Morgunblaðið - 09.01.1997, Side 16

Morgunblaðið - 09.01.1997, Side 16
16 FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1997 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Guðlaugur Wíum KRAKKARNIR á Olafsvík klæða sig upp og ganga í hvert hús og sníkja í gogginn. Mývatnssveit • • Séra Orn hættir á árinu Mývatnssveit - Hér í Mývatnssveit var hið fegursta veður um jól og áramót, kyrrt og bjart en hvít jól. Messað var í báðum kirkjum og var kirkjusókn mjög góð. Sóknarprest- urinn, séra Örn Friðriksson, prófast- ur á Skútustöðum, tilkynnti að hann léti af prestskap á árinu 1997. Hinn árlegi jólafundur Ung- mennafélagsins Mývetnings var haldinn í Skjólbrekku milli jóla og nýárs. Þar var einnig fjölmenn jóla- trésskemmtun Kvenfélags Mývatns- sveitar fyrir böm. Á gamlárskvöld var myndarleg áramótabrenna á Ytri-Höfða á vegum golfklúbbsins og sást hún víða um sveitina. Mikið var um flugeldaskot og blys í blíðuveðri. Þá var dansleikur í Hót- el Reynihlíð á nýársnótt. Óskandi er að hið nýbyijaða ár verði öllum gjöf- ult og gott bæði til lands og sjávar. Börnin „sníkja í gogginn“ Ólafsvík - Lionsklúbbarnir í Ól- afsvík hafa nokkur síðustu ár staðið fyrir þrettándabrennu ásamt tilheyrandi skrauti á þrettándanum. Alfadrottning og álfakóngur koma þar við sögu ásamt Grýlu og Leppalúða. Farið er með þessu fríða föruneyti um bæinn, komið við á elliheimilinu og sungið fyrir eldri borgara. Sá siður hefur verið hér í Ól- afsvík í a.m.k. 20 ár að börnin klæða sig í alls konar gervi og ganga í hús, banka upp og „sníkja í gogginn". Þá gefa hús- ráðendur krökkunum eitthvert sælgæti í pokann sem þeir hafa meðferðis. Það getur verið þó- nokkuð sem safnast saman þeg- ar gengið er í hvert hús. Að sögn kunnugra virðist þessi siður hvergi vera nema í Ólafsvík og enginn hefur enn getað gefið skýringu á af hverju þessi síður er kominn á. Mikið fjölmenni á þrettándahátíð á Selfossi Morgunblaðið/Sig. Jóns. JÓLASVEINAR báru kyndlana í blysförinni. Jólasveinar blysberar Selfossi - Jólin voru kvödd á Selfossi með blysför um bæinn, veglegri þrettándabrennu, álfasöngvum og tilkomumikilli flugeldasýningu. Mannfjöldi tók þátt í hátíðarhöldunum og kom fólk víða að. Var það mál manna að á þeim 20 árum sem þrettándahátíðarhöldin hafa farið fram með þessu sniði hefði mannfjöldinn ekki verið meiri. í blysförinni um götur bæjar- ins báru jólasveinar kyndla og Grýla og Leppalúði sátu í kerru sem fór fyrir göngunni. í kerr- unni voru einnig harmónikku- leikarar sem léku áramótalög. Á eftir gengu álfakóngur og drottning en þau stjórnuðu síð- an kórsöng á íþróttavellinum. Sigríður Jensdóttir, forseti bæjarstjórnar, flutti ávarp í til- efni af því að á þessu ári eru liðin 50 ár frá því Selfoss varð sjálfstætt sveitarfélag. Hún lagði áherslu á það að grunn- þátturinn í starfsemi bæjarfé- lagsins væri þjónusta við bæj- arbúa og nauðsynlegt að þeim liði vel, þætti vænt um bæinn sinn og Iétu sig varða það sem gera þyrfti. Þá hvatti hún unga fólkið til þess að standa á eigin fótum og varaði við þeirri miklu hættu sem ungu fólki stafar af vímuefnum. Sigríður gat þess í lokin að 50 ára afmælisins yrði minnst með margvíslegum hætti á ár- inu. I lok dagskrárinnar á íþróttavellinum mynduðu log- andi blys nafn Selfoss og töluna 50. Morgunblaðið/Siguijón J. Sigurðsson BIRGIR Valdimarsson, Halldór Pálmi Bjarkarson og Björn Helga- son við síðustu holu brautarinnar. Það er Björn sem er að pútta. Morgunblaðið/Hallgrímur Magnússon FRÁ golfmótinu I Grundarfirði. Vetrargolf á Þingeyri og í Grundarfirði ísafirði og Grundarfírði. - Kylf- ingar í golfklúbbum víða um land hafa slegið hvíta boltann af kappi að undanfömu. Jörð hefur verið auð um stóran hluta landsins og áhuga- menn um íþróttina gripið tækifærið himinlifandi. Hjá Vestarr í Gmnd- arfírði og Glámu á Þingeyri hafa nú í janúarbyrjun verið haldin golf- mót, sem fólki sunnar í álfunni kæmi ekki til hugar í þeim kuldum sem þar hafa ríkt að undanförnu. Golf hjá Glámu á Þingeyri Eitt fyrsta golfmót ársins var hald- ið á golfvelli Golfklúbbs Glámu á Þingeyri á laugardag. Um var að ræða svonefnt Nýársmót og voru keppendur sautján frá Þingeyri og Isafirði. Mjög óvanalegt er að golfarar geti stundað íþrótt sína á þessum árstíma enda hefur veðurfar jafnan verið með öðrum hætti í janúar. Golfarar eru því ánægðir um þessar mundir en sömu sögxi er ekki að segja af skíðaáhugamönnum sem lítið sem ekkert hafa getað stundað íþrótt sína í haust og það sem af er þessu ári. Birgir Karlsson, formaður móta- nefndar Golfklúbbsins Glámu, sagði í samtali við blaðið að tíðarfarið undanfarið hefði verið mjög sér- stakt og að menn myndu ekki eftir að hafa getað spilað golf áður um áramót. „Við spiluðum 28. desember, ég og þrír ísfirðingar, síðan fórum við aftur á gamlársdag og þá var sér- staklega gott að spila. Menn hér muna ekki eftir öðru eins tíðarfari og það má eiginlega segja það um landið í heild. Ég held að þetta mót okkar sé það fyrsta sem haldið er hér á landi á þessu ári og við mun- um reyna að spila eins lengi og færi gefst. Við vonumst til að geta spilað langt fram á skíðatímabilið," sagði Birgir í samtali við blaðið. Golf í Suður Bár fyrr en nokurn grunaði Þegar kylfíngar í golfklúbbnum Vestarr í Grundarfirði pökkuðu kylfum sínum niður í september í haust óraði engan fyrir því hve stutt væri í næsta mót. Engum kom til hugar að næsta mót yrði haldið í byijun janúar á auðri jörð í blíð- skaparveðri og sjö stiga hita. Þetta var nú samt raunin því þann 4. janúar 1997 var fyrsta golfmót ársins haldið á velli klúbbs- ins í Suður Bár. Mótið var fjölsótt, 15 keppendur mættu til leiks og sigurvegarar voru Bengt Russel í karlaflokki, Helga Soffíu Gunn- arsdóttir í kvennaflokki og Eym- ar Eyjólfsson í unglingaflokki. Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson Þrettándinn í Vogum Vogum - Fjöldi fólks tók þátt í þrettándagleðinni í Vogum í blíð- skaparveðri. Hófst hún með blys- för frá samkomuhúsinu Glað- heimum. Gengið var sem leið Iá eftir Vogagerði og að álfabrennu á Stóru-Vogatúni. Fremst fóru álfakóngur og álfadrottning og á eftir komu alls kyns furðuverur. Við álfabrennuna var sungið við undirleik harmoníku og stigu sumir dans. Björgunarsveitin Skyggnir sá um glæsilega flug- eldasýningu sem lýsti upp himin- inn og sprengignýrinn margfald- aðist með bergmáli. Að lokinni flugeldasýningu var safnast sam- an í Glaðheimum þar sem jólin voru dönsuð út. Þar voru valdir athyglisverðustu búningar kvöldsins og verðlaunað fyrir þá. Flest félög í hreppnum standa að þrettándagleðinni og skipta með sér verkum, þannig sér til dæmis björgunarsveitin um flug- eldasýninguna, kirkjukórinn um sönginn og Lionsmenn um brenn- una. 96024 Intemetnámskeið Tölvu- og verkfræöiþjónustan Tölvuraðgjöf • námskeíð • útgáfa Qrensásvegi 16 • ® 568 80 90

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.