Morgunblaðið - 29.09.1996, Side 4

Morgunblaðið - 29.09.1996, Side 4
4 E SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ásdís DR. FRANK Soltis, einn af aðalhönnuðum IBM og AS/400 umhverfisins. Vinsælasta fjölnot endakerfi heims AS/400 er vinsælasta fjölnotendakerfi heims oq ekkert lát á ef marka má Frank Soltls, aðalhönnuð þess, sem kom hinqað til lands til að flytja fyririestur á ráðstefnu Nýherja, en hann segir AS/400 kerfið gogna- og hugbúnaðarumhvefi framtíðarinnar. DR. FRANK Soltis er einn af aðal- hönnuðum IBM og tók á sínum tíma þátt í að þróa AS/400 um- hverfíð fyrir IBM, sem er vinsæl- asta fjölnotendakcrfi heims, auk- inheldur sem hann hefur tekið þátt í heildarstefnumörkun fyrir- tækisins á tölvusviðinu. Soltis nýt- ur mikillar virðingar í tölvuheimin- um og hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir störf sín og skrif. Undanfarin ár hefur Soltis tekið þátt í þróun og hönnun Pow- erPC örgjörvans, sem er samstarf IBM, Motorola og Apple. Meðfram því að starfa hjá IBM er Soltis prófessor við verkfræðideild Minnesota-háskóla þar sem hann kennir meðal annars hliðræna vinnslu. Frank Soltis segist hafa fengið sumarvinnu hjá IBM í Minnesota þá sem háskólanemi. Á þeim tíma voru menn þar að leggja drög að því að smíða tölvur í Rochester og hann segist hafa komist í kynni við ýmsa, þar á meðal þann mann sem stýrði tölvuþróun hjá IBM og smíði tölva eins og System 3, S32, S34, S36, S38 og síðan AS/400. „Ég var þá að læra verkfræði, en hann ráðlagði mér að fara aftur í skóla og ljúka doktorsnámi í stýri- kerfa- og örgjörvahönnun. Ég fór að ráðum hans og þegar ég sneri aftur til starfa var eitt mitt fyrsta verkefni að hanna örgjörvann sem kom í kjölfarið á System 3. Ég gat því notað mér margt sem ég hafði fengist við í háskólanum og meðal tillagna minna var grunnur- inn að því sem síðar varð AS/400 örgjörvinn. Markmið mitt, sem ég tel að hafí tekist vel, var að setja saman tölvukerfí þar sem hugbúnaðurinn sem kaupendur nota veit ekkert um vélbúnaðinn eða stýrikerfíð sem liggur undir. Láklega er stýri- kerfíð við AS/400, OS/400, eina stýrikerfíð í almennri notkun sem hefur ekki hugmynd um hvort við tölvuna er tengt diskadrif eða ekki. Það var meðal annars gert vegna þess að þegar við vorum að hanna kerfíð á sínum tíma var almennt talið að diskadrif væru að hverfa og ný tækni myndi taka við. Það sem þarf til að þetta sé unnt er að nota svonefnt API, sem tekur við öllum óskum frá stýri- kerfínu og beinir þeim rétta leið og með því að hafa alhliða API millilag tryggjum við að engin leið sé framhjá þvf. Þetta hefur gert að verkum að ef menn skrifa for- rit eftir réttum reglum ertu óháður því hvað liggur undir. Þetta er reyndar það sem UNIX-heimurinn stefnir á og nýr UNIX-staðall byggist á því að móta API-reglur en þar er margra ára vinna fram- undan.“ Úr 32 bita umhverfi í 64 bita Þessi högun sem Soltis átti þátt í að móta gerði að verkum að þegar AS/400 notendur tóku að skipta úr örgjörvum í vélum sínum úr 32 bita umhverfí í 64 bita umhverfí gengu skiptin öll vand- ræða- og hávaðalaust; það eina sem notendur tóku eftir daginn eftir skiptin var að vélarnar unnu margfalt hraðar en áður. Að sögn Soltis veit ekkert AS/400 forrit hvað verið er að vinna með marga bita og reyndar skiptir að hugbúnaðinn engu. UNIX- og PC-heimin- um eru flest forrit skrif- uð í C og í því forritun- armáli skipti vélbúnað- urinn máli. Því vinnur forritarinn þannig að hann skrifar með 16 bita gagnahlutum vegna þess að hann veit að forritið verð- ur keyrt á 16 bita tölvum. Fyrir vikið gerist það þegar skipt er í 32 bita örgjörva og 32 bita stýri- kerfí að forritið heldur að það sé enn verið að keyra það á 16 bita tölvu og forritarinn þarf að koma að verkinu aftur og breyta kóðan- um í 32 bita vinnslu, sem kallar aftur á vandamál þegar skipt verð- ur í 64 bita örgjörva og þar fram eftir götunum. í AS/400 þekkist ekki þessi skipting í bitafjölda, forritarinn velur sér gagnahluta til að vinna með og skiptir engu hversu langur hann er því upplýs- ingamar um hvemig örgjörvinn er em bara fyrir API. „Þegar við skiptum því yfír í 64 bita örgjörva getur allur hugbúnaður umsvifa- laust notað sér hann og það sama myndi gerast ef við skiptum yfír í 128 bita örgjörva á morgun." 400.000 þúsund vélar seldar Soltis segir að eitt af einkennum RlSC-örgjörva sé að stýrikerfíð stýri starfí vélbúnaðarins. Þannig hefur hugbúnaðurinn getað sagt örgjörvanum að sækja gögn sem hann þarf að nota í náinni fram- tíð. ClSC-örgjörvar hafa aftur á móti þann hátt á að þegar hugbún- aðurinn biður um gögn, þarf hann að bíða á meðan örgjörvinn sækir þau. Fyrri skipanin hefur það í för með sér að hægt er að fínstilla hugbúnaðinn til að ná sem mestu út úr örgjörvanum. Þannig hefur okkur tekist með nýrri útgáfu af OS/400, útgáfu 3.7, sem er sér- skrifuð fyrir RlSC-örgjörva, er að hraðaaukning er allt upp í 50% án þess að nokkuð sé átt við vél- búnað.“ AS/400 tölvur hafa selst gríðarlega vel frá því þær vom fyrst kynntar og svo er komið að yfír 400.000 þúsund slíkar vélar hafa selst um heim allan sem gerir AS/400/OS/400 að vinsælasta fjölnotendaumhverfí heims. Soltis segist ekki hafa gert sér grein fyrir því á sínum tíma hve vel myndi takast til með AS/400 ör- gjörvann. „Vissulega vonast mað- ur alltaf eftir því að það sem maður er að hanna eigi eftir að ganga vel enda fær maður alltaf sérstaka tilfinningu fyrir því sem maður gerir sjálfur og vissulega er gaman að sjá hve vel hefur til tekist. Verkinu er samt aldrei lok- ið,“ segir hann og kímir, „það sem hæst ber um þessar mundir era netsamskipti og við erum nú að vinna að ýmsum lausnum á al- nets- og innranetsskipan sem margir viðskiptavinir okkar hafa leitað eftir. Við emm líka sífellt að hanna nýja örgjörva, það em nýjar gerðir væntanlegar á þessu ári og því næsta enda er skipan mála þannig í AS/400 kerfínu að við getum fylgt allri þróun eftir af fullum hraða hvort sem um er að ræða stýrikerfí eða vélbúnað. Grannhönnun AS/400 er sífellt að breytast og við hveija nýja út- gáfu á stýrikerfínu bætum við við API til að bregðast við þróun í tölvuheiminum, nýjum jaðartækj- um og nýrri tækni, og starfa um 5.000 manns einungis við AS/400 og þá em ekki taldir allir þeir sem vinna við að þróa hugbúnað utan fyrirtækisins.“ Hlutbundið umhverfi Soltis segir að AS/400 sé hlut- bundið umhverfí og hafi svo verið frá upphafí og því hæg heimatök- in að bregðast við nýjum aðstæð- um, þar á meðal Java forritunar- málinu og reyndar segir hann væntanlegar síðar á þessu ári nýj- ar útgáfur hugbúnaðar sem styðja Java. „Það besta við Java er ekki hvað það er gott forritunarmál, því það er það reyndar ekki, held- ur er það að allir framleiðendur hug- og vélbúnaðar styðja það og því er hægt að keyra hugbúnað sem saminn er í Java á vél frá hvaða framleiðanda sem er og því ertu ekki bundinn ákveðnum gagnagranns- eða hugbúnaðar- framleiðanda." IBM hefur kynnt svonefnda nettölvu eins og fjölmargir tölvu- framleiðendur aðrir, en Soltis seg- ir að nettölvan eigi langt í land að verða almennt heimilistæki. „Við sjáum hana fyrir okkur sem viðskiptatölvu. Fyrirtæki hafa þegar komið sér upp netþjónum og í þeim netþjóni keyra menn gagnagranna og hugbúnað sem ég get notað mér með útstöð. Heima fyrir er málum aftur á móti öðravísi háttað, því þar er nettengingin út af heimilinu og skiptir þá miklu máli hvemig teng- ingin er. Ég tel að nettölvan eigi eftir að ná inn á heimili í náinni framtíð, en ekki fyrr en búið er að koma upp hraðvirkum almenn- um tengingum. IBM hefur fram- leiðslu á nettölvum, en framan af era þær fyrst og fremst hugsaðar fyrir fyrirtæki, heimatölvur koma síðar. Aðalástæðan fyrir því að fyrir- tæki snera sér að einkatölvum var að notendaviðmótið var aðgengi- legra og notagildið meira, en það byggðist ekki endilega á því að við vorum með harðan disk í tölv- unni því yfírleitt héldu menn áfram að sækja gögn inn á netþjón. Net- tölvan er áþekk þessu því enn era menn að sækja gögn inn á net- þjón, skjárinn er áþekk- ur og lyklaborðið; fram- þróunin felst á því að allar uppfærslur eru orðnar auðveldari, við- hald, afritun og örygg- ismál era leyst á einum stað en ekki mörgum. IBM keypti LotusNotes hóp- vinnuhugbúnaðinn á sínum tíma og hefur lagt mikla vinnu í að þróa hann og opna fyrir stöðlum eins og notaðir era á alnetinu og í innraneti fyrirtækja og meðal annars keyrir LotusNotes á og með AS/400 tölvum. „í nýjustu útgáfu af stýrikerfinu er svokölluð HTML-gátt og fyrir vikið er hægt að nýta allan hugbúnað sem skrif- aður er fyrir AS/400 vegna þess að stýrkerfíð breytir upplýsingun- um jafnóðum. Þannig er hægt að nýta hvaða AS/400 hugbúnað sem er með Netscape rápforriti og nýju nettölvunni frá IBM.“ Tekið til fótanna Ýmis fyrirtæki áttuðu sig ekki á því hvað væri í vændum þegar alnetið lagði undir sig heiminn og mörg þeirra urðu að taka til fót- anna til að reyna að ná í skottið á breytingunum, þar á meðal hug- búnaðarrisinn Microsoft, sem svaf á verðinum og ekki útséð um hvort hann nái sömu tökum á alnetinu og hann stefnir nú að. Soltis seg- ist þeirrar skoðunar að allar breyt- ingar á tölvuheiminum komi utan að og það hafí sannast á eftir- minnilegan hátt á alnetinu. „Á sín- um tíma brást IBM ekki rétt við PC-byltingunni og gekk í gegnum mikið erfiðleikaskeið í kjölfarið. Á þeim tíma töldu menn að í móður- tölvukerfínu væra þeir með allt það sem þeir þyrftu á að halda. Álíka er að gerast í PC-heiminum; fyrirtæki era að missa af netbylt- ingunni því þau halda að PC-tölvur dagsins í dag uppfylli allar þarfír. Menn hafa mikið deilt um nettölv- una undanfarin misseri og era ýmist á móti eða með, það virðist enginn hlutlaus í þeim deilum, en á meðan sum fyrirtæki sjá nettölv- ur sem mikla ógnun, telja aðrir, þar á meðal IBM, hana opna nýja möguleika." Gagna- og hugbúnaðarumhvefi framtíðarinnar Soltis segir að sem stendur séu menn að leggja mikið fé í þróun á AS/400 kerfinu sem gagna- og hugbúnaðaramhvefí framtíðarinn- ar. „í nýlegri könnun kom í ljós að tveir þriðju allra viðskipta- gagna heims era vistaðir á móð- urtölvum eða AS/400 tölvum. Tölvuvinnsla framtíðarinnar á eft- ir að snúast um það að miklu leyti hver eigi að nýta þessi gögn í harðandi samkeppni; það skiptir fyrirtæki sífellt meira máli að geta nýtt sér þær upplýsingar sem þeg- ar era til innan þeirra og í því sambandi hafa kviknað hugmyndir um vörahús gagna og náma- vinnslu gagna. AS/400 tölvan hef- ur byggst á því að stækka megi umhverfíð og stækkun úr 32 bita umhverfí í 64 bita byggist ekki síst á því að geta nýtt hugmyndir um vörahús gagna og á næstu áram má búast við að tölvur með 24-40 Gb innra minni verði notað- ar til að geta unnið úr gögnum á þann hátt sem vörahús gagna krefst og mikið af þeirri vinnu verður yfír tölvunet og við ætlum okkur stóra hluti í því. Tölvuheimurinn hefur þróast í þá átt að nú er loks möguleiki á fullkomlega opnu kerfí. Það var ekki hægt á áram áður, en ég tel að Java eigi eftir að gera kleift að fara þá leið og við leggjum mikla áherslu á að taka þátt í þeirri þróun." Soltis segir að ekki sjái enn fyrir endann á þróun AS/400 umhverfísins. „Ég segi það stund- um til gamans að við höfum hann- að örgjörvann og stýrikerfíð til að endast þangað til við færum á eftirlaun," segir hann og kímir. „Mikið er rætt um 64 bita gagnavinnslu í tölvuheiminum í dag en AS/400 örgjörvinn er upphaflega hannaður fyrir 128 bita tölvuvinnslu og allur hugbún- aður sem keyrður er á vélunum í dag getur nýtt þá gagnavinnslu. Það segir því sitt að við eram ekki komin nema hálfa leið að því marki, við eram í raun ekki að nota nema helming þeirrar vinnslugetu í dag og því ljóst að AS/400 kerfið á eftir að endast lengi eftir að ég fer á eftirlaun," segir hann og hlær. Gætum skipt í 128 bita vinnslu á morgun. Loks mögu- leiki á fullkom- lega opnu kerfi. » : I ! í ( G f t ' 4

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.