Morgunblaðið - 09.01.1997, Síða 19

Morgunblaðið - 09.01.1997, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1997 19 NEYTENDUR Nautatunga seldist upp fyrir jólin Er ódýr og þykir góð sem álegg NAUTATUNGA er illfáanleg um þessar mundir og mun ástæðan vera sú að hún seldist upp fyrir jólin. Ýmsir veitingastaðir höfðu hana á hlaðborðum sinum í desem- ber og líklegt að margir hafi kynnst henni þar. Þegar grennslast var fyrir um verð á nautatungu í vik- unni kom á daginn að hún var illfá- anleg, fékkst hvorki hjá 10-11, MM búðunum, Fjarðarkaupum, Hagkaupi, Nóatúni, Gallerí Kjöti né í Bónus. Að sögn kaupmanna hefur verið erfitt að fá vöruna und- anfarið en það mun þó standa til bóta. „Við höfum orðið varir við aukna eftirspurn og núna sérstaklega fyr- ir jólin,“ segir Árni Ingvarsson hjá Hagkaupi. Jónas Þór hjá Gallerí Kjöti tekur í sama streng og segir vinsældir hennar miklar um þessar- mundir, fólk hafí þetta á borðum um jólin, annaðhvort sem forrétt eða á hlaðborði. Kílóið af nautatungu var fyrir jólin selt á frá fimm hundruð krón- um og upp í um sjö hundruð krón- ur. Sé nautatunga notuð sem álegg verður það að teljast fremur ódýrt þar sem algengt verð á tilbúnu kjötáleggi er oft á bilinu 1.300- 2.500 krónur kílóið. Þarf langa suðu - En hvernig á að matreiða nautatungu? „Yfirleitt er nautatunga soðin og hún þarf töluvert langa suðu við vægan hita eða allt að tveimur eða þremur klukkustundum. Best er að setja hana í ylvolgt vatn og láta suðuna koma upp hægt og rólega," segir Árni. „Þá er ráðlegt að taka af henni himnuna á meðan hún er vel volg og láta hana síðan kólna undir hreinum bómullarklút. Árni segir að ef nautatunga sé borðuð heit gangi allt meðlæti með sem yfirleitt passar með reyktu kjöti, hvít sósa, kartöflur og grænar baunir. Þeir Jónas Þór og Árni segja pip- arrót passa mjög vel með nauta- tungu og þá er oft gott að hræra hana ferska út í sýrðan rjóma og majónes. Árni bendir á að með salt- aðri nautatungu sé piparrótin góð svo og súrmeti, salatblöð og tómat- ar. „I flestum tilfellum er nauta- tunga höfð köld og óhætt að mæla með henni sem áleggi," segir Jónas Þór. Nautatunga aó hætti Hönnu Konur í saumaklúbbnum Gæsirnar ræða oft uppskriftir sín á milli og um daginn dró ein fram úr veskinu uppskrift að nautatungu. Hún sagði að nautatunga væri frábær matur en einn hængur hefði verið á mat- reiðslunni, þ.e. dætur hennar hefðu skyndilega orðið pakksaddar um leið og þær vissu hvað var í mat- inn. Hún mælti því með að foreldr- ar fyndu franska orðið yfir nauta- tungu (sem er líklega „langue de bouef“) og segðu börnunum það heiti á nautatungunni ef þau spyrðu hvað væri í kvöldmat. 1 meðalstór nautatunga ______________1 gulrót___________ 2 laukar með negulnöglum 12 piparkorn 1 lárviðarlaufsemerbrotiðítvennt 4 allrahanda korn ______________sellerí____________ steinselja Suðan látin koma upp og nauta- tungan soðin þangað til hægt er að fleyta froðunni af. Eftir að búið er að gera það er kryddi og græn- meti bætt í pottinn og nautatungan soðin í 2-3 klukkustundir eftir stærð tungunnar. I lokin ertungan látin kólna aðeins í vatninu og skinnið tekið af henni. Borið fram með kartöflusalati og síðan er hægt að borða hana kalda sem álegg. ■ Meistaraverk hlaðið kostum sem þú nýtur vel og lengi! Þrjú þriggja punkta belti og tveir höfuðpúðar í aftursætum. Spegill með sérstaklega víðu sjónsviði. Öryggisbelti með strekkjurum og dempurum. Niðurfellanlegt bak aftursætis, 40/60%. Oflugt farþegarými með tvöföldum styrktarbitum í hurðum og sérstaklega styrktum toppi og botni. Bilstjorasæti með hæðarstillingu Oflugt hemlakerfi með gaumljósi fyrir bremsuklossa í mælaborði. Loftpúðar fyrir ökumann og farþega í framsæti. Lengd 4129 mm Hjólahaf 2580 mm. Vökva- og veltistýri. Litað gler Rafdrifnar rúður. Fjarstýrðar samlæsingar hurða og skottloks ásamt ræsivörn. 5 girar eða 4 þrepa sjálfskipting. Fjarstýrt utvarp og segulband með RDS og 6 hátölurum. Upphituð afturrúða með stórri rúðuþurrku. Tolvustyrðar rúðuþurrkur aö framan og aftan Snunings- hraðamælir. Sparneytin og öflug 1,6 I vél. 3 bremsuljós Utihitamælirvarar ökumanninn við ísingarhættu. Samlitir stuðarar Þokuljos Þeir sem ekið hafa Renault Mégane vita að rökin fyrir kaupum eru mun fleiri en nefnd eru hér að ofan. Því bjóðum við þér að kynnast Mégane í reynsluakstri. RENAULT FER OOSTUM MEISTARAVERK ÁRMULA 13, SlMI: 568 1200, BEINN SÍMI: 553 1236

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.