Morgunblaðið - 09.01.1997, Page 8

Morgunblaðið - 09.01.1997, Page 8
8 FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MIKIÐ góðæri var í hrossaviðskiptum á liðnu ári . . . >_ FIB-trygging boðar samkeppni í skilmálum HALLDÖR Sigurðsson vátrygginga- miðlari hjá Alþjóðlegri miðlun ehf., sem annast rekstur FÍB-tryggingar í samstarfi við Félag íslenskra bif- reiðaeigenda, segir að FÍB-trygging muni ekki keppa við önnur trygg- ingafélög um svokallaða „pakka“, þ.e. afslátt af iðgjöldum ef fleiri en ein tegund tryggingar eru teknar hjá sama félagi. Unnið er að því hjá félaginu að bjóða upp á nýja skil- mála I kaskótryggingu sem Halldór segir að hafi í för með sér meiri bætur en önnur tryggingafélög bjóði. Hann segir að samkeppni hafi ekki ríkt í skilmálum íslensku trygg- ingafélaganna. Alþjóðleg miðlun er nú í viðræðum við fjögur erlend tryggingafélög inn- an og utan Lloyd’s tryggingasam- steypunnar og verður eitt þeirra að líkindum bakhjarl nýs trygginga- félags sem Húseigendafélagið stend- ur að. Félagið mun bjóða upp á húseigenda- og innbústryggingu á lægra verði en nú er í boði, að sögn Halldórs. Ráðgert er að starfsemi þess heijist um miðjan janúar. Halldór segir að ökutækja- og húseigendatryggingar verði því ekki boðnar í einum pakka hjá FÍB-trygg- ingu, eins og tíðkast hjá mörgum hérlendum tryggingafélögum. Hins vegar bjóðist vátryggjendum að tryggja hjá sjálfstæðum einingum og vonandi á hagstæðara verði en annars staðar. Sveiflur framundan í ökutækjatryggingum Talið er að hátt I 40% allra vá- tryggjenda bfla verði með lausar tryggingar 1. mars næstkomandi. Halldór segir að vátryggingastofn Skandía verði laus öðrum hvorum megin við næstu helgi en þar hafi verið tryggðir á bilinu 11-12 þúsund bílar þegar VÍS yfirtók félagið. „Allir sem tryggðu hjá Skandía eru samkvæmt vátryggingalögum lausir undan tryggingunni I 30 daga eftir formlega yfírtöku VÍS á Skand- ía. Viðskiptavinimir geta farið með viðskipti sín til annars tryggingafé- lags á þessum tíma. Samkvæmt gam- alli hefð var endumýjunardagur ávallt 1. mars en öll vátryggingafé- lögin fóru árið 1991 að dreifa þessu yfír árið eftir því hvenær bíllinn var keyptur nema Tryggingamiðstöðin sem er með 15-16% markaðarins.“ Halldór segir að FÍB-trygging stefni að því að ná viðskiptum við hluta af þessum vátryggjendum. Á næstunni verði kynntir nýir skilmálar í ökutækjatryggingum I þessu skyni sem einkum munu ná til kaskótrygg- ingar. „Það er í vinnslu núna að víkka skilmálana út, sérstaklega í kaskó- tryggingunum, þannig að fólk fái meira bætt en það hefur séð áður hjá tryggingafélögum hér á landi. Ábyrgðartryggingar eru bundnari að því leyti að þá er oftast verið að greiða viðskiptavinum annarra trygg- ingafélaga tjón sem okkar viðskipta- vinir eiga aðild að,“ sagði Halldór. Mikil ásókn í laxveiðileyfi MIKIL ásókn er í laxveiðileyfi fyrir komandi sumar. Sums stað- ar er þegar uppselt og komast færri að en vilja. Stangaveiðifé- lag Reykjavíkur hefur sent frá sér verðskrá fyrir sumarið 1997. Þar kemur fram að öll svæði að tveimur undanskildum eru með óbreytt verð frá síðasta sumri. Aðeins veiðileyfi í Norðurá og Hítará hækka óverulega. „Það hefur þegar borist tals- vert af umsóknum um veiðileyfi og miðað við hversu mikið er um fyrirspurnir sýnist mér að mikil umferð verði í dag, en menn verða að skila umsóknum fyrir fimmtudagskvöld. Mér sýnist straumurinn vera sterkastur í Norðurá og neðstu svæði Stóru Laxár og einnig virðist vera mun meira sótt um leyfi í Elliðaárnar heldur en i fyrra. Má þakka það að kýlaveikin lét ekki á sér kræla VEIÐIMAÐUR með afla neð- an Laxfoss í Norðurá. Mikil eftirspurn er nú eftir veiði- leyfum í ána. síðasta sumar,“ sagði Bergur Steingrímsson, framkvæmda- sljóri SVFR, í samtali við Morg- unblaðið. Að sögn Friðriks Þ. Stefáns- sonar, formanns SVFR, eru helstu breytingarnar í verðskrá frá fyrra ári þær að „smávægileg hækkun er á veiðileyfum á besta tíma á aðalsvæði Hítarár og verð- skrá Norðurár hækkar litillega eftir óbreytt verð á undanförn- um árum“, eins og Friðrik kemst að orði. Þá er septemberveiði í Norðurá aflögð. Dýrustu veiðileyfi í verðskrá SVFR eru júlídagar í Norðurá, en dagurinn er þá seldur á 48.900. Norðurá er föl á margs konar verði, þannig eru ódýr- ustu dagarnir í ánni 11.500. Á aðalsvæði Hítarár er verð veiði- leyfa á bilinu 7.900 til 25.200 krónur. Sálarbætandi skemmtanahald Nýstárlegur nýársfagnaður Steinþór Þórðarson ÆSTKOMANDI sunnudag verður haldinn „nýárs- fagnaður kristinna manna“ á Hótel íslandi í Reykjavík. Þar verður ijölbreytt skemmtidagskrá og veislu- kostur á borðum. Meðal þeirra sem koma fram á skemmtuninni eru einsöngvaramir Bjami Arason, Guðrún Gunnars- dóttir, Guðný Einarsdóttir, Hulda Guðrún Geirsdóttir, Iris Guðmundsdóttir, Jó- hann Friðgeir Valdimars- son, Miriam Óskarsdóttir, Reynir Guðsteinsson og Alda Ingibergsdóttir. Ómar Ragnarsson flytur gaman- mál, Halldór Ólafsson verð- ur með eftirhermur, Rósa Þorsteinsdóttir syngur vís- ur og Davíð Ólafsson syng- ur í léttum dúr. Léttsveit Tónlistarskóla Keflavíkur og gospelhljómsveitin Nýir menn spila, Lofgjörðarhópur Fíladelfíu syngur með hljómsveit og sýndir verða dansar. Fjögurra manna hljómsveit leikur undir borðhaldi, tónlistarstjóri er Óskar Einarsson og séra Pálmi Matthíasson stýrir veislunni. Þessi nýársfagnaður er haldinn er undir nokkuð öðrum formerkj- um en flestar skemmtanir hér á landi. Hver er kveikjan að þessu? „Ég hef í nokkur ár haldið námskeið um spádóma Biblíunn- ar, með áherslu á Opinberunar- bókina í Nýja testamentinu og Daníelsbók í Gamla testament- inu,“ segir Steinþór Þórðarson, en hann hefur verið í forystu þeirra sem undirbúa nýársfagn- aðinn. „Fyrir fjórum árum var hópur fólks, sem hafði sótt nám- skeið hjá mér í Hafnarfirði, sem vildi halda áfram að lesa Biblíuna og fræðast meira. Upp úr þessu spratt lítill söfnuður sem kom sér upp safnaðarheimili að Hóls- hrauni 3 í Hafnarfirði, kallað Loftsalurinn. Við keyptum þarna 430 fermetra fokhelt húsnæði fyrir ofan Veitingahúsið Skútuna. Þetta innréttuðum við og eigum skuldlaust í dag, með Guðs hjálp og góðra manna. Við eigum samt eftir að kaupa húsgögn og stóla í salinn og þess vegna höldum við þennan nýársfagnað í fjáröflunar- skyni.“ Er það ekki frekar óvenjuleg fjáröflunarieið í kirkjulegu starfi, að efna til fagnaðar á stærsta skemmtistað landsins? „Jú, vissulega, við höfum ekki gert þetta fyrr. Ég er vanur að fara ótroðnar slóðir og hef aldrei verið hræddur við það. Þetta er nýjung og gefur okkur tækifæri til að kynnast nýju fólki og njóta glæsilegrar dagskrár þar sem frá- bært tónlistarfólk og aðrir skemmtikraftar koma fram. Þarna gefst okkur tækifæri til að kynna orð Guðs betur á meðal landsmanna og ná til fleiri en Hafnfirðinga einna. Við viljum kynna okkur og kynnast öðrum.“ Hvað með vínveitingar? „Við höldum okkur frá áfengi og tóbaki svo barirnir verða lokaðir. Þetta verður því áfengislaus skemmtun." En verða reykingar bannaðar? „Við bönnum fólki ekki neitt, ef einhverjir þurfa að fá sér reyk þá geta þeir gert það í friði fyrir okkur. Við fordæmum ekki aðra fyrir það sem þeir gera.“ Þið bjóðið upp á mjög viða- mikla dagskrá? ► Dr. Steinþór Þórðarson fæddist á Sandi á Snæfellsnesi 29. ágúst 1937. Hann flutti til Ytri-Njarðvíkur sex ára gamall og ólst þar upp. Að loknu skólanámi hér á landi lagði Steinþór stund á sögu og guð- fræði við Andrews University í Michigan i Bandaríkjunum. Hann lauk BA-prófi 1964 og MA-prófi frá sama skóla 1968. Þá gerðist Steinþór prestur í söfnuði aðventista og starfaði víða hér á landi í 14 ár. Héðan fór hann til höfuðstöðva að- ventista í Nígeríu og veitti um fjögurra ára skeið forstöðu starfsemi safnaðarins í River State fylki í suðaustur hluta landsins, næst Kamerún. Stein- þór hafði meðal annars umsjón með starfi 200 safnaða í hérað- inu. Þaðan fór Steinþór aftur til Bandarikjanna og lauk dokt- orsprófi (Doctor of Ministry) í guðfræði 1985. Að því loknu starfaði Steinþór í þrjú ár sem prestur í Zimbabwe í Afríku. Árið 1988 sneri Steinþór aftur heim og hefur starfað hér síð- an, aðallega við fyrirlestra- og námskeiðahald. „Já, hún verður bæði vönduð og skemmtileg. Mér þykir mjög skemmtilegt að sjá hve breið sam- staða náðist og hvað margir úr hinum ýmsu trúfélögum hjálpast að og leggja okkur lið. Fólk úr Aðventsöfnuðinum er í miklum minnihluta þeirra sem koma fram. Þarna kemur fram fólk úr þjóð- kirkjunni og þar fer séra Pálmi fremstur í flokki, sönghópur og tónlistarfólk hvítasunnumanna og tónlistarfólk úr Hjálpræðishem- um skemmtir svo nokkuð sé nefnt. Við viljum gjarnan blanda geði við annað fólk og eiga góðar stundir með því. Við bjóðum kristnu fólki, hvar í flokki sem það stendur, að koma og eiga með okkur skemmtilega stund. Þetta er fyrir alla og þarna ættu allir að finna sig heima. Ég legg áherslu á að þótt fólk sé kristið þá þarf það ekki að hengja haus og vera með súran svip! Við eigum gott með að gleðjast. Svo verður boðið upp á frábæran veislumat.“ Verður framhald á skemmt- anahaldi af þessu tagi? „Við erum að gera tilraun og vonum að hún takist vel. Það eru engin áform um frekara fram- hald.“ Kristið fóik er ekki með súran svip

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.