Morgunblaðið - 09.01.1997, Qupperneq 22
22 FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1997
MORGUN BLAÐIÐ
Christopher
í aðalstöðvum SÞ
Clinton
hyg-gst
greiða
skuldina
Sameinuðu þjóðunum. Reuter.
WARREN Christopher, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, sagði í
gær, að það yrði eitt af forgangs-
málum ríkisstjórnar Bills Clintons
forseta á þessu ári að greiða skuld-
ir ríkisins við Sameinuðu þjóðirnar.
Kom þetta fram á fréttamanna-
fundi, sem Christopher átti með
Kofi Annan, nýkjörnum fram-
kvæmdastjóra samtakanna.
Bandaríkjastjórn skuldar SÞ um
80 milljarða ísl. kr. og ýmsir telja,
að Clinton muni leggja til, að öll
skuldin verði greidd á þessu ári.
Ekki er þó talið líklegt, að meiri-
hluti repúblikana á þingi samþykki
það.
Með heimsókninni var Christop-
her meðal annars að undirbúa vænt-
anlegan fund Annans með Clinton
í Washington en hann verður síðar
í mánuðinum.
Greinir á um umbætur
Þótt Bandaríkjastjórn hafi stutt
Annan er ágreiningur með þeim um
það í hveiju umbætur á starfsemi
SÞ eigi að felast. Bandaríkjamenn
vilja fækka mikið í starfsliði sam-
takanna en Annan vill fyrst og
fremst stokka starfsemina upp til
að gera hana skilvirkari. Fred Eck-
hard, talsmaður SÞ, segir, að Ann-
an vilji vissulega skera niður en
ekkert í líkingu við það, sem sumir
bandarískir þingmenn leggi til.
í viðræðum þeirra Annans og
Christophers lagði sá fyrrnefndi
mikla áherslu á mikilvægi þróunar-
aðstoðar á vegum SÞ en kostnaður
við hana er um 335 milljarðar ísl.
kr. á ári. Framlög einstakra ríkis-
stjórna til þessa starfs hafa hins
vegar farið minnkandi.
Gæéateréii1
á einstöku
HibeásMeBfði
f/uiríba/ta/'
Siglingar á vinsælustu
skemmtiskipum heimsins:
Carnival - Fascination
Páskasigling með
40% afslætti og
vikuframlenging.
Brottför 23. mars.
Önnur sigling uppseld.
footniniAuna
fegursta eyja Karíbahafs.
Heillandi páskaferð
23. mars,
12 dagar, ótrúlegt verð.
Gisting í New York, Santo
Domingo og Puerto Plata
- allt innifalið.
Einstakt tækifæri undir
leiðsögn Ingólfs. Fá sæti laus.
Nokkur sæti laus í jan. og
feb. Islenskur fararstjóri.
Besti valkostur um vetur.
FERÐASKRIFSTOFAN
, ?ma*
béFTOP
Austurstræti 17,4. hæð, 101 Reykjavík,
sími 562 0400, fax 562 6564
ERLEIMT
Irönum kennt um
sprengjuárás í Bagdað
Irakar segja hana hafa beinst gegn
írönskum stj órnarandstæðingum
Bagdað. Reuter.
ÍRAKAR sögðu í gær að þremur
sprengjum hefði verið varpað að
höfuðstöðvum íranskrar stjórnar-
andstöðuhreyfingar í Bagdað á
þriðjudagskvöld með þeim afleið-
ingum að einn maður lést og fjöldi
annarra særðist. Var skuldinni
skellt á stjórnvöld í íran.
í yfirlýsingu frá íraska upplýs-
ingaráðuneytinu, sem send var ír-
söku fréttastofunni INA, sagði að
yfirvöld hefðu „hafíð rannsókn á
árásinni til að ná árásarmönnun-
um“ og að allt benti til að „íranska
stjórnin [væri] viðriðin hryðju-
verkaárásina“.
Sprengjurnar lentu nokkra
metra frá höfuðstöðvum hreyfing-
arinnar Mujahideen Khalq, sem
hefur herstöðvar nærri landamær-
um íraks að íran og hefur heitið
því að steypa klerkastjórninni í
Teheran.
Ein sprengja lenti á götu við
sjúkrahús og eyðilagðist rannsókn-
arstofa í því. Onnur lenti á bygg-
ingu íraska rithöfundasambands-
ins og eyðilagðist hún. Sú þriðja
sprakk í lofti. Þeim var skotið af
um 700 m færi.
„Sjúklingur á sjúkrahúsi
skammt frá fékk hjartaáfall og
lést í áfallinu, sem hann varð fyrir
vegna sprenginganna," sagði
Hassan Nidham al-Mulki, talsmað-
ur Mujahideen Khalq. „Tólf manns
særðust, nokkrir alvarlega og
þurfti að taka fót af einum þeirra
og handlegg af öðrum.
Árásarmennirnir
flúðu
Mulki og hópur íraskra embætt-
ismanna sýndu blaðamönnum
flutningabíl, sem á stóðu þrjár
stórar sprengjuvörpur. Sögðu þeir
að þær hefðu verið notaðar til að
skjóta sprengjunum. Arásarmenn-
irnir hefðu notað tímastilli og flú-
ið áður en árásin átti sér stað.
Leiðtogar Mujahideen Khalq
skelltu einnig skuldinni á ráða-
menn í íran og skoruðu á íraka I
að loka íranska sendiráðinu í )
Bagdað vegna sprengjuárásarinn- .
ar.
Samtökin halda því fram að
írönsk stjórnvöld hafi gert 43 árás-
ir á höfuðstöðvar og liðsmenn
Mujahideen Khalq frá árinu 1993.
Tíu manns hefðu látist í þessum
árásum og margir særst.
Reuter
HREINSAÐ til á rannsóknarstofu sjúkrahúss í miðborg Bagdað eftir sprengjuárásina á þriðjudag.
Einn maður Iést og tólf særðust. Klerkastjórninni í Iran hefur verið kennt um tilræðið.
Arekimeð ,
300 manns
Sydney. Reuter.
FARÞEGASKIP með nærri 300
námsmenn og verkamenn frá eyj-
unni Kiribati rak stjórnlaust fyrir
veðri og vindum á miðju Kyrra- .
hafi í gær eftir að eldur hafði
komið upp í skipinu.
Hjálparbeiðni barst frá skipinu, |
MV Maasmond, sem er 1.000 tonn,
aðfaranótt miðvikudagsins en þá
hafði eldur orðið laus í vélarrúm-
inu. Tókst skipveijum að slökkva
hann en skipið er vélarvana um 800
km austur af Tarawa, einni af Kiri-
bati-eyjunum. Flaug Orion-björg-
unarflugvél frá nýsjálenska hern-
um yfir skipið í gær og var búist t
við, að dráttarbátur yrði kominn á
vettvang eftir tvo daga. Skipið var
á leið frá Tarawa til Jólaeyjar. |
Enginn meiddist er eldurinn
kom upp og ekkert amar að far-
þegum. í skipinu eru vistir til fjög-
urra daga.
Tilraun bresks auðkýfings til hnattflugs í loftbelg varð endaslepp
Loftbelgiu-
ínn hrapaði
í náttmyrkri
London. Reuter.
BRESKI auðkýfingurinn Richard
Branson sagðist í gær ánægður
með að vera lifandi eftir að tilraun
hans til að fljúga viðstöðulaust
umhverfis jörðina í loftbelg endaði
með ósköpum í alsírskri eyðimörk
tæpum sólarhring eftir flugtak í
Marokkó. Belgfarið hringsnerist er
það steyptist til jarðar en fyrir snar-
ræði eins belgfarans tókst á síðustu
stundu að draga úr fallinu.
Stjórnandi belgflugsáætlunar-
innar, Mike Kendrick, sagði ekki
vitað nákvæmlega hvað olli því að
hætta varð við hnattflugstilraunina
en þó virtist vandamálið snúast um
sambandið milli þunga farsins og
lyftigetu helíumbelgsins, sem var
hluti af loftbelgnum.
Innan í loftbelgnum var helíum-
blaðra til að lyfta belgfarinu upp í
30.000 feta hæð en það dregst
saman þegar sólar nýtur ekki við
og þykir líklegast, að brennarar í
munni aðalbelgsins hafi ekki haft
undan að hita upp loftið til að vega
upp á móti næturkælingunni.
Gert var ráð fyrir að belgfarið
legði að baki um 30 þúsund kíló-
metra i hnattfluginu en komst þó
aldrei nema 640 kílómetra frá flug-
taksstaðnum. Kom það niður í eyði-
mörk skammt frá borginni Bechar
í Alsír.
Minnstu munaði að illa færi er
belgfarið steyptist á ógnarhraða til
jarðar og lendingin yrði all harka-
leg. Á síðustu stundu tókst einum
belgfaranna þriggja, Alex Ritchie,
með fallhlíf á bakinu, að klifra upp
á þak belghylkisins í svartamyrkri
og aftengja tvo kjölfestutanka. Við
það léttist farið og dró úr fallinu.
„Alex er hetja dagsins," sagði
Reuter
ÞRÖNG á þingi í stjórnstöð belgflugsáætlunar Richards Bran-
sons, í London í gærmorgun. Fréttamenn hlusta á og taka upp
samtal Mikes Kendricks, stjórnanda áætlunarinnar (neðst til
hægri), við Branson rétt eftir lendingu í alsírskri eyðimörk.
Branson um samferðamann sinn í
símasamtali við stjórnstöð ferðar-
innar í London, „hann bjargaði lífi
okkar.“ Meðan Ritchie klifraði upp
á þakið reyndi Branson að létta
farið með því að fleygja fyrir borð
matarkössum og eldsneytishylkj-
um. Hann sagði lendinguna hafa
verið „all skelfilega“.
Branson var spurður að því hvort
hann væri sneyptur svaraði hann:
„Það er dásamlegt að vera lifandi,
það skiptir öllu núna.“ Kunnugir
töldu, að hann myndi gera aðra
hnattflugstilraun yrði einhver annar
fyrri til. Var hann í keppni við tvö
önnur lið um að verða fyrstur til
að svífa umhverfis jörðina í loftbelg.
Annars vegar við Bandaríkjamann-
inn Steve Fosset, sem búist er við
að freisti flugtaks í St. Louis í Misso-
uri í Bandaríkjunum einhvern næstu
daga. Hins vegar við leiðangur
Belgans Wim Verstraeten og Sviss-
lendings Bertrands Piccards, sem
áætla að freista hnattflugs næst-
komandi mánudag með flugtaki í
borginni Chateaux D’Oex í Sviss.
I
s
I
I
I
I
L
f
í
í