Morgunblaðið - 09.01.1997, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
sinn í því að styrkja menningarstarf-
semi. Þeir sem trúa blint á markað-
inn geta svo velt því fyrir sér á
meðan hvort Snorri hefði ráðist í
að rita Eddu með markaðskönnun
um söluhorfur við höndina?
Hver er sérstaða okkar?
Við þurfum að gera okkur grein
fyrir því hver sérstaða okkar er í
samfélagi þjóðanna, hvaða tón
leggjum við til í hina miklu hljóm-
kviðu heimsmenningarinnar? Erum
við Strauss-valsaþjóð? Eða gúm-
báta- og vélsleðaþjóð? Eða erum við
fyrst og fremst þekkt sem menning-
arþjóð, bókmennta- og söguþjóð?
Það skyldi þó aldrei vera, að þær
bókmenntir, sem hér voru skráðar
á skinn á miðöldum, séu merkasta
framlag íslendinga tii heimsmenn-
ingarinnar til þessa, með fullri virð-
ingu fyrir öðrum menningarafrek-
um þjóðarinnar síðar.
Margt ógert
Það er þá kannski hér sem áhersl-
an ætti að vera? Að vernda, rækta
og kynna menningararfínn - jafn-
vel nýta okkur hann til lífsviðurvær-
is? En þá er líka margt ógert: Hér
er ekkert aðgengilegt safn eða sýn-
ing á nútímamælikvarða sem fjallar
um íslendingasögur og frægan bók-
menntaarf eða sögu lands og þjóðar
og sambýli manns og náttúru. Held-
ur ekki um siglingu, fískveiðar og
sjávarfang, sem hefur þó verið lífs-
viðurværi okkar í þúsund ár. Enn
síður um stórbrotna náttúru og
sköpun landsins sem enn er ekki
lokið. Og á Þingvöllum er ekki einu
sinni skilti sem upplýsir gesti um
sögu og helgi staðarins.
Vannýtt auðlind
Við hljótum brátt að koma auga
á þá staðreynd að íslensk menning,
bæði gömul og ný, er stórkostleg
auðlind sem atvinnulífið hefur ekk-
ert sinnt til þessa og unnt er að
nýta í mun meira mæli en gert hef-
ur verið til að efla hróður lands og
þjóðar, laða hingað menntaða og
menningarlega sinnaða ferðamenn
og skapa atvinnu fyrir þúsundir
landsmanna. Hér eru falin ótal tæki-
færi til að skapa verðmæti og tekjur
fyrir þjóðarbúið, ekki síst í tengslum
við í ferðaþjónustu og afþreyingu
fyrir innlenda og erlenda ferða-
menn, með stórauknu sýningahaldi,
útgáfu, listflutningi, minjagripa-
gerð, gistingu, flutningum, leiðsögn
og þjónustu á flestum sviðum. Auk
þess er hér um að ræða auðlind, sem
ekki gengur til þurrðar, þótt af sé
tekið. í hafsjó menningarinnar eru
margir stofnar og sífelld nýliðun,
svo notað sé orðfæri fiskifræðinga,
og þangað er óhætt að róa. Kvótinn
er ekki takmarkaður og við eigum
hann öll. Síðasti þorskurinn á þeim
miðum verður seint veiddur. Von-
andi komum við auga á þau tæki-
færi, sem hér bíða, og förum að líta
á íslenska menningu sem auðlind
en ekki ómaga.
Höfundur er leikmyndahönnuður.
Oskiljanleg
ákvörðun
borgarstj ornar
Opið bréf til Ingibjargar Sólrúnar
Gísladóttur borgarstjóra
FÉLAG íslenskra
myndlistarmanna
harmar þá óskiljanlegu
ákvörðun borgar-
stjórnar að ætla að
úthýsa Myndlistaskóla
Reykjavíkur og grafík-
verkstæðinu úr hús-
næðinu að Tryggva-
götu 15 fyrir árið
2000.
Myndlistaskóli
Reykjavíkur hefur um
langan tíma gegnt
veigamiklu hlutverki í
myndlistarlegu uppeldi
Reykvíkinga - ef ekki
þjóðarinnar allrar.
Bæði nemendur og
Guðbjörg Lind
Jónsdóttir
kennarar skólans hafa á undanförn-
um árum sætt sig við nánast óvið-
unandi vinnuaðstæður vegna breyt-
inga á fyrrnefndu húsi í þeirri trú,
að skólinn yrði þar áfram.
Með grafíkverkstæðinu rættist
gamall draumur myndlistarmanna
um að fá aðgang að verkstæði þar
sem fullkominn tækjabúnaður væri
fyrir hendi til ástundunar hinna
ýmsu greina svartlista en fram að
þessum tíma hafa listamenn þurft
að sækja þessa aðstöðu til verk-
stæða í útlöndum.
Félagsmenn íslenska grafíkfé-
lagsins hafa unnið mikið og fóm-
fúst starf til þess að koma þessu
sérhæfða verkstæði á laggirnar.
Mikil áhersla hefur verið lögð á,
að uppfylla þær kröfur sem gerðar
eru til loftræstingar og annars að-
búnaðar sem talist getur vistvænn
á stað þar sem unnið er með hættu-
leg efni. Mikið af þeim búnaði sem
fyrir hendi er á verkstæðinu er sér-
smíðaður í þetta húsnæði og því
flókið mál ef ekki ógerlegt að flytja
hann brott.
Það er sorglegt til þess að vita,
að nú - eftir tíu ára
sleitulausa vinnu, þeg-
ar verkstæðið er loks
fullbúið, að fyrrgreind-
ar fréttir skuli berast.
Það er talsverð kald-
hæðni í því fólgin, að
það skuli einmitt vera
árið 2000, sem bæði
Myndlistaskólinn í
Reykjavík og grafík-
verkstæðið eiga að vera
komin út úr húsnæðinu
við Tryggvagötu 15 en
það ár hyggst Reykja-
víkurborg gera menn-
ingunni hærra undir
höfði en alla jafna, þar
sem Reykjavíkurborg
mun verða ein af menningarborgum
Evrópu það árið!
Þetta er mikið áfall fyrir mynd-
listarmenn og aðra þá sem láta sig
Þetta er mikið áfall
fyrir myndlistarmenn,
segir Guðbjörg Lind
Jónsdóttir, og aðra
þá sem láta sig mynd-
listarlegt uppeldi
einhverju skipta.
myndlistarlegt uppeldi einhveiju
skipta.
Félag íslenskra myndlistarmanna
skorar á borgarstjóra að endur-
skoða þessa ákvörðun sína og koma
í veg fyrir menningarslys.
Höfundur er formaður Félags
íslenskra myndlistarmanna.
gmm
Rutland þéttir,
bætir og kætir
þegar að þakið
fer að leka
ÞAKVIÐGER6AREFNI
Á ÞÖK - VEGGI - 6ÓLF
Rutland er einn helsti
framleiðandi
þakviðgerðarefna í
Bandaríkjunum
Veldu rétta efnið - veldu Rutland!
ÞP
&CO
Þ.ÞORGRÍMSSON &CO
ARMÚLA 29 • PÓSTHÓLF 8360 • 128 REYKJAVlK
SÍMI553 8640 /568 6100
í vesturkjallaranum allt árið.
Vorum að bæta við jólaefnum, bútasaumsefnum og fataefnum.
Verð pr. metra kr. 150,300,500 eða 50% afsláttur.
5 VIRKA .
v ;*'**
► -j
Mörkin 3 (við Suðurlandsbraut),
sími 568 7477.
FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1997 45
Seljum í dag og næstu daga útlitsgallaða
kæliskápa, uppþvottavélar, þvottavélar
og ofna, sem hafa verið notaðir
í kynningum með allt að
S0% AFSLÆTTI
Margar gerðir en takmarkað magn.
GREIÐSLUKJÖR.
MSM5 Einar
mmM Farestveit&Co.hf.
Borgartúni 28 S6 562 2901
Sófasett - Homsófar - Svefnsófar - Stakir sófar
LpðuroqAlcantara
Hvíldarstólar oq reyrhúsqöqn
á sérstöku tiíboðswrði!
#/al húsqöqn
Ármúla 8-108 Reykjavík
Hjá okkur eru Visa- og
Euroraðsamningar
ávísun á staðgreiðslu
^Sími 581-2275 568-5375
IITSALA
SPARTA
tdáiítsölu
ULPA SEWARD.
Litir: Dökkblátt og rautt
nr. 8, 10, 12, 14.
Verð 4.490,- (áður 5.990)
Nr. XS til XXL
verð 5.990 (áður 7.990).
BARNAKULDAGALLAR
úr hinu níðsterka Beawer-nylonefni.
Nr. 3, 4, 5, 6, 7, 8 og 10,
Verð 5.490 og 5.990.
Opið laugardaga
tilkl.16.
• KuldðfiUiiaðiir. skiQafdlnáður. sköi oij aðrar iliroiidvörur
í miklu tírvali a al)a fjölskikluiia a frábifru veiói
SPORTVðRUVERSLUNIN
SPARTA
Laugavegi 49 • 101 Reykjavík • sími 551 2024
Póstsendum. Athugið simgreiðslui Visa og Euro.