Morgunblaðið - 09.01.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
URVERINU
FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1997 21
Loðnuvertíð
fer vel af stað
Vonast til að
loðnan verði við
út marsmánuð
„BEITIR NK er að klára að landa
hjá okkur fullfermi, um 1.100
tonnum, af loðnu og heldur síðan
rakleiðis á miðin á ný og er þetta
önnur löndunin frá áramótum, en
í þeirri fyrri fékk hann líka full-
fermi. Það er ekki hægt að segja
annað en að loðnuveiðamar fari
vel af stað á nýju ári og hér ríkir
mikil bjartsýni á að loðnuvertíðin
geti staðið út mars, eins og hún
hefur gert á síðustu árum,“ sagði
Svanbjörn Stefánsson, fram-
leiðslustjóri hjá Síldarvinnslunni í
Neskaupstað, í samtali við Verið
eftir hádegi í gær.
Svanbjörn sagði að hluti loðn-
unnar væri frystingarhæf, en mik-
ill meirihluti færi í bræðslu. „Ætli
við frystum ekki um það bil 150
tonn úr þessari löndun og hitt fer
í bræðslu. Þessi loðna er ívið
smærri en áður. Við getum aldrei
fryst svona mikið magn í einu eins
og skipin eru að koma með núna.“
Skipunum að
fjölga á miðunum
Beitir kom til heimahafnar
klukkan 8 í gærmorgun með
loðnufarminn og hafði þá verið að
veiðum undanfarna tvo sólar-
hringa. Jón Sigurðsson GK landaði
hjá Síldarvinnslunni 900 tonnum
í fyrradag og að sögn Svanbjörns
var Þorsteinn EA að fylla sig um
hádegisbilið í gær og var von á
honum til löndunar með kvöldinu.
Björg Jónsdóttir ÞH og Huginn
VE lönduðu sömuleiðis fullfermi í
gærmorgun. „Ég veit ekki ná-
kvæmlega hversu mörg skip eru
komin á miðin, en þeim fer örugg-
lega fjölgandi miðað við aflabrögð-
in,“ sagði Svanbjöm.
„Veiðin hefur gengið mjög vel
það sem af er nýju ári, að minnsta
kosti hjá okkur sem erum með flot-
vörpu. Við höfum verið að fá loðn-
una um 60 mílur suðaustur af
Norðfjarðarhorni sem er um fimm
tíma stím frá Neskaupstað. Þau
loðnuskip, sem þegar eru byijuð
loðnuveiðar, um tíu talsins, eru
öll á þessu svæði og fer þeim fjölg-
andi,“ segir Siguijón Valdimars-
son, skipstjóri á Beiti.
Eins og það
væri hásumar
Hann sagði loðnuna hafa verið
töluvert duglega að færa sig úr
stað og flakka á milli svæða. Fyr-
ir jólastopp hafi hún haldið sig
austur af Gerpi, en væri nú komin
talsvert langt frá þeim stað. „Við
erum mjög bjartsýnir og nú er
alltaf blíða eins og það sé hásum-
ar. Það er óvenjulegt á þessum
árstíma. Menn eru að vonast til
þess að vertíðin geti staðið lang-
leiðina út mars.“
Ný ísverk-
smiðja
rís í Nes-
kaupstað
Neskaupstað. Morgunblaðið.
ÞESSA dagana er unnið af full-
um krafti við byggingu nýrrar
ísverksmiðju á Neskaupstað.
Það er hlutafélag í eigu hafnar-
sjóðs og Síldarvinnslunnar sem
stendur að byggingunni. ísverk-
smiðjan, sem staðsett er við
höfnina við hlið nýja frystihúss-
ins, mun framleiða um 60 tonn
af ís á sólarhring og í henni
verður geysmlurými fyrir um
200 tonn. Kostnaður við bygg-
inguna nemur um 53 milljónum
og er áætlað að hún verði tilbú-
in um miðjan febrúar.
Skagfirðing-
ur selur í
Bremerhaven
SKAGFIRÐINGUR SK seldi 174
tonn af karfa í Bremerhaven á
mánudag og þriðjudag. Aflinn var
seldur í tveimur hlutum, 105 tonn
á mánudag og fengust þá 150 krón-
ur fyrir kílóið. 69 tonn voru seld á
þriðjudag en þá fengust 170 krónur
fyrir kílóið. Heildarverðmæti aflans
var því um 27.2 milljónir króna.
Skagfirðingur var í 13 daga að
veiðum yfir hátíðirnar áður en siglt
var til Bremerhaven.
Málþing
um starfs-
umhverfi
vélstjóra
VÉLSTJÓRAFÉLAG íslands verð-
ur með málþing um starfsumhverfí
vélstjóra næstkomandi laugardag.
Á þinginu verður fjallað um helztu
þætti í starfsumhverfinu, einkum
þó þær hættur, sem þar fínnast.
Helgi Laxdal, formaður VSFÍ, setur
málþingið, en að því loknu ávarpar
Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðis-
ráðherra, þingið. Vilhjálmur Rafns-
son, yfirlæknir, fjallar um áhættu-
þætti í starfsumhverfi vélstjóra, þar
með talin hætta á krabbameini,
Steingrímur Davíðsson, húðsjúk-
dómalæknir flytur erindi um húð-
sjúkdóma, Einar Sindrason, yfír-
læknir, fjallar um hávaða og heyrn-
arskemmdir. Guðmundur Eiríksson,
vélfræðingur, fjallar um reglur og
viðhorf Vinnueftirlits rikisins,
Kristinn Ingólfsson, tæknifræðing-
ur, fer yfír reglur og viðhorf Sigl-
ingamálastofnunar og Guðbjartur
Einarsson, vélfræðingur, flytur er-
indi um vistvæn skip. Málþinginu
verður svo slitið að loknum fyrir-
spurnum og umræðum.
Málþing VSFI verður haldið í
Borgatúni 18 næstkomandi laugar-
dag. Það hefst með skráningu þátt-
takenda klukkan 12.30 og áætluð
lok þess eru klukkan 17.30 síðdegis.
Windows, Word og Excel
96025
Töívu- og verkfræðiþjönustan
TölvurSðgjöf • námskeið • útgáfa
Grensásvegl 16 • ® 568 80 90
'
Mc. GORDON
2SIK
DRESS
MANN
MUNIÐ OPNUNARTIMANN: MAN - FOS. 09-20 - LAU. 09-18
LAUGAVEGI 1 8 B REYKJAVIK