macintosh-grunni, sem auðvelda á þátttakendum að hefja notkun ýmissa forrita, svo sem ritvinnslu-, umbrots- og myndvinnsluforrita, og er nauðsynlegur forsmekkur að öðrum tölvunámskeiðum á snærumPrenttæknistofnunar. ■ Þrjú námskeið fjalla á einn eða annan hátt um Qu- arkXPress forritið og eiga þau að veita mönnum grund- vallarkunnáttu og færni í töl vuumbroti og auðvelda þeim að taka á móti texta úr mismunandi ritvinnslu- kerfum til umbrots og bijóta um prentgripi, svo stikl- að sé á stóru. ■ Markmið námskeiða um Photoshop-grunn er að gera Tölvunámskeið Prenttæknistofnunar þátttakendur færa um að lagfæra skannaðar myndir með þessu myndvinnsluforriti annars vegar og gera þeim kleift að hanna myndverk með þvi, þar sem áherslan hvílir á skapandi myndvinnslu og grafískri hönnun. ■ Einnig má nefna tvö námskeið um gæðastýringu í prentun, m.a. til að koma í veg fyrir tilviljanakenndar sveiflur á gæðum og kenna mönnum aðferðir sem byggjast á mælingum i stað einstaklingsbundins mats. ■ Alnetið hefur rutt sér mjög til rúms hérlendis á undanförnum misserum og fyrir þá sem hafa ekki fylgst ítarlega með umræðu þar að lútandi, er boðið upp á námskeið um upplýsingaleit á alnetinu. ■ Þessu skylt er námskeið um heimasíður á alnetinu, en þar á að kenna fólki að búa til slíkar síður með blöndu af texta, myndum, hreyfimyndum og hljóði, og tengja þær síðan við veraldarvefinn. ■ Þá má nefna námskeið um bókbandshönnun, nýjar hreinsiaðferðir í prentiðnaði, eiginleika og meðferð pappírs, gagnasnið, verkstjórn og þjónustu í prentiðn- aði. Einnig verður haldið námskeið um auglýsinga- hönnun, þar sem leitast er við að kynna þátttakendum undirstöðuatriði sem gilda á þeim vettvangi og raunar í allri grafískri hönnun, svo að þeir geti skipulagt betur og búið til útlitsteikningar að auglýsingum og auglýsingabæklingum. ; 3

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.