Morgunblaðið - 29.09.1996, Page 10

Morgunblaðið - 29.09.1996, Page 10
10 E SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Besti nafnamiðlarinn Því hefur verið haldið fram að íslensk hugbúnaðarfyrirtæki geti helst náð inn ó heimsmarkað með því að vera hugmyndarík og fljótari til en risarnir. Menn og mýs heitir lítið hugbúnaðarfyrirtæki í Tæknigarði sem slegið hefur Apple risanum við í þróun ó nafnamiðlara fyrir Macintosh-tölvur. Aðstandendur Músa og manna í húsnæði fyrirtækisins í Tækni- garði. Frá vinstri: Sigurður Ragnarsson, Snorri Guðmundsson, Pétur Pétursson og Sigurður Ásgeirsson. MENN og mýs ehf. var stofnað árið 1990 vegna þróunar á Stund- vísi, forriti fyrir skólastjórnendur. Helstu verkefni fyrirtækisins í dag eru QuickDNS, nafnamiðlari fyrir Macintosh tölvur og Stundvísi, upplýsingakerfi fyrir skóla (Mac- intosh og Windows). QuickDNS er nær emgöngu dreift erlendis en Stundvísi alfarið innanlands. Menn og mýs ehf. er í eigu tveggja tölvunarfræðinga frá Akureyri, Jóns Georgs Aðalsteins- sonar og Péturs Péturssonar. Hjá fyrirtækinu starfa einnig Sigurður Asgeirsson (forritari), Sigurður Iijgi Ragnarsson (forritari) og Snorri Guðmundsson (markaðs- fræðingur). Fyrir tveimur árum hóf fyrirtækið sókn inn á erlenda niarkaði. Fyrst fór í dreifingu deili- hugbúnaðurinn (e. shareware) Desktop Strip. Skráðir notendur að Desktop Strip eru um 1.500 en ætla má að a.m.k. tíu sinnum fleiri noti forritið. Þriggja mánaða verkefni tók átján mánuði Pétur Pétursson segir að í apríl 1995 hafi vinna hafist við smíði á nafnamiðlara (e. Domain Name Server) fyrir Macintosh tölvur. „Einkatölvur (Windows/Macint- osh) voru þá byijaðar að hasla sér völl sem alnetsmiðlarar, en nafna- miðlara vantaði fyrir Macintosh tölvur. Við áætluðum að það tæki ekki nema þijá mánuði að setja saman slíkan miðlara og slógum því til. í febrúar sl. létum við frá okkur fyrstu útgáfu forritsins og nú í september dreifum við fyrsta fullbúna nafnamiðlaranum sem fáanlegur er fyrir Macintosh tölv- ur. Þriggja mánaða verkefnið tók því átján mánuði. Útkoman er hins vegar hraðvirkasti og besti nafn- amiðlarinn fyrir Macintosh tölv- ur.“ Pétur segir að helsti keppinaut- ur fyrirtækisins sé stórfyrirtækið Apple Computer, Inc., framleið- andi Macintosh tölvanna. „Þeir hófu smíði á sínum nafnamiðlara, MacDNS, um svipað leyti og við en eru ekki tilbúnir með fullbúna útgáfu. í janúar sl. hófu þeir tak- markaða dreifingu á ófullgerðri útgáfu af MacDNS og í maí fóru þeir að dreifa forritinu án endur- gjalds. Okkar forrit hafði þá öðl- ast sess á markaðnum sem hrað- virkur og áreiðanlegur nafnamiðl- ari og seldist áfram, þrátt fyrir samkeppnina frá Apple.“ Góð umfjöllun í MacWEEK Góð umfjöllun í tímaritinu MacWEEK hefur hjálpað Mönnum og músum mikið til við sölu á for- ritinu, að sögn Péturs. „Alls eru u.þ.b. 1.200 eintök af QuickDNS í notkun í dag og við ættum brátt að ná 1% markaðshlutdeild í nafna- miðlurum á alnetinu. Við höfum þegar selt QuickDNS vítt og breitt um heiminn og tekjur fyrirtækisins koma orðið að mestu frá útlöndum. Helstu markaðssvæði fyrir Qu- ickDNS eru Bandaríkin og Japan en sala innanlands er um 0,2%. Það kemur til með að styrkja sölu forritsins í Japan að í næsta mán- uði fer í dreifingu jap- önsk útgáfa forritsins í samvinnu við dreif- ingaraðila þar.“ Liður í markaðs- setningu QuickDNS er að Menn og mýs komu sér upp eigin netþjóni í Bandaríkj- unum og Pétur segir að það auki rekstraröryggið og gefi hraðvirk- ari miðlun upplýsinga til erlendra viðskiptavina. „Bandbreidd er of dýr og rekstraröryggi alnetsins hér heima er óviðunandi. Það besta sem stjórnvöld gætu gert fyrir upplýsingaiðnaðinn væri að opna trausta „upplýsingahraðbraut“ til annarra landa á viðráðanlegu verði. Hlutverk stjórnvalda er að leggja „vegi“ en ekki að sjá um aksturinn á þeim. Einokunartil- burðir ríkisfyrirtækisins Pósts og síma hf. gefa manni ekki góðar vonir um framhaldið." Einskonar símstöðvar fyrir alnetið Spurður um tilgang QuickDNS segir Pétur að nafnamiðlarar séu einskonar símstöðvar fyrir alnetið. „Tölva sem tengd er við alnetið á sér nafn og númer. Nafnamiðlar- arnir sjá um að breyta nöfnum í númer og númerum í nöfn fyrir notendur netsins. Nafnamiðlarar koma á sambandi milli tölva en annast ekki samskiptin að öðru leyti. Þetta hljómar e.t.v. einfalt en er frekar flókið í fram- kvæmd. Tenging fyrirtækja við alnetið krefst m.a. nafna-, vef- og póst- miðlara. Nafnamiðlarar hafa lítið breyst síðustu 25 árin. Lengst af voru þeir eingöngu til fyrir stærri og dýrari tölvur (t.d. UNIX) en krafa dagsins í dag er að þessi forrit vinni á ódýrum einkatölvum. Við lásum okkur til um það hvern- ig nafnamiðlarar eiga að vinna og smíðuðum QuickDNS." Að sögn Péturs stendur Macint- osh tölvan ágætlega að vígi sem alnetsmiðlari „og QuickDNS hefur tvímælalaust styrkt stöðu hennar enn frekar. QuickDNS stenst allan samanburð við nafnamiðlara fyrir önnur stýrikerfi“. Alnetið veitir einstakt tækifæri Menn og mýs fást við ýmislegt annað en nafnamiðlara, því Pétur segir að fyrirtækið þrói forritið Stundvísi fyrir skóla landsins og fáist einnig við þýðingar á hugbún- aði. „Auk þess að sækja fram á við með QuickDNS erum við að velta fyrir okkur nokkrum nýjum hugmyndum. Við skrifum fyrst og fremst forrit sem hægt er að selja, sama hvað stýrikerfið heitir.“ Eins og áður er getið hafa Menn og mýs nýtt sér alnetið og Pétur segir að á alnetinu skipti stærð fyrirtækisins ekki máli. „Með lít- illi fyrirhöfn getum við sett upp vefsíður sem standast samanburð við vefsíður þúsundfalt stærri hug- búnaðarfyrirtækja. Okkar við- skiptavinir sjá aldrei annað af fyr- irtækinu en vefsíðurnar. Staðsetn- ing fyrirtækisins skiptir heldur ekki máli, þar eð alnetið er heimur út af fyrir sig. Alnetið veitir því íslenskum hugbúnaðarfyrirtækj- um einstakt tækifæri til sóknar á erlenda markaði." Alnetið veitir því íslenskum hugbúnaðarfyr- irtækjum ein- stakt tækifæri til sóknará er- lenda markaði. Þarftu að endurnýja? Tíminn er afstæður þegar bækur eru annars vegar. Sumar verða sígildar á meðan aðrar rykfalla í gleymsku. Þekkingarleitin hefst hjá okkur í nútima bókaverslun með fjölbreytt úrval fræðibóka, handbóka og timarita. Auk þess er sérpöntunar- þjónusta okkar í tengslum við yfir 5.000 bókaforlög viðs vegar um heiminn. Þú getur pantað bækur í verslun okkar, eða beint af heimasíðunni http://www.centrum.is/unibooks bók/aia. AúóerdK Við Hringbraut • 101 Rvk. Sími 561-5961 Fax 562-0256 http://www.centrum.is/unibooks/ JAVA-forritunarmálið frá Sun setti allt á annan endann í tölvu- heiminum á síðasta ári og sér ekki fyrir endann á þeirri þróun. Það hefur margt sér til ágætis, meðal annars það að Java-forrit keyra á nánast öllum tölvum, enda hafa allir framleiðendur stýrikerfa skuldbundið sig til þess að styðja það á sínum vettvangi. Þannig eru menn ekki bundnir af því hvaða vélar og stýrikerfi þeir velja sem þróunarumhverfi; geta sem hæg- ast valið þá vél sem hentar eða býður uppá besta umhverfið með þeirri vissu að forritin eiga eftir að ganga á hvaða gerð sem er. Fyrir stuttu kom út frá bandaríska fyrirtækinu Metrowerks þróunar- umhverfi fyrir Java forritun sem kennir um leið að forrita í Java. Metrowerks er meðal annars þekkt fyrir CodeWarrior þróunar- tól sín fyrir Macintosh sem ætluð eru forriturum sem eru ýmist að semja fyrir Makka eða PC sam- hæfðar tölvur. í hveijum Code- Warrior pakka fylgir sérsniðið þró- unarumhverfi sem nota má við hvaða forritssmíði sem er; hvort sem samið er fyrir Makka, Pésa eða BeBox, en hægur leikur er að sníða umhverfið að þörfum hvers verkefnis með því að bæta við það einingum sem fylgja. Einn- Java kennsla á geisladisk ISrn FRÉTTIR míM ■PRENTARAR verða sífellt ódýrari og þannig kosta leysi- eða bleksprautuprentarar, sem seld- ust á 40—50.000 kr. á síðasta ári, ekki nema 15—20.000 krónur nú. Fyrir vikið eru prentarar að verða jafnalmenn eign og einka- tölvur, enda má segja að það standi ekki lengur í nokkrum tölvueiganda að kaupa sér líka prentara. Prentaraframleiðendur eru og mjög kátir þessa dagana og sjá fram á mikla hagnað- araukningu í framtíðinni því smám saman hefur prentara- markaður breyst í rekstrarvöru- markað, þ.e. aðalhagnaður fyrir- tækjanna felst í því að selja vörur sem þarf til að reka prentara, blekhylki, prentduft, pappír og álíka. Álagning á prentara er mjög lág vegna harðrar sam- keppni, en aftur á móti má hagn- ast vel á bleki og dufti, því þar getur álagning hæglega farið í 70% frá framleiðanda. Nú er svo komið hjá helsta prentarafram- leiðanda heims, Hewlett Packard, að rekstrarvörur fyrir prentara eru 12% af áætluðum hagnaði fyrirtækisins á þessu ári, 50% aukning frá því fyrir þremur árum. Sagan hermir að frammá- maður fyrirtækisins hafi svarað því til þegar hamast var að honum fyrir hátt verð á dufthylkjum: „Við setjum það upp sem markað- urinn þolir!" ■MIKLAR sviptingar eru í vænd- um á einkatölvumarkaði vestur í Bandaríkjunum í haust. Bæði er að ráðsettir framleiðendur herða samkeppni sín á milli með alls kyns aukahlutum og svo að ýmis fyrirtæki stefna inn á þennan markað af fullum þunga. Þannig hefur Toshiba, sem unnið hefur sér orð fyrir afbragðs fistölvur og reyndar verið brautryðjandi á því sviði, sent frá sér fyrstu borð- tölvurnar. Á fistölvumarkaðnum er líka nóg að gerast því Hitachi og Fujistsu stefna inn á Banda- ríkjamarkað, en síðarnefnda fyr- irtækið hefur náð góðum árangri í fistölvusölu í Japan. Toshiba hyggst leggja áherslu á fylgihluti í borðtölvum sínum og lítur þá til DVD-tækninnar sem fyrirtækið tók drjúgan þátt í að þróa. Annað fyrirtæki, sem ekki hefur sent frá sér einkatölvur áður, er Sony sem kynnti í vor fyrstu borðtölvurnar. Sony hyggst leggja höfuðáherslu á hljóð- og myndvinnslugetu sinna tölva. Þeir sem fyrir eru á mark- aðnum taka þessu ekki þegjandi, því þeir hlaða aukabúnaði í tölvur sínar sem mest þeir mega. Þannig hyggst Hewlett Packard láta lit- skanna fylgja einni tölvugerð sinni, Acer hefur símtól innbyggt í tölvuna og svo mætti lengi telja. ig eru C og C++ þýðendur í pakk- anum, sem skila tölvukóða fyrir 68K Makka, PowerPC Makka, Win32/x86, þ.e. hvaða Windows- tölvu sem er, svo framarlega sem hún styður Win32, Magic Cap umhverfi og Be stýrikerfið, Object Pascal þýðandi og Java þýðandi sem skilar Java kóða. Grúi verkfæra Grúi verkfæra annarra og tóla fylgir pakkanum, en í sérstakri útgáfu af CodeWarrior, Discover Programming with Java, er einnig að finna ýmislegt sértækt kennslu- efni fyrir Java forritun, þar á meðal allan texta bókarinnar Le- arn Java on the Macintosh. Ymis- legt kennsluefni annað er á diskn- um tengt Java-forritun og sérstök tól til að létta þá vinnu. Treknet hefur umboð fyrir Metrowerks á íslandi og dreifir hugbúnaði fyrirtækisins. Frekari upplýsingar má finna á slóðinni http://www.treknet.is/ en Code- Warrior gerir þær kröfur til vél- búnaðar að í tölvunni sé MC68020, MC68030 eða MC68040 örgjörvi eða PowerPC, 8 Mb innra minni, Kerfi 7.1 eða yngra og geisladrif. Þó þetta séu lágmarkskröfur er mælt með MC68040 örgjörva eða PowerPC og 16 Mb innra minni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.