Morgunblaðið - 09.01.1997, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1997 35
AÐSENDAR GREINAR
íslenskir fiskveiðihagsmunir og
þjónusta við erlend fiskiskip
UPP á síðkastið
hefur nokkuð verið
fjallað um „löndunar-
bann“ sem íslensk
stjórnvöld hafi sett á
rússnesk fiskiskip sem
veiða úr karfastofnin-
um á Reykjaneshrygg,
eftir að þeim heildar-
afla er náð sem Rúss-
landi er ætlaður í sam-
þykkt Norðaustur-
Atlantshafs fiskveiði-
nefndarinnar (NE-
AFC). í leiðara Morg-
unblaðsins 29. desem-
ber sl. er t.d. spurt ^rl
hvort ekki sé ástæða Edwald
til að staldra við. „Er nokkurt vit
í þessari pólitík?“ spyr blaðið, í ljósi
þess að viðbrögð Rússa við þjón-
ustubanninu hafi verið hörð og
rússneska sjávarútvegsráðuneytið,
að sögn blaðsins, hvatt rússnesk
fyrirtæki tilþess að sniðganga við-
skipti við Islendinga. Þó liggur
fyrir að íslensk stjórnvöld beita
ekki þjónustubanni í þessu tilfelli
fyrr en veiðar skips eru raunveru-
lega orðnar umfram samþykktar
veiðiheimildir og það fyrir hvert
ár fyrir sig, þannig að frá 1. jan-
úar 1997 verður aðgangur rúss-
neskra skipa sem veiða á Reykja-
neshrygg á ný óhindraður að ís-
lenskum höfnum.
Menn hafa auðvitað skiptar
skoðanir á því hver eigi að vera
stefna íslands varðandi þjónustu
við skip sem grafa undan fiskveiði-
hagsmunum íslendinga, en
markmiðið með þessari grein er
að benda á nokkur atriði sem vert
er að velta fyrir sér í því sambandi.
Miklir hagsmunir í húfi
í fyrsta lagi eru þeir fiskveiði-
hagsmunir sem um er að tefla
engir smámunir. NEAFC ákvað
að heildarkarfaaflinn árið 1996
skyldi vera 153.000 tonn. Þar af
fengu Rússar 36.000 tonn, en ís-
lendingar 45.000 tonn. Vegna árs-
ins 1997 hefur hins vegar verið
ákveðið að Rússar geti hækkað í
41.000 tonn, ef þeir mótmæla ekki
samþykktinni, en heimildir ann-
arra þjóða verði óbreyttar. Aðrar
þjóðir, þ. á m. íslendingar, telja
það til vinnandi að lofa Rússum
auknum hlut ef þeir fallast á
stjórnun.
Það verður aldrei sátt um að
sumir séu bundnir af samþykktum
NEAFC og aðrir ekki. Það verður
því ekki hægt að halda uppi veiði-
stjórnun á svæðinu ef Rússar eða
aðrir virða ekki þær veiðitakmark-
anir sem samkomulag
hefur orðið um. Veið-
arnar verða þvi fijáls-
ar og sú hætta mjög
raunverulega fyrir
hendi að veiðarnar
hrynji vegna ofveiði.
Þar sem töluvert
hefur verið rætt um
viðskiptalega hags-
muni er ekki úr vegi
að reyna að nálgast
íjárhagslegt mat _ á
veiðihagsmunum Is-
lendinga á Reykjanes-
hrygg. Verðmæti karf-
ans uppúr sjó er um
50 kr./kg samkvæmt
mati Þjóðhagsstofnunar, en út-
flutningsverðmæti afurða er
hærra. Árlegar heildartekjur af
veiðum á 45.000 lestum af karfa
eru því 2,25 milljarðar króna. Þar
sem hér á að geta verið um sjálf-
bæra auðlind að ræða kann að
vera áhugavert að meta þessa
hagsmuni til lengri framtíðar. Ef
við gefum okkur að þessi auðlind
hryndi ef veiðum er ekki stjórnað,
en aflinn yrði 45.000 lestir af karfa
árlega um ókomin ár ef tekst að
standa vörð um skynsamlega nýt-
ingu, þá er núvirði fjárhagslegs
tjóns (brúttótekjur) af því að veiði-
stjórnunin hryndi, miðað við 5%
raunvexti, 45 milljarðar króna
(2,25 millja/0,05). Ef horft er til
þijátíu ára er núvirði heildartekna
af veiðunum miðað við sömu for-
sendur tæplega 35 milljarðar
króna.
Það er ljóst að þessi framsetning
felur í sér mikla einföldun og
sjávarafli getur verið svipull þótt
reynt sé að standa skynsamlega
að veiðum, en þetta er þó hefð-
bundin aðferð við að núvirða
ákveðið tekjustreymi við tilteknar
aðstæður. Hér er lika aðeins rætt
um heildartekjur af Reykjanes-
hrygg, en hvaða líkur eru á að við
getum staðið vörð um ábyrgar
veiðar úr norsk-íslenska síldar-
stofninum, eða á öðrum svæðum,
ef tilraunin á Reykjaneshrygg bíð-
ur skipbrot?
Síðastliðið vor varð mikið uppi-
stand vegna rússnesks togara sem
staðinn var að veiðum rúmlega 2
milur innan íslensku landhelginn-
ar. Togarinn var að karfaveiðum
einmitt úr þessum deilistofni sem
kallaður er, vegna þess að hann
veiðist bæði utan og innan land-
helginnar. Hvaða tilgangi þjónar
að veijast slíkum ágangi ef við
látum óátalið að karfastofninn sé
þurrkaður upp hinum megin land-
helgislínunnar, þrátt fyrir að al-
þjóðlegt samkomulag hafi náðst
um stjórn veiðanna með ærinni
fyrirhöfn?
Enginn tvískinnungur
Það er misskilningur að tvískinn-
ungur felist í afstöðu íslenskra
stjómvalda, þar sem íslendingar
stundi sjálfir úthafsveiðar í trássi
við samþykktir á öðrum svæðum.
í þessari grein er ekki hægt að
fara út í fiskveiðideilurnar sjálfar í
smátriðum en varðandi Barentshaf-
ið liggur fyrir að Islendingar hafa
ekki gert athugasemdir við löndun-
arbann Norðmanna gagnvart ís-
lenskum skipum, en hins vegar ósk-
að eftir þjónustu á grundvelli skýrra
ákvæða EES-samningsins, sem ís-
lendingar verða að framkvæma
með sama hætti gagnvart þeim
þjóðum sem þar eiga í hlut. Varð-
andi Flæmingjagrann blasti við að
höfnum yrði lokað fyrir þeim sem
ekki hefðu eftirlitsmenn um borð í
skipum sínum og íslenskar útgerðir
urðu að beygja sig fyrir þeim kröf-
um. Það er rétt að margar þjóðir
hafa verið ósáttar við óheftar veið-
ar íslendinga á Flæmingjagranni á
síðasta ári. Hér vora hins vegar
sett lög um úthafsveiðar í lok sið-
asta árs, sem gera íslenskum stjórn-
völdum kleift að stjórna þessum
veiðum með ábyrgum hætti og
verður rækjukvóti íslenskra skipa
árið 1997 innan við þriðjungur af
veiðinni 1996! Það er að sjálfsögðu
erfið ákvörðun fyrir íslensk stjórn-
völd að ráðast í slíkar takmarkanir
en sýnir einmitt að íslendingar vilja
fara fram með ábyrgum hætti á
úthöfunum. Tal um tvískinnung á
því ekki við rök að styðjast.
Nú er mikið rætt um það innan
svæðisbundinna fiskveiðistjórnun-
arstofnana, hvernig megi samhæfa
aðgerðir aðildarlandanna varðandi
löndunarbann og/eða þjónustu-
bann gagnvart skipum sem veiða
án tillits til samþykkta stofnan-
anna. Ástæðan fyrir þeim umræð-
um og beitingu slíkra aðgerða af
hálfu annarra ríkja er sú, að þess-
ar aðgerðir eru taldar hafa mikið
að segja fyrir þau skip sem veiði-
skapinn stunda. Hörð viðbrögð við
takmörkunum íslendinga benda
einmitt til að svo sé.
Samkomulag er nauðsynlegl
Framangreind atriði varpa von-
andi einhveiju ljósi á ástæðurnar
fyrir þeirri lögbundnu stefnu ís-
lenskra stjórnvalda að takmarka
aðgang erlendra fiskiskipa að ís-
lenskum höfnum, ef þau stunda
Árlegar tekjur af karfa
á Reykjaneshrygg geta
verið yfir tveir milljarð-
ar, segir Ari Edwald,
sem undirstrikar mikil-
vægi ábyrgrar veiði-
stjórnunar.
veiðar úr deilistofnum sem ósamið
er um, eða beinlínis í trássi við
alþjóðlegar samþykktir. Sú þjón-
usta getur auðveldað þessum skip-
um að spilla íslenskum fiskveiði-
hagsmunum.
Á hinn bóginn er það svo líka
staðreynd að þjónusta við fiskiskip
og sala á búnaði og tækjum til
þeirra er mikill og vaxandi atvinnu-
vegur, eins og glöggt má sjá t.d.
af skýrslu Þórðar H. Hilmarssonar
fyrir Aflvaka Reykjavíkur (janúar
1996). Það kemur ekki á óvart,
því mörg fyrirtæki í iðnaði og þjón-
ustu hafa verið að ná glæsilegum
árangri í útflutningi og viðspyrnan
hefur oft verið sá kröfuharði
heimamarkaður sem íslenskur
sjávarútvegur er. Skilin milli „ís-
lensks sjávarútvegs" samkvæmt
hefðbundinni skilgreiningu og
„þjónustuaðila við hann“ verða
reyndar stöðugt ógreinilegri. Nær
er að tala um eina órofa samkeppn-
isheild með samtvinnuð örlög. Það
eru því ekki langtíma hagsmunir
þjónustuaðilanna að íslendingar
vanræki fiskveiðihagsmuni sína.
Lausn þessa vandamáls sem hér
er til umræðu, þjónusta við rússn-
esk fiskiskip sem veiða karfa á
Reykjaneshrygg, hlýtur því að fel-
ast í því að Rússar og íslendingar,
sem eru tvær stærstu fiskveiði-
þjóðirnar á þessu svæði, nái varan-
legu samkomulagi um þessi fisk-
veiðimál, sem standa samskiptum
þjóðanna fyrir þrifum. Það er verk-
efni sem þarf að leysa sem fyrst.
Höfundur er aðstoðarmaður
sjávarútvegsráðherra.
Laugavegi, s. 511 1718
Krínglunni, s. 568 8017
All Saints
Obvious
Limehaus
Method Charly s
Countbo Van Gils Diesel
Shelley - JUNGLE
- ART - Hudson
- Nuke - CAT