Morgunblaðið - 09.01.1997, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
PIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1997 31
Allt fyrir
frægðina
KVIKMYNPIR
Rcgnboginn
SLÁ í GEGN
(THE THINGS YOU DO)
★ ★ ★ '/2
Leikstjóri Tom Hanks. Handritshöf-
undur Tom Hanks. Kvikmyndatöku-
stjóri Tak Fujimoto. Tónlist Howard
Shore. Aðalleikendur Tom Everetf
Scott, Liv Tyler, Jonathan Schaech,
Steve Zahn, Ethaii Randall, Tom
Hanks. 110 mín. Bandarisk. 20th
Century Fox 1996.
SÁ GRUNUR læddist að mönnum
er það spurðist út að Tom Hánks
væri að leikstýra sinni fyrstu mynd
að stjórnendur Fox væru með því
að tryggja sér þennan vinsæla leik-
ara uppá framtíðina. Og í leiðinni
einn framleiðenda Slá í gegn, Jon-
athan Demme. Hvað sem því líður
þá kemur frumraunin hans Hanks
skemmtilega á óvart. Enginn byij-
endablær heldur virðist hann eiga
jafn auðvelt með að starfa fyrir aft-
an tökuvélarnar. Slá í gegn er að
flestu leyti hnitmiðuð þroskasaga
manna sem leita frægðar og frama
auk þess sem hún gefur býsna góða
innsýn í glerhálan poppheiminn.
Skólahljómsveit úr sveitaþorpi í
Pennsylvaniu dettur í lukkupottinn
er That Thing you do, eitt lag henn-
ar vekur athygli. Fyrst í heimahög-
unum, síðan Pittsburg, og þá kemur
umboðsmaðurinn White (Tom
Hanks) til skjalanna. Ekki líður á
löngu uns förinni er heitið til Kalifor-
níu og lagið kemst á toppinn. Þá er
aðeins ein leið til baka.
Handritið hans Hanks er ekki
síðra en leikstjórnin. Þar blasir við
dæmigerð þróunarsaga þúsunda
stjarna augnabliksins sem komast
að því að ekki er allt sem sýnist og
frægðin fallvölt. Það er tiltölulega
einföld saga á bak við myndina en
Hanks kryddar hana með skondnum
persónum og það leynir sér ekki að
hann hefur fínt skopskyn sem gerir
Slá í gegn einstaklega skemmtilega.
Myndin gerist á hinum eina og sanna
sjöunda áratug. Hanks og sam-
starfsmönnum hefur tekist að endur-
skapa andrúmsloft þess ágæta tíma-
bils með öllum sínum tryllitækjum,
söngtríóum, þó fyrst og fremst tón-
listinni sem minnir á bönd einsog
Dave Clark Five eða Herman Herm-
its. Svolítið tyggjókennd. Hann sýn-
ir okkur líka sakleysið deyja, umrót-
ið sem varð þess valdandi. Notalegt
kæruleysið og gleðina sem ríkti hjá
ungu fólki fyrir tíma mussulýðs.
Muninn á hæfileikum og meðal-
mennsku, ljómanum og myrkrinu,
hráskinnsleikinn í poppheiminum
þar sem þú ert aðeins jafngóður og
síðasta lagið þitt.
Líkt og Reykurer Slá í gegn lista-
vel heppnuð í sínum margbrotna ein-
faldleik. Hún ætti að eiga erindi til
allra. Eini umtalsverði ljóðurinn er
persónan Faye (Liv Tyler), sem
hangir í lausu lofti og sambandsslit
hennar við einn hljómsveitarmeð-
limanna kemur einsog skrattinn úr
sauðarleggnum. Hins vegar er allt
annað að sjá Tyler hér, dauðyflis-
bragurinn í Stolinni fegurð á undan-
haldi. Leikhópurinn er fínn og einkar
trúverðugur með Hanks í broddi
fylkingar. Það er ekki aðeins unun
að heyra og sjá þessa frumraun
heldur fer hann vammlaust með at-
vinnumanninn White. Nokkrum góð-
um gestum bregður fyrir í aukahlut-
verkum. Þau Rita Wilson, Kevin
Pollak, Bill Cobbs og ekki síst Alex
Rocco (frábær í smáhlutverki kolr-
uglaðs plötuútgefanda) þétta og
styrkja myndina. SIi í gegn er vönd-
uð og fagmannlega unnin, lítil mynd
sem kemur meiru til skila en flestar
aðrar. Það verður ekki síður spenn-
andi að fylgjast í framtíðinni með
leikstjóranum/handritshöfundinum
Hanks en leikaranum.
Sæbjörn Valdimarsson
Morgunblaðið/Árni Sæberg
FRÁ fyrsta samlestri á Kátu ekkjunni.
Káta ekkjan senn
á fjalirnar
ÍSLENSKA óperan hefur hafið æf-
ingar á Kátu ekkjunni, óperettu eftir
Franz Lehár við texta þeirra Viktors
Léons og Leos Steins. Söngtextar
eru í þýðingu Þorsteins Gylfasonar
en um leiktexta og leikgerð sér Flosi
Ólafsson. Leikstjóri Kátu ekkjunnar
er Andrés Sigurvinsson og Páll
Pampichler Pálsson stjórnar hljóm-
sveitinni. Stígur Steinþórsson hannar
leikmynd, Hulda Kristín Magnús-
dóttir búninga, Björn B. Guðmunds-
son lýsingu og Ástrós Gunnarsdóttir
er dansahöfundur. Æfingastjórar eru
Catherine Williams og John Beswick.
„Káta ekkjan var frumsýnd í Vín-
arborg árið 1905. Sögusvið óperett-
unnar er París um síðustu aldamót.
Káta ekkjan, Hanna, sem er vellauð-
ug, er komin til borgarinnar frá
heimalandi sínu, Svartfjallalandi. I
París hittir hún Danilo greifa sem
er gamall kærasti og kveikja endur-
fundir þeirra kenndir í bijóstum
beggja. Óperettan ijallar um ástar-
brall af ýmsu tagi og tilraunir til að
forða Svartíjallalandi frá gjaldþroti
með því að finna réttan eiginmann
handa ekkjunni ríku. Sagan er sett
fram á leiftrandi hátt með leikandi
léttri can can-, valsa- og vínartónl-
ist,“ segir í kynningu.
Það er Signý Sæmundsdóttir sem
fer með hlutverk kátu ekkjunnar
Hönnu og Garðar Coites með hlut-
verk Danilos greifa. Með önnur stór
hlutverk fara Sigurður Björnsson,
Marta Halldórsdóttir, Þorgeir Andr-
ésson, Jón Þorsteinsson, Stefán H.
Stefánsson, Guðmundur Jónsson,
Magnús Jónsson, Kristinn Hallsson,
Sieglinde Kahlmann og Árni
Tryggvason, ásamt kór og hljóm-
sveit Islensku óperunnar.
Káta ekkjan verður frumsýnd
laugardaginn 8. febrúar.
UTSALA
fierra
GARÐURINN
Kringlunni
atnadi med g Q - ^ Q
Utsala e
KRINGLUNNI M-kn SIMAR S33 1717
◦didas
(UPur T Vr
BoUr jr
peVsur
'ömubU*vur
,anaPu*ur
íþróttafatnaður
- strigaskór
- gallabuxur - ulpur
- bolir - hettupeysur
pils - kjólar