Morgunblaðið - 29.12.1996, Page 6

Morgunblaðið - 29.12.1996, Page 6
6 B SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MANNLÍFSSTRAUMAR 1V1ATARLIST/Með eba án taktstrikaf Nú áríð er næstum liðiö! NÚ ÁRIÐ er liðið í aldanna skaut og víst er að það kemur ekki til baka. Margir horfa angistar- eða a.m.k. tregafullum augum ágamla árið hverfa inn í stjörnugeim Ríkis- sjónvarpsins á gamlárskvöld og klökkna þegar hið nýja ár nálgast óðfluga. Um leið finnst þeim þeir minntir á hvað tíminn líður hratt, að þeir hefðu nú ætlað að gera eitt og annað sem ekki komst í verk á gamla árinu og strengja þess nú heit að bæta úr því á nýja árinu með betri tíð og blóm í haga. Igamla daga sungu menn oft eftir nótum án taktsrika, t.a.m. mardrigala. Það varð að finna al- gjörlega inni í sér hina láréttu línu, takt og flæði tónlistarinnar án aðstoðar takt- strika. í dag eru færri sem geta sungið af blaði án taktstrika, mönn- um fínnst það a.m.k. yfirleitt óþægilegra. Með þessari samlík- ingu er ég að segja að árin séu eins konar takt- strik lífsins og þeirra vegna vill oft flæði núsins gleymast dálítið eða heftast. Fólk keppist við tím- ann; það verður að vera búið að gera ákveðna hluti fyrir ákveðinn tíma annars fer það á bömmer, í stað þess að leyfa öllu að eiga sinn stað og tíma eins og segir í Predik- aranum; „að gráta hefir sinn tíma og að hlæja hefir sinn tíma; að kveina hefir sinn tíma og að dansa hefir sinn tíma; að kasta steinum hefir sinn tíma og að safna saman steinum hefur sinn tíma“ o.s.frv. Best er því að sætta sig strax við það sem við ráðum engu um, þ. á m. tímann, að hann líði og við eldumst, því það er jafneðlilegt og það að við fæðumst, deyjum, elskum, sofum, borðum. Vel á minnst borðum! Það er við hæfi að ganga inn í næsta takt með tilhlaupi, trukki og dýfu og fagna vel og íengi líkt og Asterix og félagar í lok hverrar bókar, full- mikið e.t.v. að skammta eitt villi- svín á mann í veislunni þótt við séum mikil kjötþjóð og eins fá tónlistarmenn einnig vonandi að láta Ijós sitt skína víða á gamlárs- kvöld, en hljóta ekki sömu örlög og tónlistarmaðurinn í þeirra eftir Álfheiði Hönnu Friiriksdóttur UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN SMIÐJUVEGI 70, KÓP. • SlMI 564 4711 • FAX 564 4725 flokki lengst upp í tréð með bund- ið fyrir munninn. Kalkúnn er orð- inn vinsæll hátíðamatur hér á landi, siður sem kemur frá Banda- ríkjunum, hangikjötið er alltaf klassískt og gott, eins hryggur, reyktur og óreyktur, önd, gæs og ijúpur svo eitthvað sé nefnt. Ekki væri vitlaust að hafa fískmeti í aðalhlutverki á matborðinu á gamlárskvöld eftir allt kjötátið hjá flestum yfir jóladagana. Hvít- lauksristaður humar er til dæmis herramannsmatur. Ég er hér hins vegar með hugmynd að óvenjuleg- um og einstaklega frískandi rækjuforrétti. Rækju- og hrísgrjóna- fylltar appelsínur 6 appelsínur 1 bolli soðin hrísgijón 2 'A bolli rækjur _________’A bolli rúsínur____ 'h bolli möndluflögur Kryddlögur __________3 msk. ólífuolía_______ 1 msk. rauðvínsedik_____ ____________‘A tsk. salt_________ ____________‘A tsk. pipar________ 'A tsk. tímian Útbúið fyrst kryddlöginn, hrær- ið vel saman með gaffli öllu því sem í hana á að fara. Látið hann standa á köldum stað á meðan þið útbúið rækjukokteilinn. Skerið appelsínukjötið varlega innan úr appelsínuberkinum með greipald- inhníf. Skerið appelsínukjötið í Iitla teninga og setjið í skál. Blandið hrísgrjónunum, rækjunum, rúsín- unum og möndluflögunum saman við. Hellið kryddleginum rólega saman við og blandið öllu vel sam- an. Setjið skálina í kæli í 30 mín. Takið hana því næst úr kælinum og komið fyllingunni vel fyrir með skeið í appelsínuberkinum og berið fram. Drykkurinn hér að neðan er til- valinn sem fordrykkur eða skaup- drykkur fram eftir kvöldi. Hann inniheldur auk hvítvíns ávexti sem eru hollir, romm sem er ekki óhollt í hófi, því sykurreyrinn er úðaður mun minna en kornið sem fer í þið vitið held ég hvaða áfengi. Þessi uppskrift gerir tvo lítra. 6 appelsínur (alveg eins og í rækjuréttinum) ______________1 sítróna____________ 1 dós niðursoðinn ananas, u.þþ.b. 88 g 1 glas rauð kolteilber, u.þ.b. 120 g _________2-3 dl dökkt romm ________ _______2 flöskur þurrt hvítvín_____ 1. Kælið hvítvínið. Afhýðið þijár appelsínur, skerið í sneiðar og sneiðarnar í fernt. Leggið í stóra skál. 2. Pressið safann úr hinum appelsínunum og sítrónunni og hellið í skálina. Skerið ananasinn í bita og setjið út í, kokteilberin með leginum sömuleiðis. Þá romm- ið. 3. Kælið í að minnsta kosti hálf- tíma. Hvítvíninu er hellt út í rétt áður en bollan er borin fram. Gleðilegt ár! 5\ívié/^(\\V\V - Gœðavam Gjafavara — malar oq kafíislell. Allir veröflokkar. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Heimsfrægir.hönnuðir m.a. Gianni Versace. Umframeyðsl- anútítuimu á vakna menn upp eftir vel- lystingar jóladag- anna með gjöfum, mat og öllu tilheyr- andi. Allir ríflega mettir og vel haldnir. Þyrftu út að skokka af sér aukagrömmin fyrir næstu áfyllingu um helgina. Aftur gefst dagur fyrir áramótaáfyll- inguna. Og úti bíða sorphreins- unarmanna yfirfullar ruslatunn- ur af jólaafgöngum og offram- boði síðustu daga og vikna. Dagblöðin með þykkasta móti vegna bólgnunar á bráðnauð- synlegu efni og auglýsingum fyrir jól. Litskrúðugir auglýs- ingabækl- ingar fylltu alla póst- kassa, sem varð að tæma óaflát- anlega til rýma fyrir jólakortun- um. Nú allt orðið sorpu- matur. Og jóladagana hafa bæst við haugar af jólapappír og hvers kyns umbúðum úr plasti, pappa- kössum, pappírsservéttum og skrauti — að ótöldum haugum af matarafgöngum. Ofgnótt nútímasamfélagsins. Á jólum hafa 500 tonnin, sem sorphreinsunin þarf vikulega að losa Reykvíkinga við rækilega aukist. Flóir allt út yfir og verð- ur að losa borgina við það á aðeins tveimur virkum dögum, því nú eru stóru brandajól með fjölgun frídaga. Vaknar spurn- ingin hvort þetta sé nú allt bráð- nauðsynlegt. Hvort græðgin sé ekki full mikil í að kaupa, þegar svo mikið affall verður? Og hvort við höfum efni á því að bruðla í þessum mæli? Það sem ýfði upp þessar gár- ur voru ummæli í viðtali við Erlu Vilhjálmsdóttur eiganda Tékk-kristals: „Undanfarin ár hefur Erla lagt áherslu á að draga úr öllu bruðli innan fyrir- tækisins, pappírinn er endur- nýttur og pakkaskrautið sótt út í náttúruna. Hún segir að með þessu sparist geysilegar fjárhæðir og þótt þetta hafi ekki verið vinsælt í byijun finn- ist öllum það sjálfsagt núna.“ Þetta vakti sérstaka athygli — og aðdáun — af því margir virð- ast eins og hálfskammast sín fyrir að vera nýtnir og spara, kannski einkum þeir sem síst hafa efni á bruðli. Hræddir um vera taldir nískir. En fyrirtækið Tékk-krisall hefur á undanförn- um 25 árum einmitt með vörum sínum lagt sig fram um að fegra heimili landsmanna. Boðið upp á glæsivöru, sem ekkert á skylt við nísku. Enda segir Erla það fjarstæðu að það að fara vel með eigi nokkuð sameiginlegt með nísku. Sjálf var hún alin upp við nýtni og býr að því. Hjá Tékk-kristal hefur undanfarin fimm ár verið í gangi átak til nýtni, sem felst í því að nota allt sem til fellur aftur eða í annað. Það hefur gengið mjög vel, aldrei þó eins og síðastliðið ár, og sparað stórfjárhæðir. Starfsfólkið allt er samtaka um þetta, svo mjög að í boði fyrirtækisins setti það upp grínþátt um allt saman, klæddi sig í pappa og hengdi utan á sig alls kyns rusl. Allt sem kemur þarna inn utan um vörur er nýtt. Pappír og pappi er endurnýtt og notað aftur í umbúðir um vör- urnar og annað í skraut. Auðvitað væri einfaldast að veija glervöruna í nýjan bylgjupappír og kassa og henda innfluttum umbúðum, en það er ekki gert. í hálft annað ár hefur t.d. ekki eitt stykki af silkipappír í lit verið keypt í þessa verslun. Erla segir þess ekki þörf, þau hafi svo mikið af öðru fallegu. Áhugi starfs- fólksins er orðinn svo mikill að í sameiginlegum gönguferðum er meðferðis töng og poki ef sést eitthvað nýtilegt. Síðast var hin skemmtilegasta gönguferð í haustlitum október sl. og af- rakstrinum síðan fagnað í hest- húsi eigendanna. Erla segist með þessu hafa náð því marki að spara 50-60% í skreytingum og ætlar að gera betur. Hún kveður þetta bara spurningu um stjórnun: „Við flytjum inn alls kyns skraut fyrir milljónir í gjaldeyri, sem er hreinn óþarfi. Þar er mikið bruðl og umfram- eyðsla sem hvergi sér stað.“ Annars staðar í viðtalinu er haft eftir Erlu: „Ég sé lítinn mun á því að reka heimili og að reka fyrirtæki. Ef heimilið er vel rekið gengur það alveg jafn vel og þau fyrirtæki sem eru merkt hf.“ Kannski kjarni málsins. Hver og einn getur spurt sig þegar hann horfir út í útúrflóandi öskutunnuna sína hvort ekki hafi kannski verið óþarfi að kaupa svo mikið af öllu að afgangarnir fari út í tunnu. Og hvort allar þessar umbúðir og allt þetta plast sé ekki bara að kasta peningum í öskutunnuna. Kannski veldur það svolítilli velgju þegar hugs- að er til þessarar óhömdu græðgi, sem maður hefur skreytt sig með í fögnuði sínum yfir fæðingu frelsarans. Öll umframeyðslan á árinu sem er að kveðja er alla vega komin út á hauga og sést hvergi. Kannski væri ekki úr vegi að áramóta- heitið í þetta sinn verði að end- urnýta og nýta betur umbúðir og annað sem að berst á nýbyij- uðu ári. Ef samstaða næst á heimilinu getur þetta auk heil- mikils sparnaðar orðið hin besta skemmtun, þar sem hugmynda- flugið blómstrar. Mikil þátttaka myndi að auki spara okkur öllum borgarbúum verulegar upphæðir í sorphirðu og þá um leið í sköttum. Því miður hafa fróm heit „hinnar hagsýnu húsmóður" síður en svo skilað sér inn á borgarheim- ilið með forustukonum. Skattar borgarinnar hækka árlega þrátt fyrir auknar tekjur og aukaskattar teknir gegn um þjónustufyrirtækin með raf- magni, hita, skolplosun, strætisvögnum og bílgeymslum o.s.frv., en eigur seldar án þess að það fari í niðurgreiðslu á skuldum. Ekkert áramótaheit gæti víst unnið á næsta árs fjár- hagsáætlun. eftir Elínu Pálmadóttur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.