Morgunblaðið - 09.01.1997, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1997 13
FRÉTTIR
Flugmálastjóri telur ekki að tekjur tapist vegna þungatakmarkana í Vatnsmýri
Sjaldgæft að stórar flugvélar
lendi á Reykj avíkurflugvelli
ÞORGEIR Pálsson flugmálastjóri
segir að tilmæli öryggisnefndar FÍA
þess efnis að loka Reykjavíkurflug-
velli fyrir stærri þotum, vegna slæms
ástands, hafi ekki mikil áhrif á tekj-
ur af lendingargjöldum þar sem slík-
ar vélar lendi mjög sjaldan á vellin-
um. „Þetta hefur hins vegar áhrif á
það hversu vel hann nýtist sem vara-
flugvöllur, sem flugrekendur þurfa
að skoða út frá rekstrarsjónarmiði,"
segir hann.
Ójöfnur eru á flugvellinum sums
staðar og jafnframt safnast vatn á
tilteknum stöðum. „Tillögur öryggis-
nefndar FÍA eru á sama veg og Flug-
málastjórn hefur sett fram áður.
Þessi mál eru í athugun og þegar
byijað að bæta upplýsingagjöf um
pollamyndun á flugvellinum. Síðan
verður metið hvort og að hve miklu
leyti þurfi að takmarka umferð um
hann,“ segir flugmálastjóri.
Samkvæmt uppiýsingum frá
Flugmálastjórn lentu 1.250 flugvél-
ar á Reykjavíkurflugvelli í fyrra og
tekjur af lendingargjöldum síðustu
11 mánuði ársins námu rúmum 33
milljónum. Leyfilegur þungi véla
fyrir Reykjavíkurflugvöll er skil-
greindur með tilteknu gildi sem ekki
hefur verið breytt með tilliti til verra
ástands vallarins þar sem staðall um
styrk flugbrautarinnar er miðaður
við burðarlagið undir malbikinu, sem
ekki hefur breyst, að sögn Harðar
Sveinssonar hjá Flugmálastjórn.
Óveruleg áhrif
Leifur Magnússon, framkvæmda-
stjóri flugrekstrarsviðs Flugleiða,
segir að ekki hefði mikil áhrif á starf-
semi fyrirtækisins þótt Reykjavíkur-
flugvöllur nýttist ekki sem varaflug-
völlur. „Við skráum bæði Akureyri
og Egilsstaði sem varaflugvelli og
erum með eldsneyti fyrir þá líka í
vélunum. Auk þess kemur það ekki
fyrir nema í einstaka tilfellum að við
þurfum að nota þá þannig að áhrifin
eru óveruleg," segir hann.
Leifur segir ennfremur að Flug-
leiðir fljúgi þotum sínum til Akur-
eyrar frá Keflavík. „Við tökum ekki
þá áhættu að fá möl eða malbik af
vellinum í hreyfla vélanna." Arn-
grímur Jóhannsson, forstjóri Atl-
anta, sagði að takmarkanir á umferð
um Reykjavíkurflugvöll breyttu
engu um starfsemi síns fyrirtækis.
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Fjórir á
slysadeild
BIFREIÐ var ekið á ljósastaur við
Sæbraut rétt fyrir klukkan tvö í gær
og skemmdist bifreiðin mikið. Óku-
maðurinn slapp ómeiddur en farþegi
slasaðist iítillega og var fluttur á
slysadeild.
Skömmu síðar var keyrt aftan á
bifreið við Rofabæ. Ökumaður aftari
bifreiðarinnar er grunaður um ölvun.
Á sjöunda tímanum varð árekstur
á mótum Háateitisbrautar og Miklu-
brautar. Barn sem var í öðrum bíln-
um fékk í skurð í andlitið. Ökumenn-
irnir reyndust hafa hlotið minnihátt-
ar meiðsl en öll þijú voru flutt á
slysadeild.
FRÁ slysstað við Sæbraut eftir hádegi í gær.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Láka og
Bjarni lofa
veðurblíðuna
Blönduósi. Morgunblaðið.
BJARNI Pálsson og tíkin Láka
léku á als oddi þegar fréttarit-
ari Morgunblaðsins rakst á þau
á morgungöngu á Blöndubökk-
um síðasta dag ársins. Þakklát
voru þau fyrir einmuna veður-
blíðu sem verið hefur að undan-
förnu og selur, sem að mestu
hefur haldið sig í Blöndu síðast-
liðna tvo mánuði, skemmti þeim
sem öðrum sem leið áttu um
Blöndubakka þennan morg-
unfagra dag.
-----»--»"4---
Kennslukon-
um á Kefla-
víkurflug-
velli hótað
BANDARÍSKUM kennslukonum
sem starfa í herstöðinni á Keflavík-
urflugvelli hafa borist hótanir í
gegnum síma frá óþekktum karl-
manni, bifreiðir þeirra hafa verið
skemmdar og önnur skemmdar-
verk unnin á híbýlum þeirra. Kon-
urnar eru búsettar í Keflavík.
Atvikin áttu sér stað fyrir
nokkrum mánuðum en sökudólg-
urinn hefur ekki fundist. Að sögn
lögreglunnar í Keflavík var ís-
lenskur karlmaður handtekinn í
tengslum við málið en sleppt eftir
yfirheyrslur. Rannsóknarlögregla
sjóhersins og lögreglan í Keflavík
og á Keflavíkurflugvelli hafa unnið
að rannsókn málsins.
----♦-4—♦----
Flugvirkjar til
sáttasemjara
FLUGVIRKJAR liafa vísað kjara-
viðræðum þeirra við vinnuveitend-
ur til ríkissáttasemjara. Þar með
hafa tíu kjarahópar vísað viðræð-
um til sáttasemjara. Þórir Einars-
son sáttasemjari hefur boðað deilu-
aðila til fundar, en viðræður eru
það skammt á veg komnar að óvist
er um niðurstöður.
----» ♦ ♦----
Bílvelta við
Torfalæk
BÍLVELTA varð við Torfalæk
skammt vestan Blönduóss um
klukkan tíu í gærkvöldi. Farþegar
sluppu ómeiddir og litlar skemmdir
urðu á bílnum. Að sögn lögreglu
á Blönduósi var mikil ísing á vegin-
um þegar slysið varð.