Morgunblaðið - 09.01.1997, Síða 50

Morgunblaðið - 09.01.1997, Síða 50
* 50 FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Elín Birgitta Þorsteinsdóttir fæddist í Reykjavík hinn 4. maí 1980. Hún lést af slysför- um í Vestmannaeyj- um hinn 7. desem- ber síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkj- unni 17. desember. Þegar hringt var í mig á sunnudags- kvöldið 7. desember síðastliðinn og mér tjáð andlát ástkærrar vinkonu minnar Elínar Birgittu var gersamlega kippt undan mér öllum stoðum, og ísköld örvænt- ingarfull tilfínning skilin eftir í krömdu hjarta mínu. Það eina sem upp kom í huga mér fyrstu mínút- urnar var að hér hlyti einhver misskilningur að hafa átt sér stað. Ekki að það væri hún Elín Birg- itta vinkona mína, sem lét ávallt eitt bros fylgja hveiju orði sínu, *t»rsem virkaði eins og vítamín- skammtur út daginn. En sama hversu margar undankomuleiðir frá sannleikanum ég reyndi að finna varð blákaidur veruleikinn ekki umflúinn. Frá því við Elín hittumst fyrst einkenndist vina- samband okkar af léttleika og góðri vináttu. í hvert eitt og ein- asta skipti sem ég hitti Elínu Birg- ittu gustaði slík rósaangan af hennar bjarta persónuleika og enn bjartara brosi að hver maður lyft- ^ist um nokkra sentimetra meðan á nærveru hennar stóð. Þegar önnur eins litadýrð lífsins sem Elín Birgitta er hrifsuð úr faðmi fjölskyldu og ástvina fínnur hver aðstandandi og ástvinur hversu stórt tóm í hjarta okkar sá missir skilur eftir sig, tóm sem aldrei verður fyllt, en aðeins grynnt með fallegri miningu um yndislega vin- konu. Þó að kali heitur hver, hyiji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa) Fyrir okkur sem eftir sitjum er fátt annað hægt að gera en að minnast góðra samverustunda með þér, Elín, og varðveita minn- ingu þína í huga og hjörtum okk- ar. Með þessum orðum og tregatá- rum kveð ég þig í hinsta skipti og votta fjölskyldu og öðrum ætt- ingjum Elínar Birgittu Þorsteins- dóttur dýpstu samúð mína. Þótt himinn og haf skilji oss að, vil ég að þú vitir að þú munt ætíð eiga stoð í hjarta mínu. Þinn vinur, Auðunn Björn Lárusson. Elsku Elín mín. Þetta er því ~ ■'miður síðasta bréfið sem þú færð frá mér. Ég vildi óska að ég þyrfti ekki að skrifa þetta bréf, frekar vildi ég geta talað við þig og séð þig með þitt yndislega bros sem ég sé stanslaust fyrir mér þessa stundina. Minningarnar um þig streyma um hugann þótt þær séu ekki margar, flestar um hvað það var alltaf gaman að koma heim eftir skóla á daginn og sjá bréf frá þér Iiggjandi við hurðina. Svo þegar ég flutti heim frá .. Jiollandi ætluðum við sko að hitt- ast oft og hafa það skemmtilegt, en þá þurftir þú nú einmitt að flytja til Vestmannaeyja. Ég vildi óska að ég hefði komið oftar að heimsækja þig en í þetta eina skipti í október, en ég er fegin að ég kom þó, því það var meirihátt- ar gaman þessa helgi og um leið örugglega kærasta minningin sem ég á með þér. Aldrei hefði mér dottið í hug að ég væri að kveðja þig í síðasta skipti þegar þú varst síðast í Reykjavík, en svona getur lífíð verið ófyrir- sjáanlegt og óréttlátt. Þótt ég trúi þessu ekki ennþá þá veit ég innst inni að þetta er satt og ég á aldrei eftir að sjá þig, tala við þig eða fá bréf frá þér aftur. En ég er samt ánægð með að eiga þijú ár úr þínu lífi skrifuð niður á blað og mun ég ávallt varðveita þessi bréf vel, þau eru mér svo kær. Elsku Elín mín, hér með lýkur mínu síðasta bréfi til þín. Ég sakna þín sárt og mun aldrei gleyma þér. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (K. Gibr- an.) Ég votta ættingjum þínum mína dýpstu samúð og ég vona að Guð gefi þeim styrk til að komast yfir þennan sorglega missi. Þín Diljá. Það var einn sumardag þegar ég frétti að vinur okkar hefði ekið stúlku alla leið til Ólafsvíkur eftir úlpunni sinni. Þegar þau komu aftur til baka, spurði ég stúlkuna hvort hún væri einhver drottning. Svaraði hún: „Já, og eftir það, var það það eina sem ég og Arnar kölluðum hana. Hún var drottning- in okkar. Eftir okkar fyrstu kynni fórum við að eyða meiri tíma saman og því meira sem á tímann leið því betur kynntumst við. Hún var þannig manneskja að við gátum alltaf leitað til hennar þegar eitt- hvað bjátaði á hjá okkur og einnig gerði hún það sama. Ég man allar þær stundir þegar hún kom í heimsókn til mín og við eyddum mörgum klukkustundum í að tala um lífið og tilveruna og allt sem því fylgdi. Þessar stundir enduðu oft með tárum, sum voru sorgartár, en flest voru þau gleði- tár. Það sem greindi Elínu Birgittu frá öðrum var fallega brosið henn- ar sem við fengum svo oft að sjá. Við eyddum mörgum helgum saman og hvort sem við vorum í heimahúsi, niðri í bæ eða bara úti að keyra, skemmtum við okkur alltaf konunglega og vorum stund- um að langt fram eftir morgni. En svo kom sá tími að hún ákvað að flytja til Vestmannaeyja til að breyta til og skipta um umhverfi. Við töluðum mikið um hvað við ættum eftir að sakna hvert annars en hugguðum okkur við það að við gætum alltaf verið í símasam- bandi. Og síminn var mikið notað- ur. Sum kvöld og sumar nætur hringdi hún í mig og þá hafði eitt- hvað gerst sem hún þurfti að tala við mig um, fá ráð hjá mér eða bara tií að fá mig til að hlusta á sig. Hún talaði oft um það hvað hún saknaði allra vina sinna og þegar hún kom í bæinn reyndi hún allt til þess að hitta þá alla með misjöfnum árangri. Við munum aldrei gleyma þess- um svarta 7. desember 1996, þeg- ar við fréttum að Elín Birgitta væri látin. Elín Birgitta okkar, drottningin okkar. Hún, af hveiju hún af öllum? Fólk reynir að hugga okkur með því að segja: „Guð elskar þá mest sem deyja ungir.“ Við skiljum hann vel því við elsk- um hana líka og munum alltaf gera. En ég fæ samt ekki svar við spurningu minni. Af hveiju hún? Þú sæla heimsins svalalind, ó, silfurskæra tár, er allri svalar ýtakind og ótal læknar sár. Æ, hverf þú ei af auga mér, þú ástarblíða tár, er sorgir heims í burtu ber, þótt blæði hjartans sár. Mér himneskt ljós í hjarta skín í hvert sinn er ég græt, því drottinn telur tárin mín, - ég trúi og huggast læt. (Kristj. Fjallaskáld.) Þegar hún lést, lést hluti af okk- ur líka og á aldrei eftir að lifna aftur við fyrr en við hittumst aftur. Hún mun alltaf vera drottningin okkar, sú eina og sanna. Elías H. Melsted, Arnar Grétarsson. Þegar ég frétti daginn eftir andlát Elínar Birgittu að hún væri farin frá okkur var mér hugsað til allra unglinga. Enn eitt ungt lífsins ljós er slokknað og við sem eftir stöndum erum ráðþrota gagnvart þó þeirri staðreynd að dauðinn er eitthvað sem kemur fyrir okkur öll. Það er alltaf dap- urt þegar við sjáum á eftir mjög ungu fóiki enda sinn veg langt fyrir aldur fram. Það er stutt á milli lífs og dauða og hláturs og gráts. Enginn veit hvenær við hverfum á braut og þess vegna er enn mikilvægara að bera virð- ingu fyrir lífinu og þeim einstakl- ingum, sem lifa því. Elín Birgitta minnti mig á mikilvægi ástarinnar og enn frekar á það að við eigum sífellt að gefa af okkur ást og umhyggju, án þess að velta því fyrir okkur, hvort við séum að gera rétt. Það er aldrei hægt að gefa of mikið af ást og fáum við hana endurgoldna í formi ástar áður en við gerum okkur grein fyrir því. Ég kynntist Elínu Birgittu þeg- ar ég var að vinna í félagsmiðstöð- inni Fjörgyn í vetur er leið, en þá var hún í tíunda bekk í Folda- skóla. Það var óhjákvæmilegt að taka eftir Elínu Birgittu með sitt fallega bjarta bros. Hún var falleg ung stúlka og frekar þroskuð eftir aldri. Ég sá strax að við áttum ýmislegt sameiginlegt eins og tungumálaáhuga, en þar stóð hún sig mjög vel, enda talaði hún ensku, dönsku og þýsku fyrir utan sitt eigið móðurmál. Hún var mjög vel af Guði gerð og gat ég ekki séð annað, en að hún ætti bjarta framtíð fyrir sér, þrátt fyrir ýmis vandamál hversdagsleikans, sem við reynum að takast á við í lífinu hvort sem við erum ung eða göm- ul. í sumar hitti ég hana nokkrum sinnum og ávallt mætti hún mér með fallegu brosi sínu, en það hvarflaði aldrei að mér að ég ætti ekki eftir að sjá hana aftur. Elsku Elín Birgitta, ég ætla að kveðja þig hér með orðum um ástina úr Spámanninum eftir Kahlil Gibran. „Ástin gefur ekkert nema sjálfa sig ojg þiggur ekkert nema sjáfa sig. Astin á engar eignir og verður aldrei eign, því að ástin á sig sjálf og er sjálfri sér nóg. Þegar þú elskar, skaltu ekki segja: „Guð er í hjarta mínu“, segðu heldur: „Ég er í hjarta Guðs.“ Ástin þráir aðeins að fullkomna sjálfa sig. En ef þú elskar og þrá- ir, þessar séu þá þrár þínar: Að bráðna og renna fram eins og lækur, sem syngur nóttinni Ijóð sitt. Að þekkja sorg hinnar mestu sælu. Að bera und í hjarta, vegna þess að þú þekkir ástina. Og að blæða fijáls og full af innri gleði. Að vakna að morgni með vængjað hjarta og fagna nýjum degi ástar þinnar. Að hvíla hljóð um hádegið og finna alsælu ástarinnar. Að snúa heim að kvöldi með þakklát- um huga og sofna með fyrirbæn í hjarta og lofsöng á vörum.“ Halla. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Elskulega Elín okkar sem við kveðjum nú með sárum söknuði. Hún kom inn í fjölskyldu okkar, þegar Aðalsteinn bróðir og frændi, kynntist Hildi móður hennar. Elínu fýlgdi ferskur andblær glaðværðar og manngæsku. Hún var bráð- greind, hugmyndarík og gerði aldr- ei annarri manneskju vísvitandi mein, jafnvel þó á hana væri ráð- ist. Hún bar virðingu fyrir tilfinn- ingum annarrar. Gott þótti henni að slappa af við lestur góðrar bók- ar. Hún hafði ávallt svo margt að hlakka til, og mörg voru þau fram- tíðarplön sem við fengum að heyra um. Þegar hún bjó í Þýskalandi, sagði hún okkur að þar í landi tíðk- aðist að lögfræðingar keyrðu um á Trabant. Hún sagðist ætla að feta í þeirra fótspor. Svo skellti hún uppúr með þessum innilega hlátri sem henni einni var lagið. Stutt var í ímyndunaraflið, en þar voru byggðar upp heilu fanta- síurnar. Þó framtíðin bíði hennar ekki lengur í þessum heimi vitum við sem geymum dýrmætar minn- ingar um hana í hjörtum okkar, að góðra bíður góður staður. Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinni gerði þig glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. Jesús mælti: „Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi. Og hver sem lifir og trúir á mig, mun aldrei að eilífu deyja. Aðalbjörg Sigurþórsdóttir, Guðríður Björgvinsdóttir. Hér kveð ég mína ástkæru syst- urdóttur, Elínu Birgittu, sem alltaf átti sinn sérstaka stað í mínu hjarta og mínum huga. Ég get varla lýst þeim sárs- auka, sem braust út er mér barst fréttin um að hún Elín mín væri dáin, né baráttunni við að trúa því að þú værir farin í ferðalagið, sem við förum öll í þegar okkar tími kemur. Minningarnar flæða um hugann. Mér finnst alls ekki svo langt síðan mamma kom til mín og sagði mér að það væri kominn nýr sólargeisli í fjölskylduna, 7. barnabarnið, stelpa fædd 4.5. ’80, og það varst + Hjörtrós Alda Reimarsdótt- ir fæddist í Vestmannaeyj- um hinn 8. september 1929. Hún lést á heimili sínu hinn 25. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Foss- vogskirkju 3. janúar. Það er komið að því að kveðja elskulega frænku og mágkonu sem andaðist á heimili sínu síðastliðinn jóladag. Það er erfitt að vera langt í burtu á svona stundu. Með örfáum orðum viljum við, ég og fjölskylda mín, þakka Rósu samfylgdina og allan þann hlýhug sem hún sýndi okkur í gegnum ár- þú svo sannarlega. Ég flýtti mér upp á fæðingarheimili, heillaðist af þér, þú varst svo falleg, algjört náttúruundur, og ég dáðist að starfsfólkinu, sem kenndi mömmu þinni og pabba að annast þig. Þú varst alltaf svo undurblíð og góð, ferðalögin okkar og samveru- stundimar voru ótalmargar. í hest- húsið komstu oft með mér, áttir þinn stað þar, og last þína bók á meðan ég mokaði út og fórst fyrst á bak þriggja ára og réðst þér varla af kæti. Það var oft glatt á hjalla, t.d. þegar þú komst með gömlu nátt- fötin þín handa hundinum okkar og við klæddum hann í þau. Amer- íkuferðin okkar með ömmu Björgu og afa Páli er mér ógleymanleg, þegar þú kunnir öll nöfnin á fígúr- unum í Disney-landi og komst okk- ur endalaust á óvart. Ég minnist fyrstu skíðaferðar- innar okkar þegar þú hélst að Alli hefði smíðað skíðin þín, Kerlingar- fjallaferðarinnar, þegar svo gaman var að sjá hvað þér hafði farið mikið fram, og þeirrar síðustu í fyrravetur þegar við fórum með bræður þína Pál og Ágúst í fyrsta sinn og þú kunnir öll aðalatriðin við að kenna þeim að standa niður barnabrekkuna í Bláfjöllum. Það var svo gott að knúsa þig og fagnandi tókstu oft á móti mér bæði hérlendis og erlendis þegar ég hafði farið „til erlendis“. Þú varst að svo mörgu leyti langt á undan þinni samtíð og fljót að læra og tileinka þér nýjungar, skákaðir mér í þýskunni eftir nokkra mánuði og kynntir fyrir mér fyrstu sporin í tölvuheiminum. „Þetta er framtíðin, Bögga mín, þú getur alveg lært á tölvu eins og ég.“ Svo hughreystandi og hvetjandi. Tilhlökkunin um bílprófið fór vaxandi er nær dró. Það var því mikil kátína þegar þú fékkst að prófa „voffann“ og við grenjuðum úr hlátri þegar illa gekk að ræsa „hvutta". „Hann var bara eitthvað bilaður greyið, enda orðinn „twenty eight". Það verður tómlegt án þín, elsku Elín mín. Þú gafst mér svo margt. Takk fyrir allt og allt. Með trega í huga og sorg í hjarta kveð ég þig, minningarnar og myndirnar geymi ég áfram á sínum stað og breiða, fallega, bjarta brosið þitt. Foreldrum þínum, systkinum og öllum ættingjum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur, svo og öllum vinum þínum, sérstaklega í Vestmannaeyjum. „I hendi Guðs. Drottinn minn og Guð minn, þú gefur lífíð og þú einn getur tekið það aftur. Þú hyl- ur það eitt andartak í leyndardómi dauðans til að lyfta því upp í ljósið bjarta, sem eilífu lífi til eilífrar gleði með þér. Lít í náð til mín í sorg minni og söknuði. Lauga sorg mína friði þínum og blessa minn- ingarnar, jafnt þær björtu og þær sáru. Lát mig treysta því að öll börn þín séu óhult hjá þér. í Jesú nafni amen.“ (Karl Sigurbjörns- son) Björg Pálsdóttir. in. Rósa var fórnfús og ósérhlífín sem sýndi sig best í umhyggju hennar fyrir Bjarna syni þeirra Bergs sem þurfti mikið á henni að halda. Sama gegndi um afa og ömmu sem hún hélt heimili með. Við vorum alltaf velkomin á Nes- veginn og alltaf var spurt hvenær von væri á okkur aftur til íslands. Elsku Bergur, synir og fjölskyld- ur og aðrir aðstandendur sem nú hafið misst mikið, hugur okkar dvelur hjá ykkur. Rósa mín, blessuð sé minning þín. Steinunn Rósa Hilmarsdóttir, Svíþjóð. ELÍN BIRGITTA ÞORSTEINSDÓTTIR HJORTROS ALDA REIMARSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.