Morgunblaðið - 09.01.1997, Síða 48
48 FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Sigfús Daðason
fæddist í
Drápuhiíð í Helga-
fellssveit 20. maí
1928. Hann lést á
Landspítalanum
12. desember síð-
astliðinn og fór út-
för hans fram frá
Dómkirkjunni 23.
desember.
Góðvinur minn! Þú
sagðir ekki margt en
allt af viti. Hávaðabúll-
an og glamúrklúbbur-
inn sem daglega geng-
ur undir nafninu íslenska samfélag-
ið, mikil ósköp liti þetta allt öðruvísi
út ef fleiri Fúsar hefðu verið þar.
Þú verður mér ógleymanlegur.
Ekki aðeins fyrir að vera í forvígi
við að koma eykrílinu á skáldskap-
arheimskortið. Ekki aðeins fyrir að
skrifa ódauðlega ritgerð: Til varnar
skáldskapnum, sem ætti að dreifa
ókeypis með símaskránni og gera
að skyldulestri í skólum árlega. Ekki
aðeins fyrir skáldskap. Ekki aðeins
fyrir þýðingar af tærri snilld. Ekki
aðeins fyrir að koma á framfæri einu
sérstæðasta skáldi þjóðarinnar, Mál-
fríði Einarsdóttur. Heldur fyrir allt
þetta og sérílagi fyrir djúpa og ein-
læga vináttu, eyru sem hlustuðu,
augu sem sáu og hjarta sem sló.
Og þetta eldklára höfuð, sem fór sér
hægt, lét ekkert óyfirvegað frá sér.
Það var ekki ónýtt fyrir aldar-
fjórðungi að vera nýgotinn úr leik-
listarskóla með stóran heim fram-
undan og hitta þig á götu, kaffihúsi
eða í litla forlaginu þínu, Ljóðhúsi í
kjallaranum hjá Þorsteini Ö. á Lauf-
ásveginum. Þar var skjól að finna
undan garginu, alltaf hitti ég fyrir
þessa gangandi andstæðu yfirborðs-
mennskunnar sem þú varst. Og síð-
ar: Stundirnar á Skóiavörðustígnum,
þú og Guðný, einhvern veginn sköp-
uð af hvort öðru fyrir hvort annað,
það heitir samhljómur, grátlega
sjaldgæft fyrirbæri í seinni tíð. Fátt
sagt, en það sem var sagt var hugs-
að, í viðbót var hlýja og ákaflega
sérkennileg gamansemi með bros
bakvið, það rétt sást í það fyrst, svo
breikkaði það, þetta var heimsvisk-
an. Enda skar heimili ykkar sig frá
öðrum þannig að það vottaði aldrei
fyrir yfírborðsmennsku né oflæti
þótt leitað hefði verið með röntgen-
myndavél.
Þessi fátæklegu kveðjuorð verða
ekki fleiri. Ég ætti að taka þig mér
til fyrirmyndar og hafa á orðum illan
bifur.
Að lokum ólýsanlegt þakklæti fyr-
ir það stóra lán að hafa fengið að
kynnast þér.
Elsku Guðný og aðrir aðstandend-
ur: Hugheil samúð. Gæfan varðveiti
ykkur öll og leiði.
Hjalti Rögnvaldsson,
staddur í Noregi.
Sigfús gerði kaffi. Sigfús bjó til
sterkt kaffi. Sigfús hitaði franskt
espresso-kaffí úr íslenskum Kaaber.
Mér fannst það alltaf eins og hann
væri að hita sér upp liðinn tíma.
Tímann frá því hann bjó í Aix og
París. Það var alltaf viss „Provence
í endursýn" við gömlu Rafha-elda-
vélina á Skólavörðustígnum, það
glitti í „Útlínur bakvið minnið" þeg-
ar hann glottandi færði manni lút-
sterkan sopann til stofu.
Það var eitthvað tragískt í þessu
kaffí. Það voru í því heilir menn og
líf: Þessir sem fóru útí heim og komu
heim; með heilu heimsveldin af
menningu í fásinnu sem var svo al-
ger að ekki einu sinni var þar að fá
skáldsæmandi kaffi.
Espresso kreistur úr Kaaber:
Hlutskipti kynslóðar.
Mér fannst þetta ekki gott kaffí.
Þetta kaffí var hans kaffi, hans bolli,
hans tími. Ég drakk hann ekki í
mig heldur drakk ég það fyrir kurt-
eisis sakir og af virðingu; virðingu
fyrir skáldi, eldri manni, nánast
heldri manni; virðingu fyrir öðrum
tíma, sterkum tíma,
svörtum tíma; þegar
prófarkir voru lesnar í
gegnum þykkan reyk
frá Chesterfield og
Camel á bakvið járntjöld
í luktum skrifstofum á
Laugavegi 18 og voru
svo afhentar á Lauga-
vegi 11; þegar ljóð voru
ort í svörtu á hvítt og
höfð í rauðu bandi; ann-
ars voru þau á bandi
annars: Horfinn tími
sem hann nú hitaði sér
upp í einhverskonar ein-
semd.
„Ég sé tvísýnu á tímanum.
Læt eins og ekkert sé.“
Sigfús lét eins og ekkert væri.
Og einhvernveginn var honum ekk-
ert. Á vissan hátt var Sigfús eitt
hið besta dæmi um mann sem var
fijáls. Hver kynslóð mælir út mistök
forvera sinna og gerir önnur í stað-
inn. Sigfús var af þeirri kynslóð
sagnfræðilegs misskilnings sem
tyllti tám undir járnhæl kommún-
ismans, gerði sérhvern athafnamann
að braskara, vantrúði rími og stuðl-
um, reytti Svartar fjaðrir og trúði
því að Tíminn og vatnið væri gott
ljóð. En einhvernveginn var hann
samt frjáls. Einhvernveginn fannst
mér Sigfús alltaf eins og útlending-
ur, gestur, heimsmaður í heims-
skauti; ættaður frá einhverri allt
annarri Skógarströnd en þeirri fyrir
vestan, húðlitur á la provencale og
alpahúfan svo langt ofar öllum ís-
lenskum Dölum, vængjuð yfírsýn í
gleraugum og tifíð í inniskónum inn-
an úr vinnuherbergi eins og mjög
langt að komið. Sigfús Daðason:
Útlendingur á inniskóm. Og. Ljóðlín-
ur dregnar úr löngu hafi, langt útúr
landsýn. „Murrandi hálfkvikindi eitt-
hvurt / er á hafbeit innan í honum.“
Að komast burt: „Svo mörgum
bræðra vorra varð þetta að dýpstu
hvöt lífs þeirra: að komast burt.“
Þegar ég kynntist Sigfúsi var
hann í raun kominn burt. Frá öllu
þessu gamla, þessum gamla tíma.
Gamla vinstrið korraði kannski enn-
þá í honum en var orðinn fremur
eins og ræsking, gömul slæmska í
hálsi nú nýtt til að rýma fyrir nýjum
orðum.
Og kominn burt „úr foraðinu og
loftleysinu, og sjálfsánægjunni,
hroka smádjöfianna, siðferðisdýrð
þijótanna..." var Sigfús í sínu essi
og hvað fijálsastur. Á kaffístétt í
París eða ódýrum flatbökustað í
Arles, hvar sem var... (hann var
kominn á það glæsilega skeið lífsins
þegar menn eru hættir að velja staði
og líður vel hvar sem er, svo fremi
megi fá þar nýtt glas af víni) var
hann iíkt og kominn heim, heim til
sín sjálfs: Ötlendingur í útlandi og
fór á flug, ræddi um uppáhaldsbæk-
ur sínar, Prúst og Miller, sögur
lausar við þráð og fijálsar í formi,
án upphafs og endi, og veifaði síðan
að sér þjóni ögn eins og aðalsmaður
og pantaði af honum meira vín á
sinni klassísku frönsku; það var yfír
honum einhver aristókratískur blær
sem - það brást ekki - kallaði á
sjálfkrafa virðingu frá veitingastjór-
um, hóteleigendum og leigubílstjór-
um: Hvar sem við fórum, hversu
mikil sem örtröðin var, hversu ólund-
arlegir sem franskir leigubilstjórar
- þessir heimsmeistarar í pirringi -
gátu verið; alltaf bremsuðu þeir fyr-
ir Sigfúsi. Með einfaldri, giæsilegri
og heidrimannslegri handarhreyf-
ingu veifaði hann að sér hinu ómögu-
lega, líkt og ljóðskáld sem stendur
utan við heiminn og togar úr honum
óviðjafnanlega línu að því er virðist
fyrirhafnarlaust.
Sigfús var Monsieur.
En þrátt fyrir alla aristókratíska
fjarlægð, þrátt fyrir að vera fijáls
„af sérhverri hliðstæðu / ekki nein-
um alhæfingum" háður, var alltaf í
honum þessi nánast strákslega for-
vitni og áhugi á lífinu.
„Segðu okkur nú einhveijar frétt-
ir“ spurði sá sem stóð utan tímans
þræl hans og eilífan skortanda.
Mildilega var honum skemmt yfir
hamagangi þeirra sem „ætla sér
ekki að fara utan að hlutunum / í
voldugum og fögrum sveigum / svo
sem fornaldargyðjur / en stefna að
þeim styztu leið“ en hafði þó samt
einatt óbrennandi áhuga á öllu þessu
brölti; einkum hugnaðist honum að
heyra af viðskiptamönnum og öðrum
fasteigendum; hveijir væru að selja,
hveijir að fara á hausinn og hveijir
bæru hann hátt, þrátt fyrir meinta
þyngd. Sú var ein af þverstæðunum
sem gerðu hann stóran, manninn
sem leit í raun niður á hvurslags
brask. Önnur þversögn var honum
kær:
„Listamaðurinn er í senn mikil
félagsvera og einvera."
Rétt eins og hann var sjálfur.
Glaður í hveiju hófi, en mjög í hófi
tímalega séð.
„Jæja Guðný mín...“ sagði hann
og reis á fætur á þann hátt, og með
þeim raddblæ, sem segir að þetta
hafí verið ágætt en hann eigi þó
annað og betra í vændum.
Sigfús Daðason dó snemma
morguns. Hann hvarf frá ljóðum
sínum að sönnu nokkuð líkt og hann
hvarf að þeim: „Ég skil ekki upphaf-
ið / ég skil ekki ástina / ég skil
ekki dauðann.“ Óverðskuldað erþað
allt okkur sem sitjum eftir hérna
megin kjalar. En í okkur sitja eftir
myndir, sýnir og línur skálds sem
var stórt.
Sigfús kvaddi snemma morguns.
Ég sé hann fyrir mér ijúka hægt
upp í iöngu ljóði, líf sem Iokar að
sér og fellur að stöfum, stöfum í
orðum ljóðs líku því sem ég hef nokk-
uð vitnað til hér að framan og ber
nafnið „Myndsálir", frá 1990, og að
líkindum eitt hið síðasta sem hann
birti á prenti (Ljóðormur 11): Eitt
hið mesta ljóð sem hér hefur verið
ort á seinni árum.
Við þann sem orti bjartsýnisljóð
um dauðann segi ég (í sæili merk-
ingu): Vertu sæil.
Og.
„Jæja Guðný mín...“ Þér og fjöl-
skyldunni kveðju söknuðar.
Hallgrímur Helgason.
Árin fyrir 1960 er ég hafði óvænt
dottið inn í hóp ungra skálda hér á
götunum, heyrði ég kunningja mína
tala af sérstakri virðingu um mann
nokkurn úti í París og væntanlegur
væri hingað heim. Þessi maður var
Sigfús Daðason sem þá hafði gefið
út eina ljóðabók, en dvaldist um
skeið við nám í Frakklandi. Svo
mikil var virðingin að sumir lækkuðu
róminn þegar Sigfús barst í tal. Sig-
fús kom og árið 1959 birtist veiga-
mesta frumsamda bók hans, Hendur
og orð, og þótti mikill fengur. Sigfús
varð ritstjóri Tímarits Máls og menn-
ingar eftir heimkomuna og reyndar
var sagt að Kristinn E. Andrésson
hefði útnefnt hann eftirmann sinn
+ Hákon Þorkelsson fæddist
á Valdastöðum í Kjós 29.
maí 1910. Hann lést á Hjúkrun-
arheimilinu Eir 29. nóvember
síðastliðinn og fór útför hans
fram frá Dómkirkjunni 16.
desember.
Fallinn er í valinn föðurbróðir
minn og vinur til margra áratuga,
Hákon Þorkelsson, eða Konni
frændi eins og hann var kallaður
af ættingjum sínum. Sem ungur
drengur tengdist ég þessum
frænda mínum sterkum böndum.
Ef til vill var það vegna þess að
ég var elsta systkinabarn hans og
hann og kona hans Guðný tíðir
gestir hjá foreldrum mínum á með-
an þau bjuggu á Valdastöðum í
Kjós og einnig það að við gistum
oftast á heimili þeirra á Grettisgöt-
unni þegar við fórum til Reykjavík-
ur. Mér er það í barnsminni hvað
mér þótti þetta skemmtilegar
heimsóknir enda hjónin glaðvær
og gestrisin með afbrigðum en
hjá útgáfunni einnig. Ungir menn
birtu gjarnan ritverk sín í Tímaritinu
og höfðu því oft viðkomu á skrifstof-
um þess. Er ég var spurður hvort
ég hefði hitt Sigfús og kvað nei við,
var ég eindregið hvattur til að láta
af því verða. Það var því með nokk-
uð hálfum huga að ég knúði loks
dyra hjá Sigfúsi, því ég vissi ekki
hversu slíkum manni líkaði að vera
truflaður við störfín af mér. Sá ugg-
ur hvarf um leið og dyrnar opn-
uðust, enda skemmst frá því að segja
að varla hefur mér í annan tíma
verið tekið af svo kurteisri hlýju af
ókunnugum manni.
Ljóð Sigfúsar og önnur ritverk
hans bera vandað svipmót franskrar
hugsunar og evrópskrar heimspeki
í ríkara mæli en hér þekkist og segja
má að hann hafi jafnvel borið þau
sömu einkenni utaná sér og í fari
sínu. Hann var líka óvenju heill
maður og sjálfum sér samkvæmur
á alla lund. Ekki fór svo að Sigfús
yrði arftaki Kristins hjá Máli og
menningu. Hann hraktist þaðan eft-
ir ágæt störf við Tímaritið og tel ég
það ómældan skaða. Hann vann síð-
an við þýðingar og kennslu og rak
um skeið eigin bókaútgáfu. Þýðingar
Sigfúsar bera sömu einkenni og
annað sem hann sinnti. Að öðru
ólöstuðu þykir mér mest um vert
vandaða þýðingu hans á Útlegðar-
bálkum Saint-John Perse sem út
kom árið 1992. Sigfús var aldrei
heilsuhraustur og stríddi við erfíð
veikindi síðustu árin. Við og við
gafst þó tækifæri til að mæta honum
á götu og skiptast á nokkrum mergj-
uðum setningum. Síðast hitti ég
hann í Bankastræti fyrir fáeinum
vikum. Sá fundur var að því leyti
sérstakur að báðir þögðu. Var líkt
og undarlegur grunur flögraði um
stéttina. Svo yfti Sigfús hendi með
þeim orðum að hann þyldi ekki að
standa úti í kuldanum.
Ekki skal ég reyna að meta það
hér og nú hversu ræst hafí þær
væntingar er menn gerðu sér við
heimkomu Sigfúsar forðum. Mér
sýnist þó að áhrif hans hafí orðið
minni en efni stóðu til. Vafalaust
eiga veikindi þar hlut að máli en
fyrst og fremst sú menningarlega
útiegð sem hann dæmdist til á síð-
ari árum og hann bar með reisn eins
og veikindin. Ég hygg þó að áhrif
Sigfúsar eigi eftir að vara lengur
en margt það sem meira hefur borið
á í samtímanum. Hvað sem öllu líð-
ur hefur enn fækkað viðmælendum
hér á götunum og enn myndast autt
rúm sem ekki verður fyllt.
Jón frá Pálmholti.
Þegar mér er hugsað til Sigfúsar
Daðasonar kemur æðruleysi hans
fyrst upp í hugann. Allt fas Sigfús-
ar bar með sér að hann væri svo
þaulkunnugur lögmálum mannlegs
lífs, að ekkert gæti komið honum
ávallt var mjög gestkvæmt á heim-
ili þeirra.
Á þessum árum fékk ég stund-
um að dvelja á heimili þeirra í
nokkrar vikur í senn á vorin eftir
að skóla lauk og kynntist ég því
Hákoni nokkuð vel og alla tíð síðan
fylgdist hann mjög náið með mér
í námi og starfi. Hákon sýndi mér
einstaka hlýju og fram á síðustu
ár var hann að stinga að mér bók-
um um þjóðlegan fróðleik eða
gömlum íslenskum gripum, sem
honum hafði áskotnast. Hann vissi
að ég hafði ánægju af slíku og
þessa hlýju og hugulsemi hans
þakka ég af heilum hug.
Á yngri árum sínum stundaði
Hákon sjómennsku en réðst til
Reykjavíkurborgar árið 1942 og
starfaði þar óslitið yfir 40 ár,
lengst af sem verkstjóri. Hann
rækti störf sín af stakri trú-
mennsku og þótti traustur og heið-
arlegur í öllum þeim störfum er
honum var trúað fyrir, forkur dug-
legur og ósérhlífinn.
úr jafnvægi. Ég veit ekki hvaðan
honum kom æðruleysið sem virtist
umvefja hann. Mér fannst ætíð sem
það hæfi hann langt yfir allt hið
hvunndagslega en skapaði honum
um leið vissa fjarlægð. Því er það
svo, að þótt ég telji vináttu okkar
Sigfúsar hafa verið djúpa og ein-
læga, þá gerði ég mér ætíð grein
fyrir því að ég myndi aldrei þekkja
manninn Sigfús Daðason til fulln-
ustu. En við það varð ég snemma
sátt.
Ég var hálfþrítug þegar ég
kynntist honum og þijátíu ára ald-
ursmunur gerði að verkum að sam-
skipti okkar minntu stundum á sér-
lega gott feðginasamband. Þar ríkti
hlýja og blíða en einnig gleði og
kátína. í alvöruleysinu fórum við
ekki varlega með orð, sem urðu
bæði mörg og gáskafull. Öðrum
stundum tókum við orð ekki upp í
kippum.
Sterkasta minning mín af sam-
skiptum okkar snertir dauða góðs
kunningja míns sem hafði þráð að
ljfa en látist langt um aldur fram.
Ég var umlukin skelfílegri sorg sem
ég hélt í barnaskap mínum að
tíminn gæti ekki læknað. Sigfús tók
undir handlegg minn og sagði: „Þér
líður ekki vel.“ Það var ekki spurn
í orðum hans og ég vissi að hann
ætlaðist ekki til svars. Hann tók
mig að sér þennan dag, eins og svo
marga aðra daga, og ég man hversu
mér þótti gott að vera í návist hans
og hversu fegin ég var að fá að
ganga með honum í þögn. Og um
tíma gat ég hafið mig yfir sorg
mína og sú hugsun kom til mín að
ég ætti alltaf eftir að muna þessa
stund og vera Sigfúsi þakklát fyrir
að hafa gefið mér hana. En ég
þakkaði honum aldrei. Stundum er
of erfítt að þakka mönnum vináttu
þeirra.
En ég á honum ótal margt að
þakka: þolinmæðina sem hann hafði
með ákaflyndi mínu, hvatninguna
sem hann veitti mér margoft og
umhyggjuna sem hann ætíð sýndi
mér.
Fyrir þó nokkrum árum spurði
ég Sigfús hvort hann tryði á líf
eftir dauðann. Hann leit á mig eins
og hann væri að gefa mér færi á
að draga spurninguna til baka. Ég
setti upp þijóskufullan svip sem
átti að gefa til kynna að ég ætlað-
ist til svars. Hann sá við mér og
svaraði með vangaveltuin um hug-
myndafræði páfans. Ég tautaði
nokkur orð í fullvissu um vist í
betri heimi og skáldið svaraði með
umburðarlyndri þögn. Ég vil trúa
því að í þetta eina sinn í samskipt-
um okkar hafi ég vitað betur.
Ég hef ekki kvatt Sigfús Daða-
son, heldur bíð þess einungis að fá
að heilsa honum á ný.
Kolbrún Bergþórsdóttir.
Um félagsmálastörf frænda
mins veit ég frekar lítið. Veit þó
að hann starfaði af lífi og sál í
Átthagafélagi Kjósveija á meðan
það starfaði og var þar betri en
enginn. Þá starfaði hann um tíma
í Sjálfstæðisflokknum og var þar
varaborgarfulltrúi í nokkur ár. Ég
held að hann hafi ekki rekist vel
í stjórnmálaflokki, enda hætti hann
að mestu starfi fyrir flokkinn. Alla
tíð var föðurbróðir minn tengdur
æskustöðvum sínum sterkum
böndum og dvaldi í Kjósinni í flest-
um leyfum frá sínu fasta starfi.
Um 1974 byggði hann ásamt Guð-
jóni syni sínum sumarhús við Fossá
í Kjós og dvaldi hann þar ásamt
fjölskyldu sinni löngum stundum á
meðan heilsa leyfði. Að upplagi var
hann fyrst og fremst bóndi og
sveitarstörfin áttu best við hann
en atvikin höguðu því þannig að
starfsvettvangur hans varð annar
eins og fram hefur komið.
Góður drengur er horfinn,
heiðarlegur og traustur sem alltaf
reyndist mér vel. Ég mun geyma
með mér minninguna um hann.
Guðný, synir, tengdabörn og
aðrir ættingjar, mínar innilegar
samúðarkveðjur. Farðu sæll
frændi.
Þorkell G. Guðmundsson.
SIGFÚS
DAÐASON
HÁKON
ÞORKELSSON