Morgunblaðið - 29.09.1996, Síða 30

Morgunblaðið - 29.09.1996, Síða 30
30 E SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ HOPUINNUKERFI Framtíðin byggist á hóp- vinnulausnum í umfjöllum um innranetiö hafg menn verið gjarnir á að bera það saman við Lotus Notes oq annan hópvinnubúnað oq því stillt upp sem keppinaut hópvinnukerfa og þá sér- stakleqa Lotus Notes sem hefur haft afqerandi forystu í hefðbundnum hópvinnukerfum. Stefán Hrafnkels- son hjó Marqmiðlun hf. hefur ókveðna skoðun ó þessu oq segir að framtíðin feli ekki í sér ókvörðun um að nota hópvinnukerfi eða innranet. Þjónustubeiðni Margmlfthm hí J þarf fylla át Nafit sa} ~~ E-Mt«i j\ Pynrhdö: j Sími II Málc&ii jf Meguanál: !S FRÉTTIR mS ■NETSÍMI er vinsælt fyrirbæri, enda geta þeir sem slíkan „síma“ nota talað milli landa á innan- bæjartaxta. Einhvern veginn er því þó þannig farið að netsími, sem krefst tölvu á hvorum enda símtalsins, hefur ekki orðið eins vinsæll og margir hefðu vænst, meðal annars fyrir þá sök að til þess að nota hann þarf viðkom- andi tölva að vera tengd síma- kerfinu stanslaust og alltaf í gangi; það vantar eitthvert app- arat eins og venjulegan síma sem lætur vita ef einhver er að hringja í viðkomandi og tengir tölvuna símakerfinu. Bandarískt fyrirtæki, IDT, hefur fundið lausn á þeim vanda og býður þá þjónustu að sá sem hringja vill í aðra tölvu um netsíma bein- ir hringingunni til IDT og IDT beinir símtalinu inn á venjulega símalínu þar sem það verður eins og hvert annað símtal. Þetta gerir því að verkum að einungis er þörf fyrir tölvu á öðrum enda símtalsins. Að vísu kostar þetta lítillega meira en ef tölvurnar eru tvær, því IDT vill fá eitthvað fyrir sinn snúð, en forsvarsmenn fyrirtækisins, sem hefur haslað sér völl í end- urhringiþjónustu, eru þess full- vissir að á næsta ári muni um fimm milljónir manna nota net- síma að staðaldri. ■Þ AÐ ÞYKIR saga til næsta bæjar að örgjörvaframleiðand- inn Intel ætlar að blanda sé í nettölvuslaginn þó óbeint. sé. Þannig hefur Intel lýstþví yfir í vikunni að fyrirtækið hygðist framleiða einfalda og ódýra tölvu í lokuðum kassa, þ.e. ekki verður ætlast til þess að kaup- andinn sé að fikta í innviðum tölvunnar. Örgjörvi í tölvunni nýju, sem kemur á markað á næsta ári að sögn fyrirtækisins, kallast Klamath og er endurbætt útgáfa af P6 örgjörva. Þrátt fyr- ir að í tölvunni verði ekkert disklingadrif og lítill harður diskur leggja Intel-menn áherslu á að ekki sé um að ræða eigin- lega nettölvu því þeir segja nett- ölvur aðeins heimskar útstöðvar en tölvan nýja falli alls ekki í þann flokk. Fleiri framleiðendur hafa og farið þá leið að hafa tölvuna í lokuðum kassa og því ekki á færi almennra notenda að bæta við til að mynda netkort- um eða aukaminni. Þannig kynntu Toshiba og Compaq slík- ar vélar fyrir skemmstu og segja þær ætlaðar til heimbrúks. Benda framleiðendur á að líkt eigi að vera farið með tölvur og hvert annað rafmagnstæki sem fólki dettur ekki i hug krukka í sjálft. STEFÁN segir sitt mat að framtíð- in byggist miklu frekar á því að nýta hópvinnulausnir sem nota al- netssamskiptastaðla. „Framtíðin er því hópvinnukerfi og innranetið en ekki hópvinnukerfi eða innranetið." Stefán segir hópvinnukerfi fyrst og fremst byggjast á: Öryggi, speglun gagna, þróunarumhverfi, hlutageymslu, skilaboðaflæði og vinnuflæði. „Þróunarumhverfið, hlutageymslan og vinnuflæðið eru þættir þar sem hópvinnukerfi hafa forskot á lausnir sem byggjast á alnetinu. Hefðbundin hópvinnukerfi leggja áherslu á lausnir en sam- skiptaþátturinn er oftar en ekki svartur kassi sem byggist ekki á opinni lausn, heldur sérhæfðri lausn sem framleiðandi hópvinnuhugbún- aðarins ræður yfir. Alnetið er aftur á móti í sjálfu sér lítið annað en samansafn sam- skiptastaðla sem menn hafa komið sér saman um að nota. Ofan á þessa samskiptastaðla hefur síðan þróast hugbúnaður sem nýtir sér sam- skiptastaðlana til að tala saman. Póstkerfi og vefrýnir eru dæmi um slíkan hugbúnað. Sjálfur lít ég ekki á þennan hugbúnað sem hluta af alnetinu, heldur sem lausnir sem byggjast á alnetssamskiptastöðlum. Slíkar lausnir hafa vissulega getu til að þróast í öflugar hópvinnu- lausnir eins og mörg dæmi sanna. Tískuorðið innranet er í sjálfu sér lítið frábrugðið alnetinu. Innranetið byggist á sömu samskiptastöðlum og alnetið og notar sömu lausnir. Mismunurinn liggur fyrst og fremst í því að alnetið er víðnet og opið öllum, en innranetið er „lokað“ fyr- irtækjanet, og opið aðeins völdum hópi notenda sem oftar en ekkí samanstendur af einu fyrirtæki og hugsanlega samstarfsfyrirtækjum og viðskiptavinum. Oftast er innra- netið tengt alnetinu með skilrúmi sem hleypir aðeins völdum sam- skiptastöðlum milli netanna, s.s. pósti.“ Alnetið sem hornsteinn hópvinnulausna Stefán segir að undanfarin miss- eri hefur alnetið náð þvílíkum vin- sældum að óhætt sé að segja að það eigi sér ekki keppinaut lengur. „Þessir opnu samskiptastaðlar hafa hrist af sér keppinauta eins og Microsoft Network og Lotus Notes sem dreymdi um að ná yfirráðum á alheimsvíðneti. í dag keppast fyr- irtæki við að staðla sinar netlausnir að alnetinu og uppskera ríkulega í opnu umhverfi sem leiðir af sér ódýrari búnað. Hvort sem mönnum líkar betur eða verr á það hópvinnu- kerfi sem ekki byggist á alnetssam- skiptastöðlum sér erfitt uppdráttar í framtíðinni. Það má segja að orr- ustunni um alheimsviðnetsstaðal sé lokið. Hópvinnukerfi sem ætla sér að vera með í baráttunni eru nauð- beygð að byggja sín samskipti nær alfarið á alnetssamskipastöðlum, því ella leita viðskiptavinir annað. Næsta orrusta mun snúast um hóp- vinnulausnir sem byggja á alnetss- amskiptastöðlum. Margir munu taka þátt í þessari orrustu og ljóst að ótvíræður sigur verður langsótt- ur. Hins vegar er það mat Margmiðl- unar að hefðbundin hópvinnukerfi séu skrefinu framar en lausnir sem byggja á alnetinu. Tiltölulega ein- falt er að skipta um samskipta- staðla miðað við að byggja heil- steypt hópvinnukerfí. Hefðbundin hópvinnukerfi ættu því að geta nýtt sér slikt með því að bregðast fyrr við þessum breyttu aðstæðum.“ Lotus Notes á alnetinu Stefán segir að eldri útgáfur af Notes hafi lítið tengst alnetinu. Hægt var að fá póstgátt til að varpa Notes pósti yfir í alnetspóst og til baka. Hins vegar var gáttin dýr og erfið í rekstri. „Með útgáfu 4.0 sem kom á markað í byijun ársins var ljóst að tenging við alnetið var ein af helstu hönnunarforsendum. Not- es biðlari nýttist sem vefrýnir og hægt var að taka við fréttahópum inn í Notes gagnagrunna og nýta sér textaleitareiginleika Notes til einfaldari aðgangs að fréttum. Speglun gagna gat nú átt sér stað yfir alnetið í stað þess að notast við langlínusímtöl. Á svipuðum tíma kom einnig hliðarkerfi sem leyfði flutning gagna úr Notes gagna- grunni beint yfir á vefsíður (web publishing). Hins vegar var gamla póstgáttin notuð áfram og ljóst að rauntímatenging við gögn var æski- leg í stað reglubundins flutnings í fastar vefsíður. Þessa dagana er síðan verið að taka tvö mikilvæg skref til viðbót- ar. Fyrra skrefið er að virkja Lotus Notes miðlara í vefmiðlara sem gerir flutning Notes forrita yfir á vefinn spurningu um uppsetningu. Þetta þýðir að þróunarumhverfi Lotus Notes er orðið þróunarum- hverfi fyrir vefinn og notendur Notes forrita geta notað vefrýni ef þeir kjósa slíkt. Síðara skrefið er að láta alnets- póstgáttina fylgja með sem staðal- búnað með miðlaranum. Segja má að þetta skref sé staðfesting á því sem lengi hefur verið vitað, þ.e. að fyrirtæki þurfa aðeins að geta sent og móttekið alnetspóst til að hafa samskipti við umheiminn. Gáttun annarra póststaðla er vandamál þeirra sem þá nota sem fækkar hratt. En Lotus Notes lætur ekki þar við sitja, heldur býður öryggi í gagnaflutningum yfir alnetið sé bæði sendandi og móttakandi með Lotus Notes. Útfærslan byggist á leyfi frá bandaríska ríkinu. Nota má lengri lykil en hinn umrædda 40 bita lykil sem er ekki öruggur, gegn því að láta af hendi lykil sem afbrenglar gögnin niður í 40 bita. bandaríska ríkið getur því afbrengl- að gögnin á einfaldan hátt en aðrir ekki. Af framansögðu má vera ljóst að margir kostir koma til greina hjá fyrirtæki sem stendur frammi fyrir því að vilja nýta sér hópvinnu- lausnir á alnetinu/innraneti. Það fer bæði eftir eðli verkefnisins og því umhverfi sem fyrirtækið vinnur í hvaða kostur er vænstur. Umhverf- isþátturinn vegur oft þungt og kall- ar hann á mismunandi lausnir eftir því hvort fyrirtæki byggir alla sína vinnslu á mótuðum gögnum (SQL) eða ómótuðum gögnum (skjöl) ann- ars vegar og hins vegar hvort um- hverfið byggist á Microsoft, IBM eða Unix.“ Stefán Hrafnkelsson segir að engin ein leið, aðferð eða umhverfi sé best fyrir fyrirtæki til að flytja sína upplýsingamiðlun yfir á alnet- ið. „Besti valkosturinn er oftar en ekki háður núverandi umhverfi og verkefni og oft óljóst hvernig er hagkvæmast að útfæra tiltekna lausn. Það er mikilvægt að skoða fleiri en einn möguleika t.d. með því að bjóða út verk, eða finna sam- starfsaðila sem er tilbúinn að gera frumsmíð fyrir fast verð og fram- haldið einnig eftir að umfang kem- ur í ljós. í slíku tilfelli má leita fyr- ir sér annars staðar reynist endan- legt tilboð of hátt.“ Samkeppni fyrir nemendur á öllum skólastigum Hönnun kennsluforrita og margmiðlunarefnis í tilefni af „Ári símenntunar" auglýsir Rannsóknaþjónusta Háskólans fyrir hönd framkvæmdastjórnar ESB samkeppni um gerð fræðsluefnis á sviði hugbúnaðar eða margmiðlunarefnis. Um er að ræða tvo flokka: 1. nemendur í grunnskóla eða framhaldsskóla geta lagt fram handrit eða líkan að margmiðlunarhugbúnaði. 2. nemendur í stofnunum sem veita þjálfun í margmiðlun (þ.m.t. á háskólastigi) geta lagt fram fullgert margmiðlunarefni eða -líkön. Verkefni má leggja fram af einstaklingum, eða nemendahópum, mögulega undir leiðsögn kennara. Hver stofnun sem tekur þátt, má aðeins leggja ffam eitt verkefni. Umsóknir verða fyrst metnar hér á landi og þrjár umsóknir í hvomm flokki em sendar áfram til framkvæmdastjómarinnar. Umsóknum ber að skila til Rannsóknaþjónustu Háskólans, Dunhaga 5,107 Reykjavík. fyrir 11. október 1996. Nánari upplýsingar má fá á vefsíðu http://www.ithj.hi.is/simennt/keppni.htm, og hjá Rannsóknaþjónustu Háskólans í síma 525 4900. Ný útgáfa af QuickTime FYRR Á þessu ári kynnti Apple nýjustu gerð af hreyfimyndahug- búnaðarsniði sínu, Quick Time, sem rennir stoðum undir þá full- yrðingu Makkavina að það sé enn í fararbroddi myndvinnslu. Nýj- asta útgáfan, sem heitir Quick Time 2.5, styður alla helstu staðla tölvumynda. Quick Time er upphaflega ætl- að fyrir Macintosh-samhæfðar tölvur en náði snemma miklum vinsældum á meðal PC-vina einn- ig og segja má að það sé að verða álíka staðall í þeim heimi og það er fyrir Makka. Meðal nýjunga í Quick Time 2.5 er stuðningur við M-JPEG þjöppunarstaðalinn, en staðallinn sá hefur verið útfærður á mismunandi og ólíka vegu og fyrir vikið hafa menn iðulega rek- ist á að ekki er hægt að leyra M-JPEg skjöl í hvaða forriti sem er. Þessu stendur til að breyta, meðal annars fyrir tilstilli Apple og fleiri hugbúnaðarframleið- enda. Meðal annarra nýjunga í Quick Time 2.5 er að nú gengur það í ýmsum fjölörgjörvavélbúnaði, og QuikDraw 3D þrívíddarstaðal Apple, sem fyrirtækið reynir að koma á framfæri víðar. Einnig eru gerðar á hugbúnaðinum ýms- ar endurbætur sem snúa að hljóð- vinnslu, enda ætlunin að QuickT- ime verði einskonar staðall fyrir margmiðlunarvinnslu með hreyfi- myndir, hljóð og tónlist. Líkt og með fyrri útgáfur Qu- ickTime er nýjasta útgáfa ókeypis fyrir alla þá sem vilja á heimasíð- um Apple og víðar á netinu, en þeir sem hyggjast nota hugbúnað- inn í atvinnuskyni greiða fyrir afnot af honum. Heimasíða Apple er á slóðinni http://www.apple.com/

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.