Morgunblaðið - 09.01.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.01.1997, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Apótek ehf. kaupír Háaleitisapótek Morgunblaðið/Ásdís Veisluborð og skreyttir réttir APÓTEK ehf. hefur keypt Háa- leitsapótek af Andrési Guðmunds- syni lyfsala. Apótek ehf. er sam- starfsvettvangur í eigu fjórtán apótekara sem vilja mæta þeirri samkeppni sem orðið hefur í lyfja- dreifingu hér á landi með hagræð- ingu. Andrés er einn af hluthöfun- um fjórtán í Apóteki ehf. Fríða Frisbæk, stjórnarformaður Apó- teks ehf., segir að rekstrargrund- völlur apóteka hafi breyst veru- lega að undanförnu. Andrés verður áfram lyfsölu- leyfishafi Háaleitisapóteks og rekstraraðili þess. Fríða segir að lyfsöluleyfishafi Háaleitisapóteks hefði samkvæmt lögum átt að leggja inn lyfsöluleyfi sitt í lok þessa árs og hefði hann þá jafn- framt komið sínu fyrirtæki í sölu. „Þessi leið var valin til þess að styrkja stöðu þessara apóteka því að sjálfsögðu gefur það ýmsa möguleika til hagræðingar fyrir alla aðila,“ sagði Fríða. Hún sagði ekki loku fyrir það skotið að Apótek ehf. eignaðist með þessum hætti fleiri apótek en engin ákvörðun hefði verið tekin um frekari kaup. Hún sagði að kaupverðið yrði ekki gefið upp. „Það hafa verið lagðar byrðar á lyfjadreifingaraðila og almenn- ing. Ráðuneytið gerir sífellt aukn- ar kröfur til apótekanna. Nú er verið að koma á reglugerð sem segir til um búnað og rekstur apótekanna. Apótekum verður Hjartavernd Fólki beint til heilsu- gæslunnar SAMKVÆMT nýjum þjónustu- samningi ríkisins við Hjartavernd getur almenningur ekki lengur fengið skoðun hjá Hjartavernd að eigin frumkvæði eins og tíðkast hefur hingað til. Auk vísindarannsókna á til- teknum hópum sem hafa verið vald- ir sérstakiega úr með tilliti til áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum hafa um tvö þúsund manns á ári hvetju leitað til Hjartavemdar og fengið þar skoðun sem greidd hefur verið af Tryggingastofnun. Gert er ráð fyrir að þeim skoðunum verði hætt í þrepum á næstu fjórum árum og þeim einstaklingum sem þeirra þarfnast vísað til heilsugæslunnar, sem siðan vísar þeim áfram í heil- brigðiskerfinu ef þurfa þykir. Fyrst til heimilislæknis Kristján Erlendsson, skrifstofu- stjóri í heilbrigðisráðuneytinu, segir samninginn miða að því að Hjarta- vernd einbeiti sér að grunnrann- sóknum. Hingað til hafa grunn- rannsóknirnar að hluta til verið fjár- magnaðar af þeim tekjum sem fengust af því að skoða þá tvö þús- und einstaklinga sem sjálfir hafa leitað til Hjartaverndar, auk þess sem þær hafa notið ftjálsra fram- laga og styrks frá heilbrigðisráðu- neytinu. Aðspurður um hvað þá verði um þá einstaklinga sem sjálfir vilja hafa frumkvæði að því að fara í hjartaskoðun segir Kristján ráðu- neytið telja eðlilegt að þeir snúi sér fyrst til síns heimilislæknis, sem síðan meti hvort yfirleitt er þörf á skoðun. Heilsugæslan sé inngangs- punkturinn í heilbrigðisskerfíð og því sé eðlilegra að bytja þar. Samtök apótek- ara mæta aukinni samkeppni t.d. gert skylt að hafa ákveðinn fjölda starfsmanna og lyfjafræð- inga. Um leið er verið að gera rekstur apótekanna ótryggari með því að gefa rekstur þeirra frjálsan, lækka álagningu og lyfjaverð," sagði Fríða. Tvöfalt eftirlit með lyfjaafgreiðslu Ráðgert var að reglugerð um lyfjabúðir og starfsemi þeirra yrði gefin út fyrir síðustu áramót en drög að henni eru nú í lögfræði- legri skoðun. Að því loknu verður leitað afstöðu fagfélaga til ein- stakra greina reglugerðarinnar. Reglugerðin leysir af hólmi eldri reglugerðir og tekur mið af nýjum lyfjalögum. Einar Magnús- son, skrifstofustjóri í heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu, segir að reglugerðin hafi verið unnin í nánu samstarfi við hagsmunaðila. „Það hafa alltaf verið gerðar miklar kröfur til þessarar starf- semi en hún hefur breyst mikið. Framleiðsia á lyfjum hefur minnkað í apótekum en upplýs- ingaþátturinn verið að eflast þess í stað. Lyfjalögin kalla síðan á enn frekari breytingar því með þeim er verið að gefa að hluta til þessa verslun fijálsa,“ segir Ein- ar. Hann segir að almennt hafi verið gerð sú krafa til afgreiðslu á lyfjum, bæði hérlendis og á Norðurlöndum, að tvöfalt eftirlit væri með allri lyfjaafgreiðslu. Það hefði í för með sér að tveir lyfja- fræðingar þyrftu að starfa í hverju apóteki. Frá þessu þyrfti þó að veita undanþágur, sérstak- lega á minni stöðum úti á landi. Hann vildi hins vegar ekki full- yrða hvort þetta ákvæði yrði í nýju reglugerðinni. SAMKVÆMT upplýsingum frá Rannsóknastofu Háskólans í veirufræði hefur mjög mikið greinst af svokallaðri Myco- plasma-lungnabólgu meðal lands- manna undanfarna mánuði eða mun meira en venjulegt þykir. Mycoplasma er nafn á bakteríu sem herjar á öndunarfæri manna og eru sjúkdómseinkenni hennar mismikil; allt frá særindum í hálsi og hósta upp í lungnabólgu og hita. Að sögn Guðrúnar Svanborgar MARGT var um manninn á sýningu á verkefnum í sveinsprófi í fram- reiðslu og matreiðslu sem haldin var í Hótel og matvælaskólanum í Hauksdóttur, læknis hjá Rann- sóknastofunni, er þó hugsanlegt að tilfellum sé eitthvað að fækka. „Mycoplasma herjar aðallega á ungt fólk og miðaldra, en eldra fólk er líklegt til að hafa fengið þessa bakteríusýkingu oftar og er þar af leiðandi með sterkari vörn gegn henni,“ segir hún. „Hægt er að fá sýklalyf gegn þessari bakteríu, en annars er bara að fara vel með sig.“ Inflúensufaraldur hefur einnig herjað á landsmenn að undan- Menntaskólanum í Kópavogi í gær og í fyrradag. Sýnd voru listræn veisluborð og skreyttir réttir úr ýmsum hráefnistegundum. förnu, bæði af A-stofni og B- stofni. Hægt að greina á milli Þó einkenni inflúensunnar og Mycoplasma séu gjarnan svipuð, þ.e. særindi í hálsi, hósti og hiti er oft hægt að greina þar á milli. „Inflúensan byrjar jafnan mjög snögglega og hellist yfir fólk, en Mycoplasma byrjar yfirleitt rólega og hitinn sem fylgir er oft og á tíðum lægri,“ segir Guðrún Svan- borg. Ovenju mikið um bakteríu- sýkingu 1 öndunarfærum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.