Morgunblaðið - 09.01.1997, Page 36

Morgunblaðið - 09.01.1997, Page 36
36 FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1997 37 2P**gtiiiÞIafrií STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ARÐBÆR SENDIRÁÐ RÍKISSTJÓRNIN stefnir að því að opna sendiráð í Japan innan tíðar og er undirbúningur málsins hafinn í utanríkis- ráðuneytinu. Fyrir liggur að kostnaður við sendiráðið verður mikill, ef af verður. Tókýó er ein dýrasta borg heims og miðað við tölur um kostnað við rekstur sendiráðs í Peking í Kína, sem birtust í Morgunblaðinu í gær, er ekki ósennilegt að sendiráð í Japan yrði eitt dýrasta sendiráð íslands, ef ekki það dýrasta. Þessi kostnaður getur hins vegar verið fullkomlega réttlætan- legur. Rétt eins og Davíð Oddsson forsætisráðherra benti á í áramótagrein sinni í Morgunblaðinu getur rekstur sendiráða stuðlað að því að efla viðskiptatengsl og þar með hagsæld þjóð- arinnar. „Sennilegast er að íslendingar hafi af því hreinan fjár- hagslegan ávinning að opna sendiráð á stöðum þar sem nú eru engin og þeir hafa ríkra hagsmuna að gæta,“ sagði forsætisráð- herra í grein sinni. Þetta á auðvitað ekki aðeins við um sendiráð í Japan, heldur einnig á öðrum vaxandi markaðssvæðum ís- lands, til dæmis í Suður-Ameríku og Austur-Evrópu. Forsenda þess að rekstur sendiráða sé arðbær með þessum hætti er hins vegar að vinnubrögð og hugsunarháttur í utanríkis- þjónustunni breytist. Sendiráð íslands hafa til þessa í litlum mæli sinnt þjónustuhlutverki við viðskiptalífið. Nú er stefnt að því að þar verði nokkur breyting á. í lok síðasta árs samþykkti ríkisstjórnin að utanríkisþjónustan skyldi veita skilgreinda við- skiptaþjónustu í sendiráðum erlendis. Ráða á nýja viðskiptafull- trúa í fjórum ríkjum. Þá er að því stefnt að sendiráðin veiti fyrirtækjum í alþjóðaviðskiptum aukna þjónustu, einkum á verk- efnagrundvelli, og komi greiðsla fyrir í samræmi við umfang verkefnanna. Auk þessara breytinga þarf að huga að því hvaða kröfur eru gerðar til starfsfólks utanríkisþjónustunnar um menntun og reynslu og hvernig þjálfun sendifulltrúar íslands hljóta. Til þess að sendiráðin nýtist í þágu viðskiptalífsins þarf utanríkisþjónust- an á að halda fleiri viðskiptamenntuðum starfsmönnum og fólki með reynslu af atvinnulífi og milliríkjaviðskiptum. HÆKKUN HLUTABRÉFA GÍFURLEG hækkun varð á hlutabréfamarkaði 1996. Erþetta annað árið í röð sem veruleg hækkun er á hlutabréfum. Þessar miklu hækkanir gætu haft í för með sér að fólk færi að líta á fjárfestingu í hlutabréfum sem eins konar happdrættisvinn- ing, en slíkt sjónarmið er mjög varasamt. Þótt hlutabréf hafi margfaldazt í verði á síðustu misserum gætu þau allt eins lækk- að ámorgun. Yrðu slíkar uppsveiflur áþróuðum hlutabréfamörk- uðum erlendis væru menn löngu farnir að búast við hruni. Ástæður þessara hækkana eru sjálfsagt fjölmargar. Bæði er markaðurinn mjög ungur og óþroskaður og eftirspurn er ný, m.a. tilkomin að hluta vegna skattafsláttar, sem ríkissjóður hefur veitt vegna hlutafjárkaupa. Einnig hefur margumtalað góðæri haft jákvæð áhrif á markaðinn, en menn skyldu einnig vera minnugir þess, að íslenzkt efnahagslíf hefur jafnan verið sveiflukennt vegna einhæfs atvinnulífs. Það byggist að mestu á sjávarútvegi. Gengi hans er aftur mjög háð veiðum og afurða- verði. Þannig er margt á huldu um stöðu fyrirtækja til framtíð- ar, þótt ástand nú lofi góðu. Skattafsláttur vegna hlutafjár- kaupa verður afnuminn í þremur áföngum. Það eitt gæti dregið úr eftirspurn eftir hlutabréfum og haft áhrif á gengi þeirra. VERK JÓNS LEIFS FLUTT í BERLÍN SÖGULEG stund var á þrettándanum í hljómleikasal Fíl- harmóníu Berlínar, en þá flutti hljómsveitin Deutsch-Skand- inavische Jugend Philharmonie tvö verk eftir Jón Leifs, Elegiu op. 53 og Heklu op. 52, undir stjórn Andreas Peer-Káhlers. Þá var liðin meira en hálf öld frá því að verk tónskáldsins höfðu verið leikin opinberlega þar í borg. Móttökur tónleikagesta voru frábærar og hljómsveitarstjórinn var klappaður upp fjórum sinn- um að flutningi loknum. Umskiptin eru því mikil frá því 1941, þegar Jón Leifs stjórnaði sjálfur flutningi verka sinna í Berlín við litla hrifningu tónleikagesta. Flutningur á verkum Jóns Leifs í Berlín nú er enn eitt dæm- ið um það endurmat, sem orðið hefur á verkum tónskáldsins og hafa sumir tónlistarfrömuðir gengið svo langt að telja Jón með merkustu tónskáldum aldarinnar. Andreas Peer-Káhler lét m.a. svo ummælt eftir hljómleikana, að Requiem Jóns Leifs væri eitt fallegasta verk gjörvallra tónbókmenntanna og að það vildi hann láta spila yfir sér látnum. Við íslendingar eigum að stuðla að því að verk Jóns Leifs verði kynnt sem víðast um heim, auk þess sem flutningur þeirra hér heima fyrir þarf að verða tíðari. ^ * Otrygg afkoma Guðbjargar IS réð sameiningu útgerðarfélaganna Hrannar hf. og Samheija hf. OTRYGG afkoma útgerðar Guðbjargar ÍS 46, eins glæsilegasta frystiskips Islendinga, er fyrst og fremst ástæða þess að hún hefur verið sameinuð Samherja á Akur- eyri. Skipið kostaði nýtt langleiðina í tvo milljarða króna, en áhvílandi skuldir eru nú um einn milljarður króna. Aflaheimildir eru um 3.400 þorskígildi, en þær duga ekki til að standa undir útgerð skipsins. Því hefur verið sótt á ijarlæg mið. Segja má að eingöngu hafi verið stundaðar rækjuveiðar frá því 2. október 1995. Á síðasta ári var afli skipsins um 2.900 tonn að verðmæti um 550 milljónir króna. Megnið af aflanum var tekið á Flæmska hattinum, en töluvert gert af því að skipta út heim- ildum fyrir rækju og leigja út botn- fiskheimildir. Niðurskurður og kvóti Nú hefur rækjukvótinn á Flæmska hattinum verið skorinn niður og hlut- ur Guðbjargarinnar þar því kominn niður í 350 tonn. Auk þess reiknuðu eigndur Guggunnar með því að kvóti verði settur á veiðar á úthafskarfa á Reykjaneshrygg, og því myndu afkomumöguleikar skipsins skerðast enn frekar. Eins og staðan var því orðin, stóð reksturinn í járnum og segja má að enginn túr hafi mátt „klikka“. Mikil samvinna við Samheija á undanförnum árum hefur komið báð- um aðilum til góða. Hrönn, útgerð Guggunnar, og Samheiji skiptu á veiðimheimildum og Strýta, dóttur- fyrirtæki Samherja, tók lengst af alla iðnaðarrækju af Guggunni til vinnslu. Sú samvinna er að mati margra lykillinn að sameiningu fyrir- tækjanna nú. Enginn vildi út Eigendur Hrannar eru Ásgeir Guðbjartsson, Margrét Guðbjarts- dóttir, Marías Þ. Guðmundsson, Guð- mundur Guðmundsson og erfingjar Guðbjarts Ásgeirssonar, börn hans Ragnheiður, Hörður og Guðbjartur. Sögusagnir hafa verið um það, að farið hafi verið út í þessa sameiningu vegna þess að einhveijir eigenda Hrannar hf. hafi viljað fá hlut sinn greiddan út, en fyrirtækið hafi ekki haft til þess bolmagn. Með samein- ingunni sé það vandamál hins vegar úr sögunni, því þá geti þeir eigendur sem það vilja selt hlutabréf sín í Samheija, þegar fyrirtækið er komið á hlutafjármarkaðinn. Eigendur Hrannar hafi með þessu móti tryggt stöðu sína verulega. Bæði Marías Þ. Guðmundsson og Ásgeir Guð- bjartsson segja þessar sögusagnir algjörlega úr lausu lofti gripnar. Ekkert hafi verið rætt um það með- al eigenda að einhveijir þeirra vildu losa sig út og selja sinn hlut. Reynd- ar hafi það gerzt fyrir þó nokkrum árum að til tals hafi komið að Mar- grét Guðbjartsdóttir seldi sinn hlut, en svo hafi ekki orðið þá og hafi það ekki verið í umræðunni nú. Afkoman tryggð Hvað er þá unnið með sameining- unni? Samheiji ræður yfir gífurleg- um aflaheimildum í íslenzkri lög- sögu. Meira en ígildi 20.000 tonna af þorski. Auk þess á Samheiji hlut- deild í aflaheimildum Evrópusam- bandsins, Færeyinga og Grænlend- inga í Barentshafi, á Reykjanes- hrygg og víðar. Auknar aflaheimildir eru nauðsynlegar til að tryggja af- komu Guggunnar og ljóst er að þær eru tryggðar með sameiningunni. Hvort skipinu verður síðan beitt á rækju innan lögsögu, en ___________ heimildir á Flæmska hatt- inum svara tæplega til meira en einnar veiðiferð- ar, eða farið verður með það á karfa á Reykjanes- ““““““ hrygg, þorsk í Smuguna eða eitthvað annað, skiptir ekki meginmáli. Samheiji eykur veiðiheimildir sín- ar með sameiningunni verulega, einkum í bolfiski. í flota þess bætist eitthvert öflugasta fiskiskip íslend- inga og ætti það að tryggja hráefnis- öflun verulega, hvort sem það verður í rækju eða bolfiski. Tilkoma svo „Víst grátum við Gugguna“ Aflamark fiskiskipa frá ísafirði og hlutur þeirra af heildaraflamarki hvers árs, frá 1985 BOTNFISKUR UTHAFSRÆKJA XSm Ew d Ci jSoo* c é= c e c o o o o o o e o tn cm co co o co i- o in in o co cnj i- lí) co n ifi in cn M ^ (O Ift coíM'i-pr~fer^E‘«3-goo»oo^i-BinBeoH,<3-ar>.P'<3- MNwS'í|i^yir)lr-|NlcolMÍo|inlu,3|esi Illl coim 1991 91/ 92/ 93/ 94/ 95/ 96/ 92 93 94 95 96 97 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 91/92 92/93 93/94 94/95 95/96 96/97 %— j Hlutfall af heild j - — — % / Z2 — / — / í-\ Hlutfall af heild | Sameining Hrannar hf., útgerðar Guggunnar á ísafirði, og Samheija á Akureyri hefur vak- ið mikla athygli. Bátar og togarar með nafnið Guðbjörg hafa áratugum saman verið einhver fengsælustu skip íslenzka fískiskipaflotans. Með þessari sameiningu verður Samheiji lang- umsvifamesta útgerðarfyrirtæki Islands. Hjörtur Gíslason kannaði ýmsa þætti máls- ins, en ótrygg afkoma útgerðar Guðbjargar- innar réð úrslitum um sameininguna. Aflamark Guðbjargar ÍS fiskveiðiárið 1996/97 Þorskur Ýsa Ufsi Karfi Steinbítur Grálúða Skarkoli Úthafsrækja 1.631,3 tonn 327.5 tonn 218,7 tonn 606.6 tonn 32,6 tonn 273,1 tonn 27,4 tonn 122,5 tonn Þ0RSKÍGILDI 3.408,9 tonn Lítil breyting fyrir ísfirð- inga? öflugs skips gefur hvort tveggja í senn möguleika á aukinni sókn á úthafið og verulegri hagræðingu í útgerð. Því verður ekki annað séð en hagsmunum beggja hópanna, eig- enda Guðbjargarinnar og Samheija sé vel borgið með þessu. Endurfjármögnun Á næstu vikum fer Samheiji á hlutabréfamarkaðinn. Þorsteinn Már Baldvinsson, einn eigenda Samheija, segir að samfara því verði farið út í hlutafjáraukningu. Það fé verði síð- an notað til að lækka skuldir á Gugg- unni og endurfjármagna þær. Meðal annars sé ætlunin að losa mjög óhag- stæð norsk lán af skipinu. Með því móti geti afkoma útgerðarinnar orð- ið mun betri en hingað til. Aðeins rætt við Samherja „Víst grátum við Gugguna," sagði einn viðmælenda Morgunblaðsins. Auðvitað er eigendunum eftirsjá að þessu glæsilega skipi, sem þeir eiga ________ í raun ekki lengur. Leiða má getum að því að þeir hafi ekki séð fótum sínum forráð þegar skipið var keypt. Það hafi einfaldlega verið allt of dýrt miðað við þá tekjumöguleika, sem fyrir hendi voru eins og berlega hefur komið í ljós. Fjárfestingin var of mikil og lánin í Noregi dýr. Því var eigendun- um nauðugur einn kostur að skjóta styrkari stoðum undir útgerðina. En var Samheiji eini kosturinn? Um það má efalaust deila, en líklega eru það fá fyrirtæki á íslandi, sem geta keypt skip og veiðiheimildir í einu fyrir meira en tvo milljarða króna, eða ráðið við slíka samein- ingu. Aldrei kom til viðræðna við fyrirtæki á ísafirði um samstarf við útgerð Guggunnar. Vitað er að eig- endur hins nýja Básafells á ísafirði höfðu fullan hug á að koma að þessu máli, en við þá var ekki rætt, þrátt fyrir að framkvæmdastjóri fyrirtæk- isins sé sonur Margrétar Ásgeirs- dóttur, sem á fimmtung í Hrönn hf. Það eru auðvitað eigendurnir, sem ráða því hvað þeir gera og þeir völdu þann kostinn, sem þeim þótti skárst- ur. Áfram gert út frá ísafirði Guggan verður reyndar gerð út frá ísafirði áfram og aðalskipstjóri skipsins verður Guðbjartur Ásgeirs- son, sonur Ásgeirs. Segja má að um 45 manns séu í áhöfn skipsins, 24 eru um borð hveiju sinni, hinir í fríi. Um 30 þessara manna eru búsettir á ísafirði. Ekkert bendir til þess að breytingar verði í áhöfn skipsins, enda leitun að betri sjómönnum en þar eru um borð. Því fá ísfirðingar áfram sínar útsvarstekjur, að minnsta kosti næstu árin. Frystiskip eins og Guggan eru hins vegar ekk- ert háð heimahöfn, þar sem afli þeirra er nánast ekkert unninn í landi. Undantekningin er sú rækja, sem fer til pillunar innan lands, en sú rækja af Guggunni hefur nær eingöngu farið til vinnslu hjá Strýtu hf. á Akureyri. Ekki eru fyrirsjáanlegar breyting- ar þar á á næstunni að minnsta kosti. Skipið fór 10 veiðiferðir á síðasta ári. Fjórum sinnum var landað á ísafirði en 6 sinnum í Argentía á Nýfundnalandi. Það á eftir að koma í ljós hve oft verður landað á ísafirði í framtíðinni, en þar mun hag- kvæmnin væntanlega ráða. Líkleg- ast verður landað þar sem þjónustan er bezt, afgreiðslugjöldin lægst og stytzt frá miðunum. Líklegt er því að löndunum á ísafírði fækki. Eftir að útgerð Guðbjargarinnar hóf frystingu um borð hefur afli liennar ekki komið til vinnslu á ísafirði. Fyrir þann tíma fór veruleg- ur hlutur aflans utan óunninn í gám- um. Það er því ekki mikil breyting fyrir ísfirðinga þó skipið landi ekki lengur fyrir vestan að öðru leyti en því að hafnarsjóður og ýmsir þjón- ustuaðilar verða fyrir nokkrum tekjumissi. Miklar aflaheimildir Heimildir skipsins eru um 3.400 þorskígildistonn og er það nær ein- göngu bolfiskur, aðeins _____________ um 100 tonn rækja. Nokk- uð hefur verið keypt af varanlegum aflaheimild- um á skipið síðustu ár, en þær síðan notaðar í skipt- reyndar aukizt um tæp 5.000 tonn frá fiskveiðiárinu 1994/95. Guð- björgin verður reyndar gerð út frá ísafirði áfram og heimildirnar vænt- anlega vistaðar þar. Sé hins vegar litið svo á að þær séu runnar úr greipum ísfirðinga, missa þeir þarna um þriðjung botnfiskveiðiheimilda sinna. Mikill órói er meðal ísfirðinga vegna sameiningar Hrannar hf. og Samheija. Margir líta svo á að skip- ið sé ekki lengur í eigu þeirra og það er vissulega rétt. Það er nú orð- ið hluti af Samheija. Eigendur beggja fyrirtækjanna fullyrða að Guggan verði áfram gerð út frá ísafirði og því sé þar ekki um neina breytingu að ræða aðra en þá að útgerð skipsins verði nú mun trygg- ari en áður. „Hápunkturinn á kvótabraskinu" Pétur Sigurðsson, forseti Alþýðu- sambands Vestfjarða, er ómyrkur í máli. „Þetta er bara það, sem menn geta búizt við meðan við búum við þessa snargeggjuðu fiskveiðilöggjöf. Þetta er hápunkturinn á kvótabrask- inu. Menn geta selt til framtíðar óveiddan fisk í sjónum fyrir hundruð milljóna. Það er enginn að kaupa Guðbjörgina sem skip, þó gott sé. Það er einskis virði án aflaheimilda og þess vegna er verið að selja 3.500 tonna aflaheimildir af staðnum, fisk sem þó á að vera þjóðareign. Þetta gengur ekkert upp. Grundvallaratr- iðið er þessi vitlausu lög og síðan má deila um það hvort menn hafa gert nóg til að reyna að halda þess- um heimildum hér. Reyndar fóru þessar aflaheimildir að mestu úr bænum, þegar Guðbjörginni var breytt í frystiskip," segir Pétur Sig- urðsson. Pétur segir að það sé bara mála- myndagerð, að gera Gugguna út frá ísafirði. Mikil óvissa sé um það hve oft skipið komi til ísaljarðar til að landa og kaupa þjónustu. „Ég gef ekki mikið fyrir það, þó skipið sé skráð hér.“ Allt snýst þetta mál um hags- muni. Ekkert er eðlilegra en eigend- ur Guðbjargarinnar geri það sem þeir geta til að gæta eigin hags- muna. Útgerðin stendur í járnum og eigendur sjá fram á að veiðimögu- leikar á næstu árum dugi ekki til að útgerðin beri sig. Skuldirnar eru miklar og þeir leita því leiða til að tryggja afkomu skipsins og vernda eign sína í því og veiðiheimildunum, sem skipinu fylgja. Eigendurnir hljóta að ráða því hvernig þeir ráð- stafa eign sinni. Ekki er að sjá að miklar breytingar verði á útgerðar- háttum skipsins hvað varðar hags- muni ísfirðinga og ísafjarðarbæjar. Versta niðurstaðan hefði væntanlega verið gjaldþrot útgerðarinnar. Skipið of dýrt Það er alltaf hægt að leita skýr- inga á því hvers vegna útgerð ein- hvers tiltekins skips gengur ekki. í þessu tilfelli koma saman margir þættir. Mestu ræður einfaldlega að skipið kostaði of mikið miðað við tekjumöguleikana sem fyrir hendi voru. Veiðar eru takmarkaðar í alla fiskistofna innan lögsögu íslands, svo mikið að hvergi nærri nóg hefur verið fyrir skipastólinn. Við smíði skipsins voru lánin tekin í Noregi. Þau hafa reynzt afar dýr og auk þess fylgdi sú klásúla að skipinu yrði ekki beitt við veiðar í Smug- unni. Ný smuga opnaðist hins vegar á F'læmska hattinum en hún er nú lokuð að segja má. Veiðarnar á _________ Reykjaneshrygg opnuðu einnig mikla möguleika, en ekki er hægt stunda veiðar á tveimur miðum samtímis. Þá má gera ráð fyrir kvóta á úthafskarfanum, sem Fiskað fyrir 550 milljónir í fyrra um fyrir rækju eða leigðar út meðan skipið var á veiðunum við Nýfundna- land. Heimildir upp á 3.300 tonn af bolfiski eru mikill missir fyrir stað eins og ísafjörð þrátt fyrir allt, sé litið svo á að þær hverfi úr bænum. Heildarbotnfiskheimildir staðarins eru á þessu ári 15.214 tonn og hafa skerðir möguleika til aflaaukningar enn frekar. Það er vissulega töluvert áfall fyr- ir eigendur þessa mikla aflaskips að þurfa að fara þessa leið. Það er einn- ig áfall fyrir ísaljörð. Mestu máli skiptir þó líklega að útgerð skipsins hefur verið tryggð og það verður áfram gert út frá ísafirði. Morgunblaðið/Kristinn UPPSTOKKUN hjá Pósti og síma hf. hefur komið róti á starfsmenn og margir tala um skort á upplýsingum. Pósti og síma breytt í hlutafélag sem gekk í VSÍ um áramót Ovissa ríkir meðal margra starfsmanna PÓSTUR og sími hf. gerðist um_ áramót beinn aðili að VSÍ, sem kom Felagi póst- manna og Símamannafé- laginu á óvart, en fyrir fyrirtækinu vakir að sögn að auðvelda samninga- gerð í komandi kjarasamningum. Meðal annars hefur komið fram sú gagnrýni að með inngöngunni í VSÍ sé óljóst hvaða stéttarfélögum nýr- áðnir starfsmenn P&S muni tilheyra. Samfara þessu hefur orðið upp- stokkun í yfirstjórn fyrirtækisins, búið er að boða ýmis áform um hag- ræðingu og færa til starfsmenn, sem hefur sömuleiðis aukið á óöryggi fólks að sögn þeirra sem blaðamaður ræddi við í gær. „Það er mikill óróleiki í mönnum, geysilega mikil uppstokk- ----------- un hefur átt sér stað og yfirstjórnin er ný af nálinni um margt, ekki síst á yfir- stjórn póstsins. Meðan óvissa ríkir er kurr í fólki Óvissa ríkir hjá starfsfólki Pósts og síma hf. eftir að fyrírtækinu var breytt í hlutafélag um áramót og það ákvað í kjölfarið að ganga í Vinnuveitendasamband íslands. Hefði mátt undirbúa mun betur og lausu endarnir eru of margir að manni finnst. Þegar vantar upplýsingar mynd- ast gróusögur og þær draga yfirleitt upp mun dekkri mynd en raunveru- lega er og ekki bætir úr skák að þetta gerist á versta tíma, þegar samningar eru lausir. Menn hefðu átt að vera önnum kafnir að semja en ekki rífast um við hvern á að semja,“ sagði einn viðmælenda Morgunblaðsins innan fyrirtækisins. Hann segir að starfsfólki lítist ekki endilega illa á nýja yfirmenn, en það vilji hins vegar fá að vita hvað þeir ætla að gera og á upplýs- ingastreymi hafi verið misbrestur. „Yfírstjórnin hefði átt að segja strax af eða á þegar tilkynnt var í fyrra um breytinguna yfir í hlutafélags- formið, þ.e. hvort gengið yrði í VSÍ eða haldið yrði áfram á fyrri forsend- „Búið er að hrókera mörgum til sem vita ekkert í raun um framtíð sína og ekki hjálpar þetta útspil í sambandi við samningagerðina við stéttarfélögin. Búið er að leggja nið- ur umdæmisskrifstofurnar og það fólk færist til, auk þess sem verið er að endurskipuleggja starfsemina. Þar sem ég vinn var fólk fært á --------- milli húsa og aðrir fluttir þvert yfir bæinn. Slíkar tilfærslur eru í sjálfu sér í lagi og eðlilegt að stokka upp, en hins vegar virðist ríkja mikil ringulreið um Ég held að fullyrða megi að allir hafi búist við óbreyttu ástandi og því kom þetta báðum félögunum í opna skjöldu og starfsfólki að sjálf- sögðu líka. Flestir þykjast ____________ muna að ráðherra hafi lýst því yfir að ekki stæði til að ganga í VSÍ, en síðan breytist allt fyrirvara- °* Hiargir laust,“ segir hann. hvernig að þessu er staðið. Fólk er kannski líka óþarflega illa upplýst, enda ekki búið að taka eða tilkynna allar ákvarðanir. Niðurstað- an er sú að undirbúa hefði mátt þessar breytingar miklu betur og með meiri fyrirvara.“ Hún bendir á að P&S er einn Ijöl- mennasti vinnustaður landsins og að hæpið sé að ráðast í miklar breyting- ar án samráðs við starfsmenn og sáttar í þeirra röðum. „Félögunum var lofað því að ekki kæmi annað til greina en að þau færu með samningsumboð fyrir fólk- ið og þau voru svo bláeyg að trúa þessu mánuðum saman. Hefði félög- in einhvern tímann grunað að þau ættu ekki að semja um störf fyrir nýtt fólk heldur aðeins þá sem kalla má - innan gæsalappa - eftirlegu- kindur eða gamla ríkisstarfsmenn, hefði verið tekið á allt annan hátt á rnálurn," segir Kristín. „Það segir sig líka sjálft að verði ekki nýliðun innan stéttarfélaganna er það dauðadómur yfir samningsstöðu okkar í framtíð- _________________ inni, og það mun enginn Lausu end- samþykkja.“ arnir eru Árás á stéttina Ringulreið í framkvæmd „Óöryggi og óvissa, misskilningur og almenn hræðsla einkenna ástand- ið,“ segir Kristín V. Gísladóttir sem situr í stjórn Póstmannafélagsins og trúnaðarmannaráði og heyrir að sögn mikið af viðhorfum starfsfólks P&S víðsvegar um land. Jón Ingi Cesarsson varaformaður Póstmanna- félagsins segir starfsfólk á Akur- eyri, þar sem hann starfar, láta yfir- standandi breytingar trufla sig veru- lega, ekki síst þar sem margir telji að stjórnendum fyrirtækisins sé í mun að sundra samtökum starfs- manna. „Við hér fyrir norðan mynd- um upplifa að nýráðnum yrði dreift í hin ýmsu stéttarfélög, sem okkur finnst erfítt að sjá gerast. Fólk sér þetta sem árás á stéttina því að á meðal póstmanna er talsvert sterk stéttarvitund," segir hann. „Hérna hefur samstaðan og and- rúmsloftið löngum verið mjög gott, en nú er greinilegt að fólk fótar sig ekki í nýju umhverfi og engum líður vel á ótraustum ís. Menn eru einnig reiðir yfír því hversu seint upplýs- ingar berast eða alls ekki. Ég sem hef unnið í aldarfjórðung á þessu sviði hef aldrei kynnst núverandi stemmningu eða réttara sagt skorti á henni.“ Einn trúnaðarmanna hjá fyrirtæk- inu, sem Morgunblaðið ræddi við, segir erfitt að lýsa andrúmslofti þeirrar deildar sem hann starfar í, en nærtækt sé að lýsa því sem lævi blöndnu. „Andrúmsloftið er slæmt og óvissuástandið er almennt og mikið. Við vitum ekki hvað ný stjórn mun gera, tímavinnufólk hjá okkur sem hefur verið án skýrra réttinda í raun og veru veit ekkert hvað bíður þess, sem eykur öryggisleysið enn frekar, o g við stöndum frammi fyrir mörgum spurningum,“ segir hann. Sáralitlar upplýsingar „Eitt áhyggjuefni okkar er t.d. að komi upp sú staða að við vinnum við hlið fólks innan ASÍ verði það hugsanlega á verri kjörum en við erum. Slíkt ástand gæti orðið óbæri- lega erfitt í ljósi misklíðar og mann- lega þáttarins, og til lengdar lætur yrði auk þess hagkvæmara frá sjón- armiði fyrirtækisins að hafa fólk með verri kjör í vinnu, sem býr til tor- tryggni," segir trúnaðarmaðurinn. Hann segir sáralitlar upplýsingar hafa borist um aðrar breytingar inn- an fyrirtækisins en þær sem kunnar eru úr fjölmiðlum. „Fólk ræðir mikið innbyrðis um hvað sé að gerast og hver verði af- drif þessa þáttar eða hins, en í raun veit enginn neitt fyrir víst. Fólk spyrt hvort það haldi starfi sínu, hvort það verði fært til og hvort kjörin versni í náinni framtíð. Ástandið er í raun svo viðkvæmt að enginn getur sagt nokkuð með vissu eða vill láta bers sig fyrir því sem sagt er.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.