Morgunblaðið - 09.01.1997, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 09.01.1997, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1997 49 V MAGNUS AÐALSTEINSSON + Magnús Aðal- steinsson, fyrr- verandi lögreglu- þjónn, fæddist á Grund í Eyjafirði 6. júlí 1918. Hann lést á heimili sínu i Reykjavík 2. janúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Rósa Páls- dóttir, f. 21.10. 1892 á Draflastöðum í Sölvadal, d. 22.12. 1972, og Aðalsteinn Júlíus Magnússon, f. 24.8. 1889 á Grund í Eyjafirði, d. 1.12. 1919. Magnús var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Gunnhildur Dav- íðsdóttir frá MöðruvöIIum í Hörgárdal, f. 6.3. 1922, d. 9.9. 1995. Þau eignuðust tvær dætur: 1) Rósu, f. 12.11. 1940, d. 8.1. 1983. Hennar maður var Gunn- laugur Geirsson, f. 30.1. 1940, þau eignuðust fjóra syni: Geir, f. 1966, Björn, f. 1968, Magnús, f. 1969, og Aðalstein, f. 1973 og eru barnabörnin tvö, Rósa, f. 1992, og Gunnlaugur, f. 1994. 2) Sigríði, f. 20.2. 1942. Hún á tvær dætur: Gunnhildi, f. 1960, hennar faðir er Sigurður Jóns- son, og Hafdísi, f. 1972, hennar faðir er Haukur Karlsson. Sig- ríður á eitt bamabarn, Iris Christine, f. 1995. Magnús og Gunnhildur slitu samvistir. Eftirlifandi kona Magnúsar er Hjördís Björnsdóttir frá Syðra-Laugalandi í Eyjafirði, f. 17.6. 1928, dóttir Bjöms Jó- hannssonar, bónda, f. 11.4.1893, d. 1980, og eiginkonu hans Emmu Elíasdóttur, f. 8.10.1906, d. 1993. Þeirra börn eru: 1) Stúlka, f. 5.7. 1947, dó nokkurra daga gömul. 2) Kristín, f. 7.10. 1948, eiginmaður hennar er Hafsteinn Hafsteinsson og eiga þau einn son, Gunnar Hans, f. 1984. Kristín á tvo syni af fyrra hjónabandi, þá Magnús, f. 1969, og Hjörvar, f. 1975. Faðir þeirra er Rögnvaldur Jóhannesson. Barnabarn Krist- ínar er Kristján Helgi, f. 1994. 3) Emma, f. 16.6. 1951, eiginmaður hennar er Brynleifur Halls- son og eiga þau þijú börn, Bryndísi, f. 1969, Birgi, f. 1972, og Benedikt, f. 1979. Þau eiga eitt barna- barn, Brynleif, f. 1988. 4) Rjördís, f. 2.4. 1956, eiginmað- ur hennar er Helgi Rafnsson, þau eiga sinn son, Rafn, f. 1990, einnig á Hjör- dís soninn Andra, f. 1978, faðir hans er Ottó Kolbeinn Ólafsson. 5) Stúlka, f. 27.10. 1957, fædd andvana. 6) Aðalsteinn Júlíus, f. 10.8. 1959. 7) Einar Björn, f. 30.7. 1963, sambýljskona hans er Anna Kristín Óladóttir og eiga þau dótturina Hjördísi Birnu, f. 1992. Einnig átti Magn- ús tvær dætur. Þær em: Sólveig Brynja, f. 28.6. 1956, hennar maður er Lárus Einarsson og eiga þau eina dóttur, Þóru, f. 1983; Linda María, f. 10.7. 1960, hún á soninn Stein Örvar, f. 1991. Magnús missti ungur föður sinn en ólst upp hjá móður sinni og stjúpföður Einari Stefáns- syni, skipstjóra hjá Eimskipafé- lagi íslands, f. 9.7.1884, d. 10.11. 1951. Einar átti soninn Jóhannes H. Stefánsson, f. 1917, d. 1978. Magnús hóf búskap á Grund 1935 og bjó þar til ársins 1947 að hann fluttist til Reykjavíkur og hóf störf þjá lögreglustjóra- embættinu í febrúar 1948. Magnús starfaði í lögreglunni til ársins 1988 að hann lét af störfum. Jafnhliða lögreglu- þjónsstarfinu stundaði Magnús ökukennslu til fjölda ára. Eftir það starfaði hann í stjórnarráði Islands sem vaktmaður til haustsins 1995. Útför Magnúsar fer fram frá Iláteigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Lífíð er eins og kertaljós, kviknar á andartaki, blaktir örlítið, logar misbjart og skært, eftir tilbrigðum tilverunnar. Síðan dofnar þetta ljós þegar kertið er brunnið að skari og slokknar. Nú er þitt kerti brunnið að skari, pabbi minn. Þegar þú ert nú í dag kvaddur hinstu kveðju er ég stödd á annarri eyju langt í burtu og þar mun ég minnast þín við kertaljós. Að athöfn lokinni kasta ég kertinu í hafið og það berst í burt eins og þú hefur nú borist burt þangað sem ég ekki veit. Þakka þér fyrir að hafa kveikt mitt lífsljós, þakka þér fyrir hve vel þú reyndist mér þegar mitt kerti blakti. Ég er sátt við þig, lífið og dauð- ann. Hinsta kveðja. Sigríður Magnúsdóttir. A kyrrum og björtum vetrardegi eins og þeir gerast fegurstir, nú rétt eftir áramótin þegar dag var örlítið farið að lengja, barst mér sú fregn að mágur minn, Magnús Aðalsteins- son, sem löngum var kenndur við Grund í Eyjafirði, hefði kvatt þetta líf, og lagt upp í þá ferð sem allra bíður. Vissulega grunaði mig ekki þegar við hittumst í nóvember, að hans hlýja handtak þegar við kvöddumst yrði hið síðasta og ég gladdist þá yfir því hvað hann var hress, spjall- aði og gerði að gamni sínu, því að ég hafði um það heyrt og vissi að heilsan var verulega farin að bila. Ég var mjög ungur þegar Magnús og næstelsta systir mín Hjördís gengu í hjónaband og hún fluttist til hans að stórbýlinu Grund, þar sem hann bjó á hálfri jörðinni, á móti Ragnari Davíðssyni, og það voru löng og merkileg ferðalög að fá að fara í heimsókn til Dísu og Magga fram í Grund. Áður hafði Magnús verið kvæntur Gunnhildi Davíðsdóttur en þau slitu sambúð. En atvikin höguðu því ekki á þann veg að Magnús ílent- ist við búskap, heldur fluttust þau hjónin til Reykjavíkur þar sem Magn- ús gerðist lögregluþjónn og ökukenn- ari, og bjuggu þau frá upphafi á Laufásvegi 65, í sambýli við móður Magnúsar, Rósu P. Stefánsson, allt þar til hún lést, en þetta hús hafði síðari eiginmaður Rósu og stjúpi Magnúsar, Einar Stefánsson, skip- stjóri, reist. En hjónin bæði héldu mikilli tryggð við átthagana og Eyjafjörð- inn, störfuðu um árabil í Eyfirðinga- félaginu í Reykjavík, komu norður stundum oftar en einu sinni á hvetju sumri til að rækta frændsemina og vináttuna, og einhvern veginn virtist það og varð svo sjáifsagt að Eyfirð- ingar sem erindi áttu til Reykjavíkur litu inn á Laufásveginum, fengu að gista eina nótt, eða þá í vikuna ef þannig stóð á spori, og virtist aldrei þurrð á húsrými eða risnu þrátt fyr- ir hina stóru fjölskyldu, en þau Magnús og Hjördís eignuðust sjö börn, en fimm komust til fullorðins- ára. Þannig varð heimilið á Laufás- vegi 65 nánast samkomustaður margra Eyfirðinga og kynntist ég því vel þau fjögur ár sem ég bjó í þessu stóra, glæsilega og glaðværa húsi. En ekki einasta ólu þau hjónin upp sín eigin börn heldur hafa fleiri en eitt og fleiri en tvö barnabörn átt athvarf hjá afa og ömmu nánast alla tíð og þeirra er missirinn nú ekki síður sár. Magnús Aðalsteinsson var karl- mannlegur og hraustur maður, mik- ill að vallarsýn og glæsimenni, stál- minnugur, ættfróður, prýðilega hag- mæltur, hafsjór sagna og visna og sagði ágætlega frá. Hann var prúðmenni, en fastur fyrir og allir þessir eiginleikar komu honum til góða í vandasömu starfí löggæslunnar, enda almælt að í öllum störfum sínum hafí hann verið mjög farsæll. Hann var mikill málvöndun- armaður og hikaði ekki við að benda mönnum á, að þeir notuðu það sem hann taldi og vissi að var rangt mál, en í leiðinni benti hann einnig á hvernig betra væri að haga orðum sínum þannig að tungutakið yrði hreint og hljómmikið. Hann var þannig málræktarmaður í bestu merkingu þess orðs. Að leiðarlokum vil ég og fjölskylda mín þakka Magnúsi Aðalsteinssyni fyrir áratuga vensl og vináttu, fyrir allar hans góðu og glöðu stundir og bið góðan Guð að blessa hann og varðveita um alla eilífð. Elsku Dísa, og öll börnin og barna- bömin ykkar Magnúsar, megi al- máttugur Guð veita ykkur styrk á þessari dimmu og erfiðu tíð, og leiða ykkur öll mót bjartari dögum. Björn Björnsson. í bjarma nýárssólar þegar svart- asta skammdegið er að baki, kvaddi góðvinur minn Magnús Aðalsteins- son þetta líf og hélt á vit hins eilífa ljóss. Magnús fæddist á Grund í Eyja- firði, einkabarn foreldra sinna, þeirra Rósu Pálsdóttur og Aðalsteins Magn- ússonar. Föður sinn missti Magnús þegar hann var á öðru ári og ólst upp með móður sinni og stjúpföður, Einari Stefánssyni skipstjóra en Magnús leit á hann sem föður. Ungur að árum tók Magnús við búi á stórbýlinu Grund í Eyjafírði sem var hans föðurleifð. Þarna bjó hann í tvíbýli á móti Ragnari Davíðssyni og Margréti Sigurðardóttur, en hún var síðari kona Magnúsar á Grund, afa Magnúsar Aðalsteinssonar. Maggi á Grund, eins og Eyfírðing- ar kölluðu hann, var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Gunnhildur Davíðsdóttir og eignuðust þau tvær dætur. Þau slitu samvistir. Síðari kona hans er Hjördís Björnsdóttir frá Syðra-Laugalandi og lifír hún mann sinn ásamt fímm börnum þeirra, sem á legg komust. Þau hjónin brugðu búi árið 1948 og fluttust til Reykja- víkur, þar sem Magnús hóf störf hjá lögreglustjóraembættinu, en einnig var hann ökukennari til fjölda ára. Maggi á Grund var góður og gegn Eyfírðingurtil hinstu stundar. Þó það ætti ekki fyrir honum að liggja að lifa og starfa í okkar fagra firði, fylgdist hann ætíð vel með mönnum og málefnum þar nyrðra og ekkert ár leið svo að þau hjón kæmu ekki norður að vitja átthaganna og rækta frændsemi og vináttu við Eyfírðinga. Maggi á Grund var glæsimenni, fríður sýnum og bar sig vel til hinstu stundar. Hann var öðrum mönnum kurteisari og riddaraleg framkoma hans heillaði fólk. Þau hjónin, Hjördís og hann, sett- ust að á Laufásvegi 65, í húsi móður hans og stjúpa og mátti segja að þau reistu bæ sinn um þjóðbraut þvera. Hús þeirra stóð ætíð opið hverjum sem að garði bar og Eyfírðingar áttu þar jafnan öruggt skjól, skyldir jafnt sem vandalausir. Var heimilið eins- konar miðstöð Eyfírðinga, sem leið áttu tii Reykjavíkur og var stundum kallað „Eyfírska konsúlatið" bæði í gamni og alvöru. í eðli sínu var Maggi á Grund fræðimaður, þó lítt fengist hann við þau störf. Hann var ættfróður svo af bar og naut þar hins ótrúlega minnis síns. Minni hans var svo trútt og óskeik- ult að hægt var að fletta upp í hon- um eins og alfræðibók. Hann var ljóðelskur, enda ágætur hagyrðingur sjálfur og kunni heil ókjör af ljóðum og lausavísum og fór vel með. Einnig mundi hann vel og þekkti ýmsa kynlega kvisti í Eyja- fírði og kunni af þeim sögur, en eng- an mann særðu þær frásagnir. Maggi á Grund var óvenju orðhag- ur maður. Hann unni íslenskri tungu og vildi veg hennar sem mestan. Fátt særði meira málsmekk hans en klaufaleg eða röng notkun móður- málsins. Iðulega ræddi hann við mig þau fádæmi að nútímafólk virðist ófært um að gera greinarmun á eitt- hvað og eitthvert. Tók hann af mér loforð um að láta af kennslu þann dag sem ég gæti ekki kennt nemend- um mínum að greina þar á milli. Ég tengdist þeim hjónum þegar sonur minn Helgi kvæntist Hjördísi yngstu dóttur þeirra. Löngu áður hafði ég þó leitað skjóls hjá þeim og notið gestrisni þeirra og hjartahlýju. Er mér enn í minni þegar ég stóð frammi fyrir þeim vanda að fara að keyra ein í Reykjavík. Þá brást Maggi við af eðlislægri hjálpsemi og kenndi mér að keyra í ys og þys borgarinnar og hefur sú kennsla dugað mér til þessa dags. Lítill drengur, sameiginlegt barna- barn okkar, varð og er mikill gleði- gjafí. Minnist ég þess glöggt þegar drengurinn var u.þ.b. tveggja ára að hann vildi fá okkur þijú til að dansa við sig. Mótmæli tók hann ekki til greina og stjómaði dansinum með sigurvissu æskunnar. „Hoppa, hoppa Edd-amma og amma Dísa - hoppaðu afí, hoppaðu" - og öll hlýddum við barninu þangað til Dísa vinkona mín skellti uppúr - og kallaði þetta „dans fílanna“ en afi Magnús kallaði dreng- inn upp frá þessu „Hoppa“ og hafði lúmskt gaman af uppátækinu. Já, Magnús afí var sérlega barngóður. Barnabörn hans hafa átt öruggt skjól hjá afa og ömmu og mörg þeirra alist þar upp að miklu leyti. Þau eiga nú um sárt að binda og bið ég Guð að styrkja þau og varðveita. Magnús Aðalsteinsson starfaði í lögreglunni í 40 ár. Samstarfsmönn- um hans ber saman um að hann hafí verið einkar farsæll í starfí. Rólegur og yfirvegaður tókst hann á við þau vandamál sem fyrir lágu og ekki brást honum kurteisin né virðingin fyrir samferðamönnunum. Sú saga gekk meðal vaktfélaga hans að ef einhver sem var færður á lögreglustöðina var sérdeilis erfíður og uppivöðslusamur þá hafi verið þrautalendingin að kalla á Magga frá Grund. Rólegur og æðrulaus kom Maggi á vettvang og sagði við óeirð- asegginn: „Og hvað heitir nú hún amma þín, góði minn“ og enginn var svo ólmur að hann sefaðist ekki við þessa spumingu og þar með var sá vandi leystur. Genginn er góður maður. Elsku Dísa mín og þið öll sem syrgið. Megi minningin um góðan dreng lýsa ykk- ur á vegferð ykkar um ókomin ár. Guð gefí ykkur styrk og æðruleysi á þessum sorgarstundum. Að lokum langar mig að kveðja Magnús vin minn með ljóðlínum skáldsins frá Fagraskógi, en hann yrkir svo um Eyjafjörð: Hljóti um breiða byggð, blessun og þakkargjörð. Allir sem tröllatryggð taka við Eyjafjörð. Vertu Guði falinn, Maggi minn. Edda Eiríksdóttir frá Kristnesi. Líklega á fyrsta þingi hesta- manna, það ég man, kappreiðum eins og þá hét, varð mér, ungum dreng, minnisstætt sýningaratriði. Þrekvax- inn maður og með yfirsvip sat hvítan hest og lagði til kosta. Þetta var á bökkum Eyjafjarðarár, þess lygna fljóts, sem fellur um flat- lendi til sjávar. Hér er mælt eftir mann, sem var sonur velmegandi hjóna í Reykjavík. Talinn til efnafólks en móðirin með sögu að baki. Virðuleg, stjómsöm en hæglát kona. Við hana kynntist ég ekki nema stutta stund á Laufás- veginum. Átti erindi við Hjördísi, tengdadóttur hennar. Vantaði söðl- ana frá Grund vegna sýningar. Spo- raslóðir liggja saman. Bóndinn á Stóru-Grund í Eyjafírði var kominn aftur til Reykjavíkur, fagnaði nýliða er borist hafði Suður. Var ekki að rekast í högum mínum en þekkti fólk mitt. Á eftirlitsferð um þennan höfuðstað í lengri gerðinni af Landró- ver fór hann að tengja saman ættir fólks. Stiklurnar á þessu langa vaði voru sérkennilegir menn, einstakl- ingarnir og örlög þeirra. Hljóp yfír merkilegar giftingar stórra ætta. Nútíminn með táfestu í hinu liðna var áhugamál hans og sérgrein. Tölvuútskrift og staðlaðar tölur eru lífvana hjá þeim tengslum er flétta saman örlög fólks, atferli og endalok. Hér er mælt eftir minnisverðan mann. Ungan dreng í Reykjavík. Stórbónda á Grund. Lögregluþjón eins og starfsheitið var þá og ekki afbakað af misskilningi, aðstoðar- varðstjóra. Ökukennara um langt skeið. Persónu sem risti dýpra en algengt er. Án þess að fastmælum væri bundið, vinar. Samferðamenrí— um langan veg. Skrifín eru vegna endurminninga, fólki hans vonandi að meinalausu. Svona eins og sá sem á bryggju stendur og lyftir hendi til þess sem siglir brott. Magnús Aðalsteinsson var maður stór vexti en leyndi hæð vegna gild- leika. Framkoman einörð og drengi- leg. Sómdi sér manna best í einkenn- isklæðum þess er þarf að liðsinna og taka á málum eftir aðstæðum. Reynsla og upplag hafði löngu mótað hann. Hafði þann hæfíleika að óró- legt umhverfíð róaðist og var gott honum nærri að standa. Reynslan kennir að andæfa og gera hlutina þannig að hægt sé frá að ganga án óskapa. Magnúsi var gott að hlýða því hann hafði jafnan uppi farsælar lausnir. Það er oftast flýtisverk að yfir- buga þann er fer með yfirgangi. Gallinn hinsvegar sá að framhaldið lagast litið. Hitt situr lengur eftir að lögreglan taki til við að rekja ættir þess er áður var til ófriðar. Gata réttrar breytni er oft vandrötuð og vorkunnarmál þó fólk rambi ekki alltaf réttu leiðina. Ógleymanlegt er hvernig Magnúsi var lagið að tala við fólk er tímabund- ið átti í vandræðum með sjálft sig^T' Sá er hafði misstigið sig var spurður þannig að fólkið hans var til um- ræðu. Foreldri, afar og ömmur. Ferð- in á lögreglustöðina gat stundum tekið aðra stefnu. Hinn handtekni þurfti að svara um foreldri. Öldumar lægði. Myndugleikinn og manneskju- leg viðbrögð höfðu breytt stöðunni. - „Þú hefur þig svo heim.“ Viðkom- andi fékk það sem hverri manneskju er dýrmætast, sjálfsvirðinguna. Hin síðari ár var Magnús starfandi á Miðborgarstöð lögreglunnar Reykjavík. Þangað áttu margir erindi vegna búsetubreytinga. Stundum var spurt nánar um fólkið. Sumir flýttu sér út því þeir vissu lítið fram yfír nöfn og kennitölu. Aðrir óku sér í ánægju og tóku að rekja ættir og tengsl. Sjálfsagt óvanir að fá þannig móttökur á skrifstofum hins opinbera. Magnús Aðalsteinsson var með- fram lögreglustörfum ökukennari til margra ára. Sumir em flinkir að beygja og bakka, telja sig fullfæra frá fyrsta degi. Þessa nemendur tók Magnús með fyrirvara. Þessa aukabúgrein ræddi Magnús vita- skuld ekki, en aðspurður um skemmtilega nemendur nefndi hann Sigurbjörn biskup einan. Auðvitað kunni nemandinn alla pésana utarr^. bókar, ekki skemmtilegri en þeir em. Aldrei rætt um kirkjumálefni en öku- kennarinn fékk í hveijum tíma kveð- skap Hallgríms Péturssonar í smá- skömmtum. Þetta vom ekki Passíu- sálmamir. Búskaparárin á Gmnd þekki ég eðlilega ekki nema af afspum. Magn- ús og Gunnhildur bjuggu þar breyt- ingatímann í landbúnaði. Hestaferðir vom farnar um fjöll og byggðir með ferðafólki í náttúm- skoðun, upphaf ferðaþjónustu. Aðrar með manni eins og Sigurði frá Brún. Vinátta þeirra hélst meðan báðir lifðu. Magnús Aðalsteinsson var hestamaður í fremstu röð. Sönnun þess er að nokkuð þurfti til að ha|a— í fullu tré við þann fyrmefnda og' síðar Sigurð Ólafsson í Laugamesi. Eftir að gæðingur Magnúsar hér syðra var fallinn ræddi hann ekki hestamennsku. Allt tal Magnúsar var rétt mál og hnyttið. Skólagangan varð nota- dijúg. Vetumir á Laugarvatni undir handleiðslu Bjama Bjamasonar. Saga lands og þjóðar. íslenskt mál og drengileg framkoma ásamt löng- un til fróðleiks virðast hafa verið undirstöðunámsgreinarnar. Á Stóm-Gmnd í Eyjafírði em sléttir bakkar. Veðursæld meiri en í " flestum stöðum. Mig langar til að aðskilnaður okkar Magnúsar Aðal- steinssonar verði þar sem ég fyrst sá hann og man. Hverfandi frá mannfjöldanum á hvítum fáki en kvöldsólin komin niður fjallaskörðin. Friður veri með fólki Magnúsar Aðalsteinssonar og veri því blessuð minningin. • Björn Signrðsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.