Morgunblaðið - 29.12.1996, Síða 4

Morgunblaðið - 29.12.1996, Síða 4
4 B SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Guðrúnu. Báðar eru uppkomnar og búsettar í Reykjavík. „Flest unga fólkið á staðnum fer til Reykjavíkur. Það er ekki hægt að segja að það sé hér uppgangur lengur, þvert á móti hefur allt heldur verið að dragast saman,“ segir Jón. Og til að kóróna allt saman, þá er það hermt ífréttum að Ægir vilji gleypa þorpið? „Ég er nú ekki hræddur við það. En það er satt, það var mikið um það rætt eigi alls fyrir löngu að sjórinn stefndi hraðbyri á Vík og innan einhverra ára hlyti sjórinn að gleypa þorpið. Það hefur nú sýnt sig síðan, að í einni átt sópast sandurinn í eina átt og í annarri átt sópast hann eitthvað annað. En þetta er ekki ástæðan fyrir því að uppbygging hefur verið lítil í Vík síðari árin. Astandið í efnahagslífinu hefur komið þar meira við sögu. Það er helst að eitthvað sé verið að reyna að hressa þorpið við með aukinni ferðaþjónustu. Nú á hún að bjarga öllu, og stóriðjan.“ En hvenærfórst þú fyrst að eiga við brúar- smíðar? „Ég var byijaður með pabba strax um fermingu, en árið 1972 var ég ráðinn til Vegagerðarinnar sem verkstjóri við brúar- smíðar. Þá var hringvegurinn mál málanna, það skyldi takast á við vötnin miklu þar eystra. Þetta var spennandi verkefni og gekk vel. Það voru þarna alls þrír brúar- vinnuflokkar auk j arðvinnuflokka og verkið var klárað á árunum 1972, ’73 og ’74. Fyrsta hlaupið kom síðan 1976 og stóðust mannvirkin eldraunina." Var reiknað með hlaupum á borð við þær ægilegu hamfarirsem voru á dögunum er brýrnar voru smíðaðar? „Þú verður nú að spyija hönnuðina að því, en best gæti ég trúað að menn hafí ekki leitt hugann að hamförum af þeirri stærðargráðu sem við sáum á dögunum." Hvernig tilfmning varþað aðhorfa á „brýrn- ar þínar" andspænis slíkum ægikrafti eins og síðasta hlaupi?“ „Ég veit ekki hvað skal segja, þetta var auðvitað alveg hrikalegt sjónarspil og mik- il spenna í loftinu að sjá hvernig mannvirk- in stæðu atganginn af sér. Ég spáði því alltaf að brúin yfir Gýgju myndi fara illa. Farvegur hennar er svo þröngur að lítið svigrúm er fyrir vatnið að breiða úr sér. Það verður að segjast eins og er, að útkom- an var ótrúlega hagstæð þótt spjöllin hafi verið mikil, því talið hafði verið að brýrnar myndu aldrei þola hlaup sem næði yfír 30.000 rúmmetrum á sekúndu. Hlaupið á dögunum fór hins vegar langt fram úr því, var allt að 45.000 rúmmetrar á sek- úndu, víst er það. Ég þakka það góðri hönnun að ekki fór verr. Þeir Einar Hafliða- son og Helgi Hallgrímsson hönnuðu þessi mannvirki á sínum tíma og hafa augljós- legagertþað vel. Vinnan við bráðabirgðaviðgerðirnar gekk einnig að óskum þrátt fyrir að veðrið væri lengi óheppilegt. Það var vel að verki stað- ið og heppilegt að hægt var að fá mikið efni úr gömlum brúm yfir Hrútá og Fjallsá. Við gátum safnað stálbitum saman úr ýms- um áttum, þetta gekk allt mjög greiðlega fyrir sig og okkur tókst að opna hringveg- inn aftur talsvert á undan áætlun." BREYTTIR TÍMAR Éggeri ráð fyrir að þú munir tímana tvenna í brúargerð? „Já, það er líklega óhætt að segja það. Þegar ég var að byija var engin tækni. Það var verið að bera hveija spýtu. Engir kran- ar eða aðrar stórvirkar vinnuvélar auk þess sem samgöngur voru allar stirðari en í dag. Það var fyrst og fremst tækjakostinum sem var ábótavant. Sú breyting sem orðið hefur endurspeglast kannski best í því, að á mín- um fyrstu árum voru brúarvinnuhóparnir skipaðir allt að 18 mönnum og búið var í tjaldbúðum, en nú til dags eru þetta 6-8 manna hópar sem búa í vel búnum húsum sem eru flutt til og frá. Það þótti gott að komast í þessa vinnu hér áður fyrr, skólastrákar sóttu það mjög fast og stemmningin var allt önnur en nú tíðkast, enda mynduðust mjög harðir kjarn- ar brúarvinnumanna. Þá fóru menn ekkert heim allar helgar. Það voru allt upp í 10 strákar sem héldu til á svæðinu þegar átti að heita frí. Menn tefldu og spiluðu á kvöld- in og stunduðu böllin um helgar. Athuguðu þá heimasæturnar á svæðinu. Þá fór sunnu- dagurinn gjarnan í að jafna sig, þannig að menn fóru oft ekki heim helgum saman._ Á kvöldin var gjarnan farið að veiða. Á þessum árum þótti það sjálfsagt ef veiðivon var í þeim ám sem brú var smíðuð yfir, að brúarvinnuflokkarnir veiddu þar eins og þeir vildu. Þetta er nú aflagt, enda breyttir tímar og allar fisksælar ár leigðar út og suður. Það var ekkert verið að veiða á stöng, heldur var dagskipunin ádráttur. Einu sinni vorum við að brúa Skaftá hjá Klaustri og síðasta veiðidaginn fórum við með net rétt þarna fyrir neðan og fengum 84 stóra sjó- birtinga. Ég stundaði talsvert veiðiskap upp úr þessu, veiddi helst á sjóbirtingsslóðum á Síðu. Nú orðið nenni ég þessu þó varla leng- ur. Já, það er óhætt að segja að stemmning- in í kringum þetta hafi breyst. Það var ákveðin ævintýrarómantík í þessu, en nú er öldin önnur. Nú kveða samningar svo á um, að eigi menn heima innan 250 kíló- metra frá vinnusvæðinu, þá hafa þeir leyfi til að fara heim allar helgar. Það gera menn nú óspart. Einu sinni, þegar ég var 17 ára peyi, leið heilt sumar að ég fór aðeins einu sinni heim. Að vísu voru samgöngur stirð- ari í þá daga, en samt er þetta til marks um breytta tíma.“ Þú hlýtur að hafa lent ísvaðilförum hvers konar á löngum ferli við brúarsmíðar? „Nei, ekki get ég sagt það.“ Nú? „Nei, minn ferill er langur og farsæll. Það kom aldrei neitt alvarlegt fyrir. Það kom kannski fyrir endrum og sinnum að menn voru að saga af sér fingur. Svo lenti einn brúarsmiðurinn í umferðarslysi, en það fór betur en á horfðist. Ég man ekki eftir öðru.“ Ætlarþú að segja mér að þú hafir aldrei fallið í ólgandi jökulelfu eða þurft að draga félaga úrslíku foraði á elleftu stundu?" „Ég hef einu sinni eða tvisvar dottið ofan í drullupolla við brúarstólpa, en tekist að koma mér á þurrt á eigin spýtur. Pollamir voru að vísu djúpir, en mér fannst ég ekki vera í lífshættu.“ Hvað ersvona heillandi við brúarsmíði? „Það var mikill ævintýraljómi yfir þessu á árum áður. Ævintýraþráin rak mig og fleiri út í þetta. Það er þannig með mig, að á vorin fer ég alltaf að iða í skinninu að komast út. Eg þrífst á útiveru, henni fylgir svo mikið frelsi. Mér hefur alltaf líkað þetta líf og ég var ekki hár í loftinu þegar mér var ljóst að innivinna myndi aldrei henta mér.“ AÐ SKOÐA HVERJA BRÚ Jón segist „eiga“ flestar brýr á Suður- landi og að handverk hans megi finna allt frá Kjósarskarði til Bessastaðaár á Héraði. í fyrra var hann að smíða brú yfir Selfljót á Héraði. Seinni árin, eftir að útboð færðust í aukana, má þó sjá eina og eina brú sem aðrir geta ritað á afrekaskrár sínar. Skyldi Jón Valmundsson hafa tölu á öllum þeim brúm sem hann hefur smíðað? „Nei, ekki get ég sagt það. Ég fór að hugsa út í þetta þegar ég heyrði viðtal við Jónas Gíslason brúarsmið. Hann var spurður hins sama. Hann vissi ekki töluna og voru þó liðin fimm ár frá því hann hann hætti störfum. Hann hafði haft fimm ár til að taka þetta saman. Ég held að pabbi hafi ekki vitað hvað hann smíðaði margar brýr, utan að þær voru margir tugir,“ svarar Jón. Heldur þú að þú eigir eftir að taka saman „þínar“ brýr? „Ég get ekki neitað því að ég hef gaman af að skoða brýr sem ég hef smíðað og konan mín segir reyndar að það sé varla hægt að ferðast með mér um landið því ég stoppi við og skoði hveija brú. Ég hefði mjög gaman af því að keyra um og mynda þær brýr sem ég hef smíðað og standa enn. Kannski að ég hafi tíma til þess áður en langt um líður, hver veit!“ segir Jón og bros- ir. En hvað tekurnú við? „Það er nú það. Ætli ég láti ekki hveijum degi nægja sína þjáningu. Ég verð í þessu starfi í tvö og hálft ár enn og hver veit nema ég þurfí bara alls ekkert að hugsa út í hvað tekur við!“ Það kemur ekki ævisaga? „Nei, ég held að það taki því ekki að vera að skrifa hana, allt hefur þetta gengið svo snurðulítið og farsællega fyrir sig.“ BRÚARGERÐ á Skeiðarársandi fyrr á tímum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.