Morgunblaðið - 29.09.1996, Síða 6

Morgunblaðið - 29.09.1996, Síða 6
6 E SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ PETER Scharstein var hingað kominn til að tala á ráðstefnu Skýrslutæknifélags ísiands, Net- tengd framtíð, en hann kom hing- að til lands á vegum Teymis, umboðsfyrirtækis Oracle á íslandi. Scharstein er tölvunarfræðingur að mennt og hefur margra ára reynslu í þróun stærri hugbúnað- arkerfa. Hann hefur starfað hjá Kauphöllinni í Kaupmannahöfn, AmbraSoft og Oracle síðustu tvö ár, auk þess sem hann kennir og heldur fyrirlestra. Þegar nettölvan var kynnt var það mál margra að Larry Ellison, forstjóri Oracle, sem þykir yfirlýs- ingaglaður, hafi sett hugmyndina fram til þess eins að storka Micro- soft og Intel, sem sumir spyrða saman sem Wintel, því segja má að nettölvan ógni því steinbítstaki sem þessi fyrirtæki tvö hafa á einkatölvumarkaðnum. Eftir því sem fram hefur liðið hafa aftur á móti æ fleiri tekið hugmyndina upp á sína arma og fyrstu nettölv- urnar frá ýmsum framleiðendum eru að koma á markað um þessar mundir. Peter Scharstein segir það gefa augaleið að nettölvan sé raunhæf hugmynd sem alnetið hafi gert mögulega; nettölvuhugmyndin hafi kviknað vegna vinsælda al- netsins, sem þeir nettölvuvinir vilja líta á sem tölvu, eins og segir í frægri auglýsingu: Netið er tölvan. Seharstein segir að nettölvan sé boðberi nýrra tíma í tölvuheimin- um en hún komi ekki í stað einka- tölvunnar; það sé frekar að þessar tölvur eigi eftir að dafna samtím- is; nettölvan er viðbót við þær tölv- ur sem fyrir eru að mati Schar- steins. Of dýr ritvél eða rápforrit Peter Scharstein segir sitt mat að einkatölvan sé of dýr ritvél eða rápforrit, ekki síst þegar fólk þarf að kaupa dýra tölvu til að nota aðeins lítið brot af möguleikunum sem felast í dýru ritvinnsluforriti. „Nettölvunni er ætlað að leysa úr þessu, ekki síst fyrir fyrirtæki, þar sem starfsmenn geta notað net- tölvu til að skrifa bréf eða skýrsl- ur, kallað á gagnagrunn eftir þörf- um eða hluta af töflureikni, notað hann á meðan þess gerist þörf og hent honum síðan. Dýr fistölvan, sem ég ferðast með um heiminn, nýtist mér vissulega til að flytja kynningar eða skrifa bréf, en ég Nettölvan er boð- beri nýrra tíma Fótt er meira rætt manna á milli en svonefnd nettölva sem forstjóri Oracle huqbúnaðarfyrirtækisins kynnti fyrstur manna á síðasta ári. Nú berast freqnir af því að nettölvur streymi á markað oq Pete Scharstein, ráðqjafi hjá Orade, seqir að þeim sé ætlað að verða eins oq hvert annað heimilistæki. blómaskeiði miðlægra netþjóna, byggðist allt á því að fyrirtæki keypti tölvur og hugbúnað frá ein- um framleiðanda og varð síðan að sækja aila þjónustu til hans og var bundið honum um hvaðeina, aukinheldur sem það var iðulega vandkvæðum bundið að skiptast á gögnum. Nettölvan byggir aftur á móti á opnum stöðlum, alnets- stöðlum, og viðskiptavin- urinn getur leitað til hvaða fyrirtækis sem er um hug- eða vélbúnað, keypt tölvur frá ólíkum framleiðendum, keyrt hvaða hug- búnað eða blöndu af hugbúnaði sem er og deilt því sem hann er að gera með hveij- um sem er.“ nota hana ekki nema hluta dags; mikinn meirihluta ársins stendur hún ónotuð og þannig er með flest- ar einkatölvur sem eru í notkun í dag. Það er svo algengt að menn kaupi sér öflugar tölvur til að geta keyrt þung og erfið forrit öðru hvoru. Lausnin á því hlýtur að vera að hafa ódýra tölvu sem sækir bara forritið eða hluta þess þegar hún þarf á því að halda.“ Bandbreidd er vandamál sem allir kannast við sem reynt hafa fyrir sér á alnetinu, en Scharstein segir íslendinga búa svo vel að hér sé búið að leggja ljósleiðara um land allt og því draumastaða til að byggja upp net- tölvuvætt þjóðfélag þar sem fólk getur fengið aðgang að leikjum, sjónvarps- efni, alnetstengingum og gagnaflutningum án þess að þurfa að búa við tafir sem víða eru á þessum sam- skiptum. „Þær tafir eiga þó ekki eftir að standa nettölvunni fyrir þrifum, enda fleygir þjöppunar- tækni óðfluga fram og helst í hendur við framfarir í gagna- flutningum. Oracle hefur lagt sitt af mörkum og við munum kynna á næstunni myndbandssendingu í gegnum 28.800 mótald, að vísu ekki fullkomna útsendingu en við nálgumst markið.“ Peter Scharstein Scharstein segir væntanlega velgengni nettölvunnar byggjast að öllu leyti á því að hún sé það auðveld í uppsetningu og notk- un, „að hver sem er geti stungið henni í samband og byrjað að nota hana án þess að þurfa að velta vöngum yfir uppsetningu eða tengingum. Henni er ætlað að verða eins og hvert annað heimil- istæki og í framtíðinni verður hún líklega innbyggð til að mynda í sjónvörp.“ Scharstein leggur áherslu á að innan fyrirtækja sé bandbreiddin yfirleitt ekki vandamál og þau eigi örugglega eftir að taka nettölvunni vel og nota innranet fyrirtækisins með ódýrum nettölvum. „Mér finnst líklegt að fólk eigi eftir að fá net- tölvur innbyggðar í sjónvarpstæki eða ókeypis frá fyrirtækjum sem vilja selja þjónustu á alnetinu. Al- mennur markaður á eftir að skipta meginmáli þegar fram líður, enda er það markaður fyrir tugmilljónir tölva á meðan fyrirtækjamark- aðurinn tekur kannski við milljón tölvum eða svo. Því að hafa miðlægan netþjón fylgja margir kostir, ekki síst sá að allt viðhald hugbúnaðar er auð- veldara, öryggi gagna er tryggara en ef menn eru að geyma þau hver fyrir sig, kerfið er ódýrara í uppsetningu, nettölvurnar, eða útstöðvarnar, hafa lengri líftíma en einkatölvur og svo mætti lengi telja. Mörgum finnst þetta án efa skref afturábak, en áður fyrr, á Nettölvur verða kynntar á veg- um Oracle í haust, þar á meðal á íslandi, en Scharstein leggur áherslu á að fyrirtækið hyggist ekki framleiða eða selja vélbúnað- inn, nettölvur, sjálft. „Segja má að við séum að selja hugmynd, hugmynd sem á eftir að hafa áhrif á það hvernig fyrirtæki eiga eftir að starfa í framtíðinni og það er nokkuð sem við höfum alltaf gert. Forstjóri Oracle, Larry Ellison, er hugsjónamaður, hann fær hug- mynd og fylgir henni eftir til enda. Það hefur skilað fyrirtækinu mikl- um hagnaði og velgengni og með- al annars fyrir þá sök má segja að við séum hálfu öðru ári að minnsta kosti á undan keppinaut- unum og búnir að leysa ílest þau vandamál sem þeir eru að glíma við í dag. Netþjónn okkar hefur ýmislegt fram að færa sem aðrir hafa ekki enn náð, til að mynda í verslun á netinu, öryggismálum og fleira mætti telja.“ InnbratS", öryggis- og brunaksrfl ELFA-GRIPO ein mest seldu öryggiskerfin í Evrópu. Samþykkt af viðurkenndum prófunarstofnunum og fjarskiptaeftirliti rikisins. Mjög hagstætt verð. Kapalkerfi frá kr. 11.610. Þráðlaus kerfi frá kr. 22.050. Úrval aukahluta: Reykskynjarar, sírenur, símhringibúnaður, fjarstillingar. Ódýr og örugg heimilisvernd. Tæknileg ráðgjöf - auðvelt í uppsetningu. I KK önar SSS | FarestveÉt&Co.hf. Borgartúni 28 • Símar 562 2901 og 562 2900 Söluumboð Akureyri: LJósgJafinn Tekist á um einkaleyfi Arnold Freilich ÞRÓUN tækni og búnað- ar er kostnaðarsöm og því ekki nema von að menn vilji fá eitthvað fyrir sinn snúð; fá einkaleyfi á bún- aði eða hugmynd nógu lengi til að ná inn þróun- arkostnaði og ríflega það. Oftar en ekki eru menn aftur á móti ósammála um það hver var fyrstur með hugmynd eða lausn og iðulega lenda slík mál fyrir dómstólum. Vestur í Bandaríkjun- um takast lögmenn nú á um það hvort bandarískt smáfyrirtæki hafi einka- rétt á gagnaflutningi um símalínur. Fyrirtækið E-Data, sem er í eigu íjármála- spekúlantsins Arnolds Freilichs, sem var dæmd- ur fyrir hlutabréfasvindl 1978, heldur því fram að fyrir þrettán árum hafi uppfinningamaðurinn Charles C. Freeny fengið einka- leyfi á hugmynd um flutning á tölvugögnum um símalínur. Freilich eignaðist einkaleyfi Freen- ys upp úr 1990 og stofnaði E-Data til þess að ná inn fé út á það. Að sögn BusinessWeek hafa ýmis stórfýrirtæki eins og IBM og , Adobe samið við Freilich um að ' greiða fyrir afnnotarétt af hug- myndinni, enda kostar það þau mun minna er dýr málssókn. Smærri fyrirtæki vilja aftur á móti ekki beygja sig undir það ok og hafa nú bundist samtökum um að höfða ógildingarmál til að hnekkja einkaleyfinu á þeirri forsendu að tæknin hafi almennt verið þekkt löngu áður en einkaleyfið var veitt og benda á máli sínu til stuðnings á fyrir- tækið Telephone Softw- are Connection sem bauð áskrifendum að sækja hugbúnað í Apple II tölv- ur um símalínur þegar árið 1980. Að sögn Busi- nessWeek er næsta víst að Freilich muni tapa málinu, en blaðið bendir á að enn séu margir end- ar lausir í einkaleyfismál- um; þegar hafi verið veitt nærfellt 30.000 einkaleyfí sem snerta tölvutækni og mörg þeirra veitt á svip- aðan hátt og það sem cjeilt er um, því einkaleyf- isstofur hafi hvorki aðstöðu né mannskap til að tryggja að ekki sé verið/að veita einkaleyfi á lausn sem þegar sé til. Það íer þvj' óhætt að gera ráð fyrir stórauknum umsvifum einka- leyfislögmanna sem eiga eftir að maka krókinn, en ýmsir óttast að þetta verði framþróun fjötur um fót. ■MEÐ AL helstu ástæðnaþess að alnetsstaðlar Iögðu undir sig sam- skiptaheiminn er að þeir eru svo- kallaðir opnir staðlar. Lengi hafa menn reyndar deilt um hvenær staðlar geti kallast opnir, en fyrir skemmstu greip Microsoft til þess ráðs að skipta um nafn á OLE- tækni sinni, útfæra hana frekar og kalla ActiveX. Til að gera Act- iveX að opnum staðli hefur fyrir- tækið síðan gripið til ýmissa ráð- stafana og á morgun hefst vestur í Bandaríkjunum fyrsti fundur þeirra aðila sem lýst hafa yfir stuðningi við staðalinn, en mark- mið fundarins er að koma af stað því ferli að ActiveX breytist úr Windows staðli sem er í eigu Mic- rosoft í opinn staðal sem er óbund- inn vélbúnaði. í fyllingu tímans verður staðallinn siðan afhentur óháðri stofnun sem tryggja mun viðgang hans og þróun. ■ÖRG J ÖRV AFR AMLEIÐ AND- INN National Semiconductor hef- ur lýst þeirri ætlan sinni að setja á markað x86-örgjörva sem verð- ur með Java-stýrikerfi Sun, Java- OS, innbyggt. Orgjörvinn, sem kallast NS486 og er 32 bita, mun styðja Java-stýrikerfi það sem undirfyrirtæki Sun, SunSoft, er með í smíðum og er ætlað að auka hraða Java-forrita, þar á meðal í nettölvum. Samkvæmt fréttum frá National Semic- onductor kemur örgjörvinn á markað á næsta ári, en um það leyti á JavaOS að líta dagsins ljós. c € G « C C I í í

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.