Morgunblaðið - 29.09.1996, Side 11

Morgunblaðið - 29.09.1996, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1996 E 11 Kort í tölvu- tæku formi AÐAL TÖLVUTÆKNI er að fást við upplýsingar og vinna úr þeim og skiptir þá litlu um hvaða upp- lýsingar er að ræða, hvort sem eru tölfræðilegar staðreyndir eða kort, eða þá að steypa þessu tvennu saman eins og gert er í landupplýs- ingakerfisbúnaði þeim sem Sam- sýn er með umboð fyrir og flestar opinberar stofnanir og mörg stór- fyrirtæki hafa notað með góðum árangri. Óskar J. Óskarsson hjá Samsýn ehf., sem er með umboð fyrir ESRI Arclnfo, segir að 1986 hafi menn hjá mælingadeild borgar- verkfræðings rætt um leiðir til að koma kortum í tölvutækt form, því þau úreldast svo fljótt og einn- ig til að auðvelda upplýsinga- vinnslu. „Ég starfaði þá hjá KOS að selja Digital tölvur og þeir leit- uðu þangað eftir aðstoð við að finna hugbúnað. Ég var í sam- bandi við McDonnell Douglas og GPS-kerfi frá því fyrirtæki var fengið til reynslu í tvö ár. Það þótti ekki henta og því var leitað að öðru kerfi og fyrir valinu varð GIS- eða landupplýsingakerfi. Niðurstaðan varð síðan sú að keypt var kerfí frá Bandaríkjun- um, svonefnt ESRI-kerfí. Það var sett upp 1989 og keyptur vélbún- aður, sem var mjög dýr. í dag er þetta kerfi keyrt á PC-samhæfð- um tölvum og byggir allt á opnum stöðlum. Upplýsingar liggja á bak við kortin Munurinn á landupplýsingakerfí og korti, sem teiknað er í hvaða tölvu sem er, er að í þessu kerfí liggja upplýsingar á bak við kort- in,“ segir Ólafur og nefnir dæmi um fyrirtæki eins og Domino’s Pizza hér á landi sem fékk kort yfír sitt svæði með öllum húsum á svæðinu og húsnúmerum, „Ár- bæjarsafn notar þetta kerfí til að fylgjast með brúnsteini til að geta tekið hann þegar götur eru teknar upp, Sjálfsbjörg lét teikna inn á hvar þarf að bæta aðgengi fatl- aðra, umferðardeild borgarverk- fræðings notar kerfið til að fylgj- ast með „svörtum blettum" í um- ferðinni og svo má lengi telja,“ segir Óskar, en einnig nefnir hann að Slökkvilið Reykjavíkur noti landupplýsingarkerfíð með góðum árangri, á það séu skráðar allar helstu leiðir aukinheldur sem þar séu vitanlega öll hús í Reykjavík með götunúmerum, staðsetning HNITUf-U) Bygn 4 gðgœm UIXR IMateUailUvSiLaaatnbi. Hfr. J.SMM VNNID1ARCVIEW SPATIAL ANAI.YST KORT af Reykjavík þar sem sjá má íbúaþéttleika. brunahana, húsateikningar, skrá yfir spilliefni eða eldfim. Þegar tilkynnning berst um eldsvoða þeysa slökkviliðsmenn af stað og á sama tíma eru slegnar inn í tölvu upplýsingar um staðsetningu brunans. Tölvan varpar síðan á skjáinn öllum þeim upplýsingum sem komið geta að gagni. Þess má geta að nýting á ArcView í Reykjavík hefur verið framleið- andanum og seljendum tölvubún- aðar, Hewlett Packard, dijúgt til- efni auglýsinga og kynninga, enda þykir það sanna í eitt skipti fyrir öll notagildið og hagræðið. Ný útgáfa Ólafur segir að þjónusta Sam- sýnar felist helst í því að menn geti leitað til fyrirtækisins og fengið kort yfír afmarkaða þætti, ýmist eftir gagnagrunnum sem liggja hjá fyrirtækinu eða gagna- grunnum frá öðrum. Kort Samsýnar eru gerð í Arc- View GIS hugbúnaði, en ný út- gáfa var kynnt fýrr á árinu og í henni eru ýmsar endurbætur, þar á meðal nýtt viðmót sem gefur kost á að bæta við sértækum for- ritsbútum eftir þörfum, gagna- vinnsla er mjög endurbætt og einnig teiknitól, aukinheldur serh fleiri útlitsmöguleikar gefast fyrir viðkomandi kort. Verð: 38.000 kr. m.vsk HP DeskJet 820 Cxi Tæknilegar upplýsingar: Prenthraði: alit að 6,5 blaðsíður á mín. í sv/hv, allt að 4 blaðsíður á mín. i lit. Prentar undir Microsoft Windows (95, 3.1). 600x600 dpi í sv/hv. 600x300 dpi í lit. C-REt tækni og Color Smart sem hámarkar litagæðin. 'H h uet ju ^Jdewfett ^acLard meót heypti prentari í liei Einmitt það sem mig va er Sterkustu rökin fyrir að kaupa HP DeskJet 820 Cxi prentara færðu þegar þú berð hann saman við aðra prentara. Prentaðu i lit eða svart/hvítu á venjulegt Ijósritunarblað með HP 820 Cxi prentaranum - þú veist um Leið að hann er rétti prentarinn! Prófaðu síðan að prenta sama skjalið á sambærilegan pappír með öðrum prentara. Þegar þú berð saman gæði, prenthraða og rekstrarkostnaó verður þér Ijóst að HP 820 Cxi prentarinn á í reynd engan keppinaut. Gerðu kröfur -HP DeskJet 820 Cxi uppfyUir þær! Viðurkenndir sölu- og þjónustuaðilar ------------------------------- eimi HEWLETT PACKARD © AC0, Skipholti 17, s. 562 7333 aco BOÐEIND Boðeind, Mörkinni 6, s. 588 2061 Heimilistæki hf Tæknival Einar 3. Skúlason, Grensásvegi 10, s. 563 3000 Heimilistæki, Sætúni 8, s. 569 1500 Tæknival, Skeifunni 17, s. 550 4000 Upplýsingatækni, Ármúla 7, s. 550 9090 HP býður glæsilegt úrvaí af bleksprautuprenturum allt frá 20.000 kr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.