Morgunblaðið - 09.01.1997, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEIMDAR GREINAR
FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1997 41
Svanavatnið
og fordómar
Opið bréf til ritstjóra Morgunblaðsins
ÁGÆTU Matthías
og Styrmir,
Morgunblaðið hefur
verið duglegt að sinna
menningunni og öðru
hvoru skjóta upp koll-
inum greinar þar sem
við erum frædd um
spennandi listviðburði
úti í hinum stóra
heimi. Laugardaginn
14. desember birtist I
blaðinu ein slík grein.
Höfundur er Súsanna
Svavarsdóttir, rithöf-
undur og blaðamaður.
Súsanna fjallar í grein
sinni um ballettinn
Svanavatnið sem
dansflokkurinn „Adventures in
Motion Pictures" sýnir við miklar
vinsældir í Picadilly leikhúsinu í
Lundúnum. Ég sá þessa sýningu
nú í byijun desember og er sam-
mála Súsönnu Svavarsdóttur að
sýningunni megi lýsa með orðinu
„snilld“. Dansarnir eru frumlegir,
tónlistin eins og allir vita gullfalleg
og í sýningunni býr bæði húmor
og hlýja. Súsanna lýsir sýningunni
vel og það er greinilegt að sýning-
in hreif hana eins og alla sem sjá
þetta snilldarverk. En það var ekki
það sem ég hnaut um í umfjöllun
Súsönnu. Það sem fór fyrir bijóst-
ið á mér var hin mikla þörf sem
hún virtist hafa að fullvissa lesand-
ann um að þessi sýning á Svana-
vatninu, með karldansara sem
Svaninn og erótískum dansfantas-
íum karla um karla, hefði lítið sem
ekkert að gera með samkynhneigð.
Þessu er ég gjörsamlega ósammála
og er í raun svo undrandi á þessu
listræna mati að ég verð að mót-
mæla. Ég tel líka að þeim óþolandi
tepruskap, sem hefur viðgengist á
síðum Morgunblaðsins um list-
sköpun samkynhneigðra og mál-
efni samkynhneigðra almennt,
verði að ljúka. Auðvitað er Svana-
vatn AMP dansflokksins sýning um
málefni homma. Hún fjallar um
ungan mann sem á í miklum erfið-
leikum með sjálfan sig og þarf að
burðast með þá staðreynd að hann
getur ekki verið sá sem hann er.
I atriði í byijun verksins er okkui
hreinlega sagt að prinsinn sé
hommi þar sem hann horfir hug-
fanginn á styttu af nöktum karl-
manni. Hann reynir sitt ýtrasta til
að eiga í sambandi við konu en það
er dauðadæmt frá upphafi. Köld
móðir hans (táknmynd fyrir samfé-
lagið) skilur hann ekki og að lokum
sér hann sæng sína uppreidda og
hyggst fyrirfara sér, en rannsóknii
sýna að flestir samkynhneigðir ein-
staklingar hafa hugsað um eði
reynt að fremja sjálfsmorð á ungl-
ingsárum. Prinsinn er, eins og aðr-
ir samkynhneigðir einstaklingar,
að eiga við hina hrikalegu fordóma
samfélagsins sem við þurfum að
burðast með frá blautu barnsbeini,
fordóma eins og þá sem birtast í
BÓKHALDSHUGBÚNAÐUR
fyrir WINDOWS
Á annað þúsund
notendur
g] KERFISÞRÓUN HF.
Fákafeni 11 - Sími 568 8055
orðum Súsönnu Svav-
arsdóttur er hún segir
að við skulum ekki
hafa neinar áhyggjur
af því að Svanvatnið
sé „væmið, pempíu-
legt eða hommalegt"!
Sjáið þið ekki, ágætu
ritstjórar, hvað þetta
er særandi athuga-
semd? Prinsinn er að
glíma við fordóma eins
og þá sem birtast í
lesendabréfum á síð-
um Morgunblaðsins
þar sem talað er um
homma og lesbíur sem
„kynvillinga". Myndi
blaðið taka lesenda-
bréf þar sem íjallað er um gyðinga
sem ,júða“, hörundsdökkt fólk sem
„negra“ eða múhameðstrúarmenn
sem „trúvillinga"? Prinsinn þarf
að þola fordóma sem eru ekki nýir,
við mætum þeim á hveijum degi í
lífi okkar og starfi. Ef minnst er
á homma og lesbíur verður þögn,
Það má skilja á grein
Súsönnu Svavars-
dóttur að Svanavatn
AMP sé ekki um
homma, segirFelix
Bergsson,vegnaþess
að allir svanirnir séu
svo „karlmannlegir“.
vandræðaleg þögn, en síðan rýfur
einhver þögnina með kaldhæðinni
athugasemd um kvenlega karla og
karlalegar konur eða fer að velta
fyrir sér hver er „karlinn“ í sam-
bandinu og hver „kerlingin". Þann-
ig má t.d. skilja á grein Súsönnu
Svavarsdóttur að Svanavatn AMP
sé ekki um homma því allir svanirn-
ir séu svo „karlmannlegir“. Sá sem
er „karlmannlegur" getur sem sagt
Útsalan
er hafin
Opið kl. 10-18 mánud.-föstud.,
laugardag kl. 10-16.
JOSS
Laugavegi 20, sími 562 6062
Felix
Bergsson
ekki verið hommi! Þetta eru for-
dómar, fordómar og aftur fordóm-
ar. Þetta eru rangar fullyrðingar,
settar fram af fólki sem á að vita
betur en gerir það augljóslega ekki
og nennir ekki að kanna málið.
Hommar eru ekki karlmenn sem
vilja vera konur og þannig er það
heldur ekki með hommann/prins-
inn í Svanavatni AMP (höfundur-
inn, Matthew Bourne er raunar
sjálfur hommi). Örvænting prinsins
er sönn örvænting manns sem fær
ekki að lifa lífi sínu eins og hann
er vegna grimmdar samfélagsins.
Staðreyndin er sú að hugsandi fólk
er að breyta þessu grimma samfé-
lagi. Réttindi samkynhneigðra eru
að aukast. Ég minni á nýsamþykkt
lög frá Alþingi þar sem lögfest er
að manneskjur eða hópa megi ekki
svívirða á grundvelli kynhneigðar.
Hvernig ætlar Morgunblaðið að
taka á því? Verða áfram birtar
greinar þar sem samkynhneigðir
eru særðir með ásökunum um kyn-
villu og hórdóm? Við erum farin
að þora að verða sýnilegri og við
erum að fá mannréttindi á við aðra.
Þess vegna eru sýningar eins og
Svanavatnið mikilvægar og verða
svona vinsælar. Fólk er farið að
gera sér grein fyrir að samkyn-
hneigð snýst um að elska þann sem
þú vilt óháð kreddum samfélagsins
og að samkynhneigðir eru venju-
legar manneskjur, með sömu þrár
og tilfinningar og aðrir. Er ekki
kominn tími til að Súsanna Svav-
arsdóttir og Morgunblaðið horfist
líka í augu við þá staðreynd?
Höfundur er leikari og
áhugamaður um
mannréttindamál.
Aths. ritstj.
Enn er ástæða til að benda á að
skoðanir einstakra greinahöfuna
eru ekki afstaða Morgunblaðsins.
Æfingar fyrir alla aldurshópa
Fyrir hann og hana
Leikfimi mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 17.30.
• Fitubrennsla, einföld spor.
• Góðar styrktaræfingar.
• Þrekhringir með þol- og styrktaræfingum.
• Hringþjálfun í tækjasal.
Vertu með frá byrjun og komdu þér í gott form með
góðri og öruggri þjálfun undir stjórn
Guðbjargar Finnsdóttur, íþróttakennara.
Fyrir 60 ára og eldri
Leikfimi fyrir 60 ára og eldri tvisvar í viku.
• Liðkandi og styrkjandi æfingar. Frábær aðstaða.
Leiðbeinandi Aðalsteinn Jónsson, íþróttakennari.
Góð aðstaða, speglasalur, tækjasalur, gufubað og
heitur pottur.
íþróttaskóli fyrir 3-7 ára
Æfingar tvisvar í viku, á miðvikudögum og
laugardögum, undir stjórn Antons Bjarnasonar,
lektors, og Guðrúnar Ásgeirsdóttur, íþróttakennara.
Skráning og allar nánari upplýsingar eru
veittar í íþróttahúsi Breiðabliks, Smáranum
eða í síma 564 1990.
Breiðablik.
Volcom Fleece
Síðerma bolir
Buxur Volcom
Dickies
Peysur
Dömupeysur
Dömubuxur
-Wflö 3.900
990
6^00 2.900
&3tflí 1.990
fc9tl0 3.900
At%tJÖ 2.900
^§50 2.900
ATH. NÝJAR VÖRUR FRÁ
FOUR STAR — SPECIAL BLEND —
WORLD INDUSTRIES - és -
SHEEP — EMERICA — 32 BOOTS