Morgunblaðið - 29.09.1996, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1996 E 19
Nýjungar í
þrívíddargrafík
ONNO ehf. er nýlegt fyrirtæki sem
sérhæfir sig í CAD, þrívíddargrafík
og myndbandsvinnslu. Eigendurnir,
Rúnar Unnþórsson og Þórður
Magnússon, eru að ljúka námi i
vélaverkfræði og hafa unnið við
tölvugrafík í nokkur ár með skóla.
Þeir Rúnar og Þórður segja að
stafseminni megi skipta í þrjú meg-
insvið: Sölu á vél- og hugbúnaði
tengdum CAD, grafík og mynd-
bandsvinnslu, kennslu og þjónusta
við vél- og hugbúnað og vinnslu á
verkefnum í CAD, þrívíddargrafík
og myndbandsvinnslu.
Þeir félagar segjast leggja mesta
áherslu um þessar mundir á teikni-
forritið 3DStudio MAX, sem er
nýjasta útgáfa 3DStudio forrits frá
Autodesk sem yfir 65.000 eintök
hafa selst af. Að sögn þeirra er
Autodesk 4. stærsti hugbúnað-
arframleiðandi í heimi og framleiðir
meðal annars AutoCad teikniforrit-
ið, sem mikið er notað hér á landi,
og þess vegna er auðvelt að flytja
teikningar frá AutoCad yfir í 3D-
Studio MAX.
Skrifað upp á nýtt
Að sögn þeirra félaga hefur 3D-
Studio MAX verið skrifað upp á
nýtt frá grunni fyrir 32bita vinnslu
í Windows 95/NT umhverfi sem
gerir það mjög hraðvirkt. „Til þess
að vinna á 3DStudio MAX þarf PC
tölvu, helst hraðvirka Pentium eða
Pentium Pro með a.m.k. 32 mb
vinnsluminni, skjákorti/skjá með
amk. 800x600x256 upplausn, mús
og geisladrifi. Það er því ljóst að
ekki þarf að kaupa sérstaka tölvu
til að nota 3DStudio MAX, hún
nýtist vel í öðrum forritum eins og
Photoshop, Office95, o.fl.“
Þeir segja að sé 3DStudio MAX
keyrt á Windows NT geti það nýtt
sér fleiri en einn örgjörva séu þeir
til staðar. Hægt er og að nota aðr-
ar nettengdar vélar til þess að vinna
myndaramma (render) án þess að
kaupa annað leyfi af 3DStudio
MAX. Allt að 10.000 vélar geta
hjálpast að við sama verkefnið, þá
sér ein vél um að skipta milli þeirra
myndarömmum. Vélarnar þurfa
ekki að vera á sama stað, hægt er
að stjórna þessu öllu yfir alnetið
(TCP/IP).
Öll vinnsla í sama
gluggaviðmóti
Öll vinnsla fer fram í sama
gluggaviðmóti, þ.e. ekki eru lengur
5 aðskilin forrit eins og í 3DStudio
4. „í 3DStudio MAX er bæði hægt
að byggja módel og búa til myndir
af þeim, þ.e. hér er um heildarlausn
að ræða í einum pakka,“ segja þeir
og bæta við að auðvelt og fljótlegt
sé að ná tökum á vinnsluumhverfinu
þar sem það er algerlega Windows
samhæft og einnig séu handbæk-
urnar sem fylgja forritinu mjög
góðar. „Forritið er stöðulaust
(modeless) og sjást allar breytingar
um leið og þær eru slegnar inn.
Ótakmarkað „undo“ tryggir að allt-
af er hægt að komast til baka og
breyta. Einnig er svokallaður að-
gerðahlaði (modifier stack) sem
geymir allar upplýsingar og aðgerð-
HUGBUNAÐUR
FYRIR WINDOWS
FRÁBÆR ÞJÓNUSTA
gl KERFISÞRÚUN HF.
Fákafeni 11 - Sími 568 8055
ir sem hafa verið gerðar á hveijum
hlut. Með hlaðanum er hægt er að
fara til baka og breyta einstökum
atriðum í sköpunarsögu hlutar og
þannig framkalla breytingar án
þess að þurfa að vinna allan hlutinn
upp á nýtt.“
Viðbætur og fleira
Til viðbótar því að selja 3D-
Studio MAX, hyggjast þeir ONNO-
menn einnig bjóða til sölu hinar
ýmsu viðbætur við 3DStudio sem
koma á markaðinn frá aðilum eins
og Digimation, Positron, o.fl. Einn-
'g hyggjast þeir selja búnað frá
Digital Processing Systems sem er
fyrirtæki sem sérhæfir sig í búnaði
fyrir sjónvarpsvinnslu. Meðai þess
sem það framleiðir er Perception
myndbandsvinnslukort. Á Percepti-
on kortinu er SCSI stýring sem við
eru tengdir hraðvirkir SCSI diskar
og þurfa myndgögnin því ekki að
fara í gegnum örgjörvann og PCI
gagnabrautina til þess að komast
út á myndbandstækið. Þetta þýðir
að hægt er að spila efnið hiklaust
út þótt verið sé að vinna í öðru á
vélinni. Um það bii 4 mínútur af
myndefni í sjónvarpsupplausn og
fullum útsendingargæðum komast
fyrir á 1 gb af diskplássi.
Með því að bæta við svokölluðu
„capture" korti er síðan mögulegt
að taka inn myndefni af mynd-
bandstæki og vinna síðan með það
á Perception kortinu. Perception
kortið, eins og allar vörur frá DPS,
uppfyllir Pal B/G CCIR-624 staðal-
inn um myndgæði og er fyllilega
hæft í atvinnu myndbandsvinnslu
Þrívíddarmynd sem unnin er í 3DStudio MAX-forritinu.
að sögn þeirra félaga.
Onno hyggst einnig selja hug-
búnað frá IrnSync, sem er hugbún-
aðarfyrirtæki sem býr til forrit fyr-
ir klippivinnslu á tölvu. „Helsta
söluvara fyrirtækisins er er Speed
Razor Mach III (SR) forritið," segja
þeir og bæta við að SR geti notað
beint það skráaform sem notað er
á Perception kortinu og vinnur
bæði á PC og Alpha tölvum.
Þeir félag klykkja út með að
ONNO ehf. muni sýna m.a. 3D-
Studio MAX, Perception, Speed
Razor á „Prentmessu“ 96.
S. 588-3338/f. 588-3132
INTERNET
X.400 INMARSAT
I SKÍMA tengir tölvupóstkerfi fyrirtækja viö
INTERNET, INMARSAT og X.400
| SKÍMA býöur fyrirtækjum nettengingar viö
INTERNET
I SKÍMA býður fyrirtækjum hönnun og vistun
heimasíðna á INTERNET
cc:Mail
DaVinci
Lotus Notes
'MHS
MS Mail
OpenMail
Öryggi Hraði Sparttaður Hagræðing
Margmiðlunartölva
Reiknaðu dæmið til enda
Eínstakt tækifæri til að eignast öfluga More tölvu og Microsoft Office Pro /
mmm^m
100 Mhz örgjörvi
16MB vinnsluminni.
8 hraða geisladrif
Powerpoint.
15" ViewSonic litaskjár
---850MB harður diskur
Excel
Þú færð líka:
Word 6.
Schedule.
• Ofluga hátalara
• Windows 95 stýrikerfi
á geisladiskum
• Músarmottu
• 10 vinsæla leiki
Access
Windows 95
samhæft lyklaborð
__Þriggja hnappa mús
Ífcal t l lafc.lli.bfc.lklt l | | lfc?.» HFWljt
iww\ J
Ein með öllu! kr. 189.900,-
eða kr. 152.530,- án vsk. Verðlistaverð á þessum búnaði er kr. 288.780,-
Kynntu þér möguleika ISDN BOÐEIND
ViewSonic issgg
Hlnrkiimi ti • Sfmi HNN 21161 • l’av 588 2062
Nctrang: bo(l(Mn(l@mmcilia.is