Morgunblaðið - 09.01.1997, Side 47

Morgunblaðið - 09.01.1997, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ MIIVIIMIIMGAR FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1997 47 en vandist því fljótt og hafði gaman af, og allar götur síðan hefur mér verið afskaplega hlýtt til fólksins sem tengdist henni Ellu minni, á einn eða annan hátt. Mitt í þessu öllu saman stóð svo Garibaldi maður Ellu eins og klett- ur, ég sá hann aidrei skipta skapi, þennan heiðursmann, hvað svo sem á gekk og ég held að ég megi full- yrða að sambúð þeirra Ellu og Garra hafi verið hamingjurík þótt aldrei yrðu þau á veraldlega vísu auðug, en höfðu þó alltaf nóg fyrir sig og sína. Ella og fjölskylda hennar fluttu suður til Reykjavíkur árið 1962, þá missti ég sjónar af þeim um tíma, en þegar ég kom til starfa hjá Út- vegsbankanum í Reykjavík árið 1967 vann Ella þar í mötuneytinu og það urðu fagnaðarfundir, það var eins og hún hefði endurheimt týnda soninn, hún vissi ekki hvernig hún átti að láta til að geðjast mér á allan hátt. Ég fékk alltaf vel skammtað á diskinn minn þegar Ella sá um þá hluti í mötuneytinu, og ekkert var of gott fyrir hann Nonna hennar. Hún átti í mér einhvern hluta og mér þótti það ósköp notalegt að eiga athygli hennar og finna hversu vænt henni þótti um mig, sem var og gagnkvæmt. Þegar ég svo gifti mig færðist umhyggja hennar og vænt- umþykja yfir á Systu konu mína og síðar einnig yfir á börn okkar þrjú. Aldrei gleymast okkur heldur jóla- böllin í Útvegsbankanum. Þar sá Ella oftast um að úthluta drykkjar- vörum og súkkulaði fyrir bömin og oft laumaðist hún aukastykki að þeim, og Nonni hennar fékk líka, bæði gos og súkkulaði eins og börn- in og ef einhver vogaði sér að spyrja, „af hveiju" þá kom hinum sama það bara akkúrat ekkert við. Ella var hörkudugleg við vinnu og hlífði sér hvergi, hún vann langan vinnudag í bankanum og tók svo að sér þess utan bæði þrif og eldhússtörf fyrir fólk út í bæ. Allt sem hún kom ná- lægt vann hún af mikilli alúð og aflað sér vinsælda þess vegna og var eftirsóttur starfskraftur. Eitt af áhugamálum Ellu voru ferðalög, hún var sannkallaður far- fugl, á hveiju vori var hún búin að skipuleggja enn eina utanlandsferð- ina, og flogin á vit ævintýra úti í hinum stóra heimi, áður en maður vissi af, en svo komu kortin frá henni, og þau eru ófá sem hún sendi mér í gegnum tíðina frá hinum og þessum stöðum. Stundum heimsótti hún börnin sín þijú sem bjuggu á Norðurlöndum eða hún fór enn lengra, allt eftir því hvernig efni og ástæður leyfðu. Ella naut þessara ferðalaga út í ystu æsar og hafði gaman af að segja frá borgum og bæjum sem hún hafði heimsótt og sá aðeins það fallega í hveiju augnabliki sem hún upplifði á þessum ferðalögum sínum. Þegar Ella hætti að vinna í bankanum var hún komin yfir sjötugt en samt enn í fullu fjöri og hefði efalaust þegið að vinna eitthvað lengur, hún var alls ekki tilbúin að setjast í helgan stein og mér fannst hún ekki alveg sátt við það að kveðja starfsfélagana sem margir hverjir voru henni afar kærir. En samt varð nú Ella mín að láta sér það lynda eins og svo margur annar, en minnisstæð eru mér orð hennar um þetta leyti er hún sagði eitt sinn við mig „hver heldurðu að vilji líka hafa svona gamla rollu í vinnu“. Hún var heldur ekkert að setjast í neinn helgan stein, nú tóku við aðrir hlutir, ferða- lögin urðu fleiri og lengri, fjölskyld- an hennar naut krafta hennar í rík- ari mæli en áður og svo mætti lengi telja. Ræktarsemin við mig og fjöl- skyldu mína hélt áfram, hún mundi alltaf eftir afmælisdegi mínum ár hvert og sendi mér gjafir, þrátt fyr- ir að ég margbæði hana að vera ekki að þessu, nota frekar peningana í eitthvað þarfara, en Ella lét það sem vind um eyrun þjóta, hún gleymdi ekki honum Nonna sínum og þar við sat. í minningarsjóði mín- um á ég margar góðar minningar um hana Ellu Konn, margar eru þannig að ég vil eiga þær einn með sjálfum mér, svo dýrmætar eru þær. Ella fékk áfall sl. vor, hún náði sér aldrei eftir það. í heimsóknum mínum til hennar bæði á Sjúkrahús Reykjavíkur og Grensásdeildina fann ég sárt til með þessari kæru vinkonu minni, sem alltaf hafði ver- ið svo full af lífi og atorku. í síðustu heimsókn minni til hennar á Þorláks- messu sl. fagnaði hún mér með blíðu brosi, og breiddi út faðminn. Við sátum tvö, héldumst í hendur og horfðum út um gluggann á snjólausa Reykjavíkurborg, Ellu hefur efalaust þótt það þunnur þrettándi að úti var ekki svo mikið sem snjókorn og harla lítið jólalegt, við sem bæði vorum vön miklum snjó fyrir vestan um þetta leyti árs. Ég bar henni sér- staka kveðju Helgu dóttur minnar, og yfir andlit hennar færðist ljóm- andi bros og hlýtt var handtakið. Þegar ég gekk út af Grensásdeild- inni lofaði ég sjálfum mér því að fara fljótt aftur til Ellu eftir áramót- in, en það verður á annan hátt sem ég geri það. Ella Konn verður ógleymanleg öllum þeim sem kynnt- ust henni, hún var ekki allra en var vinur vina sinna og hafi einhver haft hjarta úr gulli, þá var það hún. Öll hennar gæði við mig og mína skulu þökkuð hér á kveðjustund. Börnum hennar vil ég senda mínar innilegustu samúðarkveðjur frá okk- ur Systu, svo og fjölskyldu hennar allri. Guð blessi minningu þína, Ella Konn, hún mun lifa meðal okkar sem þótti vænt um þig. Sigurjón Finnsson. Öldruð heiðurskona er fallin frá. Við konurnar úr Útvegsbanka ís- lands minnumst Elínar Konráðsdótt- ur af hlýhug, hversu sporlétt hún var að sinna þörfum okkar í mötu- neyti bankans, en þar vann hún um rúmlega tveggja áratuga skeið. Utan vinnustaðarins nutum við gestrisni hennar í ríkum mæli, en vinkona okkar Ella Konn var sífellt að bjóða okkur heim, nokkrum í senn og ætíð að veisluborði. Hún minntist okkar stundum á afmælisdögum með smágjöf eða skeyti, og ófáar myndir áritaðar hlýrri kveðju sendi hún okkur frá þessum samveru- stundum og öðrum minnisstæðum viðburðum í féiagslífí starfsfólksins. Hún hafði yndi af að umgangast fólk og deila með því gleðistundum og var þá jafnan stutt í brosið. Ella Konn var stórbrotin í lund og stundum gustaði af henni eins og vestfirsku fjöllunum, sem fóstr- uðu hana við Skutulsfjörð, en um hjartaþelið efaðist enginn. Fyrir ræktarsemi, vináttu og hlýju í okkar garð viljum við tjá þakkir okkar. Við vottum börnum hennar og afkomendum öllum okkar dýpstu samúð og vitum, að vestfirski kjarn- inn lifír áfram í þeim. F.h. starfskvenna úr Útvegsbanka íslands. Sigurlaug Ásgrímsdóttir. 3 j a á r a AST Bravo MS er ein mest selda fyrirtækjatölva á íslandi. í henni sameinast allir bestu kostirnir og nýjasta tæknin. Afkastamikil og áreiðanleg forystutölva. AST Bravo MS • 3ja ára ábyrgð á vinnu og varahlutum • Fáanleg með Pentium (133 tii 2oomhz) og Pentium Pro (isoog2ooMHz) • EJS þjónusta Haföu samband við sölumenn okkar CDB RAÐGREIÐSLUR Opið á laugardögum Grensásvegur 10, bréfasími 568 711 5 http://WWW.ejs.is • sala@ejs.is ,rv

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.