Morgunblaðið - 09.01.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.01.1997, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Crichton og breiðþotumar ÞAÐ yrði þrautin þyngri að koma titli nýjustu bókar bandaríska spennusagnahöfundarins Michaels Chrichtons yfir á íslensku. Bókin heitir á ensku Airframe, sem bók- staflega þýðir bolgrind í flugvél. „Bolgrind í flugvél" er ekki mjög grípandi titill. En sagan er spennandi og heldur manni við efnið, ekki síst ef maður hefur áhuga á flugvélum, því eins og nafn bókarinnar bendir til þá fjallar hún um flugvélar. Sagan hefst um borð í breiðþotu af gerð- inni Norton N-22 (sem er uppdiktuð flugvélartegund) í eigu flugfélags í Hong Kong í áætlunarflugi til Den- ver í Bandaríkjunum. Einhvers staðar yfir Kyrrahafinu dynur ógæfan yfir og flugvélin tekur mikl- ar dýfur líkt og skip í stórsjó, með þeim afleiðingum að þrír farþegar láta lífið og tugir slasast. Nauðlend- ing í Los Angeles tekst giftusam- lega. Þar kemur söguhetjan, Casey Singleton, til skjalanna. Hún er aðstoðarforstjóri Norton-flugvéla- verksmiðjanna, framleiðanda N-22. Verksmiðjurnar standa illa og eru að reyna að ná stórum samningi við kínversk yfirvöld um framleiðslu á tugum N-22 fyrir aiþýðulýðveldið en þetta atvik yfir Kyrrahafinu gæti stefnt þeim samningum, og þar með fyrirtækinu, í voða. Síðan fylgir lesandinn baráttu Singleton við að komast að hinu sanna í málinu og sýna fram á að það sem gerðist hafi ekki átt rætur að rekja til galla í flugvélinni, þótt allt virðist benda til þess. Þar á Singleton ekki síst í höggi við sjón- varpsþáttaframleiðanda, unga og yfirborðskennda konu sem lendir í því að A1 Pacino neitar viðtali og eftir Kristján G. Arngrímsson þarf því í skyndingu að fylla 12 mínútna „gat“ í fréttaþættinum Newsline. Það er óþarfi að rekja söguþráðinn nánar. Höfundurinn, Cric- hton (framb. Kærtin), er sá hinn sami og skrifaði Júragarðinn (Jurassic Park) sem Steven Spielberg gerði að kvikmynd sem er mest sótta kvikmynd allra tíma. Meðai ann- arra bóka Chrichtons eru Afhjúpun (Disclos- ure), Sólarupprás (Ris- ing Sun) og fyrir tíu árum skrifaði hann Congo, sem nýlega var kvikmynduð með mi- sjöfnum árangri. (Sú bók er líka ærið misjöfn.) Airframe er í grundvallaratriðum hefðbundin spennusaga um valda- baráttu og um margt svipuð fyrri bókum höfundarins, ekki síst Dis- closure. En eins og í fyrri bókum sínum á Crichton líka annað erindi við lesandann en bara það _að segja honum spennandi sögu. í Rising Sun benti hann á að Bandaríkja- menn væru svo gráðugir að þeir væru á góðri leið með að selja sig á vald Japana; í Disclosure sagði af því hversu ófyrirleitnar og gráð- ugar konur geta verið í samskiptum við karlmenn og að kynferðisleg misnotkun er ekki eitthvað sem ein- ungis karlmenn eru sekir um. Og Jurassic Park var áminning um það að mannskepnan getur ekki gert Michael Chrichton Verb: STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Stærðir: 23-39 Komnir aftur - pantanir óskast sóttar! Íekta) /LEÐURV ROCKSTONE SUBVIVAL SHOES PÓSTSENDUM SAMDÆGURS • 5% STAÐGREIÐSLUAFSLATTUR STEINAR WAAGE SKOVERSLUN J SÍMI 551 8519 |oppskó . Llnltii.imrli ifiA In. rinn steinarwaage • Veltusundi við Ingólfstorg • Simi 5521212. SKOVERSLUN SÍMI 568 9212 #“ hvað sém henni sýnist við veröldina sem hún lifir í. Airframe er tækni- tryllir fullur af sér- fræðiorðaforða, en Crichton bjargar því með einföldu stíl- bragði: Singleton þarf að útskýra allt fyrir nýráðnum aðstoðar- manni sínum og les- andinn fær því allar upplýsingar sem hann þarf. Þannig verður Airframe ekki bara að spennusögu heldur líka að kennslubók um flug og flugvélar, ekki síst breiðþotur. Til dæmis er vand- lega útskýrt hvaða kraftar halda flugvélum á lofti og hvernig væng- irnir starfa, og einnig gefin mynd af flugvélaframleiðslu og sam- keppninni á þeim markaði. En Crichton á líka annað erindi við lesandann, og bendir honum á að ekkert er eins einfalt og fjölmiðl- ar sýna það, og beinast þá spjótin fyrst og fremst að sjónvarpsfrétt- um. Fréttaframleiðandinn hefur ekki gripsvit á flugvélum, ruglar Boeing-þotu saman við Norton-þotu og þegar eldur kviknar í hreyfli á þotu heldur hún að það bendi til galla í flugvélinni sjálfri. Hún gerir sér enga grein fyrir svo einfaidri staðreynd sem þeirri, að þotufram- leiðendur smíða ekki hreyflana sem eru á þotunum heldur kaupir við- skiptavinurinn þá hreyfla sem hann kýs (t.d. Rolls Royce eða Pratt & Whitney). Og hvernig getur frétta- kona sem veit svona lítið um hvað hún er að fjalla veitt áhorfendum raunverulegar upplýsingar? Slíkt er óhugsandi, segir Chrichton. Þótt ekki sé hægt að segja sjónvarps- fréttir vera beinlínis lygi, er aug- ljóst að það er í eðli sjónvarps að einfalda veruleikann og gefa þannig upplýsingar sem eru ákaflega vill- andi. „Ormstunga ástarsaga4< hefur göngu sína eftir jólafrí ÆRSLALEIKURINN „Orms- tunga ástarsaga" hefur nú aftur göngu sína eftir jólafrí og er næsta sýning fyrirhuguð laugar- daginn ll.janúarí Skemmtihús- inu, Laufásvegi 22. „Leikurinn hefur átt góðu gengi að fagna síðan hann var frumsýndur 1. ágúst sl. og eru sýningar orðnar 47 talsins," seg- ir í kynningu. Samstarf er nú hafið við Sam- skiptamiðstöð heyrnarlausra og standa nú æfingar yfír á leiknum ásamt túlkum heyrnarlausra, en fyrirhuguð er sýning fyrir heyrn- arlausa innan skamms. Auk þess hyggur leikhópur- inn á leikferð um landið með vorinu. Saloniki menningar- höfuðborg SOFN og sýningarsalir hafa sprottið upp eins og gorkúlur í grísku borginni Saloniki að und- anförnu. Leikhús hafa verið endurbyggð, torg frá tímum rómverjanna fært til fyrra horfs og hresst upp á tyrknesk böð og gamlar kirkjur. Saloniki er menningarhöfuðborg Evrópu í ár, tók við af Kaupmannahöfn um áramótin, og borgaryfirvöld ætla sér stóra hluti á árinu sem er nýhafið, að því er segir í Politiken. Rómverska torgið, þar sem leikhús að rómverskum hætti verður opnað í mars, verður miðpunktur menningarársins. Ekkert verður til sparað. Borg- aryfirvöld þurfa ekki að fara bónleið til stofnana og fyrir- tækja um stuðning, þar sem gríska ríkið greiðir reikninginn að mestu. Melina Mercouri, þáverandi menningarmálaráðherra, átti hugmyndina að menningarborg- um Evrópu. Þessi ástsæla leik- kona og stjórnmálamaður er nú látin og telja Grikkir heiður rík- isins því að veði, að vel takist til í Saloniki. Hljóðar fjárhags- áætlun menningarársins upp á tæpa fjóra milljarða ísl. kr. en gert er ráð fyrir að allt að þriðj- ungur þeirrar upphæðar fáist fyrir selda miða og frá fyrir- MUNKARNIR á Aþosfjalli sýna verk sín í fyrsta sinn. tækjum sem styrkja menningar- viðburði. Saga Saloniki Lögð verður áhersla á sögu Saloniki, sem er 2400 ára göm- ul. Þar mætast áhrif austurs og vesturs; grísk, rómversk og múslímsk. Saloniki var stofnuð árið 315 fyrir Kristsburð af Kassander, sem náði völdum í Makedóníu eftir dauða Alexand- ers mikla. Fékk borgin nafn sitt eftir eiginkonu Kassanders, Þessaloníka. Um margra alda skeið var Saloniki næstmikil- vægasta borg býsanska heims- veldisins, aðeins Mikligarður (Konstantínópel) var stærri. Sal- oniki glataði ekki mikilvægi sínu undir stjórn Tyrkja, en Kemal Ataturk, stofnandi tyrkneska lýðveldisins var fæddur þar. Þá var Saloniki höfuðstaður gyð- inga við Miðjarðarhaf í fimm aldir. Munkarsýna verksín Ein stærsta sýning menn- ingarársins er sýning á 600 lista- verkum úr munkaklaustrinu á Aþosfjalli en þetta er í fyrsta sinn sem munkarnir lána verk sín og því í fyrsta sinn sem þau ber fyrir augu kvenna. Var byggt nýtt safn til að hýsa verk- in sem talin eru ómetanleg, þau elstu frá 10. öld. Þá má nefna sýningu um Alex- ander mikla, þar sem sýnt verð- ur hvernig málarar, allt frá tím- um endurreisnarinnar og fram á okkar daga, sjá hann. Verk Caravaggios verða til sýnis og á meðal tónlistarmanna sem spila munu í Saloniki má nefna Zubin Mehta og Mstislav Rostropovitsj. • • l fimmtudag, kl. 8.00 Fyrstir fyrs(lr fá TISKUVERSUJN KRINGLUNNI • SÍMI 553 3300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.