Morgunblaðið - 09.01.1997, Síða 55

Morgunblaðið - 09.01.1997, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1997 55 HALLDÓRA G UÐJÓNSDÓTTIR + Halldóra Guðjónsdóttir fæddist í Réttarholti í Garði hinn 6. nóvember árið 1909. Hún lést hinn 17. desember síð- astliðinn á Hrafnistu í Hafnar- firði. Fór útför hennar fram frá | Fríkirkjunni í Hafnarfirði 23. desember. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að vera fyrsta barnabarn Halldóru og búa á heimili hennar ásamt for- eldrum mínum þeirra fyrstu hjú- skaparár og á því margar góðar endurminningar henni tengdar. I Sérstaklega eru jólin ofarlega í huga mínum og hversu gaman var að vera hjá ömmu og afa á jólun- | um. Það er mín heitasta ósk að börnin mín fái að upplifa jólin eins og ég fékk að njóta þeirra og þegar til fullorðinsára kemur þá eigi þau góðar minningar í sínu hjarta sem yljar þeim. Ég minnist líka þeirra ferðalaga sem farin voru í „boddíi" á palli vörubíls afa. Þar var amma hrókur alls fagnaðar, söng og sagði sög- ur, og fyrir lítinn snáða eins og ég var þá, var hver ferð ævintýri þó að ekki væri farið langt. Halldóra amma var mikið fyrir að vera í margmenni og var sjaldan kátari en er eitthvað stóð til, stórafmæli eða eitthvað slíkt, þá naut hún sín til fulls. Það má því gera ráð fyrir að eftir að Jóhann afi dó hafi dagarn- ir verið lengi að líða er hún dvald- ist ein í íbúð sinni þó að hún hafi notið tíðra heimsókna barna sinna. Þetta er víst hlutskipti þeirra sem eru búnir að skila sínu dagsverki. Fyrir suma er þetta kærkomin hvíld, en aðrir vilja halda áfram, en geta ekki vegna heilsubrests er fylgir háum aldri. Amma var þann- ig. Andinn var ekki bugaður þrátt MINNINGAR fyrir að líkaminn væri farinn að gefa sig. Halldóra amma var svo lánsöm að fá að dvelja á Hrafnistu, dvalar- heimili aldraðra í Hafnarfirði, síð- ustu misseri ævi sinnar og naut þar góðrar aðhlynningar starfs- fólks og félagsskapar vistmanna. Amma virtist alltaf vera kát og hress þrátt fyrir veikindi sín sem þjakað hafa hana síðustu æviárin og ekki gott að átta sig á því hvern- ig henni leið. Halldórá amma var mikil lista- kona og skilur eftir sig marga góða hluti sem hún gerði í höndun- um og eru nú í hugum okkar ómet- anlegir dýrgripir sem halda minn- ingu hennar á loft, en fyrir mig og marga fleiri er minningin um góðar stundir það dýrmætasta sem hún skilur eftir. Megi fullvissan um hana og afa í faðmi algóðs Guðs hugga okkur og vera okkur styrkur þar til við verðum sameinuð aftur. Biblían kennir okkur að við skulum líta á jarðlífið sem dvöl að heiman. Nú er amma komin heim. Jóhann Hauksson, Laxárvirkjun. t Ástkær eiginkona mín, JÓHANNA ÞORSTEINSDÓTTIR, Fáskrúðsfirði, sem lést á dvalarheimilinu Uppsöl- um 2. janúar, verður jarðsungin frá Fáskrúðsfjarðarkirkju föstudaginn 10. janúar kl. 14.00. Bjarni Sigurðsson. t Útför systur minnar, GUÐBJARGAR STEFÁNSDÓTTUR, Hrafnistu, Hafnarfirði, áðurtil heimilis f Boðahlein 22, sem lést mánudaginn 30. desember, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 10. janúar kl. 13.30. Stefanfa Stefánsdóttir. ) ) I > ) ; I I I I i i á 1 I + Helgi Þor- geirsson fædd- ist á Mýrum í Vill- ingaholtshreppi 29. júlí 1912. Hann lést 28. desember síðastliðinn að Hátúni 10 í Reykjavík. Hann var elstur sex barna hjónanna Guðrúnar Eiríks- dóttur, f. 16. des- ember 1884 á Mýr- um, d. 2. nóvember 1967 í Reykjavík og Þorgeirs Jóns- sonar bónda þar, f. 5. apríl 1889 í Reykjavík, d. 18. mars 1960 í Reykjavík. Önnur börn þeirra voru Jón, f. 2.8. 1913, d. 9.6. 1985, Eiríkur, f. 5.4. 1917, Þórður, f. 14.6. 1920, d. 7.5. 1954, Lilja, f. 24.4. 1923, og Svanlaug, f. 4.5. 1926. Helgi vann á búi foreldra sinna, allt til þess er þau brugðu Við systkinin viljum í fáum orðum kveðja móðurbróður okkar, Helga Þorgeirsson. Helgi bjó, eftir að hann flutti frá Mýrum í Villingaholts- hreppi, í Blönduhlíð 11, fyrst hjá foreldrum sínum og síðan einn að þeim látnum. Fyrstu árin eftir að Helgi kom til Reykjavíkur átti hann tvo hesta, þá Rauð og Grána, sem voru honum mjög kærir og eyddi hann mestu af sínum frístundum í þetta áhugamál, og eru Geira minn- isstæðir útreiðatúrarnir sem hann fór með Helga á þessum árum. Það sýnir best hversu vænt Helga þótti um þessa tvo hesta, að þegar þeim var lógað, hætti Helgi allri hesta- mennsku. I minningu okkar frá æskuárun- um kom Helgi oft við í Skipholti 12, þar sem við ólumst upp, og sat í eldhúsinu, spjallaði og drakk kaffí. Helgi var frekar fáskiptinn maður og hélt sig út af fyrir sig, þannig að um mjög náin kynni var ekki að ræða, en okkur er ljóst að Helga var umhugað um velferð okkar og fjölskyldna okkar, því hann bæði hringdi og spurðist fyrir um hag okkar og barna okkar og á hann okkar þakkir skilið fyrir það. Blessuð sé minning þín. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Ingibjörg, Þorgeir, Þórdís, Lilja Guðrún og Gylfi. búi á vordögum 1954 og fluttu til Reykja- víkur, með þeim frá- vikum að hann fór um margra ára skeið til sjóróðra á vetrar- vertíð í Vestmanna- eyjum. Helgi átti áfram heimili hjá foreldrum sínum er til Reykjavíkur kom, en eftir að þau voru bæði látin bjó hann einn til síðustu stundar. Sumarið 1954 réðst Helgi til starfa hjá Skrúðgörðum Reykjavíkur- borgar, og þar starfaði hann óslitið allt til þess er hann lét af störfum kominn nokkuð á áttræðisaldur og hafði hann þá starfað bjá borginni vel á fjórða áratug. Útför Helga fer fram frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. í dag kveðjum við ástkæran frænda okkar Helga Þorgeirsson. Allt frá því að við vorum litlar stelp- ur hefur Helgi frændi verið hlyþi af lífí okkar. Við þekktum hann mest í tengslum við æskuheimili okkar þar sem að hann var tíður gestur. Helgi kvæntist aldrei og varð ekki bama auðið, og því urðu samskipti hans við systkini sín og þeirra af- komendur nánari. Fyrir okkur var Helgi frændi eins konar sameining- artákn fjölskyldu sinnar. Nú á þessum tímamótum hrann- ast minningabrotin upp. Helgi frændi með okkur í sumarbústað, hjá okkur í mat, með okkur á jólun- um og laumandi aurum í litlar hend- ur frændsystkina sinna. Elsku frændi, við kveðjum þig með söknuði. Blessuð sé minning þín. „„Einstakur" er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur" lýsir fólki sem stjómast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Ein- stakur“ á við þá sem em dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur" er orðið sem best lýsir þér.“ (Teri Femandez). Svana og Sunna. Helgi Þorgeirsson garðyrkjumað- ur hefur kvatt eftir góðan starfsdag og vissulega verður hans lengi minnst af mörgum sem áttu með honum samleið þótt hann hafí ekki látið mikið fara fyrir sér í daglegum önnum í hérvist sinni. Okkar leið lá lengi saman og ávallt með hljóðlát- um hætti. Við vomm alla tíð sam- stíga, því við áttum sameiginlegt hugðarefni við að rækta og fegra borgina okkar, Reykjavík. Hann kom hingað til borgarinnar í byrjun fímmta áratugarins ásamt foreldr- um sínum, sem lögðu niður búskap austur í Flóa og atvikin höguðu því svo til að leið okkar lá saman eftir það og fór alla tíð vel á með okkur. Ég lagði á ráðin um hvar rækta skyldi tré og blóm en hann var öðr- um mönnum drýgri við að planta þeim niður og sjá um að vel væri um gróðurreitina gengið. Hann bjó alla tíð á sama stað í Hlíðunum hér í Reykjavík og eftir langan vinnudag og jafnan allar góðviðrishelgar var hann boðinn og búinn að rétta ná- grönnum sínum hjálparhönd við að fegra og prýða lóðir þeirra. Og þar sem hann hafði lagt hönd að verki og séð góðan árangur hafði hann eftir það alla tíð auga með að vel væri um gróður hugsað en var þó ekki í eðli sínu afskiptasamur mað- ur, en öllum velviljaður. Hljóðlátur og hógvær í öllu dagfari og manna prúðastur í allri umgengni en oft sár ef hann sá illa um gengið, þótt hann hefði sjaldnast mörg orð um. Bauðst hann þá oft til að bæta úr misbrest- um til betri vegar. Helgi var fríður maður en lét lítið fara fyrir sér og fór jafnan ferða sinna fótgangandi, og eini maðurinn sem ég vissi til að var alla tíð sáttur við að greiða skattana sína og fannst oftast að þeim væri vel varið til að bæta umhverfíð og mannlífíð. Hann var um margt ólíkur öðrum mönnum og vissulega öðrum til eftirbreytni. Helga er gott að minnast. Hafliði Jónsson. t Þökkum auðsýnda samúð vegna andláts elskulegrar dóttur okkar og systur, SÖNDRU SIFJAR JÓHANNSDÓTTUR, Hverafold 130. Guð blessi ykkur öll. Jóhann Helgason, Halldóra Pétursdóttir, Davið Örn Jóhannsson, Elvar Þór Jóhannsson. HELGI ÞORGEIRSSON t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐMUNDÍNA H. S. SVEINSDÓTTIR, áðurtil heimilis á Njálsgötu 50, sem lést á Sólvangi í Hafnarfirði þriðju- daginn 31. desember, verður jarðsung- in frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 10. janúar kl. 13.30. Sigurlaug Sigurjónsdóttir, Sigurbjörn Sigurjónsson, Vilborg Elísdóttir, Eria Sigurjónsdóttir, Helgi Jónasson, Haukur Sigurjónsson, Anne Mari Asmunsen, Sóley Sigurjónsdóttir, Óskar G. Sigurðsson, Victor Sigurjónsson, Margrét Lukasiewcz, Gunnar Sigurjónsson, Ingibjörg Sigurjónsdóttir, Bergmundur H. Sigurðsson, Guðjón Guðjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra, er sýnt hafa samúð og vinarhug við andlát og útför GUNNARS JÓHANNSSONAR frá Bíldudal, Stóragerði 22, Reykjavík. Halldóra S. Gunnarsdóttir, Jóhann S. Gunnarsson, Matthildur Sif Jónsdóttir, Guðrún E. Gunnarsdóttir, Salóme Kristjánsdóttir, Kári Sæbjörnsson, barnabörn og aðrir aðstandendur. t Þökkum auðsýnda samúð vegna andláts og útfarar systur okkar og mágkonu, GUÐNÝJAR BJARNADÓTTUR, Droplaugarstöðum, Reykjavík. Kristján Bjarnason, Eva Þórðardóttir, Ólafur Bjarnason. Geirþrúður Kristjánsdóttir. t Hjartans þakklæti til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall ástkærrar móður okkar, tengda- móöur, ömmu og langömmu, NÖNNU GUÐMUNDSDÓTTUR frá Patreksfirði. Anna Gi'sladóttir, Flosi G. Valdemarsson, Bjarni Gíslason, Þórey Jónsdóttir, Guðrún Gfsladóttir Bergmann, Andreas Bergmann, Nanna Sjöfn Pétursdóttir, Jón Rúnar Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.