Morgunblaðið - 09.01.1997, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Happdrætti Hí færir háskólunum gjöf
Fullkominn
tækjabúnaður
til fjarkennslu
Morgunblaðið/Kristján
TONI heitir í höfuðið á manni, sem raunar heitir Hjalti, en aldrei kallaður annað en Toni, sem dregið
er af uppáhalds knattspyrnuliði hans Everton. Hér er hann á ferðinni i túninu við Grýtubakka en
þau Stefán og Juliane koma í humátt á eftir honum. Annar af heimilishundunum á bænum, Trítla
fylgir húsbændum sínum hvert fótmál.
Svanurinn Toni í góðu yfirlæti á Grýtubakka
HAPPDRÆTTI Háskóla íslands
hefur gefið Háskólanum á Akureyri
og Háskóla íslands fullkominn
tækjabúnað til notkunar við fjar-
kennslu. Gísli Jónsson umboðsmaður
HHÍ á Akureyri afhenti Þorsteini
Gunnarssyni rektor Háskólans á
Akureyri og Sveinbirni Björnssyni
rektor Háskóla íslands gjafabréf því
til staðfestingar við athöfn í Háskól-
anum á Akureyri.
Ragnar Ingimarsson forstjóri HHÍ
sagði við afhendinguna að góð
menntun væri mikils virði og þyrftu
íslendingar að leita allra leiða tii að
halda í við aðrar þjóðir á því sviði,
en fámennið gerði að verkum að
ekki væri hægt að halda úti mörgum
stórum menntastofnunum. Fjar-
kennslan væri ein leið og vænti
Ragnar þess að þekking sérfræðinga
háskólanna nýttist nemendum þeirra
sem best í framtíðinni.
Sjónvarpað
milli háskóla
Búnaðurinn gerir kleift að sjón-
varpa kennslu á báða vegu milli
háskólanna með fullum gæðum í
gegnum fjarskiptakerfi landsins.
NÝR Steinway-flygill, sem keyptur
var nýlega til Akureyrar, var notað-
ur í fyrsta skipti á nýárstónleikum
í Glerárkirkju um helgina, en þá var
m.a. frumflutt nýtt, íslenskt tónverk
eftir Snorra Sigfús Birgisson, tón-
skáld og píanóleikara. Píanókonsert-
inn samdi Snorri Sigfús að beiðni
Fjarskiptin sjálf verða væntanlega
felld undir rannsóknarsamvinnu
Háskóla íslands og Pósts og síma
hf. í hvorum skóla verður flar-
kennslustofa og með hinum nýja
útbúnaði verður unnt að kenna nem-
endum beggja háskólanna á einum
stað og samnýta þannig þekkingu
færustu sérfræðinga. I kjölfarið
verður unnt að spara verulega í
mannahaldi og ferðakostnaði auk
þess að tryggja nemendum beggja
skólanna bestu menntun sem völ er
á. Tækjabúnaðurinn kostar um þijár
milljónir króna.
Sveinbjörn Björnsson sagði há-
skólana smám saman hafa verið að
byggja upp samstarf sem vafalaust
myndi vaxa í framtíðinni. Eftir að
tækjabúnaðurinn yrði komin í gagn-
ið yrði hægt að efna til sameigin-
legra námskeiða og skipti ekki leng-
ur máli hvort nemarnir væru á Akur-
eyri eða í Reykjavík.
Þorsteinn Gunnarsson sagði gjöf-
ina sýna stórhug, nútímatækni yrði
nú nýtt í þágu menntunar í landinu.
Ekki væri fráleitt að hugsa sér að
háskólinn tengdist menntasetrum
fyrir austan og vestan.
Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands á
síðasta ári og tileinkaði hann kon-
sertinn stjórnanda hljómsveitarinn-
ar, Guðmundi Óla Gunnarssyni.
Höfundurinn lék einleik í verkinu,
en á myndinni, sem tekin var eftir
flutning þess, takast þeir í hendur,
Snorri Sigfús og Guðmundur Óli.
Ber að
dyrum
til að fá
brauðbita
SVANURINN Toni hefur dvalið í
góðu yfirlæti á bænum Grýtu-
bakka í Höfðahverfi frá því í fyr-
rasumar. Þau Stefán Kristjánsson
og Juliane Kauertz á Grýtubakka
skutu yfir hann skjólshúsi og
leyfa honum að gista fjárhús sitt.
Toni verður tveggja ára næsta
sumar, hann fæddist við Kálf-
borgarvatn í Engidal í Bárðardal
og var merktur þar sumarið 1995,
en hann er með merkið A-2517.
Var hann minnsti fuglinn sem var
merktur og vart hugað líf. Hann
braggaðist þó og flaug suður á
land. Lenti hann við bæinn Næf-
urholt, skammt frá Hellu. I fyrstu
hélt hann sig í nágrenni við sauðf-
éð, en þegar fór að snjóa leitaði
hann skjóls í skurði. Ofeigur
Ófeigsson bóndi tók hann þá heim
og hýsti hann þá um veturinn.
Dálítið
uppáþrengjandi
Greinilegt er að Toni hefur vilj-
að taka þátt í hátíðarhöldum þjóð-
hátíðardagsins norður í landi,
því 17. júní hóf hann sig til flugs
og flaug í einum rykk alla leið til
Grenivíkur.
Heimamenn tóku honum vel og
þótti hann skemmtilegur. Reynd-
ar bara til að byrja með, glansinn
fór fljótt af þegar hann var farinn
að gogga í bílana þeirra og vart
þótti þeim hann skárri þegar hann
byrjaði að bíta börnin. Reyndu
menn að koma honum af höndum
sér, óku honum út í sveit og skildu
eftir en hann kom ævinlega til
baka. „Hann var farinn að vera
dálítið uppáþrengjandi," sagði
Stefán. Einhverju sinni þegar þau
voru að koma úr hestaferð sáu
þau að svanurinn var í túninu við
bæinn. Þau gáfu honum brauðbita
og hefur hann ekki farið síðan.
Tona var gefið úti fram á haust,
en þegar fór að snjóa í nóvember
hýstu þau hann í fjárhúsinu þar
sem hann kann vel við sig. Þegar
hann verður svangur bankar
hann bara á hurðina og bíður
eftir brauðbita. A góðviðrisdög-
um er honum hleypt út til að viðra
sig, hann spókar um á hlaðinu,
hefur sig jafnvel til flugs ef hann
er í góðu skapi og kannar mann-
og dýralífið á næstu bæjum.
Einfari
„Ætli hann verði ekki hjá okkur
til vors, þá sjáum við til. Hann
er mikill einfari, vill ekki vera
með öðrum fuglum, þannig að ég
er hræddur um að hann geti ekki
bjargað sér einn og sjálfur úr
þessu,“ sagði Stefán.
Morgunblaðið/Kristján
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands
Nýr íslenskur píanó-
konsert frumfluttur
Fasteignasala með rólegasta móti undir lok ársins en fer vaxandi á nýju ári
Skortur á iðnaðarhúsnæði
FASTEIGNASALA á Akureyri var
með allra rólegasta móti síðustu tvo
mánuði síðasta árs, samkvæmt því
sem fram kemur hjá fasteignasölum
sem Morgunblaðið ræddi við. Árið í
heild kom hins vegar ágætlega út
og heildarsala var svipuð og síðustu
ár. Hins vegar er nokkur skortur á
iðnaðarhúsnæði í bænum, bæði til
kaups og leigu og þá er skortur á
íbúðarhúsnæði til leigu og leiguverð
mjög hátt. Fasteignasalar eru hins
vegar bjartsýnir á líflega söiu á
þessu ári.
Mikið um fyrirspurnir
Pétur Jósefsson, hjá Fasteigna-
og skipasölu Norðurlands segir að
fasteignasala sé frekar róleg síðustu
mánuði hvers árs en síðustu tveir
mánuðirnir í fyrra voru þó óvenju-
slakir. „Salan þessa mánuði var léleg
en þó töluvert um fyrirspurnir, sem
gefur góð fyrirheit fyrir þetta ár.
Það er þó farið að vanta iðnaðarhús-
næði og það er mikið hringt og spurt
eftir slíku húsnæði. Nú gefst dugleg-
um mönnum upplagt tækifæri til að
byggja 1000-2000 fermetra iðnaðar-
húsnæði, bæði til að selja eða leigja."
Ágústa Ólafsdóttir, hjá Fast-
eignasölunni Byggð, segir að upp
úr miðjum nóvember hafi fasteigna-
sala dregist saman en salan hafi
verið lífleg fram að því. Hún segir
að salan hafi dregist saman fyrr en
venjulega en hins vegar hafi árið í
heild komið vel út. „Eg held að árið
1997 verði gott og að markaðurinn
taki kipp þegar kemur fram í febr-
úar. Mesta salan er í mars, apríl og
maí og svo aftur í ágúst, september
og október.“
Vantar ódýrari eignir á skrá
Ágústa segir að framboð á íbúð-
arhúsnæði sé nokkuð gott en þó
vanti ódýrari eignir á skrá. Bæði
vanti tveggja herbergja íbúðir í sölu
og eins eignir í kringum 3 milljónir
króna. „Yngra fólkið sem er að
kaupa sína fyrstu íbúð er mikið að
leita að þessum ódýrari eignum."
Tryggvi Pálsson, hjá Fasteigna-
sölunni Holti, tekur í sama streng
og þau Pétur og Ágústa og segir
að salan hafi verið á rólegri nótunum
undir lok ársins, eftir óvenju líflega
sölu fyrri hluta ársins. Hann segir
nóg framboð af íbúðarhúsnæði nema
á Syðri-Brekkunni, í kringum
Menntaskólann, Fjórðungssjúkra-
húsið og Verkmenntaskólann.
„Þessi markaður á Akureyri ligg-
ur í heildarsölu á 400-500 eignum
á ári og þannig hefur það verið til
margra ára. Nýbyijað ár Ieggst vel
í mig en þó finnst mér bærinn ekki
standa sig nógu vel við lóðaúthlut-
anir. Hér vantar lóðir fyrir einnar
hæðar íbúðir, einbýlishús, parhús og
raðhús. Nú er farið að vanta iðnaðar-
húsnæði og það getur orðið til þess
að verð á slíkum eignum hækki.“
Tryggvi segir að til viðbótar sé
leiguíbúðamarkaðurinn að verða sér-
stakt fyrirbrigði í bænum. Hann
segir mjög erfitt að fá húsnæði til
leigu og leiguverð sé jafnvel hærra
en í Reykjavík.
Dalvík
Jón Helgi
kveður
JÓN Helgi Þórarinsson sókn-
arprestur kveður Upsasöfnuð
á Dalvík næstkomandi sunnu-
dag, 12. janúar. Hann hefur
verið ráðinn sóknarprestur í
Langholtskirkju og tekur við
störfum þar innan skamms.
Barnamessa verður í Dal-
víkurkirkju á sunnudag kl. 11.
Messa verður kl. 14. Eftir
messuna verður efri hæð safn-
aðarheimilisins tekin í notkun
og mun sr. Birgir Snæbjörns-
son blessa húsið.
Prestshjónin verða í safn-
aðarheimilinu til kl. 19 á
sunnudag og einnig frá kl.
16 til 19 næstkomandi þriðju-
dag.