Morgunblaðið - 29.12.1996, Page 9

Morgunblaðið - 29.12.1996, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 1996 B 9 Þannig hafa hlutirnir yfirleitt gengið hjá mér,- tvöföld vinna og tvöfalt kaup. Það hefur forðað mér frá því að vera það sem kall- að er blankur. Voldgade. Amerísk áhrif voru mikil í Evrópu svo skömmu eftir stríð. Það kom m.a. fram í því, að menn létu klippa sig að hætti Ameríkana. Reynslan frá rakarastofunni í Eim- skip kom því að góðum notum, því ég var þaulvanur að klippa amer- íska hermenn. Það líkaði þeim, ungu herramönnunum í Kaup- mannahöfn. Þarna á rakarastofunni við Ráðhústorgið, kynntist ég ýms- um dönskum tónlistamönnum, sem auðvitað vildu tolla í tískunni og fá sér klippingu upp á amerískan móð. Þegar heim kom, í febrúar 1949, tók við hjónaband og áframhald- andi vinna á rakarastofunni í Eim- skip og svo auðvitað tónlistin. Nokkru síðar stofnaði ég svo rak- arastofu á Vesturgötu 48, í félagi við Hörð Þórarinsson. Hann rekur þá stofu enn, í félagi við son sinn, Ragnar.“ — Þú nefndir hjónaband. „Já, konan mín er Dóra Sigfús- dóttir, dóttir Sigfúsar Elíassonar, skálds og rakara frá Selárdal í Arnarfirði og Sigrúnar Þórarins- dóttur frá Jökuldal á Fjöllum. Dóra fæddist og ólst upp á Akureyri. Það fer að styttast í gullbrúðkaupið, svo þú sérð, að makavalið hefur ekki verið út í bláinn. Við eigum þrjú börn, barnabörnin eru orðin átta og nú er svo komið, að við erum orðin langafi og langamma. Það er nú svona með tímann." Kaupmennska í Fótóhúsinu - En þar kom, að þú stofnaðir ljósmyndavöruverslun. „Já, ég er svolítill dellukarl. Ein dellan, sem ég hef orðið mér úti um, er ljósmyndadella. Þetta byij- aði ósköp sakleysislega. Ég fór að taka myndir fyrir sjálfan mig, fram- kalla o.s.frv. En svo byrjaði ég að selja blöðunum myndir, aðallega Morgunblaðinu. Þar með varð ég svolítið þekktur fyrir þessa iðju mína. Og svo æxlaðist það þannig, að haustið 1963 ákváðum við hjón- in að stofna ljósmyndavöruverslun. Fótóhúsið, kölluðum við hana og starfræktum hana í Garðastræti fyrstu sjö árin. 1969 fluttum við verslunina svo r' Bankastræti. Við fengum fljótlega bærileg viðskipti. En peningarnir sem komu inn í verslunina voru þar kyrrir, meðan við vorum að greiða skuldir og styrkja lagerinn. Ég aflaði svo lífs- viðurværis, með því að spila öll kvöld á Röðli í hljómsveit Eyþórs Þorlákssonar. Það var auðvitað mikið verk að opna verslunina. En við nutum góðrar aðstoðar föðurbróður míns, Viggós í Freyju. Við opnuðum á laugardegi. Kvöldið og nóttina áður voru þau Dóra og Viggó að koma öllu í lag, verðmerkja vörur o.s.frv. og bættist ég svo í hópinn þegar ég var búinn að spila á Röðli. Það var því langt liðið á nóttina, þegar Viggó loks komst heim. En þegar við opnuðum morgunin eftir, ja, - hver skyldi þá hafa verið fyrsti viðskiptavinurinn? Jú, það var Viggó. Þannig vildi hann hafa það.“ Gráhærður á skólabekk - Var það ekki á þessum árum, sem leið þín lá í Tónlistaskólann? „Jú, þar er rétt. Ýmsir ágætir vinir mínir urðu til þess að hvetja mig til þess, enda hafði ég starfað að tónlistaflutningi frá unga aldri, þó með annarri vinnu væri. Það var ekki síst góðvinur minn Eyþór Þor- láksson, sem hvatti mig til dáða. Lengi framan af fannst mér þetta fráleitt, enda var ég kominn á sex- tugsaldur og átti því erfitt með að ímynda mér sjálfan mig sem skóla- strák. Samt fór það nú svo, að ég innritaðist í Tónlistaskólann. Sam- nemendur mínir, sem allir voru unglingar, héldu fyrst, að ég væri skólastjórinn. Og það vantaði ekki, að ég teldi mig kunna hitt og þetta, maður með mína reynslu. En það reyndist í veigamiklum atriðum vera á misskilningi byggt. Mig vantaði nefnilega undirstöðuna. Auðvitað hafði ég reynt að sanka að mér þeirri þekkingu sem bauðst. En reglulega kennslu hafði ég ekki fengið þg þar af leiðandi skorti mig ögun. Ég tók gítarinn sem aðalfag og stefndi ekki á neitt annað, en að öðlast undirstöðu í almennri tón- list. Burtfararprófi lauk ég svo vor- ið 1985, gítarleikari með áttunda stigs próf. Skírteinið segir árangur- inn_ góðan. Áður en ég lauk prófi byijaði ég að kenna í Tónlistaskóla Mosfells- bjæjar, þar sem Ólafur Vignir Al- bertsson var skólastjóri. Þar starf- aði ég í u.þ.b. tíu ár og fór svo jafn- framt að kenna í Tónlistaskóla Hafnarfjarðar. Þar starfa ég enn. Ég uni mér vel við kennslu. Þegar ég lít til baka, held ég, að ég hafi lært einna mest af henni. Framan af tónlistarferli mínum lék ég aðallega á rhytma-gítar og þótti nokkuð liðtækur, sem slíkur. En kannske hefði orðið meira úr mér sem tónlistarmanni, ef ég hefði vitað og kunnað, þó ekki væri nema brot af því, sem ég kann nú. Eftir 1950 snéri ég mér alfarið að klassískum gítar. A þeim árum var það hljóðfæri ekki í hávegum haft. Aðeins örfáir snillingar í heim- inum, kunnu með það að fara. Andr- és Segovia var þar fremstur í flokki. Nú er þetta breytt til batnaðar og frábærir gítarleikarar í þúsundatali vítt og breitt um heiminn. Hér á landi eigum við marga góða gítar- leikara. Sumir þeirra mundu jafnvel sóma sér vel meðal þeirra bestu í Evrópu. Ég á nokkuð gott úrklipjjusafn um þróun gítartónlistar á Islandi. Má vera, að sú saga verði skráð seinna. Vonandi verður grúsk mitt þá einhverjum til gagns.“ Skal nú sagt f rá bókum - Þú hefur jafnt bundið bækur, sem bundist þeim. „Ja, þú segir nokkuð. Jú, það má eiginlega segja það. Eftir tutt- ugu ára kaupmennsku í Fótóhúsinu, ákváðum við hjónin að kúvenda okkar líferni. Og hvernig fara menn að því? Jú, við seldum verslunina, seldum stóra húsið og seldum stóra bílinn. 1 staðinn keyptum við litla íbúð, lítinn bíl og fengum lág laun en betra líf. Vitanlega væri langt mál að fara út í þetta í smáatriðum, en svona var það í hnotskurn." — Kom bókagrúskið í kjölfar þessarar kúvendingar? „Nei, í eðli mínu hef ég alltaf verið grúskari. Og sú árátta beind- ist snemma að söfnun bóka og tíma- rita. En þetta hefur orðið markviss- ara með árunum. Hér áður fyrr safnaði ég bókum, en þó aðallega tímaritum, sem erfitt var að ná í. Eftir því sem erfiðara var að nálg- ast tiltekin hefti, þeim mun skemmtilegri var söfnunin. Svo kom að því, að ég fór að fá áhuga á bókbandi, til þess að ég gæti bundið inn eitthvað af þeim ósköpum, sem ég hafði sankað að mér. Ég fór því á kvöldnámskeið hjá Helga Tryggvasyni við bók- bandsdeild Myndlista- og handíða- skólans. Þessi námskeið sótti ég í tvö ár. Ég kynntist Helga nokkuð vel og hjálpaði hann mér um margt illfáanlegt, sem mig vanhagaði um. Það gladdi mig mjög að kynnast honum, því hann fræddi mig um margt, sem ég hafði áhuga á, þ.e.a.s. bækur og bókamenn. Af honum lærðist mér m.a., að best væri að eiga lítið en sérhæft bókasafn. Því seldi ég obbann af því, sem ég hafði safnað í áranna rás. En ekki seldi ég nú allt. Ég skildi eftir sagna- þætti, þjóðsögur og fróðleik um ís- lenska atvinnuhætti fyrri tíma. Og svo hélt ég auðvitað til haga öllu því sem varðar íslenska tónlist. Vissulega liðsinnti Helgi mér mikið. En fleiri hafa þar komið við sögu. Þeir fornbókasalarnir Bragi Kristjónsson í Bókavörðunni á Vest- urgötu, Snær Jóhannesson, sem starfaði í Bókinni og séra Björn H. Jónsson, hafa bjargað mér um marga góða bókina." — Þar komum við væntanlega að kjarna málsins, varðandi bóka- söfnun þína? „Já, aðallega hef ég verið og er enn, að safna öllu því, sem ritað hefur verið um íslenska tónlist. Það er svolítið sérstakt að standa í þessu, því lítið er til á prenti um þessi mál. Mest af því, sem skrifað hefur verið um þessi efni er að finna í blöðum og tímaritum, oft aðeins fáeinar síður. Það sem ég geri er að leita þetta uppi, og annað hvort taka þetta úr þessum tímaritum og gera úr því s.k. smá-prent, eða ég hef ljósritað og sömuleiðis búið til bækur, þ.e.a.s. smáprent. Þegar ég hef svo bundið þetta í snoturt band, höfum við það sem á safnamáli kallast úrtak. Auk þess að safna því, sem skrifað hefur verið um ís- lenska tónlist, safna ég nótum ís- lenskra tónverka. Ég á þegar álit- legt safn þessara tónbókmennta. Því miður er söfnun gamalla nótna ekkert áhlaupaverk. Oftast voru þær gefnar út á lélegum papp- ír. Því er fátt um gamlar nótur í heillegu ástandi. T.d. er algengt, að nótnablöðin séu marglímd og eftir því skemmd. í slíkum tilfellum þarf ég að eignast fleiri en eitt ein- tak, til að geta komið saman heil- legu úrtaki. Dæmi: Ég á þijú eintök af Kirkjusöngbók (með fjórum röddum), eftir Jónas Helgason org- anista við dómkirkjuna í Reykjavík. Þetta var gefíð út í Kaupmanna- höfn árið 1885. En úrþessum þrem- ur eintökum get ég ekki komið sam- an einu úrtaki. Hvers vegna? Bæk- urnar eru svo illa farnar af notkun og næstum hver blaðsíða marglímd. Því er ekkert annað að gera en að halda áfram að safna þessari bók, þar til ég get bundið inn heillegt úrtak. Þannig vinn ég, sjálfum mér til skemmtunar og komandi kyn- slóðum til hægðarauka. Þeim mun nýtast þetta í framtíðinni, við rann- sóknir á íslenskum tónbókmennt- um, hvað sem líður hagnýti þessar- ar söfnunar minnar.“ Ég kveð Trausta Thorberg, rak- ara, tónlistamann og bókasafnara með meiru. Um leið velti ég því fyrir mér, hvemig nokkrum geti komið til hugar, að lífið lúti hag- rænum lögmálum, en ekki sínum innri gildum. Betri vín með hjálp erfðafræð- innar? Adelaide. Reuter. HOPUR vísindamanna í Ástr- alíu segir að hægt verði að rækta betri þrúgur til víngerðar eftir að hafa gert tilraunir með erfðafræðilega breyttan vínvið. Segja vísindamennirnir, sem starfa í Adelaide, að þeim hafi einnig tekist að rækta kartöflu, sem heldur hvítum lit, þannig að draga megi úr kostnaði við efnanotkun við framleiðslu kartöfluflagna og annarrar slíkrar vöru. Nigel Scott, sem stjórnar hópnum, sagði að nýi vínviður- inn mundi gerbreyta vínyrkju og framleiðslu þurrkaðra ávaxta í Ástralíu með því að auka framleiðni og bæta gæði. „Með þessari tækni getum við búið til vínvið, sem gefur aukið bragð, betri lit og aukna mótstöðu við sjúkdómum," sagði Scott í samtali við Reut- ers-fréttastofuna í vikunni. Hann kvaðst ásamt félögum sínum hafa einangrað litning- inn, sem ræður hinum ýmsu eiginleikum þrúgunnar, árið 1991 og hefðu þeir upp frá því leitað leiða til að koma litningn- um endurbættum fyrir í vín- viðnum á ný. „Það hefur nú tekist," sagði Scott. Vísindamennirnir notuðu ákveðna bakteríu, sem notuð hefur verið til að „feija" nýja litninga inn í kjarnasýrur plantna. Scott játti því að erfðafræð- ingar í Frakklandi, ísrael og Bandaríkjunum væru komnir álíka langt í að beita erfða- tækni til að búa til betri vín. Andleg upp- örvun barna skiptir sköpum London. Reuter. ÞAÐ þarf ekki að vera slæmt fyrir börn að alast aðeins upp með öðru foreldrinu, svo fremi þau fái nægilega örvun, and- lega og menningarlega. Kom þetta fram hjá breskum sál- fræðingum á þriðjudag. Sálfræðingurinn Tony Cassidy og samstarfsmenn hans sögðu á ársþingi breskra sálfræðinga, að stundum gætu átök innan fjölskyldu haft hvetjandi áhrif á börn en yfir- leitt væri það ekki samsetning fjölskyldunnar, heldur sam- staðan innan hennar, sem mestu máli skipti. Andlega fóðrið best Cassidy og samstarfsmenn hans kynntu sér 169 fjölskyldur og var þriðjungur þeirra tengd- ur hernum, annar þriðjungur var iðnaðarmenn og sá síðasti námsmenn. Kom í ljós, að þeim börnum vegnaði best, sem höfðu verið hvött til að tjá sig og taka þátt í andlegri og menningarlegri starfsemi. Kom það á óvart, að áhrif þessara uppeldisþátta virtust mest í börnum einstæðra foreldra. Átök innan fjölskyldunnar virt- ust einnig styrkja skapgerð sumra barna, það er að segja ef þeim tókst að takast á við þau á réttan og jákvæðan hátt. Eitt var það þó, sem virtist almennt hafa heldur neikvæð áhrif á samstöðuna í fjölskyld- unni — of niargir drengir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.