Morgunblaðið - 09.01.1997, Síða 40
40 FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEIMDAR GREIIMAR
Að berja njóla og rótarstinga
Bréfkorn til borgaryfirvalda
HROSSAGAUKUR,
lóa og spói, að ég tali
nú ekki um ein virðuleg
grágæsarhjón, hafa í
seinni tíð verið ná-
grannar mínir hér á
Laugarnestanganum.
Á liðnu sumri, um
miðja stekktíð, þegar
fuglabörn voru sum
hver nýskriðin úr eggi
og önnur rétt að kom-
ast á legg, þá birtist
hópur vélsláttumanna í
gamla bæjartúninu og
þessir vélsláttumenn
létu sér ekki nægja að
berja grasið af Laug-
arnestúninu, heldur
réðust þeir af hvað mestri hörku á
gamla bæjarhólinn þar sem stelkur
og grágæsapar bjuggu. Skeilinöðru-
orfin drundu daglangt og komu slíkri
styggð á ungana, að um nóttina
horfði ég á sorpvarginn tína upp
þessa ófleygu hnoðra af berangri,
við mikinn harmagrát foreldra sinna
— þar var ekkert skjól að finna leng-
ur, allt hafði verið slegið niður í rót.
Ekki skrifa þessir varnarlausu
nábúar mínir bréf, eða hringja í
borgarstjóra, þótt vígreifir sláttu-
menn með hvæsandi vélaorf vinni
hervirki á heimilum þeirra og hreki
ugana út í dauðann, þeir fá ekkert
annað gert en að kvaka og tísta í
skelfingu gegn þessum atvinnubóta
hersveitum — ég vona því að mér
fyrirgefist þetta bréf — og fer þess
á leit að það fái umijöllun af þeim
stofnunum, nefndum, ráðum og
embættismönnum er vald hafa yfir
örlögum þessara smávina minna.
Eflaust má færa fyrir því skrif-
borðsrök að Laugarnestúnið sé bú-
setulandslag og frá upphafi búsetu
hafi tún verið slegin ár hvert og
úthagi beittur, en það var þá gert
með vélarlausum amboðum og ekki
rústar beit úthaga. En hervirkjunum
var ekki lokið, því dag-
inn eftir birtist sveit
grafara með fram-
lengdar stunguskóflur
og járnkarla, sem fór
mikinn. Að kvöldi lágu
njólarætur í haugum á
víð og dreif um svæðið
og svo harkalega hafði
verið gengið fram í því
að rótarstinga og rífa
upp þessa stórhættu-
legu plöntu að mold var
gengin um allt tún.
Ekki var látið þar við
sitja heldur var hvönnin
í bakkanum hér fyrir
Hrarn 0fan rórarstungin af
Gunnlaugsson sömu útrýmingarsveit.
Hvar hefði þessari helför lokið hefðu
útrýmingarsveitirnar átt í höggi við
hina alræmdu lúpínu sem er á góðri
leyð með að eyðileggja séríslensk
rofabörð og uppblásna frostmela?
Slíka landsógn hefði mátt ræða á
Alþingi.
Orsakasamhengið fyrir þessum
skelfílega dugnaði borgaryfirvalda í
vélknúinni sláttumennsku er sögð til
komin af ótta þessara yfirvalda við
að Laugarnestúnið fari í órækt og
jafnframt að loðið gras muni hindra
fijálsa leiki borgarbúa. Trúlega kem-
ur þar fleira til og má vera að eftir-
farandi atriði varpi nokkru ljósi á
málið:
Öldum saman voru íslendingar
blautir í fæturnar og kvefaðir. Þeir
kenndu votlendinu um, en ekki skó-
búnaðinum, og höfðu slíka and-
styggð á votlendi, að strax og véla-
öld gekk í garð var ráðist með stór-
virkum vinnuvélum á nánast hvern
einasta mýrarfláka í landinu og hann
ræstur fram og þurrkaður upp í
nafni nútímalegra búskaparhátta og
nýræktar. Þessari herferð lauk með
því að tekist hafði að skera vatns-
æðakerfi landsins á púls og uppræta
nærri öll varplönd íslenskra mó-
íslendingar hafa lært
að hatast við allar þær
jurtir sem vilja gróa hjá
þeim, ótilneyddar og af
sjálfsdáðum og kalla
þær illgresi, segir
Hrafn Gunnlaugsson,
en dá og elska hins veg-
ar innflutt pjatt og
puntblóm.
fugla. Svo hart var gengið fram að
nokkrum tegundum stafar enn
hætta af útrýmingu og nú gerast
pólitíkusar vistvænir forkólfar með
því að borga búandkörlum stórfé
fyrir að moka aftur ofan í þessi
svöðusár.
Ekki veit ég hvort stjórnendur
Reykjavíkur eru svo nýfluttir úr sveit
að þeir megi ekki sjá gras án þess
að þurfa óðir og uppvægir að beija
það og ekkert skal fullyrt um það,
að þessi árátta sé af svipuðum toga
og votlendiseyðingarherferðin og til-
komin vegna þess að öldum saman
var heyfengur í landinu svo rýr að
búpeningur féll á hörðu vori, og
borgaryfirvöld því að forðast órækt
og afla sem mestra heyja, þegar
góðærið ætlar allt að drepa. Kannski
er þetta barasta gert í fegrunar-
skyni! Búandkarlar hafa löngum
dáðst að slegnum túnum og talið
voðaverk að vaða út i slægjuna.
Kannski eru borgaryfirvöld að forða
því að Reykvíkingar vaði út í slægj-
una og geti þess í stað dáðst að
þeim brúnan grassverði og sviðnu
jörð sem vélasláttusveitirnar skilja
eftir sig.
Ég kom í þorp úti á landi í sumar
þar sem umferðareyjar voru kafloðn-
LEIKFÉLAG
REYKJAVÍKUR
1897-1997
Söngleikur eítir Karl Ágúst Úlfsson, byggður á ljóðum Tómasar Guðmundssonar.
Tónlist eftir Gunnar Reyni Sveinsson. |
...UIIJ.LUIU.JJLIIJI. ' ..II .• [L :r-jjf-7V^jvWv1^^c->-m»;ita|LguM;.MU ..u:
<
100 ára afrnœli Leikfélags Reykjavíkur | f
Leikcndur:
Þórhallur Gunnarsson, Jóhanna Jónas, María Ellingsen, Margrét Helgajóhannsdóttir, Sóley Elíasdóttir,
Pétur Einarsson, Kjartan Guðjónsson, Dofri Hermannsson, Ellert A. Ingimundarson, Alexander Óðinsson,
Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, Ásta Amardóttir, Hinrik Ólafsson, Björn Ingi Hilmarsson, Tlieodór
Júlíusson, Ámi Pétur Guðjónsson, Jón Hjartarson, Helga Braga Jónsdóttir, Jóhanna V. Þórhallsdóttir.
Hljóð: Baldur Már Arngrímsson. Lýsing: Lánis Björnsson. Tónlistarstjóri: Kjartan Valdemarsson.
Söngstjóri: Jóhanna V. Þórhallsdóttir, söngkona. Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson. Leikstjórn: Brynja Benediktsdóttir.
Frumsýning á Stóra sviðinu laugardaginn 11. janúar kl. 20.00. Uppselt.
2. sýning 16. janúar.
ar í safaríku grasi og blóm fengu
að skarta blómkrónum sínum í friði;
það var dýrleg sjón í miðju malbik-
inu og góð tilfinning. Mér var tjáð
af sveitarstjórnarmanni, að þessi
ósómi væri til kominn vegna þess
að unglingar hefðu nóga vinnu í fiski
og bæjarfélagið gæti ekki keppt við
bónusinn þar. Þess vegna æði þetta
helvítis illgresi yfir allt og væri
bæjarbúum til háborinnar skammar.
Trúlega tók maðurinn til máls á
þennan hátt, vegna þess að Islend-
ingar hafa lært að hatast við allar
þær jurtir sem vilja gróa hjá þeim,
ótilneyddar og af sjálfsdáðum og
kalla þær illgresi, — en dá og elska
hins vegar innflutt pjatt og punt-
blóm. Og takist mönnum með ærinni
fyrirhöfn að halda lífi í innfluttum
jurtum sem vilja alls ekki gróa á
íslandi og neyða þær til þess með
því að setja þær í gjörgæslu, þá er
það er kallað skrautblómarækt og
verðlaun veitt fyrir þann garð þar
sem flestar tegundir þessara þraut-
píndu jurta hjara.
Hvort þessi ofannefnd atriði skýra
offorsið í vélsiáttumennsku inn-
fæddra læt ég aðra dæma um, en
bið nágrönnum mínum griða næsta
sumar og hvet borgaryfirvöld til að
beina atvinnubótavélasveitunum
eitthvert annað, helst upp í sveit,
þar sem þær gætu safnast í lið
bænda við góðan orðstír og lamið
allt það gras sem fer í taugarnar á
landsmönnum og rótarstungið þær
jurtir sem gerst hafa sekar um að
vaxa á íslandi ótilneyddar.
íslendingar hafa unnið að því
hörðum höndum allt frá landnáms-
öld að gera ísland sem óbyggiiegast
og hafa eytt fugli og ferfætlingum,
landi og gróðri, allt í nafni landnýt-
ingar og verndunar. Menn eru verð-
launaðir fyrir að hundelta tófuna og
murka úr henni lífið og hefur tófan
unnið sér það helst til sakar að
fækka þeim mörbólgna ullarbitvargi
sem er að naga upp síðustu leifarnar
af gróðurlendi íslands. Og nú er það
illgresið sem ógnar og lúpínan.
Þeim stöðum fækkar í Reykjavík
hvar enn má finna villta hvönn,
mjaðuijurt, maríustakk, engjarós og
nýrunninn njóla og ilmsterkt rán-
fang, svo spurningin er hvort ein-
hver staðar þurfi ekki þetta vonda
illgresi að vera. Eins væri yndisauki
ef stöku sóley fengi að blómstra í
almenningsgörðum og á umferða-
reyjum, — ég er næstum viss um
að það myndi ekki skaða blessaða
unglingana sem allar þessar gáfuðu
eftirlitsstofnanir hafa svo miklar
áhyggjur af og hafa nú att út í að
beija gras á sumrum með skelli-
nöðruorfum.
Höfundur er rithöfundur og
kvikmyndaleikstjóri.
Laun og lífeyris-
greiðslur verða
að hækka
VIÐ afgreiðslu fjár-
laga fyrir jólin gaf rík-
isstjómin tóninn um
stefnu sína í þeim kja-
rasamningum sem nú
er unnið að á vegum
aðila vinnumarkaðar-
ins. Ekki verður sagt
að sú stefnumörkun sé
uppörvandi fyrir þá
sem erfiðast eiga með
að ná endum saman í
rekstri heimilanna.
Stefnumörkun ríkis-
stjórnarinnar við af-
greiðslu fjárlaga
fólst í því að ákveða
að hækka lífeyris-
greiðslur og aðrar
bætur almannatrygginga um aðeins
2% fyrir árið 1997 og að skattleysis-
mörkin og persónuafsláttur frá
skatti skyldi standa óbreyttur í
krónutölu allt þetta ár, sem í reynd
Ég held að stjórnvöld,
og fleiri í landinu hafi
ekki viljað viðurkenna
þá staðreynd, segir
Ólafur Jónsson, að um
verulega og vaxandi fá-
tækt sé að ræða.
er lækkun frá fyrra ári. Ljóst er
því að lágtekjufólk og lífeyrisþegar
geta ekki tekið undir með formanni
Vinnuveitendasambandsins, Ólafi
B. Ólafssyni, þar sem hann segir í
Morgunblaðinu á gamlársdag að
góðærið hafi skilað sér til ailra
í þjóðfélaginu. Þvert á móti virð-
ist nú áfram vera stefnt að vax-
andi misskiptingu launa og ann-
arra lífskjara í landinu.
Ég held að stjórnvöld og fleiri
aðilar í landinu hafi ekki viljað við-
urkenna þá staðreynd að um veru-
lega og vaxandi fátækt sé að ræða
í okkar allsnægtaþjóðfélagi. Við
vorum þó alvarlega minnt á þá stað-
reynd af góðgerðar-
stofnunum nú um há-
tíðarnar. Til viðbótar
þeim áminningum vil
ég minna á aðrar upp-
lýsingar sem fram hafa
komið frá starfsmönn-
um félagsmálastofn-
ana í Reykjavík og í
Kópavogi að undan-
förnu, en þeir starfs-
menn annast málefni
þeirra samborgara
okkar sem við erfiðast-
ar aðstæður búa.
Samkvæmt upplýs-
Ólafur ingum frá Félagsmála-
Jónsson stofnun Reykjavíkur-
borgar hefur ú'árhags-
aðstoð við einstaklinga og fjölskyld-
ur aukist mjög á siðastliðnu ári;
umsóknum fjölgaði verulega og
nærri fjórði hver umsækjandi
reyndist vera lífeyrisþegi með fullar
bætur frá almannatryggingum. Hjá
þeim voru erfiðastar greiðslur
vegna húsnæðiskostnaðar og lyfja-
kaupa.
í viðtali við blaðið Voga segir
félagsmálastjóri bæjarins í Kópa-
vogi, Aðalsteinn Sigfússon, frá
ástandi þessara mála þar í bænum.
Þar kemur fram að aukin hagsæld
birtist ekki hjá þeim íbúum bæjarins
sem lægst hafa launin. Kostnaður
við framfærslumál hefur aukist til
muna á síðastliðnu ári og jafnvel
barnlausir einstaklingar hafa þurft
á íjárhagsaðstoð að halda til þess
að leysa margvísleg vandamál
vegna alltof lágra launa, þó að þeir
hafi vinnu eða lifeyrisbætur. Álykt-
un félagsmálastjórans var sú að í
landinu byggju tvær þjóðir og að
önnur vildi ekki af hinni vita.
Af þeim dæmum sem hér hafa
verið nefnd má ljóst vera að íjöl-
mennir hópar fólks búa við allt of
erfiðar aðstæður. Láglaunastefnan
er að skapa hættulegt ástand í þjóð-
félaginu. Laun lágtekjufólksins og
lífeyrisgreiðslur trygginganna
verða að hækka verulega.
Höfundur er formadur
Landssambands aldraðra.