Morgunblaðið - 09.01.1997, Síða 44
FIMMTUDAGUR 9. JANUAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
BQKHALDSHUGBUNAÐUR
fywWlNDOWS
Sjáðu nýjan frábæran
hugbúnað:
www.treknet.isfthroun
g| KERFISÞROUN HF.
Fákafení 11 - Sími 568 8055
AÐSENDAR GREINAR
Er menningin auð-
lind eða óþarfi?
Fylgstu meb í
Kaupmannahöfn
Morgunblabib
fæst á Kastrupflugvelli
og Rábhústorginu
—
Björn G.
Björnsson
fHorjjtmMiifrÍb
-kjarni málsins!
I WTCT
Hallarmúla 2 • Sími 540 2000
Austurstræti 18 • Sími 5510130
Kringlunni • Sími 568 9211
Strandgötu 31 Hafnarfirði • Sími 555 0045
BOKHALDSHUGBUNAÐUR
fyrir WINDOWS
Á annað þúsund
notendur
W\ KERFISÞRÓUN HF.
Fákafeni 11 - Sími 568 8055
I ÞVI mikla flóði
erlendrar afþreyingar
sem nú hvolfist yfir
land og lýð verður
mörgum hugsað til ís-
lenskrar menningar;
hvemig mun henni
reiða af á komandi ára-
tugum? Mun hún
seytla fram eins og tær
fjallalækur frá upp-
sprettum sínum í djúpi
þjóðarsálarinnar, eins
og hún hefur gert í
þúsund ár, eða rennur
hún saman við hið
breiða fljót engilsax-
neskrar poppmenning-
ar einhvers staðar á
leiðinni og hverfur í flauminn? Er
það kannski allt í lagi, „það sem
fólkið vill“, hin sjálfsagúa þróun?
Og hver vill standa í vegi fyrir þró-
uninni? Er ef til vill óþarfi að hafa
af þessu áhyggjur? Margs er spurt
og rétt að leita einhverra svara.
Hvað er menning?
Fyrst er að reyna að átta sig á
því hvað er menning. Hér er gengið
út frá þeirri víðtæku skilgreiningu
að menning sé ekki aðeins fagurbók-
menntir og klassísk heldur allar þær
mannlegu athafnir sem ljá okkur
sameiginlegan gmnn og gera okkur
kleift að horfa kinnroðalaust framan
í annað fólk, ef við stöndum okkur
vel; arkitektúr, ljóðagerð, bókaút-
gáfa, hönnun, leikhússtarf, hljóm-
leikahald, söfn, dagskrárgerð, sýn-
ingahald, hljómplötuútgáfa, sjón-
varpsleikrit, óperuflutningur, fom-
leifarannsóknir, matargerð, tónsmíð-
ar, kvikmyndagerð, sagnfræði, dans-
mennt, húsvemd, málaralist, íjölm-
iðlun, sinfóníuhljómsveit, Ijósmynd-
un, skemmtanahald og fjöldamargt
annað, að ógleymdum þáttum eins
og verkmenningu og siðmenningu.
Og hvemig stöndum við okkur?
Spyiji nú hver sig.
Menning og markaður
Þrátt fyrir hástemmdar ræður á
tyllidögum verður stundum vart við
það sjónarmið að menn-
ing sé baggi á samfé-
laginu, afæta, sem beri
að halda niðri. i það
minnsta skuli ekki eyða
í hana opinbera fé nema
í lágmarki. Þá heyrist
það einnig að markað-
urinn eigi að ráða lífi
og dauða listamanna,
miðaverð eigi að endur-
spegla kostnað við
menningarstarfsemi og
að neytendur menning-
ar eigi að greiða fyrir
hana, ekki landsmenn
allir með opinberam
álögum. Sú menning
muni dafna sem „fólkið
vill“. Framboð og eftirspurn eigi að
ráða sköpun menningarverðmæta.
Þessi sjónarmið endurspegla í fyrsta
lagi þá takmörkuðu trú sem margir
virðast hafa á íslenskri menningu
og, í öðru lagi, oftrú á okkar
dvergsmáa markaði.
Vantar upplýsingar
Þótt ríkið eigi vissulega ekki að
vasast sjálft í allri menningarstarf-
íslensk menning, gömul
og ný, segir Björn G.
Björnsson í þessari
fyrstu grein af þremur,
er stórkostleg auðlind
sem sinna þarf betur.
semi, heldur fyrst og fremst að
skapa menningunni vænlegt um-
hverfi til að dafna í, eru þessi sjón-
armið auðvitað byggð á misskiln-
ingi. Hann kann hins vegar að stafa
af því að hagtölur um veltu og
umfang menningarstarfsemi eru
ekki handbærar. Fjárhagslegar
stærðir í þessum hluta athafnalífs-
ins liggja ekki í augum uppi. Þá ber
þess einnig að gæta að í menningar-
starfi koma annars konar verðmæti
1 yJ ^ ^ MBtM*""''
.Jáó
úlpur: /' i aSo
Snj°
>00
JIÍK1 mMu
•4 "
Ve rðdært"'-
Ífe‘-í|í»7..
r
^örtuboK*
tnp^
490
fe.990
lSKór. ^90íjiÁ-90
sv
göng
usKór:
3^9°
H\auPa
sKór: ^
Ö.-130
MlMiBWIi
LAUfiAVffiJ 23 - 5lMJ 551 5535
til álita en bókhaldsleg, nefnilega
hin duldu verðmæti sem felast í
mannlegri reisn, fegurra mannlífi
og andlegu sjálfstæði þjóðarinnar.
Blómlegt menningarstarf
Menningarstarfsemi hér á landi
er mun víðtækari en margir ætla,
menningin skapar meiri verðmæti
og fleiri störf en blasir við í fyrstu.
Aðsókn að leikhúsum, tónleikum,
myndlistarsýningum og menningar-
viðburðum af öllu tagi er hér gríðar-
leg. Upplýsingar um þetta þurfa að
liggja fyrir. Æskilegt er að ráðu-
neyti menntamála láti taka saman
tölulegar staðreyndir um umfang
menningarstarfsemi í landinu. Þá
kæmi í ljós, að mun fleiri starfa
við, njóta eða tengjast menningar-
starfsemi en áður var haldið. Þetta
gæti síðan leitt til þess að ráða-
mönnum og fyrirtækjum þætti
stuðningur við menningu fýsilegur
kostur, menningin yrði sjálfstæðari
og blómlegri og menn þyrftu ekki
að hafa slæma samvisku af því að
styrkja hana.
Eflum menninguna
Villukenningin um styrkjalausa
menningu getur ekki gilt um alla
menningarstarfsemi á okkar örsmáa
markaði. Hún gildir ekki einu sinni
í risasamfélögum stórþjóðanna.
Meginstoðir menningarinnar eins og
þjóðminjasöfn, þjóðlistasöfn, þjóð-
leikhús og aðrir aðilar, sem beinlín-
is vernda og rækta menningararf-
inn, njóta alls staðar styrkja og
stuðnings stjórnvalda og, í vax-
andi mæli, stuðnings fyrirtækja
og einkaaðila. Það er reynsla
annarra þjóða að fjárhagslegur
stuðningur við menningarstarf-
semi skilar sér margfalt til baka,
ef ekki í peningum þá í snjöllum
hugmyndum og fjölskrúðugra
mannlífi. Stjórnvöld í Skotlandi,
sem leggja Listahátíðinni í Edin-
borg til 2 milljónir punda árlega,
telja að um 180 milljónir skili sér
til baka inn í hagkerfið! Ekki
slæm ávöxtun það! Við verðum
að fara að trúa á íslenska menn-
ingu, efla hana og styrkja svo hún
geti orðið sú auðlind sem við
þurfum á að halda.
Forgangsröðun verkefna
En hér, eins og annars staðar,
verða opinberir aðilar að gera upp
við sig hvaða þætti menningarinnar
á að styrkja og hverja ekki, og miklu
skiptir að styrkveitingar séu
„gegnsæjar“; að öllum sé ljóst sé
hverjir fá styrki, til hvaða verkefna
og hvernig þeim er varið. Hér þarf
að móta stefnu og setja verkefni í
forgangsröð, því ekki er hægt að
gera allt í einu. Til að sporna gegn
óæskilegum erlendum áhrifum þarf
að byrja á að tífalda Kvikmynda-
sjóð, stofna öflugan dagskrárgerð-
arsjóð fyrir hljóðvarp og sjónvarp
og nýjan hugbúnaðarsjóð, sem
tryggir sess íslenskrar tungu í hin-
um nýju miðlum. Þetta má gera
með því að kippa einum milljarði
út úr landbúnaðarhítinni. Vilji er
allt sem þarf! Svo má t.d. leggja
áherslu á tónlistar- og ráðstefnuhús
næstu þrjú árin, þá á endurreisn
Þjóðminjasafns og minjavörslu, svo
að bæta aðstöðu Árnastofnunar til
sýningahalds á bókmenntaarfinum
og svona mætti telja. Hér þarf að
móta stefnu.
Verst er ef forstöðumenn menn-
ingarstofnana troða skóinn hver af
öðram í biðröðinni og bítast um tak-
markað fé. Þá er betra að einbeita
sér að einu í einu og hugsa um
hagsmuni heildarinnar. Ekki þarf
að taka fram að sífellt þarf að end-
urskoða rekstur og rekstrarform
opinberra menningarstofnana með
tilliti til árangurs og hagkvæmni og
breyta þarf lögum um skattafrá-
drátt þannig að einkaaðilar sjái hag