Morgunblaðið - 01.10.1996, Síða 12

Morgunblaðið - 01.10.1996, Síða 12
12 B ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Verðskuldaður sigur Allir voru sammála um að Akumesingar hefðu verið betri í leiknum á sunnudag. Edwin Rögnvaldsson og Stef- án Stefánsson ræddu við ýmsa viðstadda að leik loknum. „SIGURINN var verðskuldaður," sagði Ásgeir Elíasson fyrrum landsliðsþjálfari eftir leikinn. „Ég held að pressan hafi verið meiri á KR-inga því Skagamenn þekkja hvað það er að vinna á meðan Vesturbæingar hafa verið að bíða í einhveija áratugi, en þeir hafa líka á móti sér að hafa spilað erfið- an leik í vikunni. Og ekki var betra fyrir þá hve völlurinn var erfiður. Þó að Skagamenn hafi þurft að blða í viku eftir leiknum er það þó betra. Annars voru Skagamenn lengi vel ekki að skapa sér hættu- leg færi þó að hætta hafi skapast í til dæmis hornspymum þeirra, en ég hefði viljað sjá KR-ingana spila boltanum meira. Þeir tóku ekki áhættu svo það lá í loftinu að Skagamenn myndu skora.“ Okkar langbesti lelkur „Þetta var frábært hjá okkur, gat ekki verið betra,“ sagði Bjarni Guðjónsson leikmaður IA. „Það gekk allt mjög vel enda spiluðum við okkar langbesta leik og langt er síðan ég hef spilað svona vel. Það var einnig samstaða hjá okkur kém FOLX ■ ÞAÐ gekk illa að ákveða hvort ÍA eða KR ætti að byrja með bolt- ann á sunnudaginn. Varpa varð hlutkesti þrívegis því peningurinn lenti uppá rönd í fyrstu tvö skipt- in, enda var völlurinn gljúpur og blautur. ■ SKAGAMENN voru að vonum kátir eftir leikinn og sungu lagið úr Iottó-auglýsingunni oft og lengi, en ÍA leikur í fatnaði og skóm frá fyrirtæki sem ber sama nafn, ít- alska íþróttavöruframleiðandanum Lotto. Sigursteinn Gíslason bætti síðan um betur og benti rétti- lega á að nú væri hann „tvöfald- ur“, fyrst ÍA hefði unnið bæði ís- landsmótið og bikarkeppnina. ■ DÓMARI leiksins, Guðmundur Stefán Maríasson, þurfti þrívegis að hnýta skóþveng sinn í leiknum. „Ég er nú aðallega feginn að ég skyldi vera í takkaskóm, því ann- ars hefði maður verið á hausnum allan leikinn," sagði Guðmundur. ■ HANN sagðist hafa undirbúið sig vel fyrir leikinn, farið snemma að sofa á laugardaginn og sofið vel. „Ég held ég sé nokkuð sáttur við frammistöðu mína í dag,“ sagði hann eftir leikinn. ■ ÞESS má geta að Guðmundur Stefán sagðist myndi leggja fót- boltaflautunni þegar hann kæmi heim og draga fram körfubolta- flautuna, en hann dæmir einnig í körfuknattleiknum. Næsta vor verður síðan skipt aftur. ■ ÓLAFUR Adolfsson sagði að leikurinn hefði verið erfiður. „Það er ekki á hveijum degi sem ég fæ sinadrátt í leik, en ég fann fyrir honum undir lokin,“ sagði Ólafur. um að taka báðar dollumar og nú var úrslitaleikur." Bjami sagðist hafa verið stressaður, „en það var ekki beint mikil pressa á okkur þessa viku, við höfum tekið góðar æfingar og nært okkur vel. Stemmningin á Akranesi hefur verið mjög góð en stuðningsmenn okkar voru hræddari en við um að tapa. Ég gat ekki séð að Evr- ópuleikurinn hafi haft áhrif á þá, við gerðum það sama og spiluðum okkar Evrópuleiki í miðju móti og þetta er bara hluti af þeirra tíma- bili.“ Sterkasta hliö Guöjóns að ná mönnum upp á taernar „Við höfðum engu að tapa. Það er búið að blása út í sumar að KR-ingar séu með sigurstrangleg- asta liðið svo að pressan var öll á þeim og að auki er sterkasta hlið Guðjóns þjálfara okkar að ná mönnum upp á tærnar fyrir mikil- væga leiki,“ sagði Ólafur Adolfs- son, sem skoraði fyrsta mark Skagamanna á sunnudaginn. „Við erum vanir þessu en stuðn- ingsmenn á Akranesi era búnir að vera á taugum alla vikuna," sagði Ólafur, spurður um hvort leikmenn hefðu verið óvenju spenntir fyrir leikinn. „Þegar leikurinn hófst sáust einnig strax þess merki að KR-ingar hefðu leikið Evrópuleik í vikunni áður og að þeir væra að ganga í gegnum það sama og við gerðum í sumar þegar álagið var sem mest á okkur. Það er mjög erfitt því ef menn eiga í vandræð- um er ekki tími til að laga neitt eða bæta úr göllum.“ Ætluðum ekki að bakka „Ég get ekki mikið sagt núna en það gengur bara betur næst,“ sagði Ásmundur Haraldsson leik- maður KR, sem stundar nám í Bandaríkjunum en kom sérstak- lega til landsins til að spila leikinn. „Okkur gekk ekki vel framan af en ef við hefðum haldið út fyrri hálfleikinn er aldrei að vita hvað hefði gerst. Við ætluðum ekki að bakka heldur spila okkar leik því það fer enginn í leik til að halda jöfnu. Þeir urðu að sækja en eins og við vorum að spila hlaut að koma að því að þeir skoraðu og þegar við náðum síðan að setja eitt mark sjálfir galopnast allt í vörninni og þeir skora fljótlega aftur,“ bætti Ásmundur við en hann hélt til Bandaríkjanna í gær. Líður ekki vel Ríkharður Daðason, sem skoraði eina mark KR í leiknum og tryggði sér markakóngstitil 1. deildar með Við getum engum um kennt hvernig fór nema okkur sjálf- um. Við lékum ekki eins og lagt var fyrir okkur,“ sagði Guðmundur Benediktsson vonsvikinn að leiks- lokum. „Það skipti sköpum," bætti hann svo við. „Það var lagt upp með það sama í farteskinu og fyrir aðra leiki - að veijast og reyna að skora. Þetta tókst ekki í dag, því miður." Guðmundur sagði að fyrsta markið rétt fyrir lok fyrri hálfleiks hafi verið hálfgildings rothögg en sér hafi fundist sem liðið hafi verið að rétta örlítið úr kútnum um það alls 14 mörk, var að vonum niður- dreginn í leikslok. „Mér líður nátt- úralega ekki vel. Þeir komust yfir með því að skora úr því sem þeir era sterkastir í - föstum leikatrið- um, sem við vissum að vora hættu- leg. Þegar við komumst aftur inn í leikinn, 2:1, tókum við áhættu enda ekki nema u.þ.b. tíu mínútur eftir og síðustu tvö mörkin hjá þeim skiptu engu máli. Ég er auð- vitað svekktur, en ég verð að óska Skagamönnum til hamingju. Þeir vora betri aðilinn í þessum leik,“ sagði markakóngurinn. Þriöja markiö gerði útslagið „Þetta var alveg frábært, gerist ekki betra. KR-ingamir gáfust nærri upp þegar við náðum tveggja marka forystu í stöðunni 2:0, en fengu svo vítamínsprautu þegar þeir skoraðu og minnkuðu muninn í 2:1. Þriðja markið okkar gerði að lokum útslagið og drap þá al- veg. Það var lykilmarkið," sagði leyti sem það minnkaði muninn í 2:1. Þá hafi hins vegar náðarhögg- ið komið. „Þá var þetta búið. Við tókum áhættu er Óskar [Þorvalds- son] var færður framar. Við það vorum við einum færri í vörninni og þeir nýttu sér það strax. En svona fór þetta og Skaga- menn áttu sigurinn fyllilega skilið og ég vil óska þeim til hamingju með meistaratitilinn." Skagamenn þekkja hvaö þarf „Við leyfðum þeim að þróa leik- inn sér í hag eins og þeir vildu,“ sagði Kristján Finnbogason, mark- Þórður Þórðarson, markvörður ný- krýndra íslandsmeistara, alsæll í leikslok. Stóðum saman þegar mest á reyndi Kári Steinn Reynisson lék mjög vel fyrir Skagamenn eftir að hann kom inná sem varamaður vegna meiðsla Haraldar Hinrikssonar þegar langt var liðið á fyrri hálf- leik. „Ég lagði mig allan í leikinn og það dugði sem betur fer. Ég hélt að við værum búnir að vinna þegar staðan var orðin 2:0, en efasemdir gerðu örlítið vart við sig þegar KR-ingarnir skoruðu. Við náðum samt að klára þetta og það var fyrst og fremst vegna þess að við stóðum allir saman þegar mest á reyndi," sagði Kári Steinn lafmóður eftir sigurhring- inn sem Skagamenn hlupu á áhorfendasvæðunum í kringum völlinn. vörður KR. „Þeir vora mikið sterk- ari en við í loftinu og þar lá einn meginmunur á þessum liðum í dag.“ Kristján sagði ennfremur að síðari umferð deildarkeppninar hefði ekki verið nægilega góð hjá KR og mörg stig tapast á klaufalegan hátt. „Þriðja markið var kjaftshögg, þá var þetta búið. Ég óska Skaga- mönnum til hamingju, þeir þekkja hvað þarf til að sigra og sýndu það að þessu sinni,“ sagði Kristján, en þess má geta að hann stóð í marki IA árin 1992 og 1993 er félagið varð Islandsmeistari, en skipti að því loknum á ný heim í vesturbæinn. Morgunblaðið/Ásdís ÓLAFUR Þórðarson, fyrlrllðl Akurneslnga, hampar íslands- blkarnum. Hann tók vlð honum þrlðja árlö f röð sem fyrlrllðl en þetta var flmmta sklpti í röð sem fyrirlið! Skagamanna tekur vlð þessum glæsllegan blkar að mótl loknu. Guðmundur Benediktsson eftirað Skagamenn fögnuðu sigri Lékum ekki eins og fyrir okkur var lagt Frændur marka- hæstir TVEIR markahæstu leik- menn 1. deildar; Ríkharður Daðason, sem gerði 14 mörk og Bjarni Guðjonsson, sem gerði 13 mörk, eru frændur og koma úr Vegamóta-ætt- inni. Þeir eru fjórmenningar. „Þetta er greinlega kott kyn. Það er eitthvað í genunum sem gerir þessa drengi mark- heppnari en aðra. Það er ekki bara æfingin," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA. Stuttur stans hjá Ásmundi ÁSMUNDUR Haraldsson, leikmaður KR-inga, kom frá Bandaríkj unum á sunnudags- morgun tíl að taka þátt í leiknum við ÍA. Hann fékk því lítinn tima til að undirbúa sig með liðinu því hann fór beint upp á Akranes. „Ég svaf ekki mikið, enda var ég á ferðalagi í alla nótt,“ sagði Ásmundur fyrir leikinn. Hann kom inn á sem vara- maður og lék í samtals 26 mínútur. Hann kom því langa leið til að leika þessar mínút- ur. Fimm í fimmta skipti FIMM leikmenn Akraness- liðsins hafa verið í meistara- liðinu siðustu fimm árin. Þetta eru þeir Ólafur Adolfs- son, Sigursteinn Gíslason, Alexander Högnason, Har- aldur Ingólfsson og Stur- laugur Haraldsson. Ólafur fyrirliði Þórðarson hefur verið með síðustu fjögur ár en fyrsta meistaraárið, 1992, lék hann í Noregi. Eyjamenn í Evrópu- keppni bikarhafa ÞAÐ réðist ekki fyrr en eftir að úrslit lágu Ijós fyrir á Akranesi á sunnudag, hvern- ig íslensku liðin raðast i Evr- ópukeppnina næsta keppnis- timabil. Nú er Ijóst að Akur- nesingar fara i Evrópukeppni meistaraliða. Liðið hefur, sem meistari, tekið þátt í UEFA-keppninni undanfarið, en reglunum verður breytt aftur á næsta ári, þannig að meistaralið allra landa kom- ast aftur sjálfkrafa í keppni meistaraliða. Vestmannaeyingar verða fulltrúar íslands i Evrópu- keppni bikarhafa, sem taplið í bikarúrslitum þar sem bik- armeistararnir urðu einnig íslandsmeistarar og KR-ing- ar fara í UEFA-keppnina vegna þess að þeir urðu í öðru sætí deildarinnar. Lið Leifturs frá Ólafsfirði verður fulltrúi Islands i Int- ertoto-keppninni svokölluðu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.