Morgunblaðið - 09.01.1997, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 09.01.1997, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1997 53 t l! I ) > > > > > > >1 ISAFOLD TEITSDÓTTIR + ísafold Teits- dóttir fæddist í Reykjavík 17. janúar 1907. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur í Landakoti 29. des- ember síðastlið- inn. Hún var næ- stelst fimm barna hjónanna Teits Erlendssonar, f. 31. október 1873, d. 25. október 1958, bónda á Stóru-Drageyri, Skorradal og Mál- fríðar Jóhanns- dóttur, f. 27. september 1878, d. 6. apríl 1964. Systkini ísa- foldar eru: Guðlaug, f. 10. júní 1904, d. 8. nóvember 1974; Erlendur Ragnar, f. 17. mars 1909, d. 27. júní 1944; Jóhanna María, f. 13. janúar 1911; Kristján, f. 20. október 1915, d. 2. maí 1990. Einkasonur fsa- foldar er Óttarr Arnar, f. 7. nóvember 1940. Faðir hans var Halldór Jónsson, á Kirkjubæ í Hróarstungu, f. 16. janúar 1916, d. 23. febrúar 1977. Ótt- arr er kvæntur Ingrid Elsu, f. 6. júni 1943. Börn þeirra eru a. Esther Ang- elica, f. 25. októ- ber 1965, dóttir Alexandra Ingrid, f. 1. júní 1993, b. íris Kristína, f. 4. júlí 1971. ísafold lauk námi við Hjúkrunarskóla íslands vorið 1933. Stundaði siðan framhalds- nám við „Gamla Kliniken" í Hels- ingfors og við „Norsk- Sykeplei- erskeforbunds- Fortsettelses- skole“. Hún starfaði fyrst við Landspítalann, síðan hjá Rauðakrossdeild Akureyrar, Vöggustofu Barnavinafélags- ins Sumargjafar og hjúkrunar- félagsins Líkn. Lengst af eða frá 1953 starfaði hún við ung- barnavernd hjá Heilsuvernd- arstöð Reykjavíkur. Síðustu árin var hún skólahjúkrunar- kona í þremur skólum samtím- is: Melaskóla, Landakotsskóla og Vesturbæjarskóla. Útför ísafoldar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. í dag kveð ég elskulega tengda- móður mína í síðasta sinn. Kynni okkar ísafoldar hófust fyrir rú num 30 árum þegar ég giftist Óttari einkasyni hennar. Það var sumar og sólin skein þegar við komum með Gullfossi til Islands eftir að við giftum okkur í Þýskalandi, heimalandi mínu. Nán- ustu ættingjar og vinir biðu okkar á bryggjunni og Isafold tók fyrst á móti okkur með fallegan blómvönd og bauð mig hjartanlega velkomna til íslands. Mér fannst ég strax umvafin þessari einstöku hjarta- hlýju og væntumþykju sem hún allt- af sýndi mér. Þegar fyrsta barnabarn hennar fæddist varð hún fyrst til að óska okkur til hamingju og færði okkur tvo blómvendi; handa mér og Esth- er litlu. Hún sem var hjúkrunarkona og starfaði í ungbarnaeftirliti gat mikið hjálpað mér. Hún kom mér í móðurstað. Þegar annað barna- bamið, Íris, fæddist var aftur mik- ill stuðningur að ísafold. ísafold var mér góð og kærleiks- rík tengdamóðir. Hún var alltaf til- búin að rétta mér hjálparhönd og alltaf var sjálfsagt að leita til henn- ar. Heilsa ísafoldar byijaði að bresta síðastliðið ár, en ávallt þegar eitthvað stóð til, s.s. boð, sóttum við ísafold heim til okkar. Oftar en ekki sagði hún við mig: ,Þetta er allt of mikil fyrirhöfn fyrir ykkur. Þið eruð alltaf svo góð við mig.“ Síðasta mánuð á Landakotsspítala var hún sérstaklega þakklát fyrir alla umönnunina sem hún fékk. Henni var tamara að gefa en þiggja. Ég óska þess af öllu hjarta að þér líði vel þar sem þú ert nú, elsku Isafold, Hjartkær amma, far í friði, föðurlandið himneskt á, þúsundfaldar þakkir hljóttu, þínum litlum vinum frá. Vertu sæl um ailar aidir, alvaldshendi falin ver, inn á landið unaðsbjarta, englar drottins fylgi þér. (Ók. höf.) Nú hefur elskuleg amma okkar ísafold hlotið hvíldina góðu og er farin yfir í betri heim. Okkur syst- urnar langar til að minnast hennar með fáeinum orðum. Það eru ljúfar minningar sem koma upp í huga okkar. Amma var afskaplega hlý og góð. Það var notalegt og gott að vera í návist hennar. Amma átti stóran þátt í uppeldi okkar. Við gengum báðar í Isaks- skóla og amma bjó í Bólstaðarhlíð skammt frá skólanum. Alla virka daga sótti amma okkur í skólann og við gengum saman í rólegheitum heim til hennar. í drekkutímanum biðu okkar alltaf góðu ,ömmu- pönnsurnar" eða annað góðgæti. Við sögðum frá atburðum dagsins og amma varð aldrei þreytt á að hlusta á okkur. Við spiluðum oft „svarta Pétur“ eða önnur spil og höfðum gaman af. Amma var mjög ljóðelsk og kenndi okkur margar vísur og mörg kvæði. Hún kenndi okkur einnig að pijóna og við minn- umst með hlýhug fyrstu afreks- verka okkar undir hennar umsjón. Hún pijónaði mikið sjálf og þeir voru ófáir vettlingamir og sokkarn- ir sem hún pijónaði á okkur í öllum regnbogans litum. Þegar við vorum yngri fengum við oft að gista hjá ömmu um helg- ar. Það var alltaf tilhlökkunarefni því sjaldan var stjanað eins mikið við okkur og þá. Alltaf vildi amma vera að gefa og gauka einhveiju að okkur. Amma var alltaf í góðu skapi, gat alltaf glaðst af minnsta tilefni og séð jákvæðu hliðarnar á öllu. Þegar við lágum veikar heima kom amma ávallt í heimsókn með vínber og ís. Hún stytti okkur stundir með skemmtilegum sögum af því þegar hún starfaði sem hjúkr- unarkona og við ungbarnavernd. Amma var ætíð tilbúin að rétta okkur hjálparhönd í stóru og smáu. Okkur er minnisstætt þegar við vorum einar heima kvöld eitt og rafmagnið fór af höfuðborgarsvæð- inu. Við urðum mjög hræddar og í því hringdi síminn. Amma var auð- vitað að hringja og tókst henni að róa okkur og ræddi við okkur um heima og geima uns rafmagnið kom á aftur. Amma fylgdist vel með sín- um nánustu. A hlýlegu heimili hennar voru fjölmargar myndir af okkur systrum og fyrsta langömmubarni hennar sem hún gladdist mikið yfir og var henni kært. Þegar við áttum afmæli var amma ávallt fyrst allra að hringja og óska okkur til hamingju. Svona var hún amma okkar, alla tíð svo góð og hugulsöm. Elsku amma, við kveðjum þig með söknuð í hjarta og þökkum þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur. Minningin um þig mun ávallt eiga sérstakan stað í hjörtum okkar. Megi Guð og góðir englar vera með þér. Hvíl í friði. Þínar Esther og íris Ottarsdætur. Með nokkrum orðum langar mig að minnast ísafoldar Teitsdóttur t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ODDNÝ S. SIGURÐARDÓTTIR, Austurgerði 12, Reykjavik, lést á heimili sínu að kvöldi 7. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Jón I. Júli'usson, Júlfus Þór Jónsson, Agnes Viggósdóttir, Sigrún A. Jónsdóttir, Gunnar Þór Guðmannsson, Rut Jónsdóttir, Árni M. Heiðberg, Einar Örn Jónsson, Guðný Magnúsdóttir, Jón Þorsteinn Jónsson, Sigrún Karlsdóttir og barnabörn. Far þú i friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Guð blessi þig. Þín tengdadóttir, Ingrid Elsa Halldórsson. Elskulega amma, njóttu eilíflega Guði hjá, umbunar þess, er við hlutum, ávallt þinni hendi frá; þú varst okkur ungu hjörtum, eins og þegar sólin hlý, vorblómin með vorsins geislum vefur sumarfegurð í. t STEFÁN HANNESSON, Austurgötu 29B, Hafnarfirði, sem lést 31. desember sl., verður jarð- sunginn frá Fossvogskapellu í dag, fimmtudaginn 9. janúar, kl. 15.00. Bjargey Fjóla Stefánsdóttir, Vilborg Kristín Stefánsdóttir, Ágúst Guðmundsson, Stefán Guðmundsson, Pálína Guðmundsdóttir og fjölskyldur. sem megna þó aldrei að lýsa til fulis hug mínum til hennar. Ég þekkti ísafold alla mína ævi þar sem hún var amma vinkonu minnar. Sem slík og vegna mannkosta henn- ar skipaði hún sérstakan sess í huga mínum og hjarta. ísafold var mikið ljúfmenni og var félagsskapur hennar alltaf notalegur. ísafold var að mörgu leyti langt á undan sinni samtíð. Hún lærði hjúkrun hérna heima á íslandi og með dugnaði og þrautseigju lauk hún framhaldsnámi í FinnlandL Á þeim tíma var það mikið afrek. ísa- fold eignaðist síðan son sinn Óttarr og ól hann upp ein. Hún var ein- stæð móðir og komst af án þess félagslega stuðnings sem hið opin- bera veitir foreldri sem þannig er ástatt fyrir í dag og er það aðdáun- arvert. Það sem einkenndi ísafold helst var hversu jákvæð og áhugasöm hún var. Hún fylgdist vel með hvað hver og einn tók sér fyrir hendur í leik og starfi og samgladdist inni- lega þegar vel gekk og langþráðum áföngum var náð. Ráðleggingar og heilræði hennar voru alltaf gefin af heilum hug og komu sér oftar en ekki vel. Umhyggju hennar voru engin takmörk sett. Ég kveð ísa- fold með djúpum söknuði en um leið með þakklæti fyrir að hafa kynnst svo góðri og mikilli mann- eskju. Fjölskyldu ísafoldar, Óttari, Ingrid, Ester, Alexöndru, írisi og Jóhönnu Teitsdóttur, votta ég mína innilegustu samúð. Guð blessi minn- ingu Isafoldar Teitsdóttur. Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir. Ritarar íslendingasagnanna báru virðingu fyrir orðum og notuðu þau af nákvæmni og yfirvegun. Texti þeirra var ekki hlaðinn óþarfa orð- skrúði heldur hnitmiðaður og snarp- ur. í dag er þessu öðruvísi farið. Nú flæða yfir okkur hástemmdar lýsingar og innihaldslitlar upphróp- anir í yfirþyrmandi óhófi. Jafnvel hvunndagslegustu hlutir eru sagðir „einstakir", „stórkostlegir" og „frá- bærir“. Þegar mikið liggur við stöndum við því úrræðalaus. Orð- laus - í bókstaflegri merkingu - vegna þeirrar gengisfellingar sem orðið hefur á ákveðnum orðum vegna ofnotkunar. Núna liggur einmitt mikið við. Nú þegar við kveðjum konu sem ýmis af jákvæðustu orðum íslenskr- ar tungu eiga við um - ísafold Teitsdóttur hjúkrunarkonu. Um leið og hugsað er til þessarar sómakonu kemur lýsingarorðið „góður“ upp í hugann. Folda var góð kona. Blíð og góð. Og þessi lýsingarorð eru ekki valin af handahófi. Þeim er ekki slengt fram í hugsunarleysi eða vegna þess að þau þyki viðeig- andi í minningargrein um aldraða konu. Þau lýsa Foldu einfaldlega best. En hún var ekkþ bara góð. Hún var líka dugleg. Á tímum þegar ekki þótti sjálfsagt að konur mennt- uðu sig lauk Folda starfsnámi. Hún útskrifaðist sem hjúkrunarkona og starfaði sem slík, áratugum saman, enda hafði hún fyrir heimili að sjá. Hún var einstæð móðir á þeim árum þegar konur, sem fylltu þann flokk, þurftu að hafa sterk bein. í þá daga var einfaldlega ekki gert ráð fýrir því að ógiftar konur eignuðust börn og frávik frá þeirri óskráðu reglu þjóðfélagsins gátu haft ýmsa erfið- leika í för með sér. Þótt Folda væri fíngerð í útliti bjó hún yfir stórkostlegum styrk. Hún stóð af sér alla storma og ól einkason sinn upp með miklum sóma. Hún átti meira að segja af- gang. Næga umhyggju og blíðu fyrir ótalmörg önnur ungviði í fjöl- skyldunni. Þegar undirrituð kom í heiminn var Folda til dæmis stoð og stytta hinna nýbökuðu foreldra. Ávallt reiðubúin að gefa góð ráð varðandi umönnun stúlkubarnsins sem átti við ýmsa kvilla að stríða á fyrstu æviárunum. Þá var ekki amalegt að eiga frænku sem var hjúkrunarkona! Og Folda hélt áfram að halda yfir mér verndarhendi. Þegar ég gekk í Melaskólann gegndi þessi blíða og góða kona þar stöðu skóla- hjúkrunarkonu. Ég átti því alltaf öruggt skjól inni á skrifstofu hjá henni ef snjóboltastríð eða önnur óáran geisaði á skólalóðinni. Það notfærði ég mér til hins ýtrasta og leitaði eflaust óþarflega oft á náðir frænku minnar. Hún tók mér hins vegar alltaf opnum örmum, strauk mér um vangann og smellti plástri á skrámur ef á þurfti að halda. Að leiðarlokum þakka ég Foldu þá miklu hlýju og góðsemi sem hún sýndi þremur kynslóðum fjölskyldu minnar. Við sendum einlægar sam- úðarkveðjur til Óttars, einkasonar hennar, tengdadóttur, sonardætra og Jóhönnu systur hennar. Fyrir hönd fjölskyldunnar á Nes- haga 15, Jónína Leósdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, bróðir og tengdasonur, ÁGÚSTINGISIGURÐSSON, Lágengi 13, Selfossi, varð bráðkvaddur á heimili sínu 5. janúar síðastliðinn. Jarðarförin fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 11. janúar kl. 15.30. Bílferð verður frá BSÍ, Reykjavík, kl. 14.00. Hugrún Elfa Bjarnadóttir og börn, foreldrar, systkini og tengdamóðir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGTRYGGUR KJARTANSSON, lést á Sjúkrahúsi Keflavíkur 3. janúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, fimmtudaginn 9. janúar, kl. 14.00. Klara Ásgeirsdóttir, Kjartan S. Sigtryggsson, Ása Steinunn Atladóttir, Sigríður S. Sigtryggsdóttir, Biil Joyner, Steinar S. Sigtryggsson, Birna Marteinsdóttir, Kristín S. Sigtryggsdóttir, Hallur A. Baldursson, Hólmfrfður S. Sigtryggsdóttir, Þórður Kárason, barnabörn og barnabarnabörn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.