Morgunblaðið - 09.01.1997, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.01.1997, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1997 9 FRÉTTIR Starfsáætlun Noregs fyrir Norðurlandasamstarfið Áhrif EMU á Norður- lönd verði könnuð NORSKA ríkisstjórnin samþykkti í vikunni starfsáætlun Norðurlanda- samstarfsins á árinu 1997, en Nor- egur fer með formennsku í norrænu ráðherranefndinni í ár. Norðmenn leggja meðal annars til að gerð verði könnun á því hvaða áhrif það muni hafa á samstarf og efnahag Norður- landa að norræn aðildarríki Evrópu- sambandsins taki þátt í Efnahags- og myntbandalagi Evrópu. í starfsáætlun Noregs er, eins og undanfarin ár, lögð mikil áherzla á Evrópu- og alþjóðamál. Meðal annars leggja norsk stjórnvöld til að komið verði á fót norrænu kerfi, sem tryggi að Norðurlöndin fái vitn- eskju sem allra fyrst um nýja lög- gjöf sem taka á gildi í ESB og á Evrópska efnahagssvæðinu. Norð- menn leggja jafnframt til að Norð- urlönd haldi áfram samráði sínu um helztu málefni ríkjaráðstefnu ESB, að hinu nána samstarfi varðandi Schengen-samninginn verði haldið áfram og að Norðurlöndin veiti Eystrasaltsríkjunum virkan stuðn- ing í viðleitni þeirra til að fá aðild að ESB. Gagnsemi og áhrif upplýsingatækni verði könnuð Aðrir málaflokkar, sem Norð- menn vilja að Norðurlönd leggi sam- eiginlega áherzlu á, eru þróunin á grannsvæðum Norðurlanda; upplýs- ingatækni; málefni barna og ungl- inga; þátttaka ftjálsra félagasam- taka í norrænu samstarfi og loks velferðarþjóðfélagið. Af tillögum Norðmanna varðandi upplýsingatækni má nefna að þeir vilja að gerð verði könnun á áhrifum tækninnar á menningu, efnahag og félagsgerð. Þá vilja þeir að kannað verði að hvaða gagni upplýsinga- tæknin komi við byggðaþróun og við uppbyggingu lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Einnig vilja þeir kanna hvernig nota megi upplýsingatækn- ina, t.d. alnetið, við útbreiðslu nor- rænnar listar og menningar og jafn- framt hvernig nýta megi tæknina sem kennslutæki á öllum skólastig- um, meðal annars út frá jafnréttis- sjónarmiðum. Lagt er til að haldinn verði fundur norrænna ráðherra, sem fara með málefni upplýsinga- tækni, og rætt um upplýsingasamfé- lagið. Samstarf við Grænlendinga um heilbrigðisþj ónustu FYRIRHUGAÐ er að koma á form- legri samstarfsnefnd íslands og Grænlands, sem meðal annars er ætlað að ganga frá samningi um kaup Grænlendinga á heilbrigðis- þjónustu frá íslandi. í frétt frá heil- brigðis- og tryggingamáiaráðuneyt- inu segir að samningurinn sé mikil- vægt skref í útflutningi heilbrigðis- þjónustu til annarra þjóða. Marianne Jensen heilbrigðisráð- herra grænlensku landsstjórnarinnar, og Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, munu í vikunni undirrita samning um að styrkja og þróa enn frekar faglegt samstarf á sviði heilbrigðisþjónustu. í frétt frá ráðuneytinu segir enn fremur að á undanförnum árum hafi Grænlendingar í vaxandi mæli notið þjónustu íslenska heilbrigðiskerfis- ins, sérstaklega þegar um slys og bráðatilfelli hefur verið að ræða. I samningnum er gert ráð fyrir að samstarfsnefndin þrói, undirbúi og geri samninga m.a. vegna bráðaþjón- ustu, skurðstofuþjónustu og þjónustu á öðrum sviðum. Fram kemur að einnig sé áhugi á að þróa frekara samstarf. Útsala - útsala 20-50% afsláttur Ath.: Stretchbuxurnar eru ekki á útsölunni. Opið laugardag frá kl. 10-14. fmnj Eiðistorgi 13, 2. hæð, yfir torginu, sími 552-3970. - kjarni málsins! \ Góðar vörur m mikil verðlækkun f Jt M Hverfisgötu 78, ^ sími 552 8980 Útsalan byrjar í dag Polarn&Pyret Vandaður kven- og barnafatnaður. Kringlunni, sími 5681822 Kringlan, s. 568 6244 • Laugavegi 95, s. 552 1444 • Brekkugötu 3, s. 462 7708. Útsölutilboð: Garby pils ,>r59(f 359 Nico gallaskyrta790 Cindy kjóll ^490 349 Leiðurlíkisbuxur 990 ‘l^.nskafyrir Enskunám í Hajharfirði Ahersla á talmal Hópar jýrir byrjendur og lengra komna. Einnig sérstök unglinganámskeiÖ. Ókeypis kynningartími Innritun í síma 565 0056 ejiir kl. 16. VH o.fl. starfimannafélög taka þátt í námskostnaði. Erla Aradóttir. MA í enskukenmlu, Julltrúi emkuskólanna The Bell ogAnglo World. Fyrirhuguð er námsferð til Englands, sumarið 1997 HINN HEIMSFRÆGI SÖNGKVARTETT Einstakt tækifæri! Tryggið ykkur miða tímanlega. Aðeins þessa einu helgi - föstudaginnlO. og laugardaginn 11. janúar 1997. Hver man ekki eftir þessum lögum: The Great Pretender - Red Sails In The Sunset Smoke Gets In Your Eyes - The Magic Touch^ Remember When - Twilight Time - You'l Never Know - Harbor Lights - Enchanted ^ m My Prayer -Only You ' * * 1 . //. |Wjn ^Þenna, rcykiurL^ f ^ t L "Sskosursvcppjsó^ Verð kr. 4.900 í mat og á tónleika. 1 Verð kr. 2.200 á tónleika. Verð kr. 1.000 á dansleik. •sacsr kl. 13-17.-Simi 568-7111. | WJIIMlll/MIMMMWIII Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikur fyrir dansi bæði kvöldin. fwm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.