Morgunblaðið - 29.09.1996, Side 8

Morgunblaðið - 29.09.1996, Side 8
8 E SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR ■EITT AF sérkennum banda- rísku t eiknimyndahetjunnar Dick Tracy var farsimi sem komst fyr- ir í armbandsúri. Upp frá því hafa fjölmargir spreytt sig á álíka úri en engum tekist. Þá var það að japanska símafyrirtækið NTT ákvað að leggja fé í slíka hönnum og afraksturinn leit dagsins ljós fyrir skemmstu. Sím- ann þann má nota sem armband- úr, enda er NÝR firðsími NTT sem sæk- ir innblástur til Dick Tracy. hann örsmár og ekki nema 70 grömm að þyngd. Not- andinn hringir með því að segja simanum hvert eigi að hringja, en raf- hlaða og loft- net eru inn- byggð í ólina. NTT-menn eru enn að endur- bæta símann UERRLDRRUEFURINN og lýstu því yfir fyrir skemmstu að 1988 verði komin á markað svo öflug rafhlaða að nota megi símann með GSM-símakerfi. Ann- að fyrirtæki, að þessu sinni bandarískt, telur sig hafa fundið lausn á farsimamálum og þá án þess að hendurnar séu bundnar. Fyrirtækið, Aural Communicati- ons, hefur hannað síma sem er i tveimur hlutum og er annar hlut- inn heyrnartól með örmjóum armi til að tala í. Hinn hlutinn er svo eiginlegur sendir sem bor- inn er í vasanum, en hann sendir upplýsingar í heyrnartólið smáa með segulbylgjum og eyðir fyrir vikið mun minna rafmagni en ef útvarpsbylgjur væru notaðar. Að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins eru fyrstu fjöldaframleiddu tækin væntanleg á næsta ári, en þeir segja símann smáa ekki síst hugs- aðan sem staðgengil fyrir firð- síma á heimilum og skrifstofum. ■KANADÍSKA hugbúnaðarfyr- irtækið Corel lætur ekki deigan síga og sækir nú fram í alnets- búnaði. Síðsumars samdi það við JavaSoft, undirfyrirtæki Sun, og hefur fengið leyfi til að nota Java Virtual Machine, sem Corel hyggst fella inn í CorelDraw 7, Corel Ventura og WordPerfect, en með því móti geta þessir hug- búnaðarpakkar keyrt Javaforrit. Að auki hyggst Corel smíða Java- skoðara sem gerir kleift að keyra forrit til reynslu og breyta ef þarf. ■NÝ VÍSINDASTOFNUN í Was- hington hefur lagt inn pöntun á öflugustu IBM-tölvu sem sett hef- ur verið saman. Tölvuna hyggst stofnunin nota til rannsókna í kjarneðlisfræði og til að leita lausna á mengunarmálum. Tölv- an er RS/6000 Scalable POW- ERparalIel og þegar uppsetningu hennar verður lokið á næsta ári keyrir hún 472 örgjörva og vinnslugetan er áætluð ríflega 200 GigaFlop. Uppáhalds- handavinnan íslendinqar hafa tekið alnetinu oq veraldarvefnum vel oq þeqar eiqum við ýmsar vefsíður sem þykja með )ví besta sem sést ó vefnum, þar ó meðal vefsíður tímaritsins lceland Review ó slóðinni http://www.centrum.is/icerev/.index.html. Vefari hjó lce- land Review heitir Elín Jónsdóttir oq hún seqist hafa hellt sér út í tölvurnar ó sínum tíma til að daqa ekki uppi eins oq hvert annað nótttröll með ritvél. ELÍN Jónsdóttir vefari hjá Iceland Review í vinnunni. ELÍN segir að fyrstu tölvurnar hafi komið á ritstjórn Iceland Review árið 1986. „Þær voru nú lítið meira en ritvéiar og voru notaðar sem slíkar,“ segir Elín. „Ein „ofurtölva" var þó keypt líka, með 20mb hörð- um diski - en hinar höfðu enga harða diska. Ég fór fljótlega að fikta við þessi tæki, bæði vegna þess að í starfí mínu sem framleiðslustjóri var gott að geta notað tölvu, og svo komst ég fljótt að því að mér fannst svolítið spennandi að eiga við þær. Ég fór að leika mér við að slá inn allskonar upplýsingar sem komu mér að gagni í vinnunni, eins og efnisyfírlit Iceland Review aftur í tímann, skrár yfír auglýsingar í blöð- unum og þessháttar.“ Tölvuótti er vel þekkt fyrirbæri, sérstaklega hjá fólki sem þegar hefur mótað sér vinnuháttu þegar tölvurnar koma til sögunnar. Elín segist þó aldrei hafa skilið slíkan ótta, tölvur sér bara vélar. „Ætli þetta sé ekki bara afsökun hjá fólki, það er miklu auðveldara að segja „ég get ekki, ég kann ekki“ í stað- inn fyrir „ég nenni ekki, ég vil ekki“ - eða einfaldlega, „ég hef ekki áhuga“,“ segir Elín ákveðin. Engin sérstök menntun Elín segist ekki hafa búið yfir neinni sérstakri menntun sem hafi auðveldað henni að skilja tölvur eða ná tökum á þeim; „ég tók stúdents- próf frá öldungadeild MH árið 1978, og fór svo í ensku og almenna bók- menntafræði í Háskólanum," segir hún og blasir við að slíkt nám er ekki beint hagnýtt fyrir tölvunar- fræðin. „Ég lærði mest með því að fikta mikið, en ég hef líka farið á mörg mjög gagnleg námskeið. Tæknibreytingar í útgáfustarf- semi hafa verið miklar frá því ég hóf störf hjá Iceland Review haust- ið 1978 og ég áttaði mig á því að ef ég reyndi ekki að fylgjast með yrði ég fljótlega lítils virði á vinnu- markaði. Svo uppgötvaði ég líka Premium PC Besfu kaupin í tölvu í dagl Turnkassi Pentium 133 örgjörvi 16MB EDO minni 1280MB diskur 2MB PCI S3 skjákort 8 hraða CD-drif Soundblaster 16VE 10W Hátalarar 15" hágæða litaskjár Lyklaborð og mús Windows 95 uppsett Aðeins kr. 144.900 stgr. Digital á íslandi Vatnagarðar 14-104 Reykjavík Sími 533-5050 - Fax 533-5060 að ég hef mjög gaman af að „leika“ mér á tölvu. Ég viðurkenni meira að segja að ég fer oft í tölvuleiki heima hjá mér. Ekki þó bardaga- leiki, heldur leiki á borð við gamla, góða Tetris. Mér finnst líka geysi- lega gaman að prófa mig áfram með hin og þessi forrit. Ég er alsæl ef ég kemst yfir nýtt forrit. Þessa dagana er ég mjög upptekin af Photoshop. Ég er samt enginn sér- fræðingur, bara fiktari - og ég ber afskaplega mikla virðingu fyrir öll- um tölvugúrúum og forriturum. Ég hef ekki átt neitt við forritun sjálf, það er eitt af því sem ég get vel hugsað mér að læra.“ svo til daglega. Svo flakka ég líka oft um af einni síðu á aðra og bara skoða. Slík ferðalög eru miklir tíma- þjófar því ég á það til að gleyma mér algjörlega. Einnig sæki ég mér hugbúnað og allskonar gagnlegar upplýsingar, bæði varðandi vefsíðu- gerð og allt mögulegt annað. Ég nota líka tölvupóst mikið, ég hef eignast marga góða vini sem ég skrifast reglulega á við, og ég kíki líka stundum inn á spjallrásirnar. Svo er ég á ýmsum póstlistum, t.d. um vefsíðugerð, um páfagauka og á einum brandaralista. Stöðugt fleiri heimsóknir Mikil PC-manneskja Elín segist alltaf hafa verið mik- il PC-manneskja, sé með Tulip 486 margmiðlunarvél heima, en á skrif- stofunni vinnur hún á Power Mac- intosh. „Nú orðið finn ég lítinn mun á því við hvora vélina ég sit. Forritin sem ég nota mest eru það samhæfð að ég get mjög auðveldlega tekið vinnuna með mér heim án nokkurra vandkvæða. Það kemur oft fyrir að ég sendi sjálfri mér verkefni heim í tölvupósti, ef mér tekst ekki að klára þau í vinnunni eða vil Ijúka þeim í næði,“ segir Elín og fer ekki á milli mála að hún er tengd við umheiminn að heiman, segist reyndar nota vefínn geysilega mik- ið. „Þetta er aðal áhugamálið eins og er og ég er alveg hætt að snerta á nokkurri annarri handavinnu. Það er langskemmtilegast að „vefa“ netsíður." Inn á vefinn segist Elín sækja allt mögulegt, en bætir við að hún sé fréttafíkill. „Ég skoða síðurnar hjá öllum stærstu fréttamiðlunum Elín segir að útgáfa Iceland Re- view á netinu gangi hratt og vel fyrir sig þó hún verði seint sjálfvirk. „Blaðamenn Iceland Review skrifa fréttirnar á morgnana, og síðan tek ég við þeim, breyti í HTML-skjöl og sendi inn á vefinn okkar. Þetta er svona klukkutíma- törn hjá mér - fréttirnar fara inn klukkan 11 á morgnana. Síðan fylgja þessu auðvitað mikil sam- skipti við lesendur fréttanna - þeir eru duglegir að senda okkur tölvu- póst með ýmiskonar fyrirspurnum.“ Elín segir að heimsóknum inn á vef Iceland Review fjölgi stöðugt og sjálfsagt hafi viðurkenningarnar sem þau hafa fengið fyrir útlit síðn- anna eitthvað að segja. „Að jafnaði lesa um það bil 5-600 manns frétt- irnar á hveijum degi. Fréttaþjónust- an er ókeypis, en auglýsingatekjur fara vaxandi. Miðað við þá vinnu sem við leggjum í þetta þá gengur dæmið upp. Það eru ýmsar hug- myndir á döfinni um breytingar og viðbætur, en þetta verður allt að haldast í hendur, vinnuframlagið má ekki fara fram úr tekjunum.“ IBM hleypti einkatölvubylting- unni af stokkunum, en fataðist svo flugið og önnur fyrirtæki hrifsuðu af risanum markaðs- hlutdeild og frumkvæði í tækni- málum. Hægt og bítandi hafa IBM-liðar sótt í sig veðrið og undanfarið hefur fyrirtækið fengið fyrirtaks dóma fyrir tölv- ur sína, sérstaklega fyrir fistölv- urnar, en borðtölvunum hefur einnig verið vel tekið. Fyrir stuttu kom á markað frá IBM ný lína sem kallast Aptiva og Flaggskip frá IBM þykir um margt vel heppnuð fyr- ir útlit og þægindi í uppsetingu. Flaggskipið í þeirri röð er IBM Aptiva 392 turntölva sem er með 200 MHz Pentium örgjörva, 16 Mb vinnsluminni, 2 Gb harðan disk, 2 Mb skjákort með 3D skjá- Elín segir að útgáfa Iceland Revi- ew á vefnum hafi farið smátt af stað, en hún hafi þegar heillast af miðlinum. „Þegar við fengum al- netstengingu og ég fór að skoða þetta fyrirbæri, áttaði ég mig á að þetta var eitt af því skemmtilegasta sem ég hafði nokkurntíma kynnst. Ég varð fljótt forfallin og fór að prófa mig áfram við að gera vef fyrir Iceland Review; byrjaði á að setja inn allar útgáfur forlagsins, tímarit og bækur, ásamt pöntunar- og áskriftarformum. í apríl 1995 ákváðu svo forráðamenn útgáfunn- ar að setja inn daglegar fréttir til að fjölga heimsóknum á vefinn. Svo hefur þetta aukist smátt og smátt, æ meira af efni tímaritanna fer inn, og við erum með ýmislegt fleira til sölu, svo sem boli og geisla- diska. Ég sé líka um vef tímaritsins Tölvuheims, sem við hleyptum af stokkunum á síðasta ári, en fengum svo öðrum í hendur í vor.“ Vefurinn kemur aldrei í staðinn fyrir prentað mál Það er i tísku að spá því að ver- aldarvefurinn gangi af prentmáli dauðu, en Elín tekur ekki undir það. „Ég sé ekki að vefurinn komi nokkurn tímann í staðinn fyrir prentað mál - ekki frekar en útvarp- ið og sjónvarpið gerðu það. Ég les mikið af tímaritum og bókum, og það er þægilegast að gera í góðum hægindastól eða uppí rúmi - ekki fyrir framan skjá. Veftímarit eru annars eðils, eiginlega allt annar hlutur. Þau eiga ekkert að vera að reyna að vera skjáútgáfur af papp- irsmiðlum. Þetta er bara hrein við- bót við allt sem er í boði, fólk velur og hafnar í þessum efnum eins og öðrum.“ hraðii, IBM G70 17“ lággeisla lit- askjá, IBM MWave margmiðluna- rörgjörva, síma, símsvara, sím- bréfstæki og alnetssíma, 8 hraða geisladrif, 16 bita SB hljóðkort, 40 w hátalara og bassabox, hljóð- nema og MPEG-stuðning. Til við- bótar við vélbúnaðinn er Windows 95 og grúi leikja og forrita, þar á meðal kennslufor- rit fyrir óvana tölvunotendur, teikniforrit, MS Works 4.0, Enc- ‘arta, Netscape 2.0 Mech Warrior II og svo mætti lengi telja. i í í (

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.