Morgunblaðið - 09.01.1997, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTU DAGUR 9. JANÚAR 1997 27
_______LISTIR____
„Utlendingar
falla strax
fyrir Requiem“
KÓRVERKIÐ
Requiem eftir Jón
Leifs komst í
sviðsljósið eftir
tónleika Deutsch-
Skandinavische
Jugend-Philharm-
onie í Berlín fyrr í
vikunni, þó ekki
væri það á efnis-
skrá, en að mati
Andreas Peer-Kahler, aðalstjórn-
anda hljómsveitarinnar, er það eitt
fallegasta tónverk gjörvallra tónbók-
menntanna. „Ég vil láta spila það
yfir mér þegar ég dey,“ bætti hann
við í samtali við Morgunblaðið að
tónleikum loknum.
Jón Leifs samdi Requiem til minn-
ingar um Líf dóttur sína, skömmu
eftir sviplegt andlát hennar árið
1947, að því er fram kemur í máli
Hjálmars H. Ragnarssonar tón-
skálds. Textinn er sóttur í ljóð Jónas-
ar Hallgrímssonar og íslenskar þjóð-
vísur. „Þótt Requiem sé, svo sem
nafnið gefur til kynna, sálumessa
er verkið öðrum þræði vögguvísa en
hljóðfallið í því minnir jafnframt á
öldur sjávarins, sem tengist greini-
lega dauða Lífar.“
Að sögn Hjálmars höfðar Requiem
beint til fólks — á mjög djúpan hátt.
„Verkið er mjög
óvenjulegt miðað
við önnur verk frá
þessum tíma, efnið
er svo einfalt. Það
má eiginlega segja
að Requiem ein-
kennist af mini-
malisma, löngu
áður en sú hreyf-
ing varð til.“
Hjálmar er staddur í Þýskalandi
um þessar mundir, þar sem hann
flutti meðal annars fyrirlestur um
Jón Leifs í Berlín 2. janúar síðastlið-
inn. Var Requiem flutt við það tæki-
færi af félögum úr Deutsch-Skand-
inavische Jugend-Philharmonie. Að
sögn Hjálmars, sem stjórnaði flutn-
ingnum, var þó einungis um „mála-
myndaflutning" að ræða, lítill tími
hafi gefist til æfinga. „Viðstaddir
gerðu þó góðan róm að frammistöðu
tónlistarfólksins en mín reynsla er
sú að- útlendingar falli strax fyrir
þessu verki.“
Annars veit Hjálmar ekki til að
kórverkið hafi verið flutt af erlendu
tónlistarfólki á tónleikum en íslenskir
kórar, svo sem Hamrahlíðarkórinn
og Kór Langholtskirkju, hafi nokkr-
um sinnum spreytt sig á því hér
heima og á söngferðalögum erlendis.
Hjálmar H.
Ragnarsson
SIGRÚN Sól bregður sér í hin ýmsu gervi í sýningunni.
„Daman“ aftur á kreik
SÝNINGAR á leikritinu Gefin
fyrir drama þessi dama og öllum
stendur svo innilega á sama eftir
Megas hefjast að nýju laugardag-
inn 11. janúar næstkomandi í
Höfðaborginni. Áformað er að
sýna þétt í janúar en að því loknu
verður að hætta sýningum.
„Sýningar hófust í september
á síðasta ári og var sýnt sleitu-
lausttil jóla, alls 26 sýningar.
Leikritið, sem hlotið hefur mjög
góðar viðtökur, jafnt hjá gagn-
rýnendum sem öðrum leikhús-
gestum, fjallar um ólíkar mann-
eskjur úr ýmsum afkimum þjóð-
félagsins. Verkið er fullt af
kímni, sorg, drama, hæðni og
mikilli meðaumkun,“ segir í
kynningu.
Sigrún Sól leikur öll hlutverk-
in í sýningunni en Hörður Braga-
son organisti hannaði hljóðmynd,
jafnframt því sem hann tekur
þátt í sýningunni og leikur á
fjölda hljóðfæra. Leikstjóri er
Kolbrún Halldórsdóttir, leik-
mynd og lýsingu hannaði Egill
Ingibergsson og búninga Þórunn
Elísabet Sveinsdóttir.
Endurklœbum húsgögn.
Gott úrval áklceba.
Fagmenn vinna verkib.
BólstnmÁsgríms,
Bergstaðastræti 2,
sími 551 6807
Langarþig ífrœðandi og
skemmtilegan skóla eitt kvöld í viku?
□ Langar þig að vita hvar látnir vinir og vandamenn hugsanlega og
líklegast eru í dag og hversu meint samband við þá og þessa undarlegu
heima er með aðstoð miðla?
□ Langar þig f öðruvísi skóla þar sem reynt er á sem víðsýnastan hátt
að gefa nemendum sem besta yfirsýn yfir hverjar hugsanlegar orsakir
dulrænna mála og trúarlegrar reynslu fólks raunvenilega eru í víðu
samhengi og í ljósi sögunnar?
□ Og langar þig svona einu sinni á ævinni að setjast f mjúkan skóla
eitt kvöld f viku þar sem flest þessi fræði eru kennd á lifandi hátt og
skólagjöldunum er svo sannarlega stillt í hóf?
Ef svo er þá áttu ef til vill samleið með okkur og fjöldamörgum öðrum
ánœgðum nemendum Sálarrannsóknarskólans undanfarin ár. Tveir
byrjunarbekkir hefja brátt nám í sálarrannsóknum 1 núá vorönn '97.
Skráning stendur yfir. Hringdu ogfáðu allar nánari upplýsingar í símum
skólans 561 9015 og 588 6050. Svarað er í síma skólans aðjafnaði alla daga
vikunnarfrá kl. 14 til 19. Skrifstofa skólans er hins vegar opin alla virka
daga kl. 16 til 19ogá laugardögum kl. 13 til 16.
ASálarrannsóknarskólinn
- skemmtilegasti skólinn -
Vegmúla 2,
símar 561 9015 og 588 6050.
JANUARTILBOÐ
TONIC þrektækl
TG-702 PM
Þrekhjól m. púlsmæli
★ Tölvu-púlsmælir
★ Newton þyngdarstillir
★ Breitt, mjúkt sæti
Verð 26.306.
NÚ 18.414.
TG-1828
KHfurstigi Deluxe
★ Tölvumælir
* Stillanleg hæð fyrir hendur
■k Mjög stöðugur
Verð 31.460.
Nú 22.022.
Póstsendum
um land allt
Opið laugardaga kl. 10-14
ViSA
SKEIFUNNI 11, SÍMI 588 9890.
...á stærstu og fjölbreyttustu útsölu landsins...